Alþingi

Alþingi

Fréttir af löggjafarþingi Íslendinga, þingmönnum og fleiri tengdum málum.

Fréttamynd

Fóru á Klaustur eftir erfiðan fund um fjölgun aðstoðarmanna

Ólafur Ísleifsson, nú óháður þingmaður, segir að för hans og fimm annarra þingmanna á barinn Klaustur í nóvember á síðasta ári hafi verið farinn eftir erfiðan fund foyrstumanna stjórnarandstöðunnar um fjölgun aðstoðarmanna þingflokka á Alþingi. Þar hafi Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, brostið í grát, sem gerði það að verkum að fundinum lauk á niðurstöðu.

Innlent
Fréttamynd

Segir ávinning þess að Sjúkratryggingar niðurgreiði sálfræðikostnað vega upp á móti kostnaði ríkisins

Þingmenn úr öllum flokkum á Alþingi nema Framsókn eru flutningsmenn frumvarps um að ríkið greiði sálfræðikostnað. Formaður Viðreisnar og fyrsti flutningsmaður frumvarpsins er afar ánægð með samstöðuna á þinginu og er vongóð um að málið nái fram að ganga. Verði það að veruleika gæti kostnaðurinn numið hundruðum milljóna króna.

Innlent
Fréttamynd

Tveimur af þremur skipt út í siðanefnd Alþingis

Þau Hafsteinn Þór Hauksson, dósent við lagadeild Háskóla Íslands, og Salvör Nordal, umboðsmaður barna, víkja sæti í siðanefnd Alþingis en nefndin fær Klaustursmálið svokallaða inn á borð til sín á næstunni.

Innlent
Fréttamynd

„Eina sem við gátum gert var að láta þessa menn fara“

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segir að það hafi aldrei komið til greina af hálfu stjórnar og grasrótar flokksins að biðja þá Karl Gauta Hjaltason og Ólaf Ísleifsson um að stíga til hliðar. Eina sem flokkurinn hafi getað gert var að láta þá fara.

Innlent
Fréttamynd

Telur siðareglur ekki eiga við um þjóðkjörna fulltrúa

Siðareglur eiga ekki við í tilfelli þjóðkjörinna fulltrúa og þar af leiðandi ekki heldur siðanefnd Alþingis að mati Brynjars Níelssonar þingmanni Sjálfstæðisflokksins. Með siðareglunum hafi verið opnað Pandórubox og þróunin muni verða sú að fólk muni kæra í sífellu.

Innlent
Fréttamynd

„Kjörnir fulltrúar geta ekki haft þessar skoðanir“

Henry Alexander Henrysson, aðjúnkt við heimspekideild Háskóla Íslands og sérfræðingur hjá Siðfræðistofnun, óttast að Miðflokksþingmennirnir Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson eigi ekki hæglega afturkvæmt á Alþingi eftir leyfið sem þeir tóku sér vegna Klaustursmálsins.

Innlent