Allir stjórnarandstöðuflokkar fá mál á dagskrá Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 13. desember 2019 13:46 Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar og Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Þingflokkar stjórnar- og stjórnarandstöðu hafa komist af samkomulagi um lok þingfunda fyrir áramót. Meðal þess sem felst í samkomulaginu er að strax eftir áramót verði farið í frekari viðræður um þingmannamál og framgang þeirra á þinginu. Þingflokksformenn stjórnar- og stjórnarandstöðu hafa fundað reglulega undanfarna daga til að reyna að komist af samkomulagi um þinglok en nú hafa flokkarnir loks komist að samkomulagi. „Það var að mestu leyti í höfn undir miðnætti í gærkvöldi en var svo klárað endanlega á fundi með forseta núna í morgun,“ segir Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar.Sjá einnig: Mælt fyrir fjölmiðlafrumvarpinu fyrir jól Samkvæmt starfsáætlun átti síðasti þingfundur fyrir jól að vera í dag en ákveðið hefur verið að funda einnig eitthvað fram í næstu viku. Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segist bjartsýnn á að hægt verði að klára fljótlega eftir helgi. „Við erum að vona að við klárum á þriðjudaginn. Það er svolítil vinna eftir þrátt fyrir að samkomulagið hafi náðst og þarna eru inni mál auðvitað sem krefjast einhverjar umræðu fyrir utan þau mál sem á að klára núna í þessari jólavertíð,“ segir Birgir. Meðal annars er gert ráð fyrir að fjölmiðlafrumvarp Lilju Alfreðsdóttur verði tekið á dagskrá og mælt fyrir því fyrir jól samkvæmt samkomulaginu. Fyrir liggur þó að frumvarpið mun ekki fara í gegnum allar þrjár umræður svo það geti orðið að lögum fyrir áramót. „Síðan er verið að klára mikilvæg stjórnarmál, það er að segja dagsetningarmál ákveðin og það eru mál sem tengjast kjarasamningunum síðan í vor. Svo eru einhver mál sem eru að koma til fyrstu umræðu, samanber fjölmiðlamálið og annað sem verður bara rætt í þaula hér eftir helgi en kláruð fyrsta umræða fyrir þingfrestun,“ segir Hanna Katrín. Hver stjórnarandstöðuþingflokkur fær eitt af sínum málum á dagskrá fyrir jólahlé eins og áður segir. „Svona í meginatriðum verða afgreidd stjórnarfrumvörp sem er mikilvægt er að taki gildi um áramótin eða hafa tengingu við lífskjarasamningana eða eru tilbúin að öðru leyti að þau verði kláruð hérna. Síðan tökum við hérna inn í þingsal til afgreiðslu nokkur mál frá stjórnarandstöðuþingmönnum og þau fá þá sína umræðu hérna en geta auðvitað verið ágreiningsmál þannig að það felst ekki í því að okkar hálfu nein skuldbinding um að styðja þau,“ segir Birgir. Hanna Katrín segir mörg stjórnarmál hafa komið seint inn til þingsins og þingmannamálin hafi borið uppi dagskrá þingsins lengi framan af hausti. „Það sem er kannski sérstakt í þessu líka er að við náðum að frumkvæði þessara fimm stjórnarandstöðuflokka, samkomulagi við stjórnarflokkana, eða þingflokksformenn, að við myndum í upphafi nýs árs vera með ákveðið vinnuferli í gangi til að vinna áfram þingmannamál. Það eru svolítið stórar fréttir ef okkur tekst að koma því í eitthvað viðunandi ferli,“ segir Hanna Katrín. Alþingi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Innlent Fleiri fréttir Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Sjá meira
Þingflokkar stjórnar- og stjórnarandstöðu hafa komist af samkomulagi um lok þingfunda fyrir áramót. Meðal þess sem felst í samkomulaginu er að strax eftir áramót verði farið í frekari viðræður um þingmannamál og framgang þeirra á þinginu. Þingflokksformenn stjórnar- og stjórnarandstöðu hafa fundað reglulega undanfarna daga til að reyna að komist af samkomulagi um þinglok en nú hafa flokkarnir loks komist að samkomulagi. „Það var að mestu leyti í höfn undir miðnætti í gærkvöldi en var svo klárað endanlega á fundi með forseta núna í morgun,“ segir Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar.Sjá einnig: Mælt fyrir fjölmiðlafrumvarpinu fyrir jól Samkvæmt starfsáætlun átti síðasti þingfundur fyrir jól að vera í dag en ákveðið hefur verið að funda einnig eitthvað fram í næstu viku. Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segist bjartsýnn á að hægt verði að klára fljótlega eftir helgi. „Við erum að vona að við klárum á þriðjudaginn. Það er svolítil vinna eftir þrátt fyrir að samkomulagið hafi náðst og þarna eru inni mál auðvitað sem krefjast einhverjar umræðu fyrir utan þau mál sem á að klára núna í þessari jólavertíð,“ segir Birgir. Meðal annars er gert ráð fyrir að fjölmiðlafrumvarp Lilju Alfreðsdóttur verði tekið á dagskrá og mælt fyrir því fyrir jól samkvæmt samkomulaginu. Fyrir liggur þó að frumvarpið mun ekki fara í gegnum allar þrjár umræður svo það geti orðið að lögum fyrir áramót. „Síðan er verið að klára mikilvæg stjórnarmál, það er að segja dagsetningarmál ákveðin og það eru mál sem tengjast kjarasamningunum síðan í vor. Svo eru einhver mál sem eru að koma til fyrstu umræðu, samanber fjölmiðlamálið og annað sem verður bara rætt í þaula hér eftir helgi en kláruð fyrsta umræða fyrir þingfrestun,“ segir Hanna Katrín. Hver stjórnarandstöðuþingflokkur fær eitt af sínum málum á dagskrá fyrir jólahlé eins og áður segir. „Svona í meginatriðum verða afgreidd stjórnarfrumvörp sem er mikilvægt er að taki gildi um áramótin eða hafa tengingu við lífskjarasamningana eða eru tilbúin að öðru leyti að þau verði kláruð hérna. Síðan tökum við hérna inn í þingsal til afgreiðslu nokkur mál frá stjórnarandstöðuþingmönnum og þau fá þá sína umræðu hérna en geta auðvitað verið ágreiningsmál þannig að það felst ekki í því að okkar hálfu nein skuldbinding um að styðja þau,“ segir Birgir. Hanna Katrín segir mörg stjórnarmál hafa komið seint inn til þingsins og þingmannamálin hafi borið uppi dagskrá þingsins lengi framan af hausti. „Það sem er kannski sérstakt í þessu líka er að við náðum að frumkvæði þessara fimm stjórnarandstöðuflokka, samkomulagi við stjórnarflokkana, eða þingflokksformenn, að við myndum í upphafi nýs árs vera með ákveðið vinnuferli í gangi til að vinna áfram þingmannamál. Það eru svolítið stórar fréttir ef okkur tekst að koma því í eitthvað viðunandi ferli,“ segir Hanna Katrín.
Alþingi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Innlent Fleiri fréttir Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Sjá meira