„Ég fagnaði innra með mér en var ekki sáttur“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 14. september 2024 17:01 Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Fylkis. vísir / anton brink „Virkilega dapurt hjá okkur í dag, eins og púðrið væri farið úr okkur. Ætluðum að enda þetta á góðum nótum en því miður þá bara vann betra liðið í dag,“ sagði Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Fylkis, eftir 1-4 tap gegn Keflavík í lokaumferð neðri hluta Bestu deildar kvenna. Dóttir hans skoraði markið sem gerði út af við leikinn. Fylkir var langt frá því að sýna sínar bestu hliðar í dag en slapp inn í hálfleik aðeins einu marki undir. Snemma í seinni hálfleik hins vegar tvöfaldaði Keflavík forystuna og gerði eiginlega út af við leikinn. Þar var á ferð Sigurbjörg Diljá, dóttir Gunnars, sem vakti eðlilega blendnar tilfinningar hjá þjálfaranum. „Svo sannarlega. Frábært mark hjá henni, virkilega vel afgreitt. En á móti, að fá á sig annað markið, það var högg og erfitt að koma til baka eftir það. Við misstum alls ekki trúna en jú, þetta var mjög skrítin tilfinning. Ég fagnaði innra með mér en var ekki sáttur við að lenda 2-0 undir.“ Sigurbjörg Diljá Gunnarsdóttir er fædd árið 2008 en hefur skorað tvisvar í sumar.facebook / knattspyrnudeild keflavíkur Liðið var í fallbaráttu allt tímabilið, endar með þessu tapi í neðsta sæti deildarinnar og fer niður í Lengjudeild. Gunnar segir þó góðan kjarna til staðar í Árbænum og telur víst að framtíð félagsins sé björt. „Tímabilið er bara að klárast núna. Ég er stoltur af þessum stelpum þó það hafi ekki gengið upp í dag. Við erum með nánast eingöngu íslenskt lið, einn erlendan leikmann. Sama lið byrjar undirbúningstímabilið og endar mótið, við fórum inn í mótið nánast með sama lið og fór upp úr Lengjudeildinni í fyrra, ákváðum að standa og falla með því. Styrktum okkur með tveimur erlendum leikmönnum en misstum Kaylu [Bruster] síðustu 4-5 leiki, sem var mjög slæmt. En hérna er mjög góður kjarni, góður hópur af leikmönnum og annað, ég hef ekki trú á öðru en að flestir leikmenn verði áfram og taki slaginn með Fylki, það er björt framtíð hjá þessu félagi.“ Líður vel í Árbænum en samningurinn að renna út Liðið vel skipað og stefnan sett strax aftur upp. Samningur Gunnars er hins vegar að renna út og óljóst enn hvort hann verði áfram með liðið. „Mér hefur liðið mjög vel hérna, gott að vera í Árbænum og það skýrist bara mjög fljótlega hvað verður.“ Snæða saman í kvöld Framtíðin er óráðin en Fylkir ætlar að gera vel við sig í kvöld eftir langt og strangt tímabil. „Það er eitthvað hérna í kvöld, hittast og borða saman. Síðan tökum við tvær æfingar í næstu viku, klára tímabilið og svo hlöðum við batterýin áður en við byrjum aftur og ég er þess fullviss að Fylkir verði í Bestu deildinni áður en langt um líður,“ sagði Gunnar að lokum. Besta deild kvenna Fylkir Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Fleiri fréttir Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ Sjá meira
Fylkir var langt frá því að sýna sínar bestu hliðar í dag en slapp inn í hálfleik aðeins einu marki undir. Snemma í seinni hálfleik hins vegar tvöfaldaði Keflavík forystuna og gerði eiginlega út af við leikinn. Þar var á ferð Sigurbjörg Diljá, dóttir Gunnars, sem vakti eðlilega blendnar tilfinningar hjá þjálfaranum. „Svo sannarlega. Frábært mark hjá henni, virkilega vel afgreitt. En á móti, að fá á sig annað markið, það var högg og erfitt að koma til baka eftir það. Við misstum alls ekki trúna en jú, þetta var mjög skrítin tilfinning. Ég fagnaði innra með mér en var ekki sáttur við að lenda 2-0 undir.“ Sigurbjörg Diljá Gunnarsdóttir er fædd árið 2008 en hefur skorað tvisvar í sumar.facebook / knattspyrnudeild keflavíkur Liðið var í fallbaráttu allt tímabilið, endar með þessu tapi í neðsta sæti deildarinnar og fer niður í Lengjudeild. Gunnar segir þó góðan kjarna til staðar í Árbænum og telur víst að framtíð félagsins sé björt. „Tímabilið er bara að klárast núna. Ég er stoltur af þessum stelpum þó það hafi ekki gengið upp í dag. Við erum með nánast eingöngu íslenskt lið, einn erlendan leikmann. Sama lið byrjar undirbúningstímabilið og endar mótið, við fórum inn í mótið nánast með sama lið og fór upp úr Lengjudeildinni í fyrra, ákváðum að standa og falla með því. Styrktum okkur með tveimur erlendum leikmönnum en misstum Kaylu [Bruster] síðustu 4-5 leiki, sem var mjög slæmt. En hérna er mjög góður kjarni, góður hópur af leikmönnum og annað, ég hef ekki trú á öðru en að flestir leikmenn verði áfram og taki slaginn með Fylki, það er björt framtíð hjá þessu félagi.“ Líður vel í Árbænum en samningurinn að renna út Liðið vel skipað og stefnan sett strax aftur upp. Samningur Gunnars er hins vegar að renna út og óljóst enn hvort hann verði áfram með liðið. „Mér hefur liðið mjög vel hérna, gott að vera í Árbænum og það skýrist bara mjög fljótlega hvað verður.“ Snæða saman í kvöld Framtíðin er óráðin en Fylkir ætlar að gera vel við sig í kvöld eftir langt og strangt tímabil. „Það er eitthvað hérna í kvöld, hittast og borða saman. Síðan tökum við tvær æfingar í næstu viku, klára tímabilið og svo hlöðum við batterýin áður en við byrjum aftur og ég er þess fullviss að Fylkir verði í Bestu deildinni áður en langt um líður,“ sagði Gunnar að lokum.
Besta deild kvenna Fylkir Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Fleiri fréttir Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ Sjá meira