Minna um flokkshollustu hjá ungu fólki Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 17. desember 2019 14:37 Ákveðin kynslóðabreyting hefur orðið á kosningaþátttöku ungs fólks á Íslandi. Þetta er niðurstaða rannsakenda við Háskóla Íslands. Breytingin birtist aðallega í því að flokkshollusta hefur minna vægi hjá ungu fólki dagsins í dag og þá tekur það síður þátt í alþingiskosningum samanborið við eldri kynslóðir kjósenda sem voru á sama aldri fyrir þrjátíu árum síðan. Í dag birtist ritrýndri grein Evu Heiðu Önnudóttur, dósents við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands og Eiríks Búa Halldórssonar meistaranema við London School of Economics. Greinin ber titilinn Kosningaþátttaka ungs fólks á Íslandi, kynslóðabil, áhugi á stjórnmálum og flokkshollusta en hún byggir á lokaritgerð Eiríks Búa og tekur mið af gögnum frá íslensku kosningarannsókninni frá 1983. Dræm þátttaka ungs fólks í alþingiskosningum er gömul saga og ný en unga kynslóð dagsins í dag hefur þó ákveðna sérstöðu innan þess mengis. „Munurinn á áhrifum aldurs og áhrifa kynslóða á kosningaþátttöku er sá að í gegnum tíðina hefur það alltaf verið þannig að ungt fólk hefur síður mætt á kjörstað en það hefur síðan komið inn eftir 25 ára aldurinn, þegar það tekur að fullu þátt í lífinu. En kynslóðabreytingin felst í því að unga fólkið kýs ekki eins mikið og eldra fólkið en það er heldur ekki endilega að koma inn sem kjósendur í kringum 25 ára aldurinn. Við greinum að við séum komin með kynslóð sem tekur síður þátt en kynslóð sem var á sama aldri fyrir þrjátíu árum síðan,“ segir Eva. Skýringin liggur þó ekki í áhugaleysi ungs fólks á stjórnmálum. Áhuginn sé svipaður nú og hjá eldri kjósendum en hann birtist með öðruvísi hætti, til dæmis með annars konar borgaralegri þátttöku en hefðbundnum kosningum. Dæmi þessu til stuðnings eru loftslagsverkverkföll og aðgerðir í þágu kynjajafnréttis. Eva segir að þau Eiríkur hafi numið veikingu á tengingu ungs fólks í dag við stjórnmálaflokka. Ungt fólk samsami sig síður með hefðbundum stjórnmálaflokkum og þá er það ólíklegra til að sýna tryggð við ákveðinn stjórnmálaflokk. „Þegar maður talar um flokkshollustu og aldur þá getur maður ekki gert ráð fyrir að ungt fólk sé jafn flokkshollt og þeir sem eru eldri en breytingin sem við sjáum, ef við berum ungt fólk í dag saman við ungt fólk áður, að þá sjáum við að það hefur orðið minni tenging við stjórnmálaflokka.“ Eva og Eiríkur segja að ein skýringin á dræmri kosningaþátttöku ungs fólks sé sú að það kemur seinna inn í lífsbaráttuna. „Það býr lengur í foreldrahúsum, það er lengur í námi og fer seinna út á atvinnumarkað og eignast seinna börn. Það getur mögulega verið ein skýring, að það sé að koma seinna inn í lífsbaráttuna og þar af leiðandi er það að koma seinna inn sem þátttakendur í kosningum.“ Þetta geti þó haft í för með sér alvarlegar afleiðingar til lengri tíma litið. „Hættan er sú að af því að þegar talað er um kosningaþátttöku ungs fólks er að ef þú kýst ekki í fyrstu þremur kosningunum sem þú hefur rétt á að kjósa – og þetta eru rannsóknir erlendis frá – þá minnka líkurnar verulega á því að þú hefjir þátttökuna eftir það,“ segir Eva. Alþingi Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fleiri fréttir Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Sjá meira
Ákveðin kynslóðabreyting hefur orðið á kosningaþátttöku ungs fólks á Íslandi. Þetta er niðurstaða rannsakenda við Háskóla Íslands. Breytingin birtist aðallega í því að flokkshollusta hefur minna vægi hjá ungu fólki dagsins í dag og þá tekur það síður þátt í alþingiskosningum samanborið við eldri kynslóðir kjósenda sem voru á sama aldri fyrir þrjátíu árum síðan. Í dag birtist ritrýndri grein Evu Heiðu Önnudóttur, dósents við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands og Eiríks Búa Halldórssonar meistaranema við London School of Economics. Greinin ber titilinn Kosningaþátttaka ungs fólks á Íslandi, kynslóðabil, áhugi á stjórnmálum og flokkshollusta en hún byggir á lokaritgerð Eiríks Búa og tekur mið af gögnum frá íslensku kosningarannsókninni frá 1983. Dræm þátttaka ungs fólks í alþingiskosningum er gömul saga og ný en unga kynslóð dagsins í dag hefur þó ákveðna sérstöðu innan þess mengis. „Munurinn á áhrifum aldurs og áhrifa kynslóða á kosningaþátttöku er sá að í gegnum tíðina hefur það alltaf verið þannig að ungt fólk hefur síður mætt á kjörstað en það hefur síðan komið inn eftir 25 ára aldurinn, þegar það tekur að fullu þátt í lífinu. En kynslóðabreytingin felst í því að unga fólkið kýs ekki eins mikið og eldra fólkið en það er heldur ekki endilega að koma inn sem kjósendur í kringum 25 ára aldurinn. Við greinum að við séum komin með kynslóð sem tekur síður þátt en kynslóð sem var á sama aldri fyrir þrjátíu árum síðan,“ segir Eva. Skýringin liggur þó ekki í áhugaleysi ungs fólks á stjórnmálum. Áhuginn sé svipaður nú og hjá eldri kjósendum en hann birtist með öðruvísi hætti, til dæmis með annars konar borgaralegri þátttöku en hefðbundnum kosningum. Dæmi þessu til stuðnings eru loftslagsverkverkföll og aðgerðir í þágu kynjajafnréttis. Eva segir að þau Eiríkur hafi numið veikingu á tengingu ungs fólks í dag við stjórnmálaflokka. Ungt fólk samsami sig síður með hefðbundum stjórnmálaflokkum og þá er það ólíklegra til að sýna tryggð við ákveðinn stjórnmálaflokk. „Þegar maður talar um flokkshollustu og aldur þá getur maður ekki gert ráð fyrir að ungt fólk sé jafn flokkshollt og þeir sem eru eldri en breytingin sem við sjáum, ef við berum ungt fólk í dag saman við ungt fólk áður, að þá sjáum við að það hefur orðið minni tenging við stjórnmálaflokka.“ Eva og Eiríkur segja að ein skýringin á dræmri kosningaþátttöku ungs fólks sé sú að það kemur seinna inn í lífsbaráttuna. „Það býr lengur í foreldrahúsum, það er lengur í námi og fer seinna út á atvinnumarkað og eignast seinna börn. Það getur mögulega verið ein skýring, að það sé að koma seinna inn í lífsbaráttuna og þar af leiðandi er það að koma seinna inn sem þátttakendur í kosningum.“ Þetta geti þó haft í för með sér alvarlegar afleiðingar til lengri tíma litið. „Hættan er sú að af því að þegar talað er um kosningaþátttöku ungs fólks er að ef þú kýst ekki í fyrstu þremur kosningunum sem þú hefur rétt á að kjósa – og þetta eru rannsóknir erlendis frá – þá minnka líkurnar verulega á því að þú hefjir þátttökuna eftir það,“ segir Eva.
Alþingi Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fleiri fréttir Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Sjá meira