Siðanefnd hafi „dæmt sig úr leik” með úrskurði sínum Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, nýr formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, telur ekkert athugavert við það að hún gegni formennsku í nefndinni þrátt fyrir að hún hafi verið fundin sek um brot á siðareglum. Innlent 16. september 2019 12:10
Forsætisráðherra og formaður Miðflokksins í Víglínunni Víglínan er í opinni dagskrá á Stöð 2 og Vísi klukkan 17:40. Innlent 15. september 2019 17:00
Flest málin endurflutt Langflest af þeim þingmannamálum sem lögð hafa verið fram á fyrstu dögum nýs þings eru endurflutt. Erfitt er að koma þingmannamálunum í gegn. Innlent 14. september 2019 09:00
Meira frelsi á leigubílamarkaði, miðhálendisþjóðgarður og skipt búseta barns Það kennir ýmissa grasa í þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar fyrir komandi þingvetur en málalistinn var lagður fram í vikunni. Innlent 13. september 2019 12:15
Þingmaður segir viðbrögð ríkislögreglustjóra óásættanleg Björn Leví segir Haraldar Johannessen vilja skjóta sendiboðann. Innlent 13. september 2019 10:22
Efast um forsendur fjárlaga Stjórnarandstöðuþingmenn gagnrýndu margir hverjir í gær hversu bjartsýnar forsendur fjárlaga væru. Samdrátturinn á næsta ári yrði að öllum líkindum meiri en menn gera ráð fyrir í fjármálaráðuneytinu. Innlent 13. september 2019 07:15
Ætlar ekki að þræta við Ingu Sæland um hver sé mesti öryrkinn á Alþingi Hörð orðaskipti voru á milli Steinunnar Þóru Árnadóttur, þingkonu Vinstri Grænna, og Ingu Sæland, formanns Flokks Fólksins á meðan að umræður um fjármálafrumvarpið stóðu yfir á Alþingi í dag. Steinunn kvaðst ósátt með málflutning Ingu varðandi meintan forgang Alþingismanna í heilbrigðiskerfinu og sagði Alþingismenn ekki vera í keppni um hver væri mesti öryrkinn. Innlent 12. september 2019 18:59
Stjóri veðurstofnunar sem Sigmundur vitnaði í segir orð sín afbökuð Formaður Miðflokksins virðist hafa vitnað í umfjöllun erlendra miðla um viðtal við yfirmann Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar. Sá segir umfjöllunina valkvæða túlkun á því sem hann sagði og afstöðu hans. Innlent 12. september 2019 16:30
Andrés Ingi leggur fram frumvarp um snöggskilnað Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri grænna í Reykjavíkurkjördæmi norður, ætlar að gera hjónum kleyft að krefjast strax lögskilnaðar. Innlent 12. september 2019 16:13
Helga Vala nýr formaður velferðarnefndar Alþingis Helga Vala tekur við af Halldóru Mogensen. Innlent 12. september 2019 14:12
Segja fjárlagafrumvarpið hlífa hátekjufólki og einkennast af óskhyggju og draumsýn Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, mælti fyrir fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 2020 á Alþingi í dag. Stjórnarandstaðan segir það einkennast af draumsýn og óskhyggju. Innlent 12. september 2019 12:49
Segja Sigmund byggja mál sitt á þekktum loftslagssvindlurum Náttúruverndarsamtök Íslands telja tilefni til að leiðrétta fullyrðingar formanns Miðflokksins um loftslagsmál. Innlent 12. september 2019 11:18
Rósa bendir Brynjari á að hún eigi reyndar glæstan knattspyrnuferil að baki Rósa Björk Brynjólfsdóttir þingmaður Vinstri grænna gefur lítið fyrir ummæli Brynjars Níelssonar þingmanns Sjálfstæðisflokksins úr frétt Fréttablaðsins í morgun þar sem rætt var við þingmenn um nýja sætaskipan. Innlent 12. september 2019 09:18
Rósa og Brynjar hafa ekkert til að tala um Brynjar Níelsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir eru sammála um að litlar líkur séu á miklum samræðum þeirra á milli í þingsal. Þau verða sessunautar á á komandi þingvetri. Birgir Ármannsson hlakkar til sambýlis við Ingu Sæland. Innlent 12. september 2019 06:15
Vill skýrar reglur um kaup og sölu jarða Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði í stefnuræðu sinni á Alþingi í kvöld að jarðamálin yrðu í brennidepli á næstu mánuðum. Innlent 11. september 2019 22:33
Sagði ríkisstjórnina velja kyrrstöðu Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður þingflokks Viðreisnar, sagði í stefnuræðu sinni á Alþingi í kvöld að fylgi Viðreisnar hefði nærri því tvöfaldast á kjörtímabilinu, miðað við kannanir, og að flokkurinn hefði bætt við sig fleiri atkvæðum en nokkur annar flokkur. Innlent 11. september 2019 22:15
Enn þörf fyrir kerfisbreytingar í íslensku samfélagi "Við erum einfaldlega að stela framtíðinni, selja hana í nútíðinni og köllum það verga landsframleiðslu.“ Innlent 11. september 2019 22:15
Fátæktin skattlögð Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, fór hörðum orðum um stöðu Íslands í stefnuræðu sinni á Alþingi í kvöld. Innlent 11. september 2019 21:01
„Við berum sjálf mesta ábyrgð“ Þórdís Kolbrún vitnaði til taps íslenska karlalandsliðsins í fótbolta gegn Albaníu í gær en benti á að árangur Íslands sé engu að síður aðdáunarverður. Innlent 11. september 2019 20:45
„Marxískt heilbrigðiskerfi“ á vakt Sjálfstæðisflokksins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fór mikinn í gagnrýni sinni á ríkisstjórnina í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra í kvöld. Innlent 11. september 2019 20:03
Logi gagnrýndi ríkisstjórnina og sagði hana „ósamstíga og hugmyndasnauða“ Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, gagnrýndi ríkisstjórn Vinstri Grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar, auk aðgerða hennar í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra á Alþingi í kvöld. Innlent 11. september 2019 19:55
Bein útsending: Stefnuræða forsætisráðherra og umræður Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flytur stefnuræðu sína á Alþingi klukkan 19:30 í kvöld. Í framhaldinu fara fram umræður sem skiptast í þrjár umferðir. Innlent 11. september 2019 18:45
Bergþór að öllum líkindum á leið í nefndarformennsku á ný Óánægja er innan Vinstri grænna með rýran hlut flokksins í forystu fyrir nefndum þingsins. Innlent 11. september 2019 13:23
Forsætisnefnd Alþingis verði ekki lengur milliliður siðanefndar Drög að umbótum hafa verið send til Öryggis og samvinnustofnunar Evrópu og Siðanefndar en að fengnum umsögnum og eftir atvikum ábendingum úr þingflokknum fer málið aftur til áframhaldandi umfjöllunar í forsætisnefnd og loks til umræðu í þinginu. Innlent 11. september 2019 12:30
Formannsdagar Jóns á enda Þingflokkar stjórnarandstöðunnar hafa ekki náð samkomulagi um hver gegna eigi formennsku í umhverfis- og samgöngunefnd. Nái þeir ekki lendingu fer formennska til Vinstri grænna eftir reiknireglu. Innlent 11. september 2019 07:15
Forseti Íslands hvetur þingheim til hugrekkis og forðast að ala á ótta Forseti Íslands sagði ágreining einkenna öflugt þing og samfélag í ávarpi sínu við setningu Alþingis í dag. Innlent 10. september 2019 21:30
Saoirse Ronan var í Alþingishúsinu og hitti Rósu Björk Rósa Björk, þingmaður Vinstri grænna, hitti leikkonuna Saoirse Ronan í Alþingishúsinu í dag. Lífið 10. september 2019 19:01
Forsetinn varaði við að beygja sig fyrir „þeim sem hafa hæst“ Vitnaði forsetinn í lag Carly Simon um að þingmenn og landsmenn ættu ekki að taka orð hans sérstaklega til sín. Innlent 10. september 2019 14:45
Bein útsending: Þingmenn ganga til kirkju og Alþingi sett Alþingi verður sett í dag og hefst þingsetningarathöfnin kl. 13:30 með guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Forseti Íslands, biskup Íslands, forseti Alþingis, ráðherrar og alþingismenn ganga fylktu liði til kirkjunnar úr Alþingishúsinu. Innlent 10. september 2019 13:41
Skorður settar við andsvör þingmanna á komandi þingvetri Þingmenn geta ekki lengur farið í andsvör við flokksfélaga sína í umræðum á Alþingi nema þeir séu á öndverðu meiði við þá samkvæmt ákvörðun forsætisnefndar í sumar. Innlent 10. september 2019 12:30