Tveggja ára dóttir nýs þingmanns á lista Creditinfo: „Hvað hef ég gert?“ Þorgils Jónsson skrifar 22. október 2021 17:28 Kristrún Frostadóttir fékk ferska innsýn í líf stjórnmálafólks á dögunum. Þingmannahlutverkinu fylgja ýmsar breytingar á persónulegum högum þeirra sem taka það að sér, en Kristrún Frostadóttir, nýbakaður þingmaður Samfylkingarinnar, rak þó upp stór augu á dögunum. Þá barst tveggja ára dóttur hennar bréf frá Creditinfo þess efnis að hún væri komin á lista yfir einstaklinga í áhættuhópi vegna stjórnmálalegra tengsla. Það varð Kristrúnu að tísti: 2 ára dóttir mín er komin á lista hjá Creditinfo yfir einstaklinga í áhættuhópi vegna stjórnmálalegra tengsla. Elsku stelpan fékk bréf í pósti. Hvað hef ég gert😅— Kristrún Frostadóttir (@KristrunFrosta) October 21, 2021 Í samtali við Vísi sagði Kristrún að hún hafi sett þetta fram í léttum dúr, en auðvitað væri fullkomlega eðlilegt að reglur sem slíkar væru til um stjórnmálafólk og aðstandendur. „Það eru kannski einhver sjónarhorn um að það þurfi að taka til barna ef maður er að taka þátt í bankaviðskiptum, en það hefur ekki reynt á það í okkar tilviki. Ég hef ekki stundað nein bankaviðskipti fyrir hönd dóttur minnar og satt að segja var þetta eitt af fyrstu bréfunum sem berst inn um lúguna sem er stílað á hana.“ Þetta sé kómískt að vissu leyti, en það áhugaverðasta frá sjónarmiði Kristrúnar var að þetta gæfi góða innsýn í stjórnmálaheiminn sem hún hefur nú stigið inn í. „Maður sér hvaða áhrif ákvarðanirnar sem maður tekur í lífinu geta haft, að tveggja ára barn sé komið á svona lista. En ég hef engar áhyggjur af því að þetta muni hafa áhrif á hana.“ Samfélagsmiðlar Alþingi Samfylkingin Mest lesið Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið Eignuðust „risastóran“ dreng Lífið D'Angelo er látinn Lífið Shine on, you crazy Íslendingar! Gagnrýni Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Lífið Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Lífið Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Lífið „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Lífið Hjálpa öðrum að eignast lítil kraftaverk Lífið samstarf Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Lífið Fleiri fréttir Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Eignuðust „risastóran“ dreng Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð hans Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Hvetur til mánaðarlegra klúðursfunda á vinnustöðum Upp úr sauð fyrir utan Þróttaraheimilið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Kyssast og kela en missa svo áhugann Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður „Það er ekkert sem brýtur mann“ Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Sjá meira
Þá barst tveggja ára dóttur hennar bréf frá Creditinfo þess efnis að hún væri komin á lista yfir einstaklinga í áhættuhópi vegna stjórnmálalegra tengsla. Það varð Kristrúnu að tísti: 2 ára dóttir mín er komin á lista hjá Creditinfo yfir einstaklinga í áhættuhópi vegna stjórnmálalegra tengsla. Elsku stelpan fékk bréf í pósti. Hvað hef ég gert😅— Kristrún Frostadóttir (@KristrunFrosta) October 21, 2021 Í samtali við Vísi sagði Kristrún að hún hafi sett þetta fram í léttum dúr, en auðvitað væri fullkomlega eðlilegt að reglur sem slíkar væru til um stjórnmálafólk og aðstandendur. „Það eru kannski einhver sjónarhorn um að það þurfi að taka til barna ef maður er að taka þátt í bankaviðskiptum, en það hefur ekki reynt á það í okkar tilviki. Ég hef ekki stundað nein bankaviðskipti fyrir hönd dóttur minnar og satt að segja var þetta eitt af fyrstu bréfunum sem berst inn um lúguna sem er stílað á hana.“ Þetta sé kómískt að vissu leyti, en það áhugaverðasta frá sjónarmiði Kristrúnar var að þetta gæfi góða innsýn í stjórnmálaheiminn sem hún hefur nú stigið inn í. „Maður sér hvaða áhrif ákvarðanirnar sem maður tekur í lífinu geta haft, að tveggja ára barn sé komið á svona lista. En ég hef engar áhyggjur af því að þetta muni hafa áhrif á hana.“
Samfélagsmiðlar Alþingi Samfylkingin Mest lesið Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið Eignuðust „risastóran“ dreng Lífið D'Angelo er látinn Lífið Shine on, you crazy Íslendingar! Gagnrýni Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Lífið Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Lífið Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Lífið „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Lífið Hjálpa öðrum að eignast lítil kraftaverk Lífið samstarf Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Lífið Fleiri fréttir Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Eignuðust „risastóran“ dreng Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð hans Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Hvetur til mánaðarlegra klúðursfunda á vinnustöðum Upp úr sauð fyrir utan Þróttaraheimilið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Kyssast og kela en missa svo áhugann Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður „Það er ekkert sem brýtur mann“ Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Sjá meira