Spurði hvort „grenjandi minnihluti“ ætti að hafa neitunarvald varðandi hálendisþjóðgarð Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. desember 2020 10:18 Steingrímur J. Sigfússon er forseti Alþingis og hefur sem slíkur verið sjaldséður í ræðustól þingsins á þessu kjörtímabili. Vísir/Vilhelm Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis og þingmaður Vinstri grænna, blandaði sér í umræður á þingi í gærkvöldi um frumvarp Guðmundar Inga Guðbrandssonar, umhverfisráðherra, um hálendisþjóðgarð. Í ræðu sinni spurði hann hvort „grenjandi minnihluti“ ætti að geta neitað þjóðinni um að stofna þjóðgarð á sínu eigin landi og sagði í því samhengi að vísbendingar væru um að 65 prósent þjóðarinnar væru hlynnt því að stofna þjóðgarðinn. Ljóst er að málið er umdeilt en sveitarfélög hafa til að mynda gagnrýnt frumvarpið sem og ferðaþjónustuaðilar. Þá er farin af stað undirskriftasöfnun þar sem stofnun þjóðgarðsins er mótmælt Helgidómar og hjarta Íslands Forseti Alþingis er sjaldséður í ræðustól þingsins en Steingrímur, sem oftar en einu sinni hefur verið ræðukóngur Alþingis, kvaðst hafa látið það eftir sér að halda ræðu um málið enda hefði hann sterkar taugar til hálendisins. Þá hefði hann setið í þverpólitískri nefnd um málið fyrir hönd VG. Sagði Steingrímur að stofnun hálendisþjóðgarðs væri honum mikið tilfinningamál. Í huga hans leyndust helgidómar og hjarta Íslands á hálendinu. „Hinir eiginlegu helgidómar míns lífs það er að komast til dæmis í brekkuna í Arnarfelli hinu mikla og sjá þá ótrúlega miklu gróðurvin, í yfir 600 metra hæð yfir sjó. […] Þar er hjarta Íslands, þar er helgidómur. Fyrir okkur sem erum ekki trúuð þá er vissulega hægt að komast í helgidóma, þeir eru kannski annars eðlis heldur en kirkjur eða moskur,“ sagði Steingrímur. Hann kvaðst því fagna málinu mjög og sagðist vonast til að þinginu tækist vel upp í meðferð þess. Þá sagðist hann sannfærður um að hægt væri að vinna málið áfram til að samstaðan um það breikki. „Eru þó vísbendingar um að 65 prósent þjóðarinnar séu hlynnt því að stofna þennan þjóðgarð, vilji fá sinn hálendisþjóðgarð, það er væntanlega eitthvað sem menn gera stundum með þegar landið virðist liggja þannig, og að sjálfsögðu á að leita eins góðrar samstöðu og mögulegt er. En ég segi líka alveg hiklaust að það er ekki þannig að sá síðasti eigi að hafa neitunarvald. Á einhver örlítill grenjandi minnihluti að hafa neitunarvald um að þjóðin megi stofna þennan þjóðgarð sinn á sínu eigin landi?“ spurði Steingrímur og benti á að undir væru þjóðlendurnar, hinir gömlu almenningar. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra og flokksbróðir Steingríms í VG, leggur fram frumvarp um hálendisþjóðgarð sem Alþingi fjallar um þessa dagana.Vísir/Vilhelm Eðlilegar áhyggjur og spurningar sem heyrðust einnig við stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs „Sem frá landsnámsdögum upp í gegnum alla söguöld og inn á síðmiðaldir voru í hugum þjóðarinnar ekkert annað en almenningar eins og síðan hefur komið á daginn að eru að stærstum hluta. Nefndin valdi þá leið, til þess að greiða götu málsins, að draga í raun og veru minnsta samnefnara. Þetta væru þjóðlendur innan hálendislínunnar. Er þá ekki staðan býsna sterk til þess að á því svæði landsins megi þjóðin stofna sér sinn þjóðgarð? Það finnst mér og ég bið menn að hafa þetta í huga þegar þeir eru að ræða þetta úr öðrum áttum.“ Þá minntist Steingrímur einnig vinnunnar við stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs en hann sat einnig í þverpólitískri þingmannanefnd um stofnun þess garðs á sínum tíma. Sagði hann sömu sjónarmið hafa komið upp í vinnu beggja nefnda þegar rætt var við sveitarfélög, félagasamtök, hagsmunaaðila og einstaklinga. „Eðlileg tortryggni, eðlilegar áhyggjur og eðlilegar spurningar. Á nú að fara að taka völdin af okkur og stjórna þessu öllu að sunnan? „Nei“ sögðum við. Þetta verður væntanlega dreifstýrt módel „a la“ Vatnajökulsþjóðgarður enda hefði Vatnajökulsþjóðgarður ekki orðið til nema vegna þess að við, nefndin á þeim tíma, lögðum upp það módel. Það verður að stofna í eins mikilli sátt við svæðin og heimaaðilana og hægt er og þau þurfa að vera alveg ráðandi í því hvernig farið er með málin á sínu svæði,“ sagði Steingrímur. Þingmenn ræddu stofnun hálendisþjóðgarð til miðnætti í gærkvöldi og má nálgast alla umræðuna hér á vef Alþingis. Alþingi Þjóðgarðar Vatnajökulsþjóðgarður Hálendisþjóðgarður Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fleiri fréttir Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sjá meira
Í ræðu sinni spurði hann hvort „grenjandi minnihluti“ ætti að geta neitað þjóðinni um að stofna þjóðgarð á sínu eigin landi og sagði í því samhengi að vísbendingar væru um að 65 prósent þjóðarinnar væru hlynnt því að stofna þjóðgarðinn. Ljóst er að málið er umdeilt en sveitarfélög hafa til að mynda gagnrýnt frumvarpið sem og ferðaþjónustuaðilar. Þá er farin af stað undirskriftasöfnun þar sem stofnun þjóðgarðsins er mótmælt Helgidómar og hjarta Íslands Forseti Alþingis er sjaldséður í ræðustól þingsins en Steingrímur, sem oftar en einu sinni hefur verið ræðukóngur Alþingis, kvaðst hafa látið það eftir sér að halda ræðu um málið enda hefði hann sterkar taugar til hálendisins. Þá hefði hann setið í þverpólitískri nefnd um málið fyrir hönd VG. Sagði Steingrímur að stofnun hálendisþjóðgarðs væri honum mikið tilfinningamál. Í huga hans leyndust helgidómar og hjarta Íslands á hálendinu. „Hinir eiginlegu helgidómar míns lífs það er að komast til dæmis í brekkuna í Arnarfelli hinu mikla og sjá þá ótrúlega miklu gróðurvin, í yfir 600 metra hæð yfir sjó. […] Þar er hjarta Íslands, þar er helgidómur. Fyrir okkur sem erum ekki trúuð þá er vissulega hægt að komast í helgidóma, þeir eru kannski annars eðlis heldur en kirkjur eða moskur,“ sagði Steingrímur. Hann kvaðst því fagna málinu mjög og sagðist vonast til að þinginu tækist vel upp í meðferð þess. Þá sagðist hann sannfærður um að hægt væri að vinna málið áfram til að samstaðan um það breikki. „Eru þó vísbendingar um að 65 prósent þjóðarinnar séu hlynnt því að stofna þennan þjóðgarð, vilji fá sinn hálendisþjóðgarð, það er væntanlega eitthvað sem menn gera stundum með þegar landið virðist liggja þannig, og að sjálfsögðu á að leita eins góðrar samstöðu og mögulegt er. En ég segi líka alveg hiklaust að það er ekki þannig að sá síðasti eigi að hafa neitunarvald. Á einhver örlítill grenjandi minnihluti að hafa neitunarvald um að þjóðin megi stofna þennan þjóðgarð sinn á sínu eigin landi?“ spurði Steingrímur og benti á að undir væru þjóðlendurnar, hinir gömlu almenningar. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra og flokksbróðir Steingríms í VG, leggur fram frumvarp um hálendisþjóðgarð sem Alþingi fjallar um þessa dagana.Vísir/Vilhelm Eðlilegar áhyggjur og spurningar sem heyrðust einnig við stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs „Sem frá landsnámsdögum upp í gegnum alla söguöld og inn á síðmiðaldir voru í hugum þjóðarinnar ekkert annað en almenningar eins og síðan hefur komið á daginn að eru að stærstum hluta. Nefndin valdi þá leið, til þess að greiða götu málsins, að draga í raun og veru minnsta samnefnara. Þetta væru þjóðlendur innan hálendislínunnar. Er þá ekki staðan býsna sterk til þess að á því svæði landsins megi þjóðin stofna sér sinn þjóðgarð? Það finnst mér og ég bið menn að hafa þetta í huga þegar þeir eru að ræða þetta úr öðrum áttum.“ Þá minntist Steingrímur einnig vinnunnar við stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs en hann sat einnig í þverpólitískri þingmannanefnd um stofnun þess garðs á sínum tíma. Sagði hann sömu sjónarmið hafa komið upp í vinnu beggja nefnda þegar rætt var við sveitarfélög, félagasamtök, hagsmunaaðila og einstaklinga. „Eðlileg tortryggni, eðlilegar áhyggjur og eðlilegar spurningar. Á nú að fara að taka völdin af okkur og stjórna þessu öllu að sunnan? „Nei“ sögðum við. Þetta verður væntanlega dreifstýrt módel „a la“ Vatnajökulsþjóðgarður enda hefði Vatnajökulsþjóðgarður ekki orðið til nema vegna þess að við, nefndin á þeim tíma, lögðum upp það módel. Það verður að stofna í eins mikilli sátt við svæðin og heimaaðilana og hægt er og þau þurfa að vera alveg ráðandi í því hvernig farið er með málin á sínu svæði,“ sagði Steingrímur. Þingmenn ræddu stofnun hálendisþjóðgarð til miðnætti í gærkvöldi og má nálgast alla umræðuna hér á vef Alþingis.
Alþingi Þjóðgarðar Vatnajökulsþjóðgarður Hálendisþjóðgarður Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fleiri fréttir Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sjá meira