„Þetta er dýrmætur tími og maður finnur hvað þetta skiptir mann miklu máli“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. september 2024 17:03 Helena Ólafsdóttir þjálfaði bæði Gígju Valgerði Harðardóttur og Kristrúnu Rut Antonsdóttur en til skamms tíma. stöð 2 sport Þær Gígja Valgerður Harðardóttir, leikmaður Víkings, og Kristrún Rut Antonsdóttir, leikmaður Þróttar, voru gestir Helenu Ólafsdóttur í upphitunarþætti fyrir næstsíðustu umferð Bestu deildar kvenna. Gígja og stöllur hennar í Víkingi taka á móti Val í síðasta heimaleik sínum á tímabilinu á morgun. Víkingar eru í 4. sæti deildarinnar en stefna á að komast upp í það þriðja. „Við höfum sagt að við stefnum eins hátt og við getum fyrst við erum ekki að fara að keppa um titilinn. Við stefnum á 3. sætið. Eins höfum við stefnt að því að ná stigum gegn öllum liðunum í sumar og við eigum eftir að ná stigum gegn Val þannig að við eigum eftir að ná því markmiði,“ sagði Gígja. Helena benti á að Gígja hefði sjaldan eða aldrei spilað jafn vel og í sumar. Hún var sjálf hógvær þegar talið barst að eigin frammistöðu. „Það er engin leyniuppskrift. En þegar maður er með marga bolta á lofti - ég er með tvær dætur heima - þannig að maður vill leggja sig fram þann tíma sem maður eyðir í fótboltann. Þetta er dýrmætur tími og maður finnur hvað þetta skiptir mann miklu máli þegar maður er búinn að taka sér smá pásu og ekki vera á fullu. Fyrir þetta tímabil langaði mig að fara á fullt aftur og spila í efstu deild. Þá leggur maður enn harðar að sér og uppsker samkvæmt því,“ sagði Gígja. Hvaða lið ætti að vilja mig? Þróttur er aftur á móti í 5. sæti deildarinnar og á enn eftir að vinna leik í úrslitakeppninni. Það gæti breyst á sunnudaginn þegar liðið tekur á móti Þór/KA. Kristrún gekk í raðir Þróttar frá Selfossi fyrir þetta tímabil. Selfyssingar féllu úr Bestu deildinni í fyrra og Kristrún viðurkennir að það hafi sviðið. „Maður fær alltaf smá skot á sjálfstraustið þegar liðið manns fellur eða er búið að vera í vandræðum lengi. Maður hugsar alltaf: Maður var að falla, hvaða lið ætti að vilja mig? En ég hafði einhverja trú á sjálfri mér og hef alveg leiki og reynslu til að bakka það upp,“ sagði Kristrún. Klippa: Besta upphitunin - 22. umferð Þróttarar byrjuðu tímabilið illa en náðu sér svo betur á strik eftir því sem á sumarið leið. Þjálfari liðsins er Ólafur Kristjánsson sem er á sínu fyrsta tímabili í kvennaboltanum. „Þetta var svolítið sérstakt því það var búin að vera svo mikil seigla í liðinu á undirbúningstímabilinu og mikill framgangur. Það var svolítið erfitt að taka við þessum höggum því við vissum ekki alveg hvað við vorum að gera rangt. En það er einhver ákveðinn tími sem það tekur nýjan þjálfara að koma inn, allt er að mótast og smella saman. ,“ sagði Kristrún. „Það sem mér fannst halda okkur öllum saman var að Óli var alltaf þarna til að bakka okkur upp. Hann var alltaf: Ég tek bara ábyrgðina. Við höfðum alltaf trú á hvorri annarri og getu okkar sem liðs því við höfðum fundið það á einhverjum tímapunkti á undirbúningstímabilinu.“ Horfa má á Bestu upphitunina í spilaranum hér fyrir ofan. Besta deild kvenna Bestu mörkin Víkingur Reykjavík Þróttur Reykjavík Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Enski boltinn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Íslenski boltinn Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Sjá meira
Gígja og stöllur hennar í Víkingi taka á móti Val í síðasta heimaleik sínum á tímabilinu á morgun. Víkingar eru í 4. sæti deildarinnar en stefna á að komast upp í það þriðja. „Við höfum sagt að við stefnum eins hátt og við getum fyrst við erum ekki að fara að keppa um titilinn. Við stefnum á 3. sætið. Eins höfum við stefnt að því að ná stigum gegn öllum liðunum í sumar og við eigum eftir að ná stigum gegn Val þannig að við eigum eftir að ná því markmiði,“ sagði Gígja. Helena benti á að Gígja hefði sjaldan eða aldrei spilað jafn vel og í sumar. Hún var sjálf hógvær þegar talið barst að eigin frammistöðu. „Það er engin leyniuppskrift. En þegar maður er með marga bolta á lofti - ég er með tvær dætur heima - þannig að maður vill leggja sig fram þann tíma sem maður eyðir í fótboltann. Þetta er dýrmætur tími og maður finnur hvað þetta skiptir mann miklu máli þegar maður er búinn að taka sér smá pásu og ekki vera á fullu. Fyrir þetta tímabil langaði mig að fara á fullt aftur og spila í efstu deild. Þá leggur maður enn harðar að sér og uppsker samkvæmt því,“ sagði Gígja. Hvaða lið ætti að vilja mig? Þróttur er aftur á móti í 5. sæti deildarinnar og á enn eftir að vinna leik í úrslitakeppninni. Það gæti breyst á sunnudaginn þegar liðið tekur á móti Þór/KA. Kristrún gekk í raðir Þróttar frá Selfossi fyrir þetta tímabil. Selfyssingar féllu úr Bestu deildinni í fyrra og Kristrún viðurkennir að það hafi sviðið. „Maður fær alltaf smá skot á sjálfstraustið þegar liðið manns fellur eða er búið að vera í vandræðum lengi. Maður hugsar alltaf: Maður var að falla, hvaða lið ætti að vilja mig? En ég hafði einhverja trú á sjálfri mér og hef alveg leiki og reynslu til að bakka það upp,“ sagði Kristrún. Klippa: Besta upphitunin - 22. umferð Þróttarar byrjuðu tímabilið illa en náðu sér svo betur á strik eftir því sem á sumarið leið. Þjálfari liðsins er Ólafur Kristjánsson sem er á sínu fyrsta tímabili í kvennaboltanum. „Þetta var svolítið sérstakt því það var búin að vera svo mikil seigla í liðinu á undirbúningstímabilinu og mikill framgangur. Það var svolítið erfitt að taka við þessum höggum því við vissum ekki alveg hvað við vorum að gera rangt. En það er einhver ákveðinn tími sem það tekur nýjan þjálfara að koma inn, allt er að mótast og smella saman. ,“ sagði Kristrún. „Það sem mér fannst halda okkur öllum saman var að Óli var alltaf þarna til að bakka okkur upp. Hann var alltaf: Ég tek bara ábyrgðina. Við höfðum alltaf trú á hvorri annarri og getu okkar sem liðs því við höfðum fundið það á einhverjum tímapunkti á undirbúningstímabilinu.“ Horfa má á Bestu upphitunina í spilaranum hér fyrir ofan.
Besta deild kvenna Bestu mörkin Víkingur Reykjavík Þróttur Reykjavík Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Enski boltinn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Íslenski boltinn Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Sjá meira