Jafnaðarstefnan og markaðsbrestur á húsnæðismarkaði, þéttingarstefnan, velferð og fagurfræði Magnea Marinósdóttir skrifar 4. janúar 2026 09:30 Markmið jafnaðarstefnunar er draga úr ójöfnuði og stuðla að jöfnum tækifærum og lífskjörum sem kallar vanalega á margskonar stjórnvaldsaðgerðir til að varða leiðina að settu marki. Sum eru þ.a.l. þeirrar skoðunar að jafnaðarstefnan feli í sér forræðishyggju, ekki síst þau sem aðhyllast þá skoðun að lögmál markaðarins eigi ein að ráða för. Vissulega er mögulegt að láta óhefta nýfrjálshyggju ráða en það leiðir því miður ekki til bestu niðurstöðunnar fyrir velferð almennings eins og markaðsvæðing húsnæðiskerfisins upp úr aldamótum er til vitnis um og ég fjallaði um í grein sem var birt í tveimurhlutum í september 2024. Þannig vegur jafnaðarstefnan upp á móti því sem hefur verið kallað markaðsbrestir sbr. það ástand þegar ekki er nægilegt framboð af íbúðarhúsnæði á viðráðanlegu verði sem dregur úr lífsgæðum og gerir einkum yngra og efnaminni fólki lífið erfitt. Tilraunir hafa verið gerðar til að vega upp á móti markaðsbrestum á húsnæðismarkaði með hugmyndaleit að snjöllum lausnum í húsnæðismálum, gerð rammasamningsmilli ríkisins og Samband íslenskra sveitarfélaga um aukið framboð íbúðarhúsnæðis í Reykjavík árið 2022 og síðar undir forystu Samfylkingarinnar árið 2025 á landsvísu og í Reykjavík sbr. húsnæðisáætlun Reykjavíkur 2025 – 2034 út frá tiltekinni framtíðarsýn og í samstarfi m.a. við verkalýðshreyfinguna og fasteignafélög í samræmi við nýlega borgarhönnunarstefnu. Skilyrða kaup íbúðarhúsnæðis á sumum byggingarreitum við tiltekinn hóp En betur má ef duga skal. Skipulags- og byggingarmál þarf að taka fastari tökum. Sem sönn jafnaðarkona og frambjóðandi á lista Samfylkingarinnar fyrir komandi borgarstjórnarkosningar tel ég það vera forgangsmál að Reykjavíkurborg gæti að grunngildum jafnaðarstefnunnar og geri allt sem í hennar valdi stendur til að bæta aðgengi fólks að öruggu húsnæði á viðráðanlegu verði hvort sem það er til kaups eða leigu. Það er vegna þess að afleiðingarnar húsnæðis-óöryggis eru afar neikvæðar, ekki síst fyrir börn og ungmenni. Það er staðfest í skýrslum sem Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF á Íslandi, gaf út fyrst árið 2009 og síðar árið 2014. Seinni skýrslan leiddi í ljós að allt of mörg börn á Íslandi búa við margskonar skort, ekki síst vegna aðstæðna á húsnæðismarkaði. Enn er þetta vandamál sbr. skýrsla Hagstofu Íslands frá árinu 2022. Á sama tíma stendur Ísland vel í samanburði við önnur ríki Evrópu. Árið 2020 var Ísland með lægsta hlutfall barna sem skorti efnisleg gæði í Evrópu sem er vissulega jákvætt. Hins vegar þarf að gera betur sem kallar á að nýjar leiðir séu skoðaðar enda er það markmið jafnaðarstefnunnar að engin líði skort eða búi við óöryggi. Öruggt húsnæði á viðráðanlegu verði felur þannig í sér ríka almannahagsmuni og snertir mannréttindi fólks beint. Af þeim sökum tel ég að það þurfi að ganga lengra og skoða m.a. þann möguleika skilyrða sölu íbúðareigna á tilteknum byggingarreitum við fyrstu kaupendur og þá sem eru að kaupa aðra eign í skiptum fyrir íbúð sem þau hafa haft til búsetu. Þannig er komið í veg fyrir fjárfestingar fjársterkra einstaklinga og hagnaðardrifinna félaga í íbúðarhúsnæði eða öllu heldur neikvæðar afleiðingar fjárfestinga í viðbótareignum umfram nauðsynlega búsetueign. Með þessum einföldu skilyrðum og hagkvæmum byggingum sem mæta þörfum og óskum fólks væri framboð á íbúðarhúsnæði aukið, fasteignaverð lækkað sem og verðbólga. Þéttingarstefnan út frá sjónarhóli jafnaðarstefnunnar og landfræðilegri legu Það þarf líka, að mínu mati, að endurskoða þéttingarstefnu Reykjavíkurborgar út frá kostum og göllum eða afleiðingum hennar með opnum huga. Hin norræna