Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar 23. desember 2025 18:30 Ég skrifaði hér um daginn frásögn af dularfullu hvarfi („Fólkið sem hverfur...“). Komu þar við sögu morðtilraunir, diplómatar, möndlugrautur og endurskoðendur. Eins og ég lofaði, held ég áfram að uppljóstra staðreyndirnar bakvið hvarfið. Við þurfum aðeins að skoða krónur og aura. Hvers virði? Áætlað virði meðal einstaklings er í kringum 150þúsund dollara, sé horft til hráefnisins eingöngu. Fyrir ástvinum erum við auðvitað ómetanleg og frá sjónarