Hefur trú á að stjórnin styðji einhver mál stjórnarandstöðunnar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 14. desember 2019 09:00 Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna. Vísir/Vilhelm Frumvarp um hækkun starfslokaaldurs og þingsályktanir um gæðastýringu í sauðfjárrækt og rannsóknir á þunglyndi meðal eldri borgara eru meðal þeirra mála sem stjórnarandstaðan fær á dagskrá Alþingis fyrir áramót. Vonir standa til að Alþingi komist í jólafrí á þriðjudaginn. „Það felst í því að við erum að afgreiða hér töluvert af stjórnarmálum sem voru tilbúin til afgreiðslu, dagsetningarmál, mál tengd lífskjarasamningum og önnur mál sem voru klár úr nefndum. Svo er hver þingflokkur að fá eitt mál í gegn líka,“ segir Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna. Sjá einnig: Allir stjórnarandstöðuflokkar fá mál á dagskrá „Að auki þá höfum við ásett okkur, þingflokksformenn, að hittast á nefndadögum í janúar og setjast svona aðeins yfir þingmannamál sem eru í ágreiningi og reyna að finna þeim einhvern farveg,“ segir Bjarkey. „Ég held að það sé bara af hinu góða, örlítið breytt vinnubrögð.“ Andrés Ingi ekki með í samkomulaginu Þingmannamál frá öllum stjórnarflokkum hafa líka komist á dagskrá nú á haustþingi en sé litið til þeirra þingmannamála sem stjórnarandstaðan fær á dagskrá hefur Flokkur fólksins valið að setja þingsályktun um 300 þúsund króna lágmarksframfærslu almannatrygginga í forgang. Miðflokkurinn frumvarp um breytingar á lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins sem felur í sér hækkun starfslokaaldurs í 73 ár. Píratar fá þingsályktun um sjálfstætt eftirlit með störfum lögreglu á dagskrá og Samfylkingin þingsályktun um rannsóknir á þunglyndi meðal eldri borgara. Viðreisn leggur áherslu á endurskoðun á ráðstöfun almannafjár við gæðastýringu í sauðfjárrækt en Andrés Ingi Jónsson sem stendur hann utan þingflokka er ekki aðili að samkomulaginu. Í samtali við fréttastofu segist Andrés aðeins vera með eitt mál í gangi en hann hafi ekki lagt áherslu á að það yrði klárað fyrir jól. Andrés Ingi Jónsson sagði skilið við þingflokk Vinstri grænna.Vísir/Vilhelm Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, segist sáttur við það samkomulag sem náðst hefur. „Þetta er bara mjög gott og vonandi að sé fordæmi til framtíðar,“ segir Jón Þór og vísar sömuleiðis til þess sem kveðið er á um í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar um eflingu Alþingis. Þingmannamálin gegni þar lykilhlutverki. „Þannig að það mætti segja það að í þessum samningum hafi okkur tekist að styðja ríkisstjórnina í því að uppfylla þennan þátt í stjórnarsáttmálanum,“ segir Jón Þór. Aðspurð hvort hún telji að stjórnarmeirihlutinn komi til með að styðja einhver af þingmannamálum minnihlutans segist Bjarkey gera ráð fyrir því. „Já ég hef trú á því að það verði gert,“ segir Bjarkey. „Ég vil nú svo sem kannski ekki gera grein fyrir afstöðunni endilega hér og nú, það bara kemur fram í þingsal.“ Jón Þór Ólafsson þingmaður Pírata.Vísir/Vilhelm Alþingi Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira
Frumvarp um hækkun starfslokaaldurs og þingsályktanir um gæðastýringu í sauðfjárrækt og rannsóknir á þunglyndi meðal eldri borgara eru meðal þeirra mála sem stjórnarandstaðan fær á dagskrá Alþingis fyrir áramót. Vonir standa til að Alþingi komist í jólafrí á þriðjudaginn. „Það felst í því að við erum að afgreiða hér töluvert af stjórnarmálum sem voru tilbúin til afgreiðslu, dagsetningarmál, mál tengd lífskjarasamningum og önnur mál sem voru klár úr nefndum. Svo er hver þingflokkur að fá eitt mál í gegn líka,“ segir Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna. Sjá einnig: Allir stjórnarandstöðuflokkar fá mál á dagskrá „Að auki þá höfum við ásett okkur, þingflokksformenn, að hittast á nefndadögum í janúar og setjast svona aðeins yfir þingmannamál sem eru í ágreiningi og reyna að finna þeim einhvern farveg,“ segir Bjarkey. „Ég held að það sé bara af hinu góða, örlítið breytt vinnubrögð.“ Andrés Ingi ekki með í samkomulaginu Þingmannamál frá öllum stjórnarflokkum hafa líka komist á dagskrá nú á haustþingi en sé litið til þeirra þingmannamála sem stjórnarandstaðan fær á dagskrá hefur Flokkur fólksins valið að setja þingsályktun um 300 þúsund króna lágmarksframfærslu almannatrygginga í forgang. Miðflokkurinn frumvarp um breytingar á lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins sem felur í sér hækkun starfslokaaldurs í 73 ár. Píratar fá þingsályktun um sjálfstætt eftirlit með störfum lögreglu á dagskrá og Samfylkingin þingsályktun um rannsóknir á þunglyndi meðal eldri borgara. Viðreisn leggur áherslu á endurskoðun á ráðstöfun almannafjár við gæðastýringu í sauðfjárrækt en Andrés Ingi Jónsson sem stendur hann utan þingflokka er ekki aðili að samkomulaginu. Í samtali við fréttastofu segist Andrés aðeins vera með eitt mál í gangi en hann hafi ekki lagt áherslu á að það yrði klárað fyrir jól. Andrés Ingi Jónsson sagði skilið við þingflokk Vinstri grænna.Vísir/Vilhelm Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, segist sáttur við það samkomulag sem náðst hefur. „Þetta er bara mjög gott og vonandi að sé fordæmi til framtíðar,“ segir Jón Þór og vísar sömuleiðis til þess sem kveðið er á um í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar um eflingu Alþingis. Þingmannamálin gegni þar lykilhlutverki. „Þannig að það mætti segja það að í þessum samningum hafi okkur tekist að styðja ríkisstjórnina í því að uppfylla þennan þátt í stjórnarsáttmálanum,“ segir Jón Þór. Aðspurð hvort hún telji að stjórnarmeirihlutinn komi til með að styðja einhver af þingmannamálum minnihlutans segist Bjarkey gera ráð fyrir því. „Já ég hef trú á því að það verði gert,“ segir Bjarkey. „Ég vil nú svo sem kannski ekki gera grein fyrir afstöðunni endilega hér og nú, það bara kemur fram í þingsal.“ Jón Þór Ólafsson þingmaður Pírata.Vísir/Vilhelm
Alþingi Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira