Dæmi um að greiðsluhækkanir til ellilífeyrisþega skerðist um 75 prósent Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 5. nóvember 2021 19:01 Foto: Dæmi um skerðingar Hækkun greiðslna Lífeyrissjóðs verslunarmanna til félagsmanna skerðast um allt að 75 prósent vegna lækkunar bóta Tryggingastofnunar á móti. Þá skerðist eingreiðsla lífeyrissjóðsins til félagsmanna um tugi prósenta. Lífeyrissjóður verslunarmanna tilkynnti í gær að vegna þess hve ávöxtun eigna hafi verið góð undanfarin ár sé hægt að hækka lífeyrisgreiðslur um 10%. Ellilífeyrisþegar fá þó ekki hækkunina beint í vasann og þá skiptir máli frá hverjum og hversu háar greiðslur þeir fá fyrir hækkunina. Þannig skerðist greiðslan hjá ellilífeyrisþega sem er með fimm hundruð þúsund krónur samanlagt frá Tryggingastofnun og Lífeyrissjóði um ríflega 73%. Þannig að í stað þess að fá 50 þúsund krónur fær hann eftir skerðingu aðeins ríflega 13 þúsund krónur. Ingibjörg Sverrisdóttir formaður Félags eldir borgara segir þetta ótrúlegar skerðingar fyrir fólk,Vísir Greiðslur til einstaklings sem fær ekki lífeyri frá Tryggingastofnun en er aðeins með greiðslur frá lífeyrissjóðum upp á 617 þúsund krónur skerðast hins vegar aðeins um skattprósentuna eða tæplega 38%. Þannig að sá aðili fær ríflega 38 þúsund krónur af 61.700. Ingibjörg Sverrisdóttir formaður Félags eldir borgara segir þetta ótrúlegar skerðingar fyrir fólk, sérstaklega fyrir þá sem eru með lágar greiðslur. „Þeir sem eru með blandaðar tekjur frá lífeyrissjóði og Tryggingastofnun þeir fá skerðingu eins og áður. Sá sem er þannig að fá hækkun frá Lífeyrissjóði Verslunarmanna um 20 þúsund krónur heldur eftir um fimm þúsund krónum á mánuði þegar búið er að reikna alla skatta og skerðingar,“ segir hún. Lífeyrissjóður Verslunarmanna greiddi einnig út eingreiðslu sem var að meðaltali um 76 þúsund krónur á hvern ellilífeyrisþega. Þar kemur líka til skerðingar hjá þeim sem fá greiðslu frá Tryggingastofnun en þeir fá aðeins um 60% upphæðarinnar í vasann. „Þarna kom líka fram heilmiklar skerðingar sem Tryggingastofnun tekur til sín,“ segir hún Hún segir þetta enn og aftur sýna hversu ósanngjarnar skerðingarnar virka. „Við í Gráa hernum erum náttúrulega í málaferlum vegna þessara skerðinga og erum bara að bíða eftir því hvernig það kemur út,“ segir hún. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra segist reiðubúinn að skoða þessi mál.Vísir/Vilhelm Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra segist reiðubúinn að skoða þessi mál. „Þetta er eitt af því sem við vorum að skoða á síðasta kjörtímabili. Þá er þetta eitt af því sem allir stjórnmálalokkar ávörpuðu fyrir síðustu kosningar. Þannig að ég hef trú á því að við stígum einhver skref verði farin en hver þau verða kemur bara í ljós í þeirri ríkisstjórnarmyndun sem nú er í gangi,“ segir Ásmundur. Eldri borgarar Kjaramál Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Lífeyrissjóðir Tengdar fréttir Hækka lífeyrisgreiðslur sjóðsfélaga um tíu prósent Lífeyrissjóður verzlunarmanna (LV) hyggst hækka áunnin lífeyrisréttindi í sameignardeild sjóðsins um tíu prósent sem leiðir til samsvarandi hækkunar lífeyrisgreiðslna. Sjóðsfélagar mega einnig eiga von á eingreiðslu sem nemur að meðaltali 76 þúsund króna um áramót. 4. nóvember 2021 09:36 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Sjá meira
Lífeyrissjóður verslunarmanna tilkynnti í gær að vegna þess hve ávöxtun eigna hafi verið góð undanfarin ár sé hægt að hækka lífeyrisgreiðslur um 10%. Ellilífeyrisþegar fá þó ekki hækkunina beint í vasann og þá skiptir máli frá hverjum og hversu háar greiðslur þeir fá fyrir hækkunina. Þannig skerðist greiðslan hjá ellilífeyrisþega sem er með fimm hundruð þúsund krónur samanlagt frá Tryggingastofnun og Lífeyrissjóði um ríflega 73%. Þannig að í stað þess að fá 50 þúsund krónur fær hann eftir skerðingu aðeins ríflega 13 þúsund krónur. Ingibjörg Sverrisdóttir formaður Félags eldir borgara segir þetta ótrúlegar skerðingar fyrir fólk,Vísir Greiðslur til einstaklings sem fær ekki lífeyri frá Tryggingastofnun en er aðeins með greiðslur frá lífeyrissjóðum upp á 617 þúsund krónur skerðast hins vegar aðeins um skattprósentuna eða tæplega 38%. Þannig að sá aðili fær ríflega 38 þúsund krónur af 61.700. Ingibjörg Sverrisdóttir formaður Félags eldir borgara segir þetta ótrúlegar skerðingar fyrir fólk, sérstaklega fyrir þá sem eru með lágar greiðslur. „Þeir sem eru með blandaðar tekjur frá lífeyrissjóði og Tryggingastofnun þeir fá skerðingu eins og áður. Sá sem er þannig að fá hækkun frá Lífeyrissjóði Verslunarmanna um 20 þúsund krónur heldur eftir um fimm þúsund krónum á mánuði þegar búið er að reikna alla skatta og skerðingar,“ segir hún. Lífeyrissjóður Verslunarmanna greiddi einnig út eingreiðslu sem var að meðaltali um 76 þúsund krónur á hvern ellilífeyrisþega. Þar kemur líka til skerðingar hjá þeim sem fá greiðslu frá Tryggingastofnun en þeir fá aðeins um 60% upphæðarinnar í vasann. „Þarna kom líka fram heilmiklar skerðingar sem Tryggingastofnun tekur til sín,“ segir hún Hún segir þetta enn og aftur sýna hversu ósanngjarnar skerðingarnar virka. „Við í Gráa hernum erum náttúrulega í málaferlum vegna þessara skerðinga og erum bara að bíða eftir því hvernig það kemur út,“ segir hún. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra segist reiðubúinn að skoða þessi mál.Vísir/Vilhelm Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra segist reiðubúinn að skoða þessi mál. „Þetta er eitt af því sem við vorum að skoða á síðasta kjörtímabili. Þá er þetta eitt af því sem allir stjórnmálalokkar ávörpuðu fyrir síðustu kosningar. Þannig að ég hef trú á því að við stígum einhver skref verði farin en hver þau verða kemur bara í ljós í þeirri ríkisstjórnarmyndun sem nú er í gangi,“ segir Ásmundur.
Eldri borgarar Kjaramál Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Lífeyrissjóðir Tengdar fréttir Hækka lífeyrisgreiðslur sjóðsfélaga um tíu prósent Lífeyrissjóður verzlunarmanna (LV) hyggst hækka áunnin lífeyrisréttindi í sameignardeild sjóðsins um tíu prósent sem leiðir til samsvarandi hækkunar lífeyrisgreiðslna. Sjóðsfélagar mega einnig eiga von á eingreiðslu sem nemur að meðaltali 76 þúsund króna um áramót. 4. nóvember 2021 09:36 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Sjá meira
Hækka lífeyrisgreiðslur sjóðsfélaga um tíu prósent Lífeyrissjóður verzlunarmanna (LV) hyggst hækka áunnin lífeyrisréttindi í sameignardeild sjóðsins um tíu prósent sem leiðir til samsvarandi hækkunar lífeyrisgreiðslna. Sjóðsfélagar mega einnig eiga von á eingreiðslu sem nemur að meðaltali 76 þúsund króna um áramót. 4. nóvember 2021 09:36