jafnaðarstefna hefur í gegnum tíðina komið fram í fallegu borgarskipulagi sem einkennist af heilnæmum hverfum sem samanstanda af fjölbreyttum búsetuformum sbr. einbýlishúsum, raðhúsum, fjölbýlishúsum og einstaka háhýsum sem kennileiti upp á hæðum. Hverfum þar sem allir krakkarnir ganga í sama hverfaskólann þvert á stétt og stöðu. Aðalskipulag Reykjavíkurborgar frá 2013 sem mælti fyrir um þéttingu byggðar fól í sér róttækustu stefnubreytingu í skipulagsmálum borgarinnar frá 1960. Þéttingarstefnan eins og nú segir í aðalskipulagi Reykjavíkurborgar hefur nokkur samþætt markmið sem eru þau helst að nýta betur landrými borgarinnar og fyrirliggjandi innviði sem væri annars kostnaðarsamt að byggja upp frá grunni. Annað markmið er að skapa hagkvæm skilyrði fyrir eflingu almenningssamgangna og minni einkabílanotkun sem jafnframt er álitið nauðsynlegt til draga úr kolefnisfótspori borgarinnar og ná árangri í loftslagsmálum. Þétting er þannig bæði íbúða- og samgöngumál. Sú leið sem hefur verið farin síðan 2012 hefur í raun fært öll hin fjölbreyttu búsetuform jafnaðarstefnunnar undir sama þak m.a. með því að heimila tvöfalda breidd fjölbýlishúsa og aðgreina í sitthvorn hlutann oft með gluggahlið eingöngu í eina átt. Afleiðingin er m.a. sú að mikill munur getur verið á íbúð sem er staðsett á efri hæð miðað við íbúð sem er á neðri hæð m.a. út frá stærð, nálægð við umferð, eðlilegri útloftun eldhúsa og votrýma, útsýni og birtu. Sem dæmi hafa verið hönnuð hús þar sem annar hlutinn samanstendur af (stærri) íbúðum með glugga til suðurs (góðum birtuskilyrðum) og hinn hlutinn samanstendur af (smærri) íbúðum með glugga til norðurs (verri birtuskilyrðum). Niðurstaðan er að þétting byggðar hefur upp að vissu marki stuðlað að auknum ójöfnuði þegar kemur að almennum lífsgæðum sbr. dagsbirtu og þar með aukið á stéttaskiptingu innan fjölbýlishúsa. Áður fyrr í hóflegu nýtingarskipulagi gróinna hverfa í Reykjavík voru íbúðir í fjölbýli vissulega misstórar en hins vegar var almenna reglan sú að allar voru með glugga a.m.k. í tvær andstæðar áttir, náttúrulega útloftun og höfðu græn útivistarsvæði í samræmi við umfang bygginga. Spurning er hvort það sé réttlætanlegur fórnarkostnaður út frá sjónarhóli jafnaðarstefnunnar að almannagæði eins og góð dagsbirta og ferskt loft sé orðin að takmörkuðum gæðum og eftirsóknarverðum verðmætum sem standa ekki öllum jafnt til boða og síst þeim sem minna mega sín? Er þetta endilega leiðin til góðs? Hvað með lýðheilsusjónarmið? Er skortur sumra á dagsbirtu réttlætanlegur fórnarkostnaður árangurs í loftslagsmálum út frá markmiðum jafnaðarstefnunar? Er það í samræmi við loftslagsstefnu Reykjavíkurborgar sem hefur það sem yfirmarkmið að „...verða kolefnishlutlaus fyrir árið 2030 og að aðlögun að loftslagsbreytingum verði með vistvænum og mannvænum hætti.“ Stóra spurningin er sú hvort eitt þurfi að útiloka annað með hliðsjón af síaukinni umhverfisvænni rafbílavæðingu landsins? Það er ljóst er að núverandi vegakerfi mun ekki standa undir þeirri fólksfjölgun sem gert er ráð fyrir í Reykjavík og höfuðborgarsvæðinu. Það kallar á eflingu fjölbreyttra og vistvænna samgöngumáta, þ.m.t. göngu- og hjólastíga, svo hægt sé að dreifa álagi á samgönguinnviði. Þarf hins vegar ekki að vinna að hóflegri þéttingu byggðar samhliða því að að stuðla bæði að betra umferðarflæði og bættum almenningssamgöngur í takt við stöðugan vöxt borgarinnar? Það er mikilvægt í ljósi raunveruleikans þar sem stór hluti umferðar er og verður alltaf akstur atvinnutækja, ungir foreldrar þurfa að fara milli hverfa í vinnuna, til kaupa í matinn og fara með börn á leikskóla og skutla í íþróttir og tómstundir. Auðvitað er mikilvægt að reyna að breyta þessu þannig að allt sé innan hverfis og í göngufæri eða boðið upp á ferðir milli skóla og tómstunda fyrir börn en staðan er almennt ekki sú í dag. Síðast en ekki síst skiptir norðlæg landfræðileg staða borgarinnar máli en Reykjavík ásamt Nuuk og Helsinki eru einu höfuðborgirnar norðan við 60. breiddarbaug þar sem sól liggur lágt og allra veðra er von. Ísland er m.ö.o. ekki land þar sem kapp er lagt á að skapa skjól fyrir sólinni eins og á suðlægari slóðum. Þvert á móti eru staðir þar sem sólin nær að skína sem lengst mjög eftirsóknarverðir eins og hið vel heppnaða Vitatorg er til marks um. Það þarf vissulega að bæta almenningssamgöngur en þjónusta strætó í gegnum tíðina hefur ekki verið nægilega góð. Það á við um þjónustutíma, tíðni ferða eða öllu heldur langan biðtíma milli ferða og vegalengdir milli biðstöðva þar sem er jafnvel ekki skýli og þar með ekkert skjól fyrir nöprum veðrum og vindum. Skilaboðin til notenda hafa verið að hvorki tími þeirra skipti máli né að fólk blotni í rigningu eða snjó á meðan það bíður. Árið 2025 var þjónustan bætt og mætir nú samgönguþörfum fólks nokkuð betur. Hins vegar er það svo að margir sem ég þekki t.d. úr röðum flóttafólks fara að safna fyrir bílprófi og bíl um leið og þau hafa komið undir sig fótunum. Fólk hættir ekki endilega að taka strætó, nota hjól eða ganga en það er allt annað líf að hafa bíl við höndina. Þetta vita allir sem búa í borginni sbr. barnafólk eins og fyrr segir og þau sem vilja njóta þess frelsis og hagræðis sem aðgangur að bifreið býður upp á. Í ljósi þessa og kosta rafmagnsbíla við að draga úr mengun er spurning hvort skynsamlegasta og heilbrigðasta leiðin við fjármögnun betri almenningssamgangna og við að ná árangri í loftslagsmálum sé háð óhjákvæmlegum skilyrðum um uppbyggingu þéttskipaðra og risastórra íbúðabyggingarmassa sem valda of mikilli skuggamyndun og takmörkunum á aðgangi að birtu, gróðri og bílastæðum? Jafnframt mætti íhuga að útbúa jarðhæðir stærri fjölbýlishúsa, sem eru ætlaðar undir ákjósanlega verslun og þjónustu, þannig að þær geti nýst tímabundið sem íbúðarrými frekar en að standa auðar? Þetta eru spurningar sem jafnaðarfólk þarf að taka afstöðu til þegar unnið er að því að skapa gott samfélag sem virkar fyrir okkur öll og hefur nú þegar verið lagður grunnur að með tilkomu borgarhönnunarstefnu Reykjavíkur. Land til uppbyggingar Uppbygging íbúðarhúsnæðis hefur ekki haldið í við fjölgun íbúa og ferðamanna sem hefur leitt til hækkunar á fasteignaverði. Til að höggva á hnútinn um aukið og hagkvæmt framboð íbúða þarf jafnframt að brjóta nýtt land undir byggð og byggja ný hverfi upp með hófsömum, hagkvæmum og fjölbreyttum hætti svo öllum kröfum um jöfnuð sé mætt og sátt sköpuð. Borgin ætti undir engum kringumstæðum að láta frá sér land sem ekki hefur verið deiliskipulagt í þaula til að koma í veg fyrir mistök og verðaukandi brask sem endar sem skert lífsgæði og kostnaður fyrir borgarana. Hvað varðar áframhaldandi þéttingu byggðar innan borgarmarka sem er af hinu góða ef tekið er tilliti til skala og sögu nærumhverfis þá ætti, að mínu mati, að nýta færis og hraða sem mest uppbyggingu á ríkislóðum sbr. svæðin í kringum flugvöllinn og við Skúlagötu ofan Hörpunnar, Vegagerðarreiturin við Guðrúnartún, Laugarnesreiturin þar sem Listaháskólinn stendur, Landhelgisgæslureiturin við Seljaveg, Korpureitin á mörkum Reykjavíkur og Mosfellsbæjar, Keldnaholt austan megin við Grafarvog til viðbótar við Borgarspítalareit og Þjóðskjalasafnsreit. Svo mætti einnig skoða frekari íbúðauppbyggingu í Skeifunni og á Grandanum mögulega með áframhaldandi landfyllingum sem býður upp á spennandi sóknarfæri til framtíðar sem gæti aukið vægi Kvosarinnar sem miðsvæði lista, menningar og ferðamennsku. Fagurfræði Um leið og ríkir almannahagsmunir og mannréttindi kalla á tilteknar stjórnvaldsaðgerðir