Meiri sveigjanleiki í fæðingarorlofi samkvæmt drögum að nefndaráliti Sunna Sæmundsdóttir skrifar 15. desember 2020 12:00 Fæðingarorlof verður lengt í tólf mánuði eftir áramót. vísir/Vilhelm Framseljanlegum mánuðum í lengdu fæðingarorlofi verður fjölgað úr einum í tvo samkvæmt drögum að nefndaráliti velferðarnefndar Alþingis. Enn er þó ágreiningur um málið innan nefndarinnar. Fæðingarorlof verður lengt úr tíu mánuðum í tólf eftir áramót samkvæmt frumvarpi til laga um fæðingar- og foreldraorlof sem hefur verið til umfjöllunar í velferðarnefnd. Í frumvarpinu er lagt upp með að hvort foreldri eigi rétt til allt að sex mánaða orlofs. Heimilt sé þó að framselja einn mánuð, svo að annað foreldri geti tekið sjö mánuða orlof. Mikill ágreiningur hefur verið um málið og í fjölda umsagna í samráðsgátt og til nefndarinnar hefur verið kallað eftir meiri sveigjanleika og að framseljanlegum mánuðum verði fjölgað. Aðrir hafa þó talið fasta skiptingu í lögum tryggja þátttöku beggja foreldra í uppeldi og jafna stöðu foreldra á vinnumarkaði. Samkvæmt drögum að nefndaráliti sem hefur verið kynnt í nefndinni verður framseljanlegum mánuðum fjölgað úr einum í tvo. Annað foreldri geti þar með tekið átta mánaða orlof. Um málamiðlunartillögu er að ræða og samkvæmt heimildum fréttastofu er enn ágreiningur um málið. Til stendur þó að afgreiða málið fyrir þinghlé. Tíminn er naumur þar sem gert er ráð fyrir að þingið fari í jólafrí í lok vikunnar. Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokks og nefndarmaður í velferðarnefnd Alþingis.vísir/VIlhelm Aðspurður um álitsdrögin segir Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður í velferðarnefnd, jákvætt ef meiri sveigjanleiki yrði tryggður. „Svigrúmið er bara svo mikilvægt til að tryggja það að hagur barnsins sé í fyrirrúmi þar sem aðstæður í hverri fjölskuldu eru svo mismunandi,“ segir Vilhjálmur. Hann segir mjög skiptar skoðanir um málið, bæði á milli flokka og innan þeirra. „Hvort það eigi að horfa á þetta út frá því að vera vinnumarkaðsúrræði og stórt jafnréttistæki, sem fæðingarorlofið náttúrulega er. Eða hvort það eigi að horfa á þetta út frá hagsmunum barnsins. En ég held að bæði þessi sjónarmið nái fram að ganga með því að hafa svigrúmið til staðar fyrir fjölskylduna. Þannig að skiptingin sé jöfn en með svigrúmi til framsals,“ segir Vilhjálmur. Börn og uppeldi Fæðingarorlof Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafell Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Sjá meira
Fæðingarorlof verður lengt úr tíu mánuðum í tólf eftir áramót samkvæmt frumvarpi til laga um fæðingar- og foreldraorlof sem hefur verið til umfjöllunar í velferðarnefnd. Í frumvarpinu er lagt upp með að hvort foreldri eigi rétt til allt að sex mánaða orlofs. Heimilt sé þó að framselja einn mánuð, svo að annað foreldri geti tekið sjö mánuða orlof. Mikill ágreiningur hefur verið um málið og í fjölda umsagna í samráðsgátt og til nefndarinnar hefur verið kallað eftir meiri sveigjanleika og að framseljanlegum mánuðum verði fjölgað. Aðrir hafa þó talið fasta skiptingu í lögum tryggja þátttöku beggja foreldra í uppeldi og jafna stöðu foreldra á vinnumarkaði. Samkvæmt drögum að nefndaráliti sem hefur verið kynnt í nefndinni verður framseljanlegum mánuðum fjölgað úr einum í tvo. Annað foreldri geti þar með tekið átta mánaða orlof. Um málamiðlunartillögu er að ræða og samkvæmt heimildum fréttastofu er enn ágreiningur um málið. Til stendur þó að afgreiða málið fyrir þinghlé. Tíminn er naumur þar sem gert er ráð fyrir að þingið fari í jólafrí í lok vikunnar. Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokks og nefndarmaður í velferðarnefnd Alþingis.vísir/VIlhelm Aðspurður um álitsdrögin segir Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður í velferðarnefnd, jákvætt ef meiri sveigjanleiki yrði tryggður. „Svigrúmið er bara svo mikilvægt til að tryggja það að hagur barnsins sé í fyrirrúmi þar sem aðstæður í hverri fjölskuldu eru svo mismunandi,“ segir Vilhjálmur. Hann segir mjög skiptar skoðanir um málið, bæði á milli flokka og innan þeirra. „Hvort það eigi að horfa á þetta út frá því að vera vinnumarkaðsúrræði og stórt jafnréttistæki, sem fæðingarorlofið náttúrulega er. Eða hvort það eigi að horfa á þetta út frá hagsmunum barnsins. En ég held að bæði þessi sjónarmið nái fram að ganga með því að hafa svigrúmið til staðar fyrir fjölskylduna. Þannig að skiptingin sé jöfn en með svigrúmi til framsals,“ segir Vilhjálmur.
Börn og uppeldi Fæðingarorlof Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafell Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Sjá meira