Stefnir í stóra viku í pólitíkinni Sunna Sæmundsdóttir skrifar 3. nóvember 2021 12:04 Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins. vísir/Vilhelm Í næstu viku gæti dregið til tíðinda í stjórnarmyndunarviðræðum og líklegt er talið að Alþingi komi saman. Vinna undirbúningsnefndar fyrir rannsókn kjörbréfa er nú á lokametrunum og greinargerð ætti að liggja fyrir á næstu dögum. Næsta vika gæti því orðið tíðindamikil á sviði stjórnmálanna. Undirbúningsnefndin hefur nú verið að störfum í um einn mánuð og unnið úr sautján kærum sem borist hafa vegna alþingiskosninganna. Flestar þeirra lúta að umdeildri endurtalningu í Norðvesturkjördæmi. Inga Sæland, fulltrúi Flokks fólksins í nefndinni, segir vinnuna á lokametrunum. „Við erum bara að vinna með öll gögnin og það er búið að setja þau heildstætt inn í skjal. Við erum að fara yfir það lið fyrir lið og bæta úr með tilliti til allra gagna sem við höfum. Núna eru það drögin en ég vona að um helgina verði þetta orðið algjörlega yfirfarið og heildstætt.“ Þegar greinargerðin liggur fyrir verður kærendum gefinn kostur á að andmæla henni. Samkvæmt heimildum fréttastofu er talið líklegt að þing komi saman um miðja næstu viku en þá verður kosið í kjörbréfanefnd sem skilar af sér tillögu sem síðan verður lögð fram á þingfundi - og þingmenn eiga síðasta orðið um í atkvæðagreiðslu. Hver er þín tilfinning fyrir málinu á þessu stigi? „Maður hefur enga sérstaka tilfinningu fyrir því hvort þetta verði ofan á eða hitt verði ofan á, eða hvað það verður sem við leggjum til í lok dags. Þetta er ekki komið þangað. En á föstudaginn gæti ég ímyndað mér að þú gætir spurt mig að þessu,“ segir Inga Sæland. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segir vinnu undirbúningsnefndar fyrir rannsókn kjörbréfa á lokametrunum.vísir/Vilhelm Afgreiðsla kjörbréfanefndar helst í hendur við stjórnarmyndunarviðræður sem nú hafa staðið yfir í um fimm vikur þar sem formenn stjórnarflokkanna hafa sagt ólíklegt að ný ríkisstjórn verði formlega mynduð áður en niðurstaða nefndarinnar liggur fyrir. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir drög að stjórnarsáttmála tilbúin að einhverju leyti og að ný ríkisstjórn gæti litið dagsins ljós í næstu viku. „Það er alveg möguleiki. Okkur hefur gengið ágætlega, það hefur verið smá pása hjá okkur á meðan við erum annars staðar, en það skýrist núna á næstu dögum og það er góður möguleiki að það geti gengið,“ segir Sigurður. Hann segir tímabært að Alþingi fari að koma saman. „Það er í raun og veru fer að verða nauðsynlegt, bæði til að klára fjárlög og aðra hluti sem þarf að klára fyrir jól. En ég minni reyndar á að það [þingið] kom saman 11. desember fyrir fjórum árum og það gekk líka ágætlega.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingiskosningar 2021 Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Alþingi Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Fleiri fréttir „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Lýst eftir Kaspari Sólveigarsyni Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Sjá meira
Undirbúningsnefndin hefur nú verið að störfum í um einn mánuð og unnið úr sautján kærum sem borist hafa vegna alþingiskosninganna. Flestar þeirra lúta að umdeildri endurtalningu í Norðvesturkjördæmi. Inga Sæland, fulltrúi Flokks fólksins í nefndinni, segir vinnuna á lokametrunum. „Við erum bara að vinna með öll gögnin og það er búið að setja þau heildstætt inn í skjal. Við erum að fara yfir það lið fyrir lið og bæta úr með tilliti til allra gagna sem við höfum. Núna eru það drögin en ég vona að um helgina verði þetta orðið algjörlega yfirfarið og heildstætt.“ Þegar greinargerðin liggur fyrir verður kærendum gefinn kostur á að andmæla henni. Samkvæmt heimildum fréttastofu er talið líklegt að þing komi saman um miðja næstu viku en þá verður kosið í kjörbréfanefnd sem skilar af sér tillögu sem síðan verður lögð fram á þingfundi - og þingmenn eiga síðasta orðið um í atkvæðagreiðslu. Hver er þín tilfinning fyrir málinu á þessu stigi? „Maður hefur enga sérstaka tilfinningu fyrir því hvort þetta verði ofan á eða hitt verði ofan á, eða hvað það verður sem við leggjum til í lok dags. Þetta er ekki komið þangað. En á föstudaginn gæti ég ímyndað mér að þú gætir spurt mig að þessu,“ segir Inga Sæland. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segir vinnu undirbúningsnefndar fyrir rannsókn kjörbréfa á lokametrunum.vísir/Vilhelm Afgreiðsla kjörbréfanefndar helst í hendur við stjórnarmyndunarviðræður sem nú hafa staðið yfir í um fimm vikur þar sem formenn stjórnarflokkanna hafa sagt ólíklegt að ný ríkisstjórn verði formlega mynduð áður en niðurstaða nefndarinnar liggur fyrir. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir drög að stjórnarsáttmála tilbúin að einhverju leyti og að ný ríkisstjórn gæti litið dagsins ljós í næstu viku. „Það er alveg möguleiki. Okkur hefur gengið ágætlega, það hefur verið smá pása hjá okkur á meðan við erum annars staðar, en það skýrist núna á næstu dögum og það er góður möguleiki að það geti gengið,“ segir Sigurður. Hann segir tímabært að Alþingi fari að koma saman. „Það er í raun og veru fer að verða nauðsynlegt, bæði til að klára fjárlög og aðra hluti sem þarf að klára fyrir jól. En ég minni reyndar á að það [þingið] kom saman 11. desember fyrir fjórum árum og það gekk líka ágætlega.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingiskosningar 2021 Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Alþingi Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Fleiri fréttir „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Lýst eftir Kaspari Sólveigarsyni Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Sjá meira