Spurði hvort „grenjandi minnihluti“ ætti að hafa neitunarvald varðandi hálendisþjóðgarð Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. desember 2020 10:18 Steingrímur J. Sigfússon er forseti Alþingis og hefur sem slíkur verið sjaldséður í ræðustól þingsins á þessu kjörtímabili. Vísir/Vilhelm Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis og þingmaður Vinstri grænna, blandaði sér í umræður á þingi í gærkvöldi um frumvarp Guðmundar Inga Guðbrandssonar, umhverfisráðherra, um hálendisþjóðgarð. Í ræðu sinni spurði hann hvort „grenjandi minnihluti“ ætti að geta neitað þjóðinni um að stofna þjóðgarð á sínu eigin landi og sagði í því samhengi að vísbendingar væru um að 65 prósent þjóðarinnar væru hlynnt því að stofna þjóðgarðinn. Ljóst er að málið er umdeilt en sveitarfélög hafa til að mynda gagnrýnt frumvarpið sem og ferðaþjónustuaðilar. Þá er farin af stað undirskriftasöfnun þar sem stofnun þjóðgarðsins er mótmælt Helgidómar og hjarta Íslands Forseti Alþingis er sjaldséður í ræðustól þingsins en Steingrímur, sem oftar en einu sinni hefur verið ræðukóngur Alþingis, kvaðst hafa látið það eftir sér að halda ræðu um málið enda hefði hann sterkar taugar til hálendisins. Þá hefði hann setið í þverpólitískri nefnd um málið fyrir hönd VG. Sagði Steingrímur að stofnun hálendisþjóðgarðs væri honum mikið tilfinningamál. Í huga hans leyndust helgidómar og hjarta Íslands á hálendinu. „Hinir eiginlegu helgidómar míns lífs það er að komast til dæmis í brekkuna í Arnarfelli hinu mikla og sjá þá ótrúlega miklu gróðurvin, í yfir 600 metra hæð yfir sjó. […] Þar er hjarta Íslands, þar er helgidómur. Fyrir okkur sem erum ekki trúuð þá er vissulega hægt að komast í helgidóma, þeir eru kannski annars eðlis heldur en kirkjur eða moskur,“ sagði Steingrímur. Hann kvaðst því fagna málinu mjög og sagðist vonast til að þinginu tækist vel upp í meðferð þess. Þá sagðist hann sannfærður um að hægt væri að vinna málið áfram til að samstaðan um það breikki. „Eru þó vísbendingar um að 65 prósent þjóðarinnar séu hlynnt því að stofna þennan þjóðgarð, vilji fá sinn hálendisþjóðgarð, það er væntanlega eitthvað sem menn gera stundum með þegar landið virðist liggja þannig, og að sjálfsögðu á að leita eins góðrar samstöðu og mögulegt er. En ég segi líka alveg hiklaust að það er ekki þannig að sá síðasti eigi að hafa neitunarvald. Á einhver örlítill grenjandi minnihluti að hafa neitunarvald um að þjóðin megi stofna þennan þjóðgarð sinn á sínu eigin landi?“ spurði Steingrímur og benti á að undir væru þjóðlendurnar, hinir gömlu almenningar. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra og flokksbróðir Steingríms í VG, leggur fram frumvarp um hálendisþjóðgarð sem Alþingi fjallar um þessa dagana.Vísir/Vilhelm Eðlilegar áhyggjur og spurningar sem heyrðust einnig við stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs „Sem frá landsnámsdögum upp í gegnum alla söguöld og inn á síðmiðaldir voru í hugum þjóðarinnar ekkert annað en almenningar eins og síðan hefur komið á daginn að eru að stærstum hluta. Nefndin valdi þá leið, til þess að greiða götu málsins, að draga í raun og veru minnsta samnefnara. Þetta væru þjóðlendur innan hálendislínunnar. Er þá ekki staðan býsna sterk til þess að á því svæði landsins megi þjóðin stofna sér sinn þjóðgarð? Það finnst mér og ég bið menn að hafa þetta í huga þegar þeir eru að ræða þetta úr öðrum áttum.“ Þá minntist Steingrímur einnig vinnunnar við stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs en hann sat einnig í þverpólitískri þingmannanefnd um stofnun þess garðs á sínum tíma. Sagði hann sömu sjónarmið hafa komið upp í vinnu beggja nefnda þegar rætt var við sveitarfélög, félagasamtök, hagsmunaaðila og einstaklinga. „Eðlileg tortryggni, eðlilegar áhyggjur og eðlilegar spurningar. Á nú að fara að taka völdin af okkur og stjórna þessu öllu að sunnan? „Nei“ sögðum við. Þetta verður væntanlega dreifstýrt módel „a la“ Vatnajökulsþjóðgarður enda hefði Vatnajökulsþjóðgarður ekki orðið til nema vegna þess að við, nefndin á þeim tíma, lögðum upp það módel. Það verður að stofna í eins mikilli sátt við svæðin og heimaaðilana og hægt er og þau þurfa að vera alveg ráðandi í því hvernig farið er með málin á sínu svæði,“ sagði Steingrímur. Þingmenn ræddu stofnun hálendisþjóðgarð til miðnætti í gærkvöldi og má nálgast alla umræðuna hér á vef Alþingis. Alþingi Þjóðgarðar Vatnajökulsþjóðgarður Hálendisþjóðgarður Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
Í ræðu sinni spurði hann hvort „grenjandi minnihluti“ ætti að geta neitað þjóðinni um að stofna þjóðgarð á sínu eigin landi og sagði í því samhengi að vísbendingar væru um að 65 prósent þjóðarinnar væru hlynnt því að stofna þjóðgarðinn. Ljóst er að málið er umdeilt en sveitarfélög hafa til að mynda gagnrýnt frumvarpið sem og ferðaþjónustuaðilar. Þá er farin af stað undirskriftasöfnun þar sem stofnun þjóðgarðsins er mótmælt Helgidómar og hjarta Íslands Forseti Alþingis er sjaldséður í ræðustól þingsins en Steingrímur, sem oftar en einu sinni hefur verið ræðukóngur Alþingis, kvaðst hafa látið það eftir sér að halda ræðu um málið enda hefði hann sterkar taugar til hálendisins. Þá hefði hann setið í þverpólitískri nefnd um málið fyrir hönd VG. Sagði Steingrímur að stofnun hálendisþjóðgarðs væri honum mikið tilfinningamál. Í huga hans leyndust helgidómar og hjarta Íslands á hálendinu. „Hinir eiginlegu helgidómar míns lífs það er að komast til dæmis í brekkuna í Arnarfelli hinu mikla og sjá þá ótrúlega miklu gróðurvin, í yfir 600 metra hæð yfir sjó. […] Þar er hjarta Íslands, þar er helgidómur. Fyrir okkur sem erum ekki trúuð þá er vissulega hægt að komast í helgidóma, þeir eru kannski annars eðlis heldur en kirkjur eða moskur,“ sagði Steingrímur. Hann kvaðst því fagna málinu mjög og sagðist vonast til að þinginu tækist vel upp í meðferð þess. Þá sagðist hann sannfærður um að hægt væri að vinna málið áfram til að samstaðan um það breikki. „Eru þó vísbendingar um að 65 prósent þjóðarinnar séu hlynnt því að stofna þennan þjóðgarð, vilji fá sinn hálendisþjóðgarð, það er væntanlega eitthvað sem menn gera stundum með þegar landið virðist liggja þannig, og að sjálfsögðu á að leita eins góðrar samstöðu og mögulegt er. En ég segi líka alveg hiklaust að það er ekki þannig að sá síðasti eigi að hafa neitunarvald. Á einhver örlítill grenjandi minnihluti að hafa neitunarvald um að þjóðin megi stofna þennan þjóðgarð sinn á sínu eigin landi?“ spurði Steingrímur og benti á að undir væru þjóðlendurnar, hinir gömlu almenningar. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra og flokksbróðir Steingríms í VG, leggur fram frumvarp um hálendisþjóðgarð sem Alþingi fjallar um þessa dagana.Vísir/Vilhelm Eðlilegar áhyggjur og spurningar sem heyrðust einnig við stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs „Sem frá landsnámsdögum upp í gegnum alla söguöld og inn á síðmiðaldir voru í hugum þjóðarinnar ekkert annað en almenningar eins og síðan hefur komið á daginn að eru að stærstum hluta. Nefndin valdi þá leið, til þess að greiða götu málsins, að draga í raun og veru minnsta samnefnara. Þetta væru þjóðlendur innan hálendislínunnar. Er þá ekki staðan býsna sterk til þess að á því svæði landsins megi þjóðin stofna sér sinn þjóðgarð? Það finnst mér og ég bið menn að hafa þetta í huga þegar þeir eru að ræða þetta úr öðrum áttum.“ Þá minntist Steingrímur einnig vinnunnar við stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs en hann sat einnig í þverpólitískri þingmannanefnd um stofnun þess garðs á sínum tíma. Sagði hann sömu sjónarmið hafa komið upp í vinnu beggja nefnda þegar rætt var við sveitarfélög, félagasamtök, hagsmunaaðila og einstaklinga. „Eðlileg tortryggni, eðlilegar áhyggjur og eðlilegar spurningar. Á nú að fara að taka völdin af okkur og stjórna þessu öllu að sunnan? „Nei“ sögðum við. Þetta verður væntanlega dreifstýrt módel „a la“ Vatnajökulsþjóðgarður enda hefði Vatnajökulsþjóðgarður ekki orðið til nema vegna þess að við, nefndin á þeim tíma, lögðum upp það módel. Það verður að stofna í eins mikilli sátt við svæðin og heimaaðilana og hægt er og þau þurfa að vera alveg ráðandi í því hvernig farið er með málin á sínu svæði,“ sagði Steingrímur. Þingmenn ræddu stofnun hálendisþjóðgarð til miðnætti í gærkvöldi og má nálgast alla umræðuna hér á vef Alþingis.
Alþingi Þjóðgarðar Vatnajökulsþjóðgarður Hálendisþjóðgarður Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent