Hefur trú á að stjórnin styðji einhver mál stjórnarandstöðunnar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 14. desember 2019 09:00 Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna. Vísir/Vilhelm Frumvarp um hækkun starfslokaaldurs og þingsályktanir um gæðastýringu í sauðfjárrækt og rannsóknir á þunglyndi meðal eldri borgara eru meðal þeirra mála sem stjórnarandstaðan fær á dagskrá Alþingis fyrir áramót. Vonir standa til að Alþingi komist í jólafrí á þriðjudaginn. „Það felst í því að við erum að afgreiða hér töluvert af stjórnarmálum sem voru tilbúin til afgreiðslu, dagsetningarmál, mál tengd lífskjarasamningum og önnur mál sem voru klár úr nefndum. Svo er hver þingflokkur að fá eitt mál í gegn líka,“ segir Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna. Sjá einnig: Allir stjórnarandstöðuflokkar fá mál á dagskrá „Að auki þá höfum við ásett okkur, þingflokksformenn, að hittast á nefndadögum í janúar og setjast svona aðeins yfir þingmannamál sem eru í ágreiningi og reyna að finna þeim einhvern farveg,“ segir Bjarkey. „Ég held að það sé bara af hinu góða, örlítið breytt vinnubrögð.“ Andrés Ingi ekki með í samkomulaginu Þingmannamál frá öllum stjórnarflokkum hafa líka komist á dagskrá nú á haustþingi en sé litið til þeirra þingmannamála sem stjórnarandstaðan fær á dagskrá hefur Flokkur fólksins valið að setja þingsályktun um 300 þúsund króna lágmarksframfærslu almannatrygginga í forgang. Miðflokkurinn frumvarp um breytingar á lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins sem felur í sér hækkun starfslokaaldurs í 73 ár. Píratar fá þingsályktun um sjálfstætt eftirlit með störfum lögreglu á dagskrá og Samfylkingin þingsályktun um rannsóknir á þunglyndi meðal eldri borgara. Viðreisn leggur áherslu á endurskoðun á ráðstöfun almannafjár við gæðastýringu í sauðfjárrækt en Andrés Ingi Jónsson sem stendur hann utan þingflokka er ekki aðili að samkomulaginu. Í samtali við fréttastofu segist Andrés aðeins vera með eitt mál í gangi en hann hafi ekki lagt áherslu á að það yrði klárað fyrir jól. Andrés Ingi Jónsson sagði skilið við þingflokk Vinstri grænna.Vísir/Vilhelm Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, segist sáttur við það samkomulag sem náðst hefur. „Þetta er bara mjög gott og vonandi að sé fordæmi til framtíðar,“ segir Jón Þór og vísar sömuleiðis til þess sem kveðið er á um í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar um eflingu Alþingis. Þingmannamálin gegni þar lykilhlutverki. „Þannig að það mætti segja það að í þessum samningum hafi okkur tekist að styðja ríkisstjórnina í því að uppfylla þennan þátt í stjórnarsáttmálanum,“ segir Jón Þór. Aðspurð hvort hún telji að stjórnarmeirihlutinn komi til með að styðja einhver af þingmannamálum minnihlutans segist Bjarkey gera ráð fyrir því. „Já ég hef trú á því að það verði gert,“ segir Bjarkey. „Ég vil nú svo sem kannski ekki gera grein fyrir afstöðunni endilega hér og nú, það bara kemur fram í þingsal.“ Jón Þór Ólafsson þingmaður Pírata.Vísir/Vilhelm Alþingi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Innlent Fleiri fréttir Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Sjá meira
Frumvarp um hækkun starfslokaaldurs og þingsályktanir um gæðastýringu í sauðfjárrækt og rannsóknir á þunglyndi meðal eldri borgara eru meðal þeirra mála sem stjórnarandstaðan fær á dagskrá Alþingis fyrir áramót. Vonir standa til að Alþingi komist í jólafrí á þriðjudaginn. „Það felst í því að við erum að afgreiða hér töluvert af stjórnarmálum sem voru tilbúin til afgreiðslu, dagsetningarmál, mál tengd lífskjarasamningum og önnur mál sem voru klár úr nefndum. Svo er hver þingflokkur að fá eitt mál í gegn líka,“ segir Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna. Sjá einnig: Allir stjórnarandstöðuflokkar fá mál á dagskrá „Að auki þá höfum við ásett okkur, þingflokksformenn, að hittast á nefndadögum í janúar og setjast svona aðeins yfir þingmannamál sem eru í ágreiningi og reyna að finna þeim einhvern farveg,“ segir Bjarkey. „Ég held að það sé bara af hinu góða, örlítið breytt vinnubrögð.“ Andrés Ingi ekki með í samkomulaginu Þingmannamál frá öllum stjórnarflokkum hafa líka komist á dagskrá nú á haustþingi en sé litið til þeirra þingmannamála sem stjórnarandstaðan fær á dagskrá hefur Flokkur fólksins valið að setja þingsályktun um 300 þúsund króna lágmarksframfærslu almannatrygginga í forgang. Miðflokkurinn frumvarp um breytingar á lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins sem felur í sér hækkun starfslokaaldurs í 73 ár. Píratar fá þingsályktun um sjálfstætt eftirlit með störfum lögreglu á dagskrá og Samfylkingin þingsályktun um rannsóknir á þunglyndi meðal eldri borgara. Viðreisn leggur áherslu á endurskoðun á ráðstöfun almannafjár við gæðastýringu í sauðfjárrækt en Andrés Ingi Jónsson sem stendur hann utan þingflokka er ekki aðili að samkomulaginu. Í samtali við fréttastofu segist Andrés aðeins vera með eitt mál í gangi en hann hafi ekki lagt áherslu á að það yrði klárað fyrir jól. Andrés Ingi Jónsson sagði skilið við þingflokk Vinstri grænna.Vísir/Vilhelm Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, segist sáttur við það samkomulag sem náðst hefur. „Þetta er bara mjög gott og vonandi að sé fordæmi til framtíðar,“ segir Jón Þór og vísar sömuleiðis til þess sem kveðið er á um í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar um eflingu Alþingis. Þingmannamálin gegni þar lykilhlutverki. „Þannig að það mætti segja það að í þessum samningum hafi okkur tekist að styðja ríkisstjórnina í því að uppfylla þennan þátt í stjórnarsáttmálanum,“ segir Jón Þór. Aðspurð hvort hún telji að stjórnarmeirihlutinn komi til með að styðja einhver af þingmannamálum minnihlutans segist Bjarkey gera ráð fyrir því. „Já ég hef trú á því að það verði gert,“ segir Bjarkey. „Ég vil nú svo sem kannski ekki gera grein fyrir afstöðunni endilega hér og nú, það bara kemur fram í þingsal.“ Jón Þór Ólafsson þingmaður Pírata.Vísir/Vilhelm
Alþingi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Innlent Fleiri fréttir Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Sjá meira