Innlent

Sjálfstæðisflokkurinn réttir úr kútnum í nýrri könnun MMR

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, ásamt Kristjáni Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra.
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, ásamt Kristjáni Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra. Vísir/Vilhelm

Fylgi Sjálfstæðisflokksins mælist 20,0% í nýrri könnun MMR. Er fylgið tæplega tveimur prósentustigum hærra en við mælingu MMR í nóvember sem var sögulega lágt fylgi hjá flokknum í könnunum MMR.

Mældist Samfylkingin með 14,4% fylgi, rúmu prósentustigi hærra en við síðustu mælingu en Miðflokkurinn mældist með 14,3% fylgi, tveimur og hálfu prósentustigi minna en við síðustu mælingu.

Þá jókst fylgi Sósíalistaflokks Íslands um rúm 2 prósentustig og mældist nú 5,2% en fylgi Flokks fólksins minnkaði um rúmlega tvö prósentustig og mældist nú 4,0%.

Stuðningur við ríkisstjórnina mældist nú 39,0%, samanborið við 41,5% í síðustu könnun.

Fylgi Sjálfstæðisflokksins mældist nú 20,0% og mældist 18,1% í síðustu könnun.

Fylgi Samfylkingarinnar mældist nú 14,4% og mældist 13,2% í síðustu könnun.

Fylgi Miðflokksins mældist nú 14,3% og mældist 16,8% í síðustu könnnun.

Fylgi Pírata mældist nú 11,8% og mældist 10,8% í síðustu könnun.

Fylgi Viðreisnar mældist nú 10,5% og mældist 9,7% í síðustu könnun.

Fylgi Vinstri grænna mældist nú 10,3% og mældist 10,6% í síðustu könnun.

Fylgi Framsóknarflokksins mældist nú 8,3% og mældist 9,4% í síðustu könnun.

Fylgi Sósíalistaflokks Íslands mældist nú 5,2% og mældist 3,0% í síðustu könnun.

Fylgi Flokks fólksins mældist nú 4,0% og mældist 6,3% í síðustu könnun.

Fylgi annarra flokka mældist 1,1% samanlagt.

Lagðar voru allt að þrjár spurningar fyrir svarendur um stuðning þeirra við stjórnmálaflokka. Allir voru spurðir spurningar

1: „Ef kosið yrði til Alþingis í dag, hvaða flokk myndir þú kjósa?“. Þeir sem svöruðu „Veit ekki/óákveðin(n)“ við spurningu 1 voru því næst spurðir spurningar

2: „En hvaða flokkur yrði líklegast fyrir valinu?“. Ef aftur var svarað „Veit ekki/óákveðin(n)“ þá voru þátttakendur að lokum spurðir spurningar

3: „Hvort er líklegra að þú kysir Sjálfstæðisflokkinn eða einhvern hinna flokkanna?“. Fjölda þeirra sem svaraði "einhvern hinna" í spurningu 3 var skipt milli annarra flokka en Sjálfstæðisflokksins í sama hlutfalli og fylgi þeirra var skv. spurningum 1 og 2. Samtals voru 77,9% sem gáfu upp afstöðu til flokka, aðrir kváðust óákveðnir (8,6%), myndu skila auðu (6,6%), myndu ekki kjósa (2,0%) eða vildu ekki gefa upp afstöðu sína (4,9%). Myndin sýnir niðurstöðu könnunar að viðbættum efri og neðri vikmörkum miðað við 95% öryggisbil ásamt samanburði við síðustu kannanir þar á undan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×