í anda jafnaðarstefnunnar er einnig mikilvægt að líta til annarra þátta þegar kemur að borgarskipulagi eins og virðingu fyrir og verndun hönnunar, fagurfræði og sögu. Hið sögufræga Marshallhús sem var gert upp og hlaut nýtt og spennandi hlutverk er gott dæmi. Annað dæmi um valið milli hönnunar, fagurfræði og verndar eða annarra sjónarmiða er þrenging gatna sbr. Hofsvallagötunnar. Hún var einstaklega fallega hönnuð breiðgata (e. boulevard) með óhindrað útsýni að sjóndeildarhringnum út af Ægisíðu þegar ekið var, hjólað eða gengið niður hana frá hæðinni ofan Hringbrautar. Sú fegurð er ekki nema svipur hjá sjón eftir þrengingu hennar sem hafði það að markmiði að auka jafnræði ólíkra samgönguhátta sbr. hjólreiða, tryggja öryggi allra vegfarenda og minnka svifryksmengun. Þetta eru allt jákvæð markmið. Spurningin er hins vegar hvort að það hefði mátt ná þeim með öðrum hætti en þeim að eyðileggja í raun eina fallegustu götu borgarinnar? Umræða um virðingu fyrir hönnun Hofsvallagötunnar og vernd hennar fór fram á samráðsfundi sem umhverfis- og skipulagssvið hélt með íbúum hverfisins í mars 2014. Hins vegar er óljóst hvernig var tekið tillit til mismunandi sjónarmiða og vægi þeirra innbyrðis við ákvarðanatöku miðað við fyrirliggjandi upplýsingar. Spurningin sem eftir stendur er hvort aukið umferðaröryggi, ekki síst barna á leið til og frá skóla, megi ná fram með öðrum hætti þar og víðar einfaldlega með því að koma upp hraðamyndavélum í stað þess að hafa fráhrindandi sveigjur og beygjur og steypta blómapotta á milli bílastæða? Höfundur sækist eftir 2.- 4. sæti á lista Samfylkingarinnar fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnea Marinósdóttir Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Reykjavík Húsnæðismál Umhverfismál Mest lesið Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Strandlengjan er útivistarsvæði fólksins – ekki hraðbraut Vilborg Halldórsdóttir Skoðun Það hefði mátt hlusta á FÍB Runólfur Ólafsson Skoðun Til verði evrópskt heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skamm, skamm Davíð Bergmann Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir Skoðun Snjór í Ártúnsbrekku Stefán Pálsson Skoðun Utanríkismálaárið 2025 Vilborg Ása Guðjónsdóttir,Erlingur Erlingsson,Guðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir,Guðrún Helga Jóhannsdóttir,Sveinn Helgason Skoðun Bók ársins Kjartan Valgarðsson Skoðun Öryggi Íslands á ólgutímum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mataræðið – mikilvægur hluti af loftslagslausninni Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Allt skal með varúð vinna Hrafnhildur Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Snjór í Ártúnsbrekku Stefán Pálsson skrifar Skoðun Bók ársins Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Það hefði mátt hlusta á FÍB Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Aðgengi fatlaðs fólks að vinnumarkaði er ekki góðgerð, það er jöfnuður Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Skamm, skamm Davíð Bergmann skrifar Skoðun Utanríkismálaárið 2025 Vilborg Ása Guðjónsdóttir,Erlingur Erlingsson,Guðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir,Guðrún Helga Jóhannsdóttir,Sveinn Helgason skrifar Skoðun Réttarkerfið sem vinnur gegn börnum Theodóra Líf Aradóttir skrifar Skoðun Fíkn er ekki skömm – hún er sjúkdómur Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Til verði evrópskt heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ert þú ekki bara pólitíkus? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Öryggi Íslands á ólgutímum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Æskan er okkar fjársjóður Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Strandlengjan er útivistarsvæði fólksins – ekki hraðbraut Vilborg Halldórsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarstefnan og markaðsbrestur á húsnæðismarkaði, þéttingarstefnan, velferð og fagurfræði Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Af hverju opinbert heilbrigðiskerfi? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Umræðan um bólusetningar barna á algjörum villigötum Júlíus Valsson skrifar Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson skrifar Skoðun RÚV, aðgerðasinnar og íslenskan okkar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvað er karlmennska? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Opið bréf til allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis - Þögn löggjafans Arnar Sigurðsson,Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind í vinnugallann og fleiri spádómar fyrir 2026 Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Krónan er einmitt ekki vandamálið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðsmaðurinn, embættið og spurningin sem enginn vill spyrja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Áramótaheit þjóðarinnar: Tryggjum gæðamenntun! Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Týndu börnin Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Sjá meira
Markmið jafnaðarstefnunar er draga úr ójöfnuði og stuðla að jöfnum tækifærum og lífskjörum sem kallar vanalega á margskonar stjórnvaldsaðgerðir til að varða leiðina að settu marki. Sum eru þ.a.l. þeirrar skoðunar að jafnaðarstefnan feli í sér forræðishyggju, ekki síst þau sem aðhyllast þá skoðun að lögmál markaðarins eigi ein að ráða för. Vissulega er mögulegt að láta óhefta nýfrjálshyggju ráða en það leiðir því miður ekki til bestu niðurstöðunnar fyrir velferð almennings eins og markaðsvæðing húsnæðiskerfisins upp úr aldamótum er til vitnis um og ég fjallaði um í grein sem var birt í tveimurhlutum í september 2024. Þannig vegur jafnaðarstefnan upp á móti því sem hefur verið kallað markaðsbrestir sbr. það ástand þegar ekki er nægilegt framboð af íbúðarhúsnæði á viðráðanlegu verði sem dregur úr lífsgæðum og gerir einkum yngra og efnaminni fólki lífið erfitt. Tilraunir hafa verið gerðar til að vega upp á móti markaðsbrestum á húsnæðismarkaði með hugmyndaleit að snjöllum lausnum í húsnæðismálum, gerð rammasamningsmilli ríkisins og Samband íslenskra sveitarfélaga um aukið framboð íbúðarhúsnæðis í Reykjavík árið 2022 og síðar undir forystu Samfylkingarinnar árið 2025 á landsvísu og í Reykjavík sbr. húsnæðisáætlun Reykjavíkur 2025 – 2034 út frá tiltekinni framtíðarsýn og í samstarfi m.a. við verkalýðshreyfinguna og fasteignafélög í samræmi við nýlega borgarhönnunarstefnu. Skilyrða kaup íbúðarhúsnæðis á sumum byggingarreitum við tiltekinn hóp En betur má ef duga skal. Skipulags- og byggingarmál þarf að taka fastari tökum. Sem sönn jafnaðarkona og frambjóðandi á lista Samfylkingarinnar fyrir komandi borgarstjórnarkosningar tel ég það vera forgangsmál að Reykjavíkurborg gæti að grunngildum jafnaðarstefnunnar og geri allt sem í hennar valdi stendur til að bæta aðgengi fólks að öruggu húsnæði á viðráðanlegu verði hvort sem það er til kaups eða leigu. Það er vegna þess að afleiðingarnar húsnæðis-óöryggis eru afar neikvæðar, ekki síst fyrir börn og ungmenni. Það er staðfest í skýrslum sem Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF á Íslandi, gaf út fyrst árið 2009 og síðar árið 2014. Seinni skýrslan leiddi í ljós að allt of mörg börn á Íslandi búa við margskonar skort, ekki síst vegna aðstæðna á húsnæðismarkaði. Enn er þetta vandamál sbr. skýrsla Hagstofu Íslands frá árinu 2022. Á sama tíma stendur Ísland vel í samanburði við önnur ríki Evrópu. Árið 2020 var Ísland með lægsta hlutfall barna sem skorti efnisleg gæði í Evrópu sem er vissulega jákvætt. Hins vegar þarf að gera betur sem kallar á að nýjar leiðir séu skoðaðar enda er það markmið jafnaðarstefnunnar að engin líði skort eða búi við óöryggi. Öruggt húsnæði á viðráðanlegu verði felur þannig í sér ríka almannahagsmuni og snertir mannréttindi fólks beint. Af þeim sökum tel ég að það þurfi að ganga lengra og skoða m.a. þann möguleika skilyrða sölu íbúðareigna á tilteknum byggingarreitum við fyrstu kaupendur og þá sem eru að kaupa aðra eign í skiptum fyrir íbúð sem þau hafa haft til búsetu. Þannig er komið í veg fyrir fjárfestingar fjársterkra einstaklinga og hagnaðardrifinna félaga í íbúðarhúsnæði eða öllu heldur neikvæðar afleiðingar fjárfestinga í viðbótareignum umfram nauðsynlega búsetueign. Með þessum einföldu skilyrðum og hagkvæmum byggingum sem mæta þörfum og óskum fólks væri framboð á íbúðarhúsnæði aukið, fasteignaverð lækkað sem og verðbólga. Þéttingarstefnan út frá sjónarhóli jafnaðarstefnunnar og landfræðilegri legu Það þarf líka, að mínu mati, að endurskoða þéttingarstefnu Reykjavíkurborgar út frá kostum og göllum eða afleiðingum hennar með opnum huga. Hin norræna jafnaðarstefna hefur í gegnum tíðina komið fram í fallegu borgarskipulagi sem einkennist af heilnæmum hverfum sem samanstanda af fjölbreyttum búsetuformum sbr. einbýlishúsum, raðhúsum, fjölbýlishúsum og einstaka háhýsum sem kennileiti upp á hæðum. Hverfum þar sem allir krakkarnir ganga í sama hverfaskólann þvert á stétt og stöðu. Aðalskipulag Reykjavíkurborgar frá 2013 sem mælti fyrir um þéttingu byggðar fól í sér róttækustu stefnubreytingu í skipulagsmálum borgarinnar frá 1960. Þéttingarstefnan eins og nú segir í aðalskipulagi Reykjavíkurborgar hefur nokkur samþætt markmið sem eru þau helst að nýta betur landrými borgarinnar og fyrirliggjandi innviði sem væri annars kostnaðarsamt að byggja upp frá grunni. Annað markmið er að skapa hagkvæm skilyrði fyrir eflingu almenningssamgangna og minni einkabílanotkun sem jafnframt er álitið nauðsynlegt til draga úr kolefnisfótspori borgarinnar og ná árangri í loftslagsmálum. Þétting er þannig bæði íbúða- og samgöngumál. Sú leið sem hefur verið farin síðan 2012 hefur í raun fært öll hin fjölbreyttu búsetuform jafnaðarstefnunnar undir sama þak m.a. með því að heimila tvöfalda breidd fjölbýlishúsa og aðgreina í sitthvorn hlutann oft með gluggahlið eingöngu í eina átt. Afleiðingin er m.a. sú að mikill munur getur verið á íbúð sem er staðsett á efri hæð miðað við íbúð sem er á neðri hæð m.a. út frá stærð, nálægð við umferð, eðlilegri útloftun eldhúsa og votrýma, útsýni og birtu. Sem dæmi hafa verið hönnuð hús þar sem annar hlutinn samanstendur af (stærri) íbúðum með glugga til suðurs (góðum birtuskilyrðum) og hinn hlutinn samanstendur af (smærri) íbúðum með glugga til norðurs (verri birtuskilyrðum). Niðurstaðan er að þétting byggðar hefur upp að vissu marki stuðlað að auknum ójöfnuði þegar kemur að almennum lífsgæðum sbr. dagsbirtu og þar með aukið á stéttaskiptingu innan fjölbýlishúsa. Áður fyrr í hóflegu nýtingarskipulagi gróinna hverfa í Reykjavík voru íbúðir í fjölbýli vissulega misstórar en hins vegar var almenna reglan sú að allar voru með glugga a.m.k. í tvær andstæðar áttir, náttúrulega útloftun og höfðu græn útivistarsvæði í samræmi við umfang bygginga. Spurning er hvort það sé réttlætanlegur fórnarkostnaður út frá sjónarhóli jafnaðarstefnunnar að almannagæði eins og góð dagsbirta og ferskt loft sé orðin að takmörkuðum gæðum og eftirsóknarverðum verðmætum sem standa ekki öllum jafnt til boða og síst þeim sem minna mega sín? Er þetta endilega leiðin til góðs? Hvað með lýðheilsusjónarmið? Er skortur sumra á dagsbirtu réttlætanlegur fórnarkostnaður árangurs í loftslagsmálum út frá markmiðum jafnaðarstefnunar? Er það í samræmi við loftslagsstefnu Reykjavíkurborgar sem hefur það sem yfirmarkmið að „...verða kolefnishlutlaus fyrir árið 2030 og að aðlögun að loftslagsbreytingum verði með vistvænum og mannvænum hætti.“ Stóra spurningin er sú hvort eitt þurfi að útiloka annað með hliðsjón af síaukinni umhverfisvænni rafbílavæðingu landsins? Það er ljóst er að núverandi vegakerfi mun ekki standa undir þeirri fólksfjölgun sem gert er ráð fyrir í Reykjavík og höfuðborgarsvæðinu. Það kallar á eflingu fjölbreyttra og vistvænna samgöngumáta, þ.m.t. göngu- og hjólastíga, svo hægt sé að dreifa álagi á samgönguinnviði. Þarf hins vegar ekki að vinna að hóflegri þéttingu byggðar samhliða því að að stuðla bæði að betra umferðarflæði og bættum almenningssamgöngur í takt við stöðugan vöxt borgarinnar? Það er mikilvægt í ljósi raunveruleikans þar sem stór hluti umferðar er og verður alltaf akstur atvinnutækja, ungir foreldrar þurfa að fara milli hverfa í vinnuna, til kaupa í matinn og fara með börn á leikskóla og skutla í íþróttir og tómstundir. Auðvitað er mikilvægt að reyna að breyta þessu þannig að allt sé innan hverfis og í göngufæri eða boðið upp á ferðir milli skóla og tómstunda fyrir börn en staðan er almennt ekki sú í dag. Síðast en ekki síst skiptir norðlæg landfræðileg staða borgarinnar máli en Reykjavík ásamt Nuuk og Helsinki eru einu höfuðborgirnar norðan við 60. breiddarbaug þar sem sól liggur lágt og allra veðra er von. Ísland er m.ö.o. ekki land þar sem kapp er lagt á að skapa skjól fyrir sólinni eins og á suðlægari slóðum. Þvert á móti eru staðir þar sem sólin nær að skína sem lengst mjög eftirsóknarverðir eins og hið vel heppnaða Vitatorg er til marks um. Það þarf vissulega að bæta almenningssamgöngur en þjónusta strætó í gegnum tíðina hefur ekki verið nægilega góð. Það á við um þjónustutíma, tíðni ferða eða öllu heldur langan biðtíma milli ferða og vegalengdir milli biðstöðva þar sem er jafnvel ekki skýli og þar með ekkert skjól fyrir nöprum veðrum og vindum. Skilaboðin til notenda hafa verið að hvorki tími þeirra skipti máli né að fólk blotni í rigningu eða snjó á meðan það bíður. Árið 2025 var þjónustan bætt og mætir nú samgönguþörfum fólks nokkuð betur. Hins vegar er það svo að margir sem ég þekki t.d. úr röðum flóttafólks fara að safna fyrir bílprófi og bíl um leið og þau hafa komið undir sig fótunum. Fólk hættir ekki endilega að taka strætó, nota hjól eða ganga en það er allt annað líf að hafa bíl við höndina. Þetta vita allir sem búa í borginni sbr. barnafólk eins og fyrr segir og þau sem vilja njóta þess frelsis og hagræðis sem aðgangur að bifreið býður upp á. Í ljósi þessa og kosta rafmagnsbíla við að draga úr mengun er spurning hvort skynsamlegasta og heilbrigðasta leiðin við fjármögnun betri almenningssamgangna og við að ná árangri í loftslagsmálum sé háð óhjákvæmlegum skilyrðum um uppbyggingu þéttskipaðra og risastórra íbúðabyggingarmassa sem valda of mikilli skuggamyndun og takmörkunum á aðgangi að birtu, gróðri og bílastæðum? Jafnframt mætti íhuga að útbúa jarðhæðir stærri fjölbýlishúsa, sem eru ætlaðar undir ákjósanlega verslun og þjónustu, þannig að þær geti nýst tímabundið sem íbúðarrými frekar en að standa auðar? Þetta eru spurningar sem jafnaðarfólk þarf að taka afstöðu til þegar unnið er að því að skapa gott samfélag sem virkar fyrir okkur öll og hefur nú þegar verið lagður grunnur að með tilkomu borgarhönnunarstefnu Reykjavíkur. Land til uppbyggingar Uppbygging íbúðarhúsnæðis hefur ekki haldið í við fjölgun íbúa og ferðamanna sem hefur leitt til hækkunar á fasteignaverði. Til að höggva á hnútinn um aukið og hagkvæmt framboð íbúða þarf jafnframt að brjóta nýtt land undir byggð og byggja ný hverfi upp með hófsömum, hagkvæmum og fjölbreyttum hætti svo öllum kröfum um jöfnuð sé mætt og sátt sköpuð. Borgin ætti undir