Framtíðin ræðst af aðgerðum Gísli Rafn Ólafsson skrifar 1. nóvember 2021 12:01 Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna í Glasgow. COP-26, hófst í gær og stendur yfir til 11. nóvember. Því má búast við að orð eins og hamfarahlýnun, útblástur, kolefnisspor og orkuskipti verði ofarlega á blaði næstu daga og vikur. Sagan sýnir okkur þó að þegar fram líða stundir hverfa þessi mál í skugga líðandi stundar og gleymast, allt þar til næstu hamfarir af völdum hlýnandi loftslags dynja yfir. Í aðdraganda alþingiskosninga í lok september héldu mörg okkar að loftslagsmálin yrðu ofarlega á baugi. Staðan í loftslagsmálum er orðin flestum ljós og ákallið um að grípa til metnaðarfullra aðgerða hljómar um allan heim. Kjósendur virðast þó hafa talið önnur mál mikilvægari að þessu sinni, því tveir stærstu flokkarnir að loknum kosningum skila nánast auðu í loftslagsmálum. Falleinkunn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar í úttekt Ungra umhverfissinna talar sínu máli. Unga fólkið hlustar Vísindasamfélagið hefur lengi varað okkur við loftslagsvánni en mörg, ekki síst af minni kynslóð, hafa ekki enn meðtekið varnaðarorðin. Unga fólkið heyrir hins vegar þessa viðvörun vel, kannski vegna þess að það mun súpa seyðið af aðgerðarleysi stjórnmálanna. Þess vegna hefur unga fólkið risið upp - um allan heim - og krafist aðgerða. Þrátt fyrir að aðgerðirnar hafi látið á sér standa hefur unga fólkið engu að síður haft mótandi áhrif á umræðuna og náð eyrum margra stjórnmálamanna. Við sem eigum börn og barnabörn sem eru að taka sín fyrstu skref í þessari breyttu veröld, þurfum að setja framtíð þeirra í forgang. Neysluhyggja og trú á endalausan aðgang að náttúruauðlindum minnar kynslóðar hefur sett framtíð þeirra í hættu. Hér á Íslandi eru áhrif þessara hnattrænu loftslagsbreytinga byrjuð að gera vart við sig, en þau okkar sem hafa ferðast og búið við miðbaug sjáum afleiðingarnar ágerast með hverju árinu. Skýr sýn til framtíðar Það er kominn tími fyrir okkur sem erum í stjórnmálum að horfast í augu við hinn nýja raunveruleika. Kominn tími til þess að taka erfiðar ákvarðanir og grípa til aðgerða gegn þeim hættum sem við stöndum frammi fyrir. Við erum þjóð sem býr á landi þar sem að hamfarir eru reglulegir vágestir. Við verðum að passa okkur að láta þessa vá ekki taka okkur í bólinu. Við þurfum að vinna saman, þvert á flokkslínur og byggja upp samstöðu um raunverulegt átak í baráttunni gegn þessari loftslagsvá. Ef við sameinumst, hugsum stórt og höfum framtíð barna okkar og barnabarna að leiðarljósi, þá getum við tekist á við þessa ógn. Við getum lagt okkar að mörkum og með skýra sýn á nýsköpun tengdri loftslagsvá getum við hæglega orðið að leiðtoga á alþjóðavettvangi í þessari baráttu.Píratar lögðu fram slíka sýn í kosningabaráttunni, bæði í loftslagsstefnunni okkar (sem Ungir umhverfissinnar töldu vera þá bestu) og nýsköpunarstefnu flokksins (sem er í 20 liðum og hverfist um græna nýsköpun um land allt). Ég hlakka til að tala máli þeirra beggja inni á þingi því ég hef einlæga trú á að innihald þeirra leggi grunn að farsælla og grænna samfélagi til framtíðar. Börnin okkar eiga það skilið. Höfundur er þingmaður Pírata í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gísli Rafn Ólafsson Alþingi COP26 Loftslagsmál Píratar Mest lesið Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Katrín eða Bjarni Svandís Svavarsdóttir Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna í Glasgow. COP-26, hófst í gær og stendur yfir til 11. nóvember. Því má búast við að orð eins og hamfarahlýnun, útblástur, kolefnisspor og orkuskipti verði ofarlega á blaði næstu daga og vikur. Sagan sýnir okkur þó að þegar fram líða stundir hverfa þessi mál í skugga líðandi stundar og gleymast, allt þar til næstu hamfarir af völdum hlýnandi loftslags dynja yfir. Í aðdraganda alþingiskosninga í lok september héldu mörg okkar að loftslagsmálin yrðu ofarlega á baugi. Staðan í loftslagsmálum er orðin flestum ljós og ákallið um að grípa til metnaðarfullra aðgerða hljómar um allan heim. Kjósendur virðast þó hafa talið önnur mál mikilvægari að þessu sinni, því tveir stærstu flokkarnir að loknum kosningum skila nánast auðu í loftslagsmálum. Falleinkunn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar í úttekt Ungra umhverfissinna talar sínu máli. Unga fólkið hlustar Vísindasamfélagið hefur lengi varað okkur við loftslagsvánni en mörg, ekki síst af minni kynslóð, hafa ekki enn meðtekið varnaðarorðin. Unga fólkið heyrir hins vegar þessa viðvörun vel, kannski vegna þess að það mun súpa seyðið af aðgerðarleysi stjórnmálanna. Þess vegna hefur unga fólkið risið upp - um allan heim - og krafist aðgerða. Þrátt fyrir að aðgerðirnar hafi látið á sér standa hefur unga fólkið engu að síður haft mótandi áhrif á umræðuna og náð eyrum margra stjórnmálamanna. Við sem eigum börn og barnabörn sem eru að taka sín fyrstu skref í þessari breyttu veröld, þurfum að setja framtíð þeirra í forgang. Neysluhyggja og trú á endalausan aðgang að náttúruauðlindum minnar kynslóðar hefur sett framtíð þeirra í hættu. Hér á Íslandi eru áhrif þessara hnattrænu loftslagsbreytinga byrjuð að gera vart við sig, en þau okkar sem hafa ferðast og búið við miðbaug sjáum afleiðingarnar ágerast með hverju árinu. Skýr sýn til framtíðar Það er kominn tími fyrir okkur sem erum í stjórnmálum að horfast í augu við hinn nýja raunveruleika. Kominn tími til þess að taka erfiðar ákvarðanir og grípa til aðgerða gegn þeim hættum sem við stöndum frammi fyrir. Við erum þjóð sem býr á landi þar sem að hamfarir eru reglulegir vágestir. Við verðum að passa okkur að láta þessa vá ekki taka okkur í bólinu. Við þurfum að vinna saman, þvert á flokkslínur og byggja upp samstöðu um raunverulegt átak í baráttunni gegn þessari loftslagsvá. Ef við sameinumst, hugsum stórt og höfum framtíð barna okkar og barnabarna að leiðarljósi, þá getum við tekist á við þessa ógn. Við getum lagt okkar að mörkum og með skýra sýn á nýsköpun tengdri loftslagsvá getum við hæglega orðið að leiðtoga á alþjóðavettvangi í þessari baráttu.Píratar lögðu fram slíka sýn í kosningabaráttunni, bæði í loftslagsstefnunni okkar (sem Ungir umhverfissinnar töldu vera þá bestu) og nýsköpunarstefnu flokksins (sem er í 20 liðum og hverfist um græna nýsköpun um land allt). Ég hlakka til að tala máli þeirra beggja inni á þingi því ég hef einlæga trú á að innihald þeirra leggi grunn að farsælla og grænna samfélagi til framtíðar. Börnin okkar eiga það skilið. Höfundur er þingmaður Pírata í Suðvesturkjördæmi.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun