Annaðhvort sé Ásmundur með sig á heilanum eða Sjálfstæðisflokkurinn að hefna sín Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 18. desember 2019 11:26 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir segir tímasetningu tilkynningar Ásmundar sérstaka og veltir fyrir sér hvort hann sé með hana á heilanum eða Sjálfstæðisflokkurinn sé að hefna sín. Vísir/Vilhelm Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur upplýst Evrópuráðsþingið um að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmanns Pírata, hafi gerst brotleg við siðareglur Alþingis. Þórhildur Sunna segist ekki hafa nokkrar áhyggjur af bréfaskriftum Ásmundar en segir tímasetninguna vekja furðu. Morgunblaðið greinir frá því í dag að Ásmundur hafi sent forseta Evrópuráðsþingsins erindi þar sem vakin er athygli á því að siðanefnd Alþingis hafi komist að þeirri niðurstöðu að Þórhildur Sunna hafi gerst brotleg við siðareglur. Brotið fólst í ummælum sem Þórhildur Sunna lét falla um Ásmund í Silfrinu í febrúar, þar sem hún sagði rökstuddan grun um að Ásmundur hefði dregið sér fé. Þórhildur Sunna er varaformaður Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins og formaður laga- og mannréttindanefndar Evrópuráðsþingsins. Vissi ekki af bréfaskriftunum Í samtali við Morgunblaðið segir Ásmundur að honum þyki mikilvægt að gera Evrópuráðsþinginu viðvart um þessi brot. Þórhildur Sunna segist ekki hafa miklar áhyggjur af þessum bréfaskriftum Ásmundar til forseta þingsins. Hafði Ásmundur upplýst þig um að hann hygðist tilkynna þetta til Evrópuráðsþingsins? „Ásmundur hafði ekki látið mig vita af slíku. En ég velti fyrir mér hvort Sjálfstæðisflokkurinn hafi vitað af þessu? Hvort þetta sé annaðhvort það að Ásmundur Friðriksson nái mér ekki út úr heilanum sínum eða þá að Sjálfstæðisflokkurinn sé þarna að hefna sín fyrir þá frumkvæðisathugun sem ég átti frumkvæði að í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd á hæfi Kristjáns Þórs (Júlíussonar sjávarútvegsráðherra),“ segir Þórhildur Sunna. Vísar hún til frumkvæðisathugunar á hæfi sjávarútvegsráðherra í kjölfar Samherjamálsins. Tímsetningin skrýtin „Mér finnst allavega tímasetningin á þessum bréfaskriftum hans vekja upp spurningar. Vegna þess að ekki gerði hann þetta þegar þessi úrskurður féll heldur bíður hann þar til nú, stuttu eftir að þessi frumkvæðisrannsókn fer af stað.“ Hún segist ekki vita til þess að það hafi tíðkast að þingmenn þjóðþinga sendi bréf til Evrópuráðsþingsins um aðra þingmenn. „Ég býst ekki við öðru en að þessu verði svarað á einn eða annan hátt en ég hef í sjálfu sér bara engar áhyggjur af niðurstöðunni. Hún segir bréfaskrifin lýsa misskilningi á því hvernig Evrópuráðið virkar. „Þarna er Ásmundur að reyna að koma mér út úr Íslandsdeild Evrópuráðsþingsins en hefur greinilega ekki hugmynd um að slíkt er bara á forræði íslenska þingsins. Hann ætti því frekar að leita á náðir Steingríms J. Sigfússonar (forseta Alþingis) eða eða kollega sinna í ríkisstjórn vilji þeir sprengja upp allt samkomulag milli stjórnar og stjórnarandstöðu og fjarlægja mig úr þessari nefnd,“ segir Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata. Viðurkenndi að greiðslurnar orkuðu tvímælis Þórhildur Sunna sagði í Silfrinu þann 25. febrúar í fyrra að uppi væri rökstuddur grunur um að Ásmundur hefði dregið sér fé. Þá lá fyrir að Ásmundur hafði fengið 4,6 milljóna króna aksturskostnað endurgreiddan frá Alþingi vegna 48 þúsund kílómetra aksturs á eigin bíl. Reglur um þingfararkostnað kveða á um að þingmenn sem aka meira en 15 þúsund kílómetra á ári skuli notast við bílaleigubíl sem Ásmundur gerði ekki. Viðurkenndi Ásmundur að hluti af endurgreiðslunum til sín hefðu orkað tvímælis, eins og hann komst að ári. Endurgreiddi hann skrifstofu Alþingis 178 þúsund krónur sem hann fékk fyrir ferðir um Suðurkjördæmi með tökufólki frá sjónvarpsstöðinni ÍNN. Aksturskostnaður þingmanna Alþingi Píratar Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Ásmundur tilkynnti brot Þórhildar Sunnu til Evrópuráðsþingsins Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, hefur vakið athygli Evrópuráðsþingsins á því að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, hafi gerst brotleg við siðareglur Alþingis. 18. desember 2019 10:10 Mest lesið Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fleiri fréttir Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Sjá meira
Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur upplýst Evrópuráðsþingið um að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmanns Pírata, hafi gerst brotleg við siðareglur Alþingis. Þórhildur Sunna segist ekki hafa nokkrar áhyggjur af bréfaskriftum Ásmundar en segir tímasetninguna vekja furðu. Morgunblaðið greinir frá því í dag að Ásmundur hafi sent forseta Evrópuráðsþingsins erindi þar sem vakin er athygli á því að siðanefnd Alþingis hafi komist að þeirri niðurstöðu að Þórhildur Sunna hafi gerst brotleg við siðareglur. Brotið fólst í ummælum sem Þórhildur Sunna lét falla um Ásmund í Silfrinu í febrúar, þar sem hún sagði rökstuddan grun um að Ásmundur hefði dregið sér fé. Þórhildur Sunna er varaformaður Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins og formaður laga- og mannréttindanefndar Evrópuráðsþingsins. Vissi ekki af bréfaskriftunum Í samtali við Morgunblaðið segir Ásmundur að honum þyki mikilvægt að gera Evrópuráðsþinginu viðvart um þessi brot. Þórhildur Sunna segist ekki hafa miklar áhyggjur af þessum bréfaskriftum Ásmundar til forseta þingsins. Hafði Ásmundur upplýst þig um að hann hygðist tilkynna þetta til Evrópuráðsþingsins? „Ásmundur hafði ekki látið mig vita af slíku. En ég velti fyrir mér hvort Sjálfstæðisflokkurinn hafi vitað af þessu? Hvort þetta sé annaðhvort það að Ásmundur Friðriksson nái mér ekki út úr heilanum sínum eða þá að Sjálfstæðisflokkurinn sé þarna að hefna sín fyrir þá frumkvæðisathugun sem ég átti frumkvæði að í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd á hæfi Kristjáns Þórs (Júlíussonar sjávarútvegsráðherra),“ segir Þórhildur Sunna. Vísar hún til frumkvæðisathugunar á hæfi sjávarútvegsráðherra í kjölfar Samherjamálsins. Tímsetningin skrýtin „Mér finnst allavega tímasetningin á þessum bréfaskriftum hans vekja upp spurningar. Vegna þess að ekki gerði hann þetta þegar þessi úrskurður féll heldur bíður hann þar til nú, stuttu eftir að þessi frumkvæðisrannsókn fer af stað.“ Hún segist ekki vita til þess að það hafi tíðkast að þingmenn þjóðþinga sendi bréf til Evrópuráðsþingsins um aðra þingmenn. „Ég býst ekki við öðru en að þessu verði svarað á einn eða annan hátt en ég hef í sjálfu sér bara engar áhyggjur af niðurstöðunni. Hún segir bréfaskrifin lýsa misskilningi á því hvernig Evrópuráðið virkar. „Þarna er Ásmundur að reyna að koma mér út úr Íslandsdeild Evrópuráðsþingsins en hefur greinilega ekki hugmynd um að slíkt er bara á forræði íslenska þingsins. Hann ætti því frekar að leita á náðir Steingríms J. Sigfússonar (forseta Alþingis) eða eða kollega sinna í ríkisstjórn vilji þeir sprengja upp allt samkomulag milli stjórnar og stjórnarandstöðu og fjarlægja mig úr þessari nefnd,“ segir Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata. Viðurkenndi að greiðslurnar orkuðu tvímælis Þórhildur Sunna sagði í Silfrinu þann 25. febrúar í fyrra að uppi væri rökstuddur grunur um að Ásmundur hefði dregið sér fé. Þá lá fyrir að Ásmundur hafði fengið 4,6 milljóna króna aksturskostnað endurgreiddan frá Alþingi vegna 48 þúsund kílómetra aksturs á eigin bíl. Reglur um þingfararkostnað kveða á um að þingmenn sem aka meira en 15 þúsund kílómetra á ári skuli notast við bílaleigubíl sem Ásmundur gerði ekki. Viðurkenndi Ásmundur að hluti af endurgreiðslunum til sín hefðu orkað tvímælis, eins og hann komst að ári. Endurgreiddi hann skrifstofu Alþingis 178 þúsund krónur sem hann fékk fyrir ferðir um Suðurkjördæmi með tökufólki frá sjónvarpsstöðinni ÍNN.
Aksturskostnaður þingmanna Alþingi Píratar Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Ásmundur tilkynnti brot Þórhildar Sunnu til Evrópuráðsþingsins Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, hefur vakið athygli Evrópuráðsþingsins á því að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, hafi gerst brotleg við siðareglur Alþingis. 18. desember 2019 10:10 Mest lesið Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fleiri fréttir Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Sjá meira
Ásmundur tilkynnti brot Þórhildar Sunnu til Evrópuráðsþingsins Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, hefur vakið athygli Evrópuráðsþingsins á því að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, hafi gerst brotleg við siðareglur Alþingis. 18. desember 2019 10:10