„Ætli svona 4-3 hefði ekki verið sanngjarnt“ Hinrik Wöhler skrifar 29. september 2024 17:40 Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þórs/KA, heldur heim norður með eitt stig í farteskinu. Vísir/Vilhelm Þrátt fyrir þokkalega opinn síðari hálfleik skildu Þróttur og Þór/KA jöfn í markalausum leik. Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þórs/KA, er sæll með að halda hreinu á útivelli og tekur marga jákvæða punkta með sér norður. „Mjög sáttur við margt í þessum leik. Að halda hreinu, mér fannst Harpa [Jóhannsdóttir] standa sig vel okkar megin og sáttur við mjög margt á móti sterku liði á erfiðum útivelli,“ sagði Jóhann eftir leikinn á Avis-vellinum í dag. Ungu leikmenn Þór/KA, Bríet Fjóla Bjarnadóttir og Eva Dolina-Sokolowska, komu inn af bekknum undir lok leiks og voru ekki langt frá því að koma boltanum í netið á síðustu mínútum leiksins. Jóhann viðurkennir að það hefði verið ansi sætt að sjá það raungerast. „Ég viðurkenni að ég finn líkamlega til að kjúllarnir okkar hafi ekki skorað hérna í restina.“ Gestirnir að norðan fengu góð tækifæri til að komast yfir, sérstaklega í síðari hálfleik, en þeim tókst ekki að koma boltanum fram hjá Mollee Swift í marki Þróttar. „Það verður að segjast að þetta sé sanngjarnt. Það er kannski óþarfa hroki og frekja að tala um að eitthvað sé ósanngjarnt. Þær fengu sín færi og við fengum okkar, ég veit það ekki. Ætli svona 4-3 hefði ekki verið sanngjarnt,“ sagði Jóhann sposkur á svip. Skellur í síðustu umferð Þór/KA fékk skell í síðustu umferð er liðið tapaði 6-1 á móti Breiðablik. Jóhann Kristinn viðurkennir að hann sé örlítið svekktur með síðustu vikur en er þó sáttur með tímabilið í heild sinni. Það gekk nánast allt upp hjá liðinu framan af sumri og situr Þór/KA í þriðja sæti deildarinnar þegar ein umferð er eftir. „Þú ert dæmdur af því síðasta sem þú gerðir og okkur líður ekki nógu vel því við höfum átt leiðinda úrslit að undanförnu. Svo náttúrulega þegar menn fjarlægast aðeins frá þessu sjáum við að við spilum nánast fullkomna fyrri umferð þar sem við vinnum öll liðin nema Breiðablik og Val, eins og allir sjá eru þau í sérstöðu í þessari deild,“ sagði Jóhann þegar hann var spurður út í tímabilið. „Ég viðurkenni að við erum smá súr með síðasta einn og hálfan mánuð eða svo. Við viljum enda á góðu nótunum, að fá ekki mark á sig í dag á erfiðum útivelli. Reyndar leiðinlegt að skora ekki en þó góð uppbygging fyrir síðasta leik,“ sagði Jóhann Kristinn að lokum. Besta deild kvenna Þór Akureyri KA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Körfubolti Fleiri fréttir Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Sjá meira
„Mjög sáttur við margt í þessum leik. Að halda hreinu, mér fannst Harpa [Jóhannsdóttir] standa sig vel okkar megin og sáttur við mjög margt á móti sterku liði á erfiðum útivelli,“ sagði Jóhann eftir leikinn á Avis-vellinum í dag. Ungu leikmenn Þór/KA, Bríet Fjóla Bjarnadóttir og Eva Dolina-Sokolowska, komu inn af bekknum undir lok leiks og voru ekki langt frá því að koma boltanum í netið á síðustu mínútum leiksins. Jóhann viðurkennir að það hefði verið ansi sætt að sjá það raungerast. „Ég viðurkenni að ég finn líkamlega til að kjúllarnir okkar hafi ekki skorað hérna í restina.“ Gestirnir að norðan fengu góð tækifæri til að komast yfir, sérstaklega í síðari hálfleik, en þeim tókst ekki að koma boltanum fram hjá Mollee Swift í marki Þróttar. „Það verður að segjast að þetta sé sanngjarnt. Það er kannski óþarfa hroki og frekja að tala um að eitthvað sé ósanngjarnt. Þær fengu sín færi og við fengum okkar, ég veit það ekki. Ætli svona 4-3 hefði ekki verið sanngjarnt,“ sagði Jóhann sposkur á svip. Skellur í síðustu umferð Þór/KA fékk skell í síðustu umferð er liðið tapaði 6-1 á móti Breiðablik. Jóhann Kristinn viðurkennir að hann sé örlítið svekktur með síðustu vikur en er þó sáttur með tímabilið í heild sinni. Það gekk nánast allt upp hjá liðinu framan af sumri og situr Þór/KA í þriðja sæti deildarinnar þegar ein umferð er eftir. „Þú ert dæmdur af því síðasta sem þú gerðir og okkur líður ekki nógu vel því við höfum átt leiðinda úrslit að undanförnu. Svo náttúrulega þegar menn fjarlægast aðeins frá þessu sjáum við að við spilum nánast fullkomna fyrri umferð þar sem við vinnum öll liðin nema Breiðablik og Val, eins og allir sjá eru þau í sérstöðu í þessari deild,“ sagði Jóhann þegar hann var spurður út í tímabilið. „Ég viðurkenni að við erum smá súr með síðasta einn og hálfan mánuð eða svo. Við viljum enda á góðu nótunum, að fá ekki mark á sig í dag á erfiðum útivelli. Reyndar leiðinlegt að skora ekki en þó góð uppbygging fyrir síðasta leik,“ sagði Jóhann Kristinn að lokum.
Besta deild kvenna Þór Akureyri KA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Körfubolti Fleiri fréttir Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Sjá meira