engum kringumstæðum að láta frá sér land sem ekki hefur verið deiliskipulagt í þaula til að koma í veg fyrir mistök og verðaukandi brask sem endar sem skert lífsgæði og kostnaður fyrir borgarana. Hvað varðar áframhaldandi þéttingu byggðar innan borgarmarka sem er af hinu góða ef tekið er tilliti til skala og sögu nærumhverfis þá ætti, að mínu mati, að nýta færis og hraða sem mest uppbyggingu á ríkislóðum sbr. svæðin í kringum flugvöllinn og við Skúlagötu ofan Hörpunnar, Vegagerðarreiturin við Guðrúnartún, Laugarnesreiturin þar sem Listaháskólinn stendur, Landhelgisgæslureiturin við Seljaveg, Korpureitin á mörkum Reykjavíkur og Mosfellsbæjar, Keldnaholt austan megin við Grafarvog til viðbótar við Borgarspítalareit og Þjóðskjalasafnsreit. Svo mætti einnig skoða frekari íbúðauppbyggingu í Skeifunni og á Grandanum mögulega með áframhaldandi landfyllingum sem býður upp á spennandi sóknarfæri til framtíðar sem gæti aukið vægi Kvosarinnar sem miðsvæði lista, menningar og ferðamennsku. Fagurfræði Um leið og ríkir almannahagsmunir og mannréttindi kalla á tilteknar stjórnvaldsaðgerðir í anda jafnaðarstefnunnar er einnig mikilvægt að líta til annarra þátta þegar kemur að borgarskipulagi eins og virðingu fyrir og verndun hönnunar, fagurfræði og sögu. Hið sögufræga Marshallhús sem var gert upp og hlaut nýtt og spennandi hlutverk er gott dæmi. Annað dæmi um valið milli hönnunar, fagurfræði og verndar eða annarra sjónarmiða er þrenging gatna sbr. Hofsvallagötunnar. Hún var einstaklega fallega hönnuð breiðgata (e. boulevard) með óhindrað útsýni að sjóndeildarhringnum út af Ægisíðu þegar ekið var, hjólað eða gengið niður hana frá hæðinni ofan Hringbrautar. Sú fegurð er ekki nema svipur hjá sjón eftir þrengingu hennar sem hafði það að markmiði að auka jafnræði ólíkra samgönguhátta sbr. hjólreiða, tryggja öryggi allra vegfarenda og minnka svifryksmengun. Þetta eru allt jákvæð markmið. Spurningin er hins vegar hvort að það hefði mátt ná þeim með öðrum hætti en þeim að eyðileggja í raun eina fallegustu götu borgarinnar? Umræða um virðingu fyrir hönnun Hofsvallagötunnar og vernd hennar fór fram á samráðsfundi sem umhverfis- og skipulagssvið hélt með íbúum hverfisins í mars 2014. Hins vegar er óljóst hvernig var tekið tillit til mismunandi sjónarmiða og vægi þeirra innbyrðis við ákvarðanatöku miðað við fyrirliggjandi upplýsingar. Spurningin sem eftir stendur er hvort aukið umferðaröryggi, ekki síst barna á leið til og frá skóla, megi ná fram með öðrum hætti þar og víðar einfaldlega með því að koma upp hraðamyndavélum í stað þess að hafa fráhrindandi sveigjur og beygjur og steypta blómapotta á milli bílastæða? Höfundur sækist eftir 2.- 4. sæti á lista Samfylkingarinnar fyrir komandi borgarstjórnarkosningar.
Utanríkismálaárið 2025 Vilborg Ása Guðjónsdóttir,Erlingur Erlingsson,Guðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir,Guðrún Helga Jóhannsdóttir,Sveinn Helgason Skoðun
Skoðun Aðgengi fatlaðs fólks að vinnumarkaði er ekki góðgerð, það er jöfnuður Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Utanríkismálaárið 2025 Vilborg Ása Guðjónsdóttir,Erlingur Erlingsson,Guðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir,Guðrún Helga Jóhannsdóttir,Sveinn Helgason skrifar
Skoðun Jafnaðarstefnan og markaðsbrestur á húsnæðismarkaði, þéttingarstefnan, velferð og fagurfræði Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis - Þögn löggjafans Arnar Sigurðsson,Elías Blöndal Guðjónsson skrifar
Skoðun Gervigreind í vinnugallann og fleiri spádómar fyrir 2026 Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Utanríkismálaárið 2025 Vilborg Ása Guðjónsdóttir,Erlingur Erlingsson,Guðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir,Guðrún Helga Jóhannsdóttir,Sveinn Helgason Skoðun