Undirbúningsnefnd fyrir rannsókn kjörbréfa hittist í morgun til að fara yfir kærur og mál sem snerta meðhöndlun kjörgagna í Norðvesturkjördæmi. Alls hafa 17 kærir borist til nefndarinnar. Þá hefur komið fram að utankjörfundaratkvæði á nokkrum stöðum hafi ekki verið í innsigluðum atkvæðakössum.
Birgir Ármannsson formaður nefndarinnar telur það ekki skipta megin máli.
„Ég ætla nú ekki að gera mikið úr því og ætla ekki að ræða einstök atriði en þetta sem þú nefnir hefur verið til athugunar og við höfum aflað upplýsinga frá yfirkjörstjórnum. Hins vegar er rétt að hafa í huga að utankjörfundaratkvæðaseðlar eru í sérstökum umslögum og það sem skiptir máli að umbúnaðurinn sé góður með þeim hætti,“ segir Birgir en ábendingar um að utankjörfundaratkvæði hafi ekki verið innsigluð hafi borist til nefndarinnar
Í kosningalögum kemur skýrt fram í 54. grein að atkvæðisseðlar skuli sendir í vönduðum umbúðum er yfirkjörstjórn svo innsiglar með embættisinnsigli sínu. Í 74. grein kemur enn fremur fram: Nú hefur kjörstjórn borist atkvæðakassi með atkvæðum greiddum utan kjörfundar og skal þá athuga hvort innsigli kassans séu heil og ósködduð.
Aðspurður um hvar kjörkassar með utankjörfundaratkævðum hafi ekki verið innsiglaðir svarar Birgir.
„Gögnin um þetta eru á vef þingsins. Það eru öll svör sem skipta máli í þessu sambandi þar,“ segir Birgir.