Vanþekking eða popúlismi? Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 15. desember 2020 13:31 Umræðan um hálendisþjóðgarð hefur verið afhjúpandi því í henni er að koma í ljós hverjir ætla að standa með náttúruvernd þegar á reynir. Ekki treysta öll sér til að lýsa beinlínis andstöðu við frumvarpið, þó sum geri það vissulega, en andstaða þeirra birtist í formi fyrirsláttar, gagnrýni sem byggir á vanþekkingu eða snýr að auðleysanlegum tæknilegum atriðum. Óhjákvæmilega veltir maður því fyrir sér hvort Smári McCarthy þingmaður Pírata sé að leika þann leik í grein sem hann birti í dag. Látum vera að Smári grípi til þess að uppnefna þau sem hann er ósammála. Það er vissulega óheppilegt að gera það í grein þar sem meðal annars er kvartað yfir uppnefnum, en ég kippi mér ekki upp við það. Hitt er öllu verra að þingmaðurinn virðist ekki þekkja núgildandi lagaumhverfi. Þannig tiltekur hann átta dæmi til merkis um þá miklu stjórnsemi og íhald sem hann telur birtast í frumvarpi um Hálendisþjóðgarð. Býsna mikið, ekki satt? Þegar nánar er að gáð eru allar tilvitnanirnar í tvær greinar frumvarpsins, ein í 5. grein og sjö í 18. grein. Það er því ekki úr vegi að skoða þessar tilvitnanir nánar, nokkuð sem þingmaðurinn hefði kannski átt að gera sjálfur. Smári telur ákvæði 5. greinar um heimild til eignarnáms dæmi um stjórnsemina og hve úr takti ráðherrann sé með frumvarpi sínu. Þá er kannski ágætt að geta þess að þau ákvæði eru algjörlega sambærileg núverandi ákvæðum í náttúruverndarlögum og þeim sem birtast í ákvæðum laga um þjóðgarðinn á Þingvöllum, að samræmis sé gætt í sambærilegri löggjöf. Kemur þá að 18. greininni, sem Smári tiltekur sjö dæmi úr sem eigi að sanna stjórnsemi frumvarpssemjenda. Sú grein fjallar um dvöl umgengni og umferð í þjóðgarðinum. Ákvæði hennar byggja að miklu leyti á lögum um Vatnajökulsþjóðgarð, sem eru þau lög sem gilda nú þegar um stóran hluta fyrirhugaðs þjóðgarðs, og lögum um náttúruvernd. Þá er horft til þjóðgarðsins á Þingvöllum þegar nýtt ákvæði kemur inn varðandi köfun í þjóðgarði og nauðsyn þess að setja reglur þar um. Telur Smári það óþarfa stjórnsemi? Og þá á Þingvöllum líka? Ákvæði um vetrarakstur er breytt frá lögum um Vatnajökulsþjóðgarð og gert eins og í lögum um náttúruvernd um akstur utan vega. Þannig er fellt út ákvæði um vetraraksturssvæði, sem er í lögum um Vatnajökulsþjóðgarð. Reyndin hefur orðið sú að slík svæði hafa ekki verið skilgreind heldur hefur verið skilgreint hvar óheimilt er að aka að vetri til vegna verndarsjónarmiða. Það eru fá dæmi um slík svæði. Annars staðar má aka má þá aka, s.s. á jöklum og snævi þakinni jörð utan vega, svo fremi sem jörð sé frosin eða snjóþekjan traust og augljóst að ekki sé hætta á náttúruspjöllum. Telur Smári það óþarfa stjórnsemi? Smári kvartar líka yfir ákvæðum um að leyfi þurfi fyrir því að lenda flugvél og þyrlu utan skilgreindra flugvalla. Nú veit ég ekki hvort það er óþarfa stjórnsemi, en sannast sagna hef ég alltaf talið að gott væri að hafa reglur um hvar mætti lenda slík um loftförum. Það þarf svo ekki að taka það fram að í neyðartilfellum er öllum slíkum reglum ýtt til hliðar. Hvað flygildin varðar er kveðið á um í stjórnunar- og verndaráætlun sé hægt að áskilja svæði þar sem þurfi heimild þjóðgarðsvarðar til að nota þau. Það er því í höndum umdæmisráðs hvers svæðis að skilgreina það ef þörf er talin á því. Telur Smári það óþarfa stjórnsemi að fulltrúar sveitarfélaganna, sem eru í meirihluta umdæmisráða, geti sett slíkar reglur? Þá neita ég að trúa því að Smára finnist það í raun og veru óþarfa stjórnsemi að hægt sé að takmarka umferð á einstökum vegum og slóðum, ef það er talið nauðsynlegt vegna verndunar viðkomandi landsvæðis. Það er þá í það minnsta gott að fá það skýrt fram ef hann er þeirrar skoðunar. Mér finnst einboðið að annað hvort hafi Smári ekki kynnt sér það lagaumhverfi sem ríkir í dag og frumvarpið byggir að miklu leyti á, eða hann veit betur og ákvað að stökkva á vagn popúlista og slá ryki í augu fólks varðandi málið. Uppnefninganotkun hans bendir til hins síðarnefnda, en ég trúi því samt varla upp á jafn vandaðan mann og þess vegna fyndist mér að hann ætti að tiltaka það nákvæmlega hvað það er sem hann telur óþarfa að setja reglur um. Er það utanvegaakstur? Flugvélalendingar utan flugvalla? Heimild til að loka svæðum vegna verndarsjónarmiða? Eða er þetta allt fyrirsláttur og hann er á móti því að þjóðin fái þjóðgarð? Höfundur er þingmaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Óttarsson Proppé Hálendisþjóðgarður Skoðun: Kosningar 2021 Þjóðgarðar Alþingi Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Sjá meira
Umræðan um hálendisþjóðgarð hefur verið afhjúpandi því í henni er að koma í ljós hverjir ætla að standa með náttúruvernd þegar á reynir. Ekki treysta öll sér til að lýsa beinlínis andstöðu við frumvarpið, þó sum geri það vissulega, en andstaða þeirra birtist í formi fyrirsláttar, gagnrýni sem byggir á vanþekkingu eða snýr að auðleysanlegum tæknilegum atriðum. Óhjákvæmilega veltir maður því fyrir sér hvort Smári McCarthy þingmaður Pírata sé að leika þann leik í grein sem hann birti í dag. Látum vera að Smári grípi til þess að uppnefna þau sem hann er ósammála. Það er vissulega óheppilegt að gera það í grein þar sem meðal annars er kvartað yfir uppnefnum, en ég kippi mér ekki upp við það. Hitt er öllu verra að þingmaðurinn virðist ekki þekkja núgildandi lagaumhverfi. Þannig tiltekur hann átta dæmi til merkis um þá miklu stjórnsemi og íhald sem hann telur birtast í frumvarpi um Hálendisþjóðgarð. Býsna mikið, ekki satt? Þegar nánar er að gáð eru allar tilvitnanirnar í tvær greinar frumvarpsins, ein í 5. grein og sjö í 18. grein. Það er því ekki úr vegi að skoða þessar tilvitnanir nánar, nokkuð sem þingmaðurinn hefði kannski átt að gera sjálfur. Smári telur ákvæði 5. greinar um heimild til eignarnáms dæmi um stjórnsemina og hve úr takti ráðherrann sé með frumvarpi sínu. Þá er kannski ágætt að geta þess að þau ákvæði eru algjörlega sambærileg núverandi ákvæðum í náttúruverndarlögum og þeim sem birtast í ákvæðum laga um þjóðgarðinn á Þingvöllum, að samræmis sé gætt í sambærilegri löggjöf. Kemur þá að 18. greininni, sem Smári tiltekur sjö dæmi úr sem eigi að sanna stjórnsemi frumvarpssemjenda. Sú grein fjallar um dvöl umgengni og umferð í þjóðgarðinum. Ákvæði hennar byggja að miklu leyti á lögum um Vatnajökulsþjóðgarð, sem eru þau lög sem gilda nú þegar um stóran hluta fyrirhugaðs þjóðgarðs, og lögum um náttúruvernd. Þá er horft til þjóðgarðsins á Þingvöllum þegar nýtt ákvæði kemur inn varðandi köfun í þjóðgarði og nauðsyn þess að setja reglur þar um. Telur Smári það óþarfa stjórnsemi? Og þá á Þingvöllum líka? Ákvæði um vetrarakstur er breytt frá lögum um Vatnajökulsþjóðgarð og gert eins og í lögum um náttúruvernd um akstur utan vega. Þannig er fellt út ákvæði um vetraraksturssvæði, sem er í lögum um Vatnajökulsþjóðgarð. Reyndin hefur orðið sú að slík svæði hafa ekki verið skilgreind heldur hefur verið skilgreint hvar óheimilt er að aka að vetri til vegna verndarsjónarmiða. Það eru fá dæmi um slík svæði. Annars staðar má aka má þá aka, s.s. á jöklum og snævi þakinni jörð utan vega, svo fremi sem jörð sé frosin eða snjóþekjan traust og augljóst að ekki sé hætta á náttúruspjöllum. Telur Smári það óþarfa stjórnsemi? Smári kvartar líka yfir ákvæðum um að leyfi þurfi fyrir því að lenda flugvél og þyrlu utan skilgreindra flugvalla. Nú veit ég ekki hvort það er óþarfa stjórnsemi, en sannast sagna hef ég alltaf talið að gott væri að hafa reglur um hvar mætti lenda slík um loftförum. Það þarf svo ekki að taka það fram að í neyðartilfellum er öllum slíkum reglum ýtt til hliðar. Hvað flygildin varðar er kveðið á um í stjórnunar- og verndaráætlun sé hægt að áskilja svæði þar sem þurfi heimild þjóðgarðsvarðar til að nota þau. Það er því í höndum umdæmisráðs hvers svæðis að skilgreina það ef þörf er talin á því. Telur Smári það óþarfa stjórnsemi að fulltrúar sveitarfélaganna, sem eru í meirihluta umdæmisráða, geti sett slíkar reglur? Þá neita ég að trúa því að Smára finnist það í raun og veru óþarfa stjórnsemi að hægt sé að takmarka umferð á einstökum vegum og slóðum, ef það er talið nauðsynlegt vegna verndunar viðkomandi landsvæðis. Það er þá í það minnsta gott að fá það skýrt fram ef hann er þeirrar skoðunar. Mér finnst einboðið að annað hvort hafi Smári ekki kynnt sér það lagaumhverfi sem ríkir í dag og frumvarpið byggir að miklu leyti á, eða hann veit betur og ákvað að stökkva á vagn popúlista og slá ryki í augu fólks varðandi málið. Uppnefninganotkun hans bendir til hins síðarnefnda, en ég trúi því samt varla upp á jafn vandaðan mann og þess vegna fyndist mér að hann ætti að tiltaka það nákvæmlega hvað það er sem hann telur óþarfa að setja reglur um. Er það utanvegaakstur? Flugvélalendingar utan flugvalla? Heimild til að loka svæðum vegna verndarsjónarmiða? Eða er þetta allt fyrirsláttur og hann er á móti því að þjóðin fái þjóðgarð? Höfundur er þingmaður Vinstri grænna.
Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun