Grýlur, mýtur og stjórnarmyndun Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 14. desember 2020 08:31 Ég tek eftir því að skeggræður eru hafnar um það hvernig ríkisstjórn menn vilja sjá að kosningum loknum. Þetta er ágæt umræða þótt enn flokkist hún undir samkvæmisleik, enda langt til kosninga. Fyrst og síðast þurfum við nú að klára veirutímabilið með stórum skrefum þannig að viðspyrna íslensks efnahags- og atvinnulífs verði sem kröftugust. Þessar bollaleggingar eru að því leyti heldur ekki tímabærar þar sem áherslur allra flokka eiga eftir að skýrast betur. Hér hjá okkur Íslendingum er ekki unnt að draga upp jafn skýrar línur eins og í Skandinavíu því við búum ekki við þá hefð sem er fyrir rauðum og bláum blokkum, eins og gildir þar. Aðalatriðið er að málefnin verði mikilvægari en bæði fólk og flokkar. Eðlilega munum við í Viðreisn að loknum kosningum reyna að nálgast þá sem næst okkur standa í skoðunum. En við munum ekki útiloka neinn flokk fyrirfram. Það er skýrt. Ég hef sterka sannfæringu fyrir því að næstu kosningar eigi og þurfi reyndar að vera öðru vísi en við venjulegar aðstæður. Hvað á ég við með því? Jú, við verðum að horfa lengra fram á veginn en við erum vön. Við komumst ekki hjá því að huga að ýmsum grundvallar leikreglum og innviðum í efnahagslífinu og velferðarkerfinu. Þar mega íhaldssemi og fordómar ekki verða að hindrunum fyrir okkur Íslendinga við endurreisn íslensks efnahags- og atvinnulífs. Sú endurreisn verður þungamiðja stjórnmála næstu ára. Skýrari kostir Þegar upp er staðið held ég að stjórnarsamstarfið hafi leitt til þess að hugmyndafræðilegar línur eru nú skarpari en þær hafa verið í langan tíma. Ástæðan fyrir því að samstarf VG lengst til vinstri og Sjálfstæðisflokksins lengst til hægri hefur verið jafn þétt og árekstrarlítið og raun ber vitni er sú að íhaldselement beggja flokka hafa smám saman orðið yfirsterkari þeim frjálslyndu og róttæku. Sigríður Andersen staðfesti líka þessa sterku íhaldstaug á milli VG og Sjálfstæðisflokks fyrir skömmu í viðtali á Hringbraut og hversu stutt í raun væri á milli þessara stjórnarflokka. Þessir flokkar mynda því ákveðinn kjarna um íhaldssemi og óbreytt ástand. Stjórnarsáttmáli slíkra flokka getur verið skaðlítill í góðæri. Veikleikar stjórnarinnar, sem reist var á þeirri einu hugsun að halda hlutum óbreyttum, verða hins vegar augljósir þegar óvæntar aðstæður og áskoranir koma upp. Og slíkur stjórnarsáttmáli dugar hvergi nærri til að leggja nýjar línur fyrir komandi áratug uppbyggingar. Virðist hins vegar sem báðir flokkarnir ætli að ganga með þann hugmyndafræðilega grundvöll til kosninga. Viðreisn býður fram krafta sína til þess að frjálslynd hugmyndafræði komist aftur til áhrifa. Réttilega má finna samhljóm innan annarra flokka um ákveðna grundvallarþætti sem eru á dagskrá Viðreisnar. Eins og alþjóðlegt samstarf, nýr gjaldmiðill, umhverfismál, mannréttindi, umbætur á sjávarútvegskerfinu og varðstöðu um velferð. Það er mat Viðreisnar að leiðin til að ryðja hindrunum úr vegi og gefa atvinnulífinu kost á að hlaupa hraðar þurfi að beita sér fyrir grundvallarbreytingum á þjóðarbúskapnum og tengja þær meðal annars nýjum skrefum í alþjóðlegri samvinnu. Það styrkir velferðarkerfið og fjölbreyttari stoðir undir atvinnulífið. Fyrir enn frekari vöxt nýsköpunar skiptir þetta einnig höfuðmáli. Viðreisn hefur ítrekað bent á þá landlægu kerfisvillu sem fylgir gjaldmiðlinum okkar og hvernig sú villa hefur komið niður á heimilum og fyrirtækjum í landinu. Hvernig lífsgæðum er skipt er ekki einkamál sumra. Ekki frekar en að frelsið sé fyrir fáa útvalda, hvað þá stöðugleikinn. Því ef ekkert breytist hér er það á endanum almenningur sem borgar brúsann. Það eru því margar góðar ástæður til að hreyfa við hlutum og gera betur fyrir framtíðina. En ekki síður að vera vakandi gagnvart því að veruleiki veirutímans verði ekki nýttur til að standa vörð um kyrrstöðuna og jafnvel skerða frelsi til athafna og viðskipta til lengri tíma. Tvær grýlur dauðar… Frá því að ég man eftir mér hafa tvær grýlur ráðið umræðum um stjórnarmyndun fyrir kosningar. Annars vegar hefur Sjálfstæðisflokkurinn hrætt frjálslynda kjósendur á miðjunni með hættunni á vinstri stjórn með VG. Hins vegar hefur VG hrætt frjálslynda kjósendur á miðjunni með ógninni af hræðilegri auðvaldsstjórn með Sjálfstæðisflokknum. Nú eru báðar þessar grýlur dauðar af augljósum ástæðum. Það er nýtt. Blessunarlega. …og mýtan farin Fyrir síðustu kosningar varð sú kenning ráðandi að það þyrfti stóran flokk til að skapa festu í stjórnarsamstarfi. Svo fór að meira að segja VG keypti þessa kenningu. Í núverandi stjórnarsamstarfi hefur hins vegar komið í ljós að stærsti flokkurinn hefur verið klofinn og er bæði með og á móti ýmsum veigamiklum grundvallarmálum. Lausagangurinn er mikill. Það sama gildir um borgina þar sem við upplifum þrí- eða fjórklofinn Sjálfstæðisflokk. Mýtan um kjölfestuna er orðið hjóm eitt. Hún er mölbrotin. Í þinginu höfum við séð þessa málefnalegu lausu skrúfu í umræðum um mál eins og þriðja orkupakkann, borgarlínu, Mannréttindadómstól Evrópu og nú síðast sóttvarnarráðstafanir. Hin meinta frelsisást, sem flaggað er korteri fyrir kosningar, hefur síðan legið í dvala allt kjörtímabilið. Í þessari stjórnarsambúð hafa þingmenn Sjálfstæðisflokksins greitt atkvæði gegn einföldum en skýrum frelsismálum. Þeir hafa kosið gegn auknu kvenfrelsi með breytingum á lögum um þungunarrof, kosið gegn frelsi um mannanöfn, gegn auknu frelsi í lausasölu tiltekinna lyfja, gegn því að frelsi markaðarins ráði verði aflaheimilda og gegn því að grynnka á biðlistum fyrir liðskiptaaðgerðir og aðrar sérfræðiþjónustu, með samvinnu við sjálfstætt starfandi heilbrigðisfólk. Líkt og biðlistar séu að verða að lífsstíl þessarar ríkisstjórnar. Það getur verið að Sjálfstæðisþingmenn telji að aflátsbréf þeirra í Morgunblaðið hafi einhverja þýðingu fyrir frelsið. Það er mikill misskilningur. Það gerir hins vegar rauði takkinn á Alþingi sem er orðinn þeim að góðu kunnur. Þar er andstöðuna við frelsið helst að finna. Það sama gildir um Vinstri græn sem hafa sýnt grátlegt metnaðarleysi og meðalmennsku þegar kemur að umhverfis- og loftslagsmálum í stjórnarsamstarfinu. Réttlætingin á þessari kúvendingu og tvískinnungshætti stjórnarflokkana er sögð málamiðlun, sem er lítið annað en kyrrstaða og óbreytt ástand um kunnuglega hagsmuni. Til viðbótar þessum tvískinnungshætti varpar þetta kjörtímabil nú skýru ljósi á þann nýja veruleika í pólitíkinni að stærsti flokkurinn er ekki lengur sjálfkrafa forsenda fyrir málefnalegri festu. Sú kenning heyrir sögunni til, hafi hún á annað borð verið sönn. Það er augljós breyting. Mýtur hafa því verið brotnar og gamalkunnugar grýlur eru dauðar. Steindauðar. Mikið vatn á vissulega eftir að renna til sjávar áður en kemur að stjórnarmyndun að ári. Það er deginum ljósara. En svona blasir myndin við mér í dag í sunnudagspælingum yfir pottunum. Höfundur er formaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Alþingi Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Ég tek eftir því að skeggræður eru hafnar um það hvernig ríkisstjórn menn vilja sjá að kosningum loknum. Þetta er ágæt umræða þótt enn flokkist hún undir samkvæmisleik, enda langt til kosninga. Fyrst og síðast þurfum við nú að klára veirutímabilið með stórum skrefum þannig að viðspyrna íslensks efnahags- og atvinnulífs verði sem kröftugust. Þessar bollaleggingar eru að því leyti heldur ekki tímabærar þar sem áherslur allra flokka eiga eftir að skýrast betur. Hér hjá okkur Íslendingum er ekki unnt að draga upp jafn skýrar línur eins og í Skandinavíu því við búum ekki við þá hefð sem er fyrir rauðum og bláum blokkum, eins og gildir þar. Aðalatriðið er að málefnin verði mikilvægari en bæði fólk og flokkar. Eðlilega munum við í Viðreisn að loknum kosningum reyna að nálgast þá sem næst okkur standa í skoðunum. En við munum ekki útiloka neinn flokk fyrirfram. Það er skýrt. Ég hef sterka sannfæringu fyrir því að næstu kosningar eigi og þurfi reyndar að vera öðru vísi en við venjulegar aðstæður. Hvað á ég við með því? Jú, við verðum að horfa lengra fram á veginn en við erum vön. Við komumst ekki hjá því að huga að ýmsum grundvallar leikreglum og innviðum í efnahagslífinu og velferðarkerfinu. Þar mega íhaldssemi og fordómar ekki verða að hindrunum fyrir okkur Íslendinga við endurreisn íslensks efnahags- og atvinnulífs. Sú endurreisn verður þungamiðja stjórnmála næstu ára. Skýrari kostir Þegar upp er staðið held ég að stjórnarsamstarfið hafi leitt til þess að hugmyndafræðilegar línur eru nú skarpari en þær hafa verið í langan tíma. Ástæðan fyrir því að samstarf VG lengst til vinstri og Sjálfstæðisflokksins lengst til hægri hefur verið jafn þétt og árekstrarlítið og raun ber vitni er sú að íhaldselement beggja flokka hafa smám saman orðið yfirsterkari þeim frjálslyndu og róttæku. Sigríður Andersen staðfesti líka þessa sterku íhaldstaug á milli VG og Sjálfstæðisflokks fyrir skömmu í viðtali á Hringbraut og hversu stutt í raun væri á milli þessara stjórnarflokka. Þessir flokkar mynda því ákveðinn kjarna um íhaldssemi og óbreytt ástand. Stjórnarsáttmáli slíkra flokka getur verið skaðlítill í góðæri. Veikleikar stjórnarinnar, sem reist var á þeirri einu hugsun að halda hlutum óbreyttum, verða hins vegar augljósir þegar óvæntar aðstæður og áskoranir koma upp. Og slíkur stjórnarsáttmáli dugar hvergi nærri til að leggja nýjar línur fyrir komandi áratug uppbyggingar. Virðist hins vegar sem báðir flokkarnir ætli að ganga með þann hugmyndafræðilega grundvöll til kosninga. Viðreisn býður fram krafta sína til þess að frjálslynd hugmyndafræði komist aftur til áhrifa. Réttilega má finna samhljóm innan annarra flokka um ákveðna grundvallarþætti sem eru á dagskrá Viðreisnar. Eins og alþjóðlegt samstarf, nýr gjaldmiðill, umhverfismál, mannréttindi, umbætur á sjávarútvegskerfinu og varðstöðu um velferð. Það er mat Viðreisnar að leiðin til að ryðja hindrunum úr vegi og gefa atvinnulífinu kost á að hlaupa hraðar þurfi að beita sér fyrir grundvallarbreytingum á þjóðarbúskapnum og tengja þær meðal annars nýjum skrefum í alþjóðlegri samvinnu. Það styrkir velferðarkerfið og fjölbreyttari stoðir undir atvinnulífið. Fyrir enn frekari vöxt nýsköpunar skiptir þetta einnig höfuðmáli. Viðreisn hefur ítrekað bent á þá landlægu kerfisvillu sem fylgir gjaldmiðlinum okkar og hvernig sú villa hefur komið niður á heimilum og fyrirtækjum í landinu. Hvernig lífsgæðum er skipt er ekki einkamál sumra. Ekki frekar en að frelsið sé fyrir fáa útvalda, hvað þá stöðugleikinn. Því ef ekkert breytist hér er það á endanum almenningur sem borgar brúsann. Það eru því margar góðar ástæður til að hreyfa við hlutum og gera betur fyrir framtíðina. En ekki síður að vera vakandi gagnvart því að veruleiki veirutímans verði ekki nýttur til að standa vörð um kyrrstöðuna og jafnvel skerða frelsi til athafna og viðskipta til lengri tíma. Tvær grýlur dauðar… Frá því að ég man eftir mér hafa tvær grýlur ráðið umræðum um stjórnarmyndun fyrir kosningar. Annars vegar hefur Sjálfstæðisflokkurinn hrætt frjálslynda kjósendur á miðjunni með hættunni á vinstri stjórn með VG. Hins vegar hefur VG hrætt frjálslynda kjósendur á miðjunni með ógninni af hræðilegri auðvaldsstjórn með Sjálfstæðisflokknum. Nú eru báðar þessar grýlur dauðar af augljósum ástæðum. Það er nýtt. Blessunarlega. …og mýtan farin Fyrir síðustu kosningar varð sú kenning ráðandi að það þyrfti stóran flokk til að skapa festu í stjórnarsamstarfi. Svo fór að meira að segja VG keypti þessa kenningu. Í núverandi stjórnarsamstarfi hefur hins vegar komið í ljós að stærsti flokkurinn hefur verið klofinn og er bæði með og á móti ýmsum veigamiklum grundvallarmálum. Lausagangurinn er mikill. Það sama gildir um borgina þar sem við upplifum þrí- eða fjórklofinn Sjálfstæðisflokk. Mýtan um kjölfestuna er orðið hjóm eitt. Hún er mölbrotin. Í þinginu höfum við séð þessa málefnalegu lausu skrúfu í umræðum um mál eins og þriðja orkupakkann, borgarlínu, Mannréttindadómstól Evrópu og nú síðast sóttvarnarráðstafanir. Hin meinta frelsisást, sem flaggað er korteri fyrir kosningar, hefur síðan legið í dvala allt kjörtímabilið. Í þessari stjórnarsambúð hafa þingmenn Sjálfstæðisflokksins greitt atkvæði gegn einföldum en skýrum frelsismálum. Þeir hafa kosið gegn auknu kvenfrelsi með breytingum á lögum um þungunarrof, kosið gegn frelsi um mannanöfn, gegn auknu frelsi í lausasölu tiltekinna lyfja, gegn því að frelsi markaðarins ráði verði aflaheimilda og gegn því að grynnka á biðlistum fyrir liðskiptaaðgerðir og aðrar sérfræðiþjónustu, með samvinnu við sjálfstætt starfandi heilbrigðisfólk. Líkt og biðlistar séu að verða að lífsstíl þessarar ríkisstjórnar. Það getur verið að Sjálfstæðisþingmenn telji að aflátsbréf þeirra í Morgunblaðið hafi einhverja þýðingu fyrir frelsið. Það er mikill misskilningur. Það gerir hins vegar rauði takkinn á Alþingi sem er orðinn þeim að góðu kunnur. Þar er andstöðuna við frelsið helst að finna. Það sama gildir um Vinstri græn sem hafa sýnt grátlegt metnaðarleysi og meðalmennsku þegar kemur að umhverfis- og loftslagsmálum í stjórnarsamstarfinu. Réttlætingin á þessari kúvendingu og tvískinnungshætti stjórnarflokkana er sögð málamiðlun, sem er lítið annað en kyrrstaða og óbreytt ástand um kunnuglega hagsmuni. Til viðbótar þessum tvískinnungshætti varpar þetta kjörtímabil nú skýru ljósi á þann nýja veruleika í pólitíkinni að stærsti flokkurinn er ekki lengur sjálfkrafa forsenda fyrir málefnalegri festu. Sú kenning heyrir sögunni til, hafi hún á annað borð verið sönn. Það er augljós breyting. Mýtur hafa því verið brotnar og gamalkunnugar grýlur eru dauðar. Steindauðar. Mikið vatn á vissulega eftir að renna til sjávar áður en kemur að stjórnarmyndun að ári. Það er deginum ljósara. En svona blasir myndin við mér í dag í sunnudagspælingum yfir pottunum. Höfundur er formaður Viðreisnar.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar