Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Þróttur 0-1| Þróttur stal þriðja sætinu af Stjörnunni Mikenna McManus tryggði Þrótti þriðja sætið í Bestu deild kvenna með því að skora sigurmarkið gegn Stjörnunni. Umfjöllun og viðtöl á leiðinni. Íslenski boltinn 6. október 2023 21:10
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Breiðablik 0-1 | Blikar tryggðu sér Evrópusæti með sigri gegn Íslandsmeisturunum Breiðablik lagði Val að velli með einu marki gegn engu þegar liðið sótti Val heim í lokaumferð Bestu deildar kvenna í fótbolta á Origo-völlinn að Hlíðarenda í kvöld. Íslenski boltinn 6. október 2023 21:03
Bryndís Arna valin best og Katla efnilegust Bryndís Arna Níelsdóttir, leikmaður Vals, var valin besti leikmaður Bestu deildar kvenna árið 2023 af leikmönnum deildarinnar. Katla Tryggvadóttir var valin efnilegust annað árið í röð. Fótbolti 6. október 2023 20:26
Guðni Eiríksson: Ég hélt að þetta yrði markaleikur Guðni Eiríksson, þjálfari FH, sagði í viðtali eftir leik að lokatölur leiksins hafi komið honum á óvart. Fótbolti 6. október 2023 18:40
Umfjöllun: FH - Þór/KA 0-0 | Fjör en engin mörk í Krikanum FH og Þór/KA gerðu markalaust jafntefli í lokaumferð Bestu deildar kvenna í fótbolta í dag. Tækifærin til að skora voru svo sannarlega til staðar og Akureyringar fengu fleiri og betri færi í leiknum. En þegar sex mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma var Snædís María Jörundsdóttir hársbreidd frá því að tryggja FH-ingum stigin þrjú þegar hún skaut í stöng. Íslenski boltinn 6. október 2023 18:10
Menningar- og viðskiptaráðherra fór á kostum í Besta þættinum Víkingur og Fylkir áttust við í lokaþætti Besta þáttarins í sumar. Menningar- og viðskiptaráðherra, Lilja Alfreðsdóttir, fór á kostum í þættinum. Íslenski boltinn 6. október 2023 14:00
Arna Sif getur verið valin best annað árið í röð Búið er að greina frá því hvaða leikmenn koma til greina sem þeir bestu og efnilegustu í Bestu deild kvenna í fótbolta. Íslenski boltinn 6. október 2023 13:39
„Stundum finnst mér stelpurnar ekki fatta hversu góðar þær eru“ Gunnleifur Gunnleifsson, þjálfari kvennaliðs Breiðabliks, kallar eftir stuðningi á bak við liðið sitt í kvöld í gríðarlega mikilvægum leik á móti Val í lokaumferð Bestu deild kvenna. Íslenski boltinn 6. október 2023 13:00
Besta upphitunin: Segir mömmu sína ekki hafa þorað því að reyna að fá hana yfir í Val Helena Ólafsdóttir fékk til sín góða gesti í upphitunþætti sínum fyrir 23. umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta. Íslenski boltinn 6. október 2023 11:01
Jóhann Kristinn: „Það er ekki oft sem maður tapar svona rosalega ósanngjarnt“ Stjarnan vann 3-1 sigur á Þór/KA norður á Akureyri í fjórðu umferð efri hluta Bestu deildar kvenna í dag. Heimakonur komust yfir í fyrri hálfleik en gestirnir skoruðu þrjú mörk í þeim seinni þar sem varamaðurinn Hulda Hrund Arnarsdóttir skoraði tvö mörk. Stjarnan á enn möguleika á öðru sæti eftir sigurinn. Sport 30. september 2023 17:58
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik 3 - FH 1 | 2. sætið innan seilingar Breiðablik vann sannfærandi 3-1 sigur á FH í Bestu deild kvenna í dag. Annað sætið er innan seilingar fyrir Blika en úrslitin ráðast þó ekki fyrr en í lokaumferðinni. Fótbolti 30. september 2023 16:48
„Skiptir okkur svo ótrúlega miklu máli“ Agla María Albertsdóttir, fyrirliði Breiðabliks, var að vonum ánægð eftir sigur sín liðs gegn FH í Bestu deild kvenna í dag þar sem liðið fór langleiðina með að tryggja sér 2. sætið í deildinni. Fótbolti 30. september 2023 16:39
Leik lokið: Þór/KA 1 - 3 Stjarnan | Stjörnukonur með þrjú mörk í seinni hálfleik Stjarnan gerði góða ferð norður í land í dag og bar 3-1 sigur úr býtum gegn Þór/KA í fjórðu og næstsíðustu umferð í efri hluta Bestu deildar kvenna. Þór/KA komst yfir seint í fyrri hálfleik en Stjarnan skoraði þrjú mörk í þeim seinni þar sem varamaðurinn Hulda Hrund Arnarsdóttir stal senunni með tvö mörk Íslenski boltinn 30. september 2023 14:15
Besta upphitunin: Íslandsmeisturum boðið í spjall Úrslitin eru ráðin í Bestu deild kvenna þetta árið en þó eru enn tvær umferðir eftir í efri hlutanum. Helena Ólafsdóttir hitaði upp fyrir umferð morgundagsins í Bestu upphituninni og fékk til sín góða gesti að vanda. Fótbolti 29. september 2023 18:06
Fékk bestu gjöf ævi sinnar eftir óhugnanlegt atvik í Víkinni Knattspyrnukonan unga María Sól Jósepsdóttir, sem fékk flogakast á leik Víkings og KR á dögunum, er á batavegi. Hún átti þá draumakvöld með leikmönnum liðsins í kjölfarið. Íslenski boltinn 29. september 2023 16:54
Besti þátturinn: Veigar Páll rifjar upp gamla takta og setur boltann í vinkilinn Í sjötta þætti af Bestu þættinum mættust lið Stjörnunnar og Selfoss. Besti þátturinn gengur út á að para saman leikmenn, stuðningsmenn eða aðra velunnara íslenskra félagsliða gegn hvorum öðrum í kostulegri keppni. Íslenski boltinn 29. september 2023 14:35
Íslandsmeistaraþjálfarinn framlengir til 2026 Pétur Pétursson hefur framlengt samning sinn um að þjálfa áfram lið Vals í Bestu deild kvenna. Íslenski boltinn 28. september 2023 08:20
Allir titlarnir í sögu úrslitakeppninnar hafa unnist í sófanum Víkingar urðu í gær þriðja liðið á síðustu fjórum árum sem verður Íslandsmeistari í sófanum í úrvalsdeild karla í fótbolta. Íslenski boltinn 25. september 2023 13:31
Sjáðu mörkin úr langþráðum Blikasigri og góðri heimsókn Akureyringa í Laugardalinn Eftir fimm leiki í röð án sigurs vann Breiðablik Stjörnuna, 2-0, í úrslitakeppni efri hluta Bestu deildar kvenna í gær. Íslenski boltinn 18. september 2023 11:01
„Höfðum það í höndum okkar að ná öðru sætinu en réðum ekki við pressuna“ Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar, var svekktur á svip 0-2 tap á heimavelli gegn Þór/KA. Þróttur missti þar af gullnu tækifæri til að koma sér upp fyrir Breiðablik og blanda sér í baráttuna um Evrópusætið. Íslenski boltinn 17. september 2023 17:17
Umfjöllun og viðtöl: Valur - FH 3-1 | Valur aftur á sigurbraut Valskonur komust aftur á sigurbraut eftir tap í síðasta leik gegn Stjörnunni. Staðan var jöfn í hálfleik en tvær kollspyrnur frá Örnu Sif og Laura Frank gerðu útslagið í seinni hálfleik. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. Íslenski boltinn 17. september 2023 16:40
Pétur: FH spilar fótbolta sem mér finnst skemmtilegt að horfa á Valur komst aftur á sigurbraut þegar liðið vann 3-1 sigur gegn FH. Pétur Pétursson, þjálfari Vals, var ánægður með sigurinn. Sport 17. september 2023 16:20
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Stjarnan 2-0 | Langþráður sigur Blika kemur liðinu upp í annað sætið Breiðablik lagði Stjörnuna að velli með tveimur mörkum gegn engu þegar liðin áttust við í Bestu deild kvenna í fótbolta á Kópavogsvelli í dag. Íslenski boltinn 17. september 2023 16:00
Umfjöllun og viðtöl: Þróttur 0 - 2 Þór/KA | Norðanstúlkur sækja sigurinn og Þróttur missir af þriðja sætinu Íslenski boltinn 17. september 2023 13:15
Sif Atladóttir leggur skóna á hilluna Landsliðskonan fyrrverandi Sif Atladóttir hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna eftir farsælan feril. Hún hefur undanfarin ár spilað með Selfossi í Bestu deild kvenna en liðið er fallið niður í Lengjudeildina. Íslenski boltinn 16. september 2023 21:31
Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll - ÍBV 7-2 | Stólarnir felldu ÍBV með risasigri Það var mikið undir þegar Tindastóll og ÍBV mættust í Bestu deild kvenna í dag. Tindastóll fyrir leikinn í 7 sæti með 23 stig og ÍBV í 8 sæti með 21 stig sem og Keflavík sem átti leik á sama tíma. Íslenski boltinn 16. september 2023 16:30
Keflavík tryggði sætið með sigri gegn föllnum Selfyssingum Keflavík tryggði sér áframhaldandi veru í Bestu-deild kvenna í knattspyrnu með 1-0 sigri gegn föllnum Selfyssingum. Fótbolti 16. september 2023 16:11
Besta upphitunin: Sigur eða fall hjá Keflvíkingum Fallbaráttan verður í algleymingi á morgun þegar lokaumferð úrslitakeppni neðri hluta Bestu deildar kvenna fer fram. Þrjú lið eru í fallhættu. Íslenski boltinn 15. september 2023 15:45
„Eitthvað sem má alveg tala meira um“ Valur varð í fyrrakvöld Íslandsmeistari kvenna í fótbolta þriðja árið í röð. Tvöföld gleði er fyrir Elísu Viðarsdóttur, fyrirliða liðsins, sem fagnar ekki aðeins titli heldur á von á sínu öðru barni. Þá hvarflar ekki að henni að hætta knattspyrnuiðkun á næstunni, sem hún þakkar brautryðjendum sem á undan komu. Íslenski boltinn 15. september 2023 08:01
„Gríðarlega gott að taka þrjú stig af Val“ Stjarnan sótti þrjú stig gegn nýkrýndum Íslandsmeisturum Vals fyrr í kvöld. Leiknum leik með 1-0 sigri í jöfnum og spennandi leik. Stjarnan fer með þessum sigri upp í annað sæti deildarinnar. Íslenski boltinn 14. september 2023 22:28