„Velti fyrir mér hvort öryggismál hafi farið niður á við eftir að við misstum koparlínurnar“ Birgir Olgeirsson skrifar 15. desember 2019 19:00 Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Fara þarf í mikla naflaskoðun á fjarskiptakerfi landsins eftir að það brást í óveðrinu í liðinni viku. Þingmaður segir þjóðaröryggi undir og að skoða þurfi hvort það sé ofar samkeppnislögum landsins. Miklir veikleikar birtust viðbragðsaðilum í Tetrakerfinu þegar óveðrið fór yfir landið í liðinni viku. Kerfið lá til dæmis niðri í sólarhring í Skagafirði og er það mat viðbragðsaðila að ekki sé hægt að treysta á það. Úrbóta sé þörf, fjölga þurfi sendum og búa þannig um hnúta að þó rafmagn fari þá endist varaflið lengur en sólarhring. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir þetta kalla á víðtæka úttekt og hefur lagt fram fjölda fyrirspurna um málið á Alþingi. „Þegar Tetra-kerfið fer missa viðbragðsaðilar tæki til samskipta. Það lítur út fyrir að þetta hafi gerst með alvarlegum hætti í Skagafirði og full nauðsyn að fara vel og ítarlega yfir þetta,“ segir Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Tetrakerfið var ekki það eina sem datt út. Fjarskipti eins og þau lögðu sig rofnuðu á Norðurlandi. Almenningur hafði til dæmis ekki farsímasamband þegar rafmagnið fór. Njáll segir þetta dæmi um hversu viðkvæm nútímatækni getur verið. „Tækni á Íslandi hefur breyst gríðarlega frá veðrunum 91 og 95, þegar síðast urðu gríðarlegar raforkutruflanir, þá vorum við með koparsíma þá. Ég velti fyrir mér hvort öryggismál hafi farið niður á við eftir að við misstum koparlínurnar,“ segir Njáll. Tryggja þurfi varaafl hjá farsímasendum og gera fjarskipta fyrirtækjum kleift að samnýta varaflsbúnað. Samkeppnislög koma þó í veg fyrir það í dag. „Við verðum að skoða hvort þjóðaröryggishagsmunir eiga að ná lengra en það sem snýr að samkeppnishagsmunum í landinu.“ Alþingi Óveður 10. og 11. desember 2019 Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira
Fara þarf í mikla naflaskoðun á fjarskiptakerfi landsins eftir að það brást í óveðrinu í liðinni viku. Þingmaður segir þjóðaröryggi undir og að skoða þurfi hvort það sé ofar samkeppnislögum landsins. Miklir veikleikar birtust viðbragðsaðilum í Tetrakerfinu þegar óveðrið fór yfir landið í liðinni viku. Kerfið lá til dæmis niðri í sólarhring í Skagafirði og er það mat viðbragðsaðila að ekki sé hægt að treysta á það. Úrbóta sé þörf, fjölga þurfi sendum og búa þannig um hnúta að þó rafmagn fari þá endist varaflið lengur en sólarhring. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir þetta kalla á víðtæka úttekt og hefur lagt fram fjölda fyrirspurna um málið á Alþingi. „Þegar Tetra-kerfið fer missa viðbragðsaðilar tæki til samskipta. Það lítur út fyrir að þetta hafi gerst með alvarlegum hætti í Skagafirði og full nauðsyn að fara vel og ítarlega yfir þetta,“ segir Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Tetrakerfið var ekki það eina sem datt út. Fjarskipti eins og þau lögðu sig rofnuðu á Norðurlandi. Almenningur hafði til dæmis ekki farsímasamband þegar rafmagnið fór. Njáll segir þetta dæmi um hversu viðkvæm nútímatækni getur verið. „Tækni á Íslandi hefur breyst gríðarlega frá veðrunum 91 og 95, þegar síðast urðu gríðarlegar raforkutruflanir, þá vorum við með koparsíma þá. Ég velti fyrir mér hvort öryggismál hafi farið niður á við eftir að við misstum koparlínurnar,“ segir Njáll. Tryggja þurfi varaafl hjá farsímasendum og gera fjarskipta fyrirtækjum kleift að samnýta varaflsbúnað. Samkeppnislög koma þó í veg fyrir það í dag. „Við verðum að skoða hvort þjóðaröryggishagsmunir eiga að ná lengra en það sem snýr að samkeppnishagsmunum í landinu.“
Alþingi Óveður 10. og 11. desember 2019 Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira