Alþingi

Alþingi

Fréttir af löggjafarþingi Íslendinga, þingmönnum og fleiri tengdum málum.

Fréttamynd

ASÍ segir aðgerðirnar eiga að snúast um fólk, ekki fjármagn

Alþýðusamband Íslands lýsir yfir vonbrigðum með nýjar tillögur stjórnvalda um efnahagsaðgerðir vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Sambandið segir þær ekki í takt við áherslur þess um að aðgerðirnar eigi að tryggja afkomuöryggi allra og vera í þágu fólks, ekki fjármagns.

Innlent
Fréttamynd

Ríkisstjórnin heldur spilum þétt að sér varðandi aðgerðarpakka tvö

Annar aðgerðapakki ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldursins verður kynntur síðdegis á morgun. Um er að ræða blöndu af úrræðum fyrir atvinnulífið og heimilin. Aðgerðirnar voru ræddar í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi en lítið var um svör frá fjármálaráðherra varðandi útfærslur.

Innlent
Fréttamynd

Sakar forseta Alþingis um að ljúga blákalt

Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir Steingrím J. Sigfússon, forseta Alþingis, hafa misnotað aðstöðu sína í því ástandi sem uppi er í þjóðfélaginu og ljúga síðan um það.

Innlent
Fréttamynd

Tveir óvinir

Í dag er veiran óvinurinn. En hún er ekki eini óvinurinn. Atvinnuleysi er einnig óvinur okkar þessa dagana. Við þann óvin getur einnig verið erfitt að eiga við. Atvinnuleysi fer nú hratt vaxandi og stefnir í að vera tvöfalt meira en í bankahruninu.

Skoðun
Fréttamynd

Þing­hald í veirufar­aldri

Það er ekkert því til fyrirstöðu að við þingmenn sinnum vinnu okkar eins og aðrir, við virðum bara þær reglur sem settar hafa verið í sóttvarnarskyni. Með því að láta eins og svo sé um ákveðin mál, er einfaldlega verið að nýta sér sóttvarnir í því skyni að koma í veg fyrir að tiltekin mál séu rædd.

Skoðun
Fréttamynd

Óvæntur liðsauki?

Þverskurður hins pólitíska litrófs á Íslandi hefur með einum eða öðrum hætti komið að uppbyggingu fiskveiðistjórnunarkerfisins okkar á umliðnum áratugum.

Skoðun
Fréttamynd

Formenn flokkanna ræddu launahækkanir í dag

Fyrirhugaðar launahækkanir ráðherra og þingmanna voru ræddar á fundi formanna stjórnmálaflokkanna á Alþingi í morgun. Halldóra Mogensen, formaður þingflokks Pírata, segir flokk sinn tilbúinn með frumvarp um að fella niður hækkanirnar aðhafist ríkisstjórnin ekkert í málinu.

Innlent
Fréttamynd

Segir hljóð og mynd ekki fara saman hjá út­gerðunum

Formaður Viðreisnar segir að hljóð og mynd ekki fara saman hjá útgerðarfélögum í landinu þar sem þau krefjast hárra skaðabóta vegna ólöglegrar úthlutunar á heimildum til makrílveiða á sama tíma og þær kvarta yfir háum veiðigjöldum.

Innlent
Fréttamynd

„Mikil forréttindi að vera í áhugamáli með foreldri sínu“

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra var alltaf mikið í hestamennsku á uppvaxtarárunum og er það enn. Í minningunni sér hún dásamlega samveru með fjölskyldunni, afmælisboð í hesthúsinu, einstakar hestaferðir, útivist, keppnisvöllinn og fjölda þjálfunarstunda.

Lífið