Hvernig klúðra skal hálendisþjóðgarði Smári McCarthy skrifar 15. desember 2020 08:31 Þegar ég átti stutt samtal við Umhverfisráðherra í sumar sagði ég honum að það væri algjört lykilatriði að fá ekki þúsund litla hópa upp á móti hálendisþjóðgarði. Markmiðið væri gott og stuðningur við þjóðgarðinn í skoðanakönnunum. Það þyrfti hins vegar að varast að þriðjungur landsins yrði afmarkaður undir hálf-fasíska víðáttu sem hentaði bara ákveðinni tegund göngugarpa, sem báðir væru í VG. Ég tók kannski ekki alveg svona sterkt til orða þá, enda var vonin að það væri óþarfi. En hingað erum við komin og ég verð að segja: Vá. Eingöngu þessi ríkisstjórn, ríkisstjórn Sameinaðs Íhalds, gæti tekið mál sem flestir landsmenn eru í grunninn sammála og útfært það með svo afleitum hætti að flestir landsmenn snúast gegn tillögunni. Samstöðunni ekið utanvegar Það eru meira eða minna allir, ef frá eru taldir örfáir náttúrulausir stóriðjusinnar, sammála um að vernda eigi hálendi Íslands. Öræfi eru auðæfi og nær fullkomin samstaða um að við pössum upp á náttúruna okkar fyrir komandi kynslóðir. En samt tókst ríkisstjórninni að klúðra málunum. Flokkarnir sem sitja núna í ríkisstjórn gátu bara ekki stillt sig um að reyna að stjórna hegðun fólks, jafnvel þegar hún er fullkomlega eðlileg og meinlaus. Verndin þeirra snýst minna um að varðveita náttúruna (enda virðist nóg svigrúm í frumvarpinu fyrir virkjanir) og meira um að koma í veg fyrir að fólk megi njóta hennar á vegu sem er ekki Sameinuðu Íhaldi þóknanleg. Markmiðið hefði átt að vera: Koma í veg fyrir náttúruspjöll, m.a. í formi stóriðju, óafturkræfrar eyðileggingar og útþenslu byggðar. Markmiðið reyndist vera: Banna fólki að njóta svæðisins nema á mjög afmarkaða vegu. Sameinað Íhald getur bara ekki að þessu gert. Þetta er í þeirra eðli. Mörk innan marka Fólk nýtur hálendis Íslands á ótal vegu. Sum ganga á fjöll, önnur hoppa fram af þeim á svifvængjum. Sum keyra eftir vegslóðum eða upp á jökla, önnur lenda á sömu vegslóðum og jöklum eða á einhverjum þeirra fjölmörgu flugvalla sem eru út um allt hálendið. Einhver tjalda á meðan önnur hírast í hellum. Fólk í últramaraþoni mætir dólurum. Óbyggðir Íslands eru ekki bara villt og fjölbreytt náttúra, heldur eru þær vettvangur fjölbreytts mannlífs. Ég fullyrði að allt þetta fólk væri sátt við einhver mörk. Reglur sem banna því að skilja eftir sig för eða rusl, skaða viðkvæman gróður eða trufla fuglavarp. Við erum eflaust öll sammála um að það eigi að sekta hressilega fyrir skemmdir á náttúrunni. En þegar reglurnar takmarka flestar gerðir mannlífs, þá hverfur samstaðan ansi hratt. Lögin um það sem er bannað Eftir að allt fór í skrúfuna hjá ríkisstjórninni velti ég fyrir mér hvernig hálendisþjóðgarður liti út ef hann væri hugsaður út frá frjálslyndum og umhverfisvænum gildum. Fyrsta uppkastið að niðurstöðu er: Þjóðgarðurinn yrði með náttúruverndaráætlun sem myndi fylgja fjármagn til að sinna rannsóknum, huga að uppgræðslu og sinna viðhaldi. Það væru landverðir sem hefðu það hlutverk að leiðbeina og fræða frekar en að banna og skamma. Rekstur þjóðgarðarins væri hugsaður sem sameiginlegt verkefni samfélagsins og allir hagsmunaaðilar, sveitarfélög, félagasamtök og fyrirtæki, væru í nánu samráði um allar tímabundnar lokanir á einstökum svæðum í þágu náttúruverndarmarkmiða. Nú grunar mig að einhver sem komu að gerð frumvarps um hálendisþjóðgarð lesi þessa lýsingu og hugsi með sér: „En það er nákvæmlega það sem við gerðum!“ Nema hvað, í frumvarpinu stendur: „Hálendisþjóðgarði er heimilt … að taka eignarnámi land, mannvirki og réttindi,“ og „í reglugerð … skal setja reglur um dvöl, umgengni og umferð … tjöldun og umferð gangandi, ríðandi og hjólandi vegfarenda, sem og um umferð vélknúinna ökutækja, báta, skipa, loftfara, flygilda og hvers konar annarra farartækja,“ og „er heimilt að banna akstur vélknúinna ökutækja á einstökum svæðum,“ og „Afla skal leyfis ... fyrir flugvéla- og þyrlulendingum ...“ og „afla leyfis ... fyrir notkun flygilda,“ og „heimilt að setja skilmála um umferð loftfara,“ og „skilmálar geta falið í sér bann eða takmarkanir“ og „takmarka umferð á einstökum vegum, slóðum eða svæðum“ Og svo framvegis og svo framvegis og svo framvegis. Gagnlítill deilandi meirihluti Sko. Markmiðið er gott. Markmiðið er eitthvað sem 90% fólks ætti að geta kvittað upp á. En þegar þetta sama fólk les um allar þessar bannheimildir, alla þessa skilmála, og allar þessar takmarkanir þá sér það ekki fyrir sér vinalegan þjóðgarð sem er gaman að heimsækja, heldur gríðarlegar takmarkanir á athafnafrelsi sínu. Það að kalla þau sem gera athugasemd við þessar takmarkanir „grenjandi minnihluta“ mun síðan ekki sannfæra neinn um að farið verði vel með allt þetta vald og að til verði gott jafnvægi milli náttúru og fólks. Í rauninni er 17. grein frumvarpsins nóg ─ ekki spilla, ekki raska. Ókei, flott. Við erum öll sammála. En í 18. grein byrjar stjórnlyndið að ná út fyrir þetta augljósa og sjálfsagða markmið, og þegar það er sett í samhengi við allt valdið og alla refsigleðina þá renna á menn tvær grímur. Bara til að það fari ekki á milli mála: Ég er í grunninn ákaflega hlynntur stofnun hálendisþjóðgarðs ─ það væri hægt að vernda náttúruna fyrir stórfelldri iðnvæðingu og eyðileggingu, og á sama tíma stórefla þennan vettvang mannlífs. En það er ekki svo að við fáum að aðgreina okkur frá náttúrunni, og það er ekki gagnlegt að náttúran sé óaðgengileg, þótt við sameinumst um að vernda hana. Þannig myndu glatast lærdómstækifærin, skilningurinn, og ─ eitthvað innilega mannlegt. Og þegar reglurnar eru hafðar svo stífar að aðeins örfáir geti notið, þá er ekki lengur verið að sinna náttúruvernd, heldur frekar pólitísku áhugamáli þeirra sem geta ekki stillt sig um að segja fólki fyrir verkum. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Smári McCarthy Hálendisþjóðgarður Alþingi Skoðun: Kosningar 2021 Þjóðgarðar Umhverfismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Píratar Mest lesið Halldór 28.12.2024 Halldór Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson skrifar Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar ég átti stutt samtal við Umhverfisráðherra í sumar sagði ég honum að það væri algjört lykilatriði að fá ekki þúsund litla hópa upp á móti hálendisþjóðgarði. Markmiðið væri gott og stuðningur við þjóðgarðinn í skoðanakönnunum. Það þyrfti hins vegar að varast að þriðjungur landsins yrði afmarkaður undir hálf-fasíska víðáttu sem hentaði bara ákveðinni tegund göngugarpa, sem báðir væru í VG. Ég tók kannski ekki alveg svona sterkt til orða þá, enda var vonin að það væri óþarfi. En hingað erum við komin og ég verð að segja: Vá. Eingöngu þessi ríkisstjórn, ríkisstjórn Sameinaðs Íhalds, gæti tekið mál sem flestir landsmenn eru í grunninn sammála og útfært það með svo afleitum hætti að flestir landsmenn snúast gegn tillögunni. Samstöðunni ekið utanvegar Það eru meira eða minna allir, ef frá eru taldir örfáir náttúrulausir stóriðjusinnar, sammála um að vernda eigi hálendi Íslands. Öræfi eru auðæfi og nær fullkomin samstaða um að við pössum upp á náttúruna okkar fyrir komandi kynslóðir. En samt tókst ríkisstjórninni að klúðra málunum. Flokkarnir sem sitja núna í ríkisstjórn gátu bara ekki stillt sig um að reyna að stjórna hegðun fólks, jafnvel þegar hún er fullkomlega eðlileg og meinlaus. Verndin þeirra snýst minna um að varðveita náttúruna (enda virðist nóg svigrúm í frumvarpinu fyrir virkjanir) og meira um að koma í veg fyrir að fólk megi njóta hennar á vegu sem er ekki Sameinuðu Íhaldi þóknanleg. Markmiðið hefði átt að vera: Koma í veg fyrir náttúruspjöll, m.a. í formi stóriðju, óafturkræfrar eyðileggingar og útþenslu byggðar. Markmiðið reyndist vera: Banna fólki að njóta svæðisins nema á mjög afmarkaða vegu. Sameinað Íhald getur bara ekki að þessu gert. Þetta er í þeirra eðli. Mörk innan marka Fólk nýtur hálendis Íslands á ótal vegu. Sum ganga á fjöll, önnur hoppa fram af þeim á svifvængjum. Sum keyra eftir vegslóðum eða upp á jökla, önnur lenda á sömu vegslóðum og jöklum eða á einhverjum þeirra fjölmörgu flugvalla sem eru út um allt hálendið. Einhver tjalda á meðan önnur hírast í hellum. Fólk í últramaraþoni mætir dólurum. Óbyggðir Íslands eru ekki bara villt og fjölbreytt náttúra, heldur eru þær vettvangur fjölbreytts mannlífs. Ég fullyrði að allt þetta fólk væri sátt við einhver mörk. Reglur sem banna því að skilja eftir sig för eða rusl, skaða viðkvæman gróður eða trufla fuglavarp. Við erum eflaust öll sammála um að það eigi að sekta hressilega fyrir skemmdir á náttúrunni. En þegar reglurnar takmarka flestar gerðir mannlífs, þá hverfur samstaðan ansi hratt. Lögin um það sem er bannað Eftir að allt fór í skrúfuna hjá ríkisstjórninni velti ég fyrir mér hvernig hálendisþjóðgarður liti út ef hann væri hugsaður út frá frjálslyndum og umhverfisvænum gildum. Fyrsta uppkastið að niðurstöðu er: Þjóðgarðurinn yrði með náttúruverndaráætlun sem myndi fylgja fjármagn til að sinna rannsóknum, huga að uppgræðslu og sinna viðhaldi. Það væru landverðir sem hefðu það hlutverk að leiðbeina og fræða frekar en að banna og skamma. Rekstur þjóðgarðarins væri hugsaður sem sameiginlegt verkefni samfélagsins og allir hagsmunaaðilar, sveitarfélög, félagasamtök og fyrirtæki, væru í nánu samráði um allar tímabundnar lokanir á einstökum svæðum í þágu náttúruverndarmarkmiða. Nú grunar mig að einhver sem komu að gerð frumvarps um hálendisþjóðgarð lesi þessa lýsingu og hugsi með sér: „En það er nákvæmlega það sem við gerðum!“ Nema hvað, í frumvarpinu stendur: „Hálendisþjóðgarði er heimilt … að taka eignarnámi land, mannvirki og réttindi,“ og „í reglugerð … skal setja reglur um dvöl, umgengni og umferð … tjöldun og umferð gangandi, ríðandi og hjólandi vegfarenda, sem og um umferð vélknúinna ökutækja, báta, skipa, loftfara, flygilda og hvers konar annarra farartækja,“ og „er heimilt að banna akstur vélknúinna ökutækja á einstökum svæðum,“ og „Afla skal leyfis ... fyrir flugvéla- og þyrlulendingum ...“ og „afla leyfis ... fyrir notkun flygilda,“ og „heimilt að setja skilmála um umferð loftfara,“ og „skilmálar geta falið í sér bann eða takmarkanir“ og „takmarka umferð á einstökum vegum, slóðum eða svæðum“ Og svo framvegis og svo framvegis og svo framvegis. Gagnlítill deilandi meirihluti Sko. Markmiðið er gott. Markmiðið er eitthvað sem 90% fólks ætti að geta kvittað upp á. En þegar þetta sama fólk les um allar þessar bannheimildir, alla þessa skilmála, og allar þessar takmarkanir þá sér það ekki fyrir sér vinalegan þjóðgarð sem er gaman að heimsækja, heldur gríðarlegar takmarkanir á athafnafrelsi sínu. Það að kalla þau sem gera athugasemd við þessar takmarkanir „grenjandi minnihluta“ mun síðan ekki sannfæra neinn um að farið verði vel með allt þetta vald og að til verði gott jafnvægi milli náttúru og fólks. Í rauninni er 17. grein frumvarpsins nóg ─ ekki spilla, ekki raska. Ókei, flott. Við erum öll sammála. En í 18. grein byrjar stjórnlyndið að ná út fyrir þetta augljósa og sjálfsagða markmið, og þegar það er sett í samhengi við allt valdið og alla refsigleðina þá renna á menn tvær grímur. Bara til að það fari ekki á milli mála: Ég er í grunninn ákaflega hlynntur stofnun hálendisþjóðgarðs ─ það væri hægt að vernda náttúruna fyrir stórfelldri iðnvæðingu og eyðileggingu, og á sama tíma stórefla þennan vettvang mannlífs. En það er ekki svo að við fáum að aðgreina okkur frá náttúrunni, og það er ekki gagnlegt að náttúran sé óaðgengileg, þótt við sameinumst um að vernda hana. Þannig myndu glatast lærdómstækifærin, skilningurinn, og ─ eitthvað innilega mannlegt. Og þegar reglurnar eru hafðar svo stífar að aðeins örfáir geti notið, þá er ekki lengur verið að sinna náttúruvernd, heldur frekar pólitísku áhugamáli þeirra sem geta ekki stillt sig um að segja fólki fyrir verkum. Höfundur er þingmaður Pírata.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun