Tillaga um gjaldfrjálsar tíðarvörur felld á Alþingi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. desember 2020 20:46 Tíðarvörur verða ekki gjaldfrjálsar á næstunni ef marka má ákvörðun Alþingis í dag. Getty/Annette Riedl Breytingartillaga Andrésar Inga Jónssonar, þingmanns utan flokka, við frumvarp til fjárlaga um að gera tíðarvörur aðgengilegar án endurgjalds fyrir tiltekna hópa var í dag felld á Alþingi með einu atkvæði. Þingmenn Vinstri grænna, fyrrverandi samflokksmenn Andrésar, greiddu atkvæði gegn tillögunni. Fjárlagafrumvarpið var í dag afgreitt til þriðju umræðu og mun hún hefjast á mánudaginn. Tæpasta atkvæðagreiðsla um fjárlagafrumvarpið var þegar tillaga mín um ókeypis tíðavörur var felld með einu atkvæði: 27-26! pic.twitter.com/TqoqHfiV32— Andrés Ingi (@andresingi) December 11, 2020 Tillaga Andrésar fólst í því að sjá til þess að öllum nemendum sé tryggt aðgengi að tíðarvörum án endurgjalds í grunn- og framhaldsskólum. Þá átti einnig að gera lágtekjufólki kleift að nálgast tíðarvörur án endurgjalds, til dæmis á heilsugæslustöðvum eða í gegn um félagsþjónustu sveitarfélaga. Þingmenn Flokks fólksins, Miðflokksins, Pírata, Samfylkingarinnar og Viðreisnar auk tveggja þingmanna utan flokka greiddu atkvæði með tillögunni. Þingmenn Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks greiddu atkvæði gegn tillögunni. Fór svo að 27 þingmenn greiddu atkvæði gegn tillögunni og 26 með henni. Rétt rúmar tvær vikur eru liðnar síðan skoska þingið samþykkti samhljóða frumvarp sem kveður á um að sveitarfélög verði að tryggja „öllum þeim sem á þurfa að halda“ tíðarvörur á borð við túrtappa, dömubindi, eða margnota tíðarvörur, gjaldfrjálst. Þá er bara eitt og hálft ár síðan Alþingi samþykkti að lækka virðisaukaskatt á tíðarvörur úr efra þrepi niður í það neðra. Með breytingunum lækkaði virðisaukaskattur á vörurnar úr 24 prósentum niður í ellefu prósent. Alþingi Heilbrigðismál Jafnréttismál Félagsmál Tengdar fréttir Skotar fyrstir í heimi til að boða gjaldfrjálsa túrtappa og dömubindi Skoska þingið samþykkti samhljóða í gær frumvarp sem kveður á um að sveitarfélög verði að tryggja „öllum þeim sem á þurfa að halda“ tíðarvörur á borð við túrtappa, dömubindi, eða margnota tíðarvörur, gjaldfrjálst. 25. nóvember 2020 21:30 Bjóða upp á fríar tíðarvörur í Háskólanum í Reykjavík Stúdentafélag Háskólans í Reykjavík býður nemendum sínum fríar tíðarvörur. Formaður félagsins segir að með framtakinu sé verið að mótmæla bleikum skatti á vörurnar. Mikil ánægja ríki meðal kvenkynsnemenda og -kennara í skólanum. 2. nóvember 2019 13:00 Vilja tíðarvörur og getnaðarvarnir í lægra þrep virðisaukaskatts: „Þetta er ákveðið réttlætismál“ Dömubindi, tíðatappar og álfabikarar gætu lækkað í verði, fari svo að frumvarpið verði að lögum. 22. september 2018 14:47 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Sjá meira
Fjárlagafrumvarpið var í dag afgreitt til þriðju umræðu og mun hún hefjast á mánudaginn. Tæpasta atkvæðagreiðsla um fjárlagafrumvarpið var þegar tillaga mín um ókeypis tíðavörur var felld með einu atkvæði: 27-26! pic.twitter.com/TqoqHfiV32— Andrés Ingi (@andresingi) December 11, 2020 Tillaga Andrésar fólst í því að sjá til þess að öllum nemendum sé tryggt aðgengi að tíðarvörum án endurgjalds í grunn- og framhaldsskólum. Þá átti einnig að gera lágtekjufólki kleift að nálgast tíðarvörur án endurgjalds, til dæmis á heilsugæslustöðvum eða í gegn um félagsþjónustu sveitarfélaga. Þingmenn Flokks fólksins, Miðflokksins, Pírata, Samfylkingarinnar og Viðreisnar auk tveggja þingmanna utan flokka greiddu atkvæði með tillögunni. Þingmenn Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks greiddu atkvæði gegn tillögunni. Fór svo að 27 þingmenn greiddu atkvæði gegn tillögunni og 26 með henni. Rétt rúmar tvær vikur eru liðnar síðan skoska þingið samþykkti samhljóða frumvarp sem kveður á um að sveitarfélög verði að tryggja „öllum þeim sem á þurfa að halda“ tíðarvörur á borð við túrtappa, dömubindi, eða margnota tíðarvörur, gjaldfrjálst. Þá er bara eitt og hálft ár síðan Alþingi samþykkti að lækka virðisaukaskatt á tíðarvörur úr efra þrepi niður í það neðra. Með breytingunum lækkaði virðisaukaskattur á vörurnar úr 24 prósentum niður í ellefu prósent.
Alþingi Heilbrigðismál Jafnréttismál Félagsmál Tengdar fréttir Skotar fyrstir í heimi til að boða gjaldfrjálsa túrtappa og dömubindi Skoska þingið samþykkti samhljóða í gær frumvarp sem kveður á um að sveitarfélög verði að tryggja „öllum þeim sem á þurfa að halda“ tíðarvörur á borð við túrtappa, dömubindi, eða margnota tíðarvörur, gjaldfrjálst. 25. nóvember 2020 21:30 Bjóða upp á fríar tíðarvörur í Háskólanum í Reykjavík Stúdentafélag Háskólans í Reykjavík býður nemendum sínum fríar tíðarvörur. Formaður félagsins segir að með framtakinu sé verið að mótmæla bleikum skatti á vörurnar. Mikil ánægja ríki meðal kvenkynsnemenda og -kennara í skólanum. 2. nóvember 2019 13:00 Vilja tíðarvörur og getnaðarvarnir í lægra þrep virðisaukaskatts: „Þetta er ákveðið réttlætismál“ Dömubindi, tíðatappar og álfabikarar gætu lækkað í verði, fari svo að frumvarpið verði að lögum. 22. september 2018 14:47 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Sjá meira
Skotar fyrstir í heimi til að boða gjaldfrjálsa túrtappa og dömubindi Skoska þingið samþykkti samhljóða í gær frumvarp sem kveður á um að sveitarfélög verði að tryggja „öllum þeim sem á þurfa að halda“ tíðarvörur á borð við túrtappa, dömubindi, eða margnota tíðarvörur, gjaldfrjálst. 25. nóvember 2020 21:30
Bjóða upp á fríar tíðarvörur í Háskólanum í Reykjavík Stúdentafélag Háskólans í Reykjavík býður nemendum sínum fríar tíðarvörur. Formaður félagsins segir að með framtakinu sé verið að mótmæla bleikum skatti á vörurnar. Mikil ánægja ríki meðal kvenkynsnemenda og -kennara í skólanum. 2. nóvember 2019 13:00
Vilja tíðarvörur og getnaðarvarnir í lægra þrep virðisaukaskatts: „Þetta er ákveðið réttlætismál“ Dömubindi, tíðatappar og álfabikarar gætu lækkað í verði, fari svo að frumvarpið verði að lögum. 22. september 2018 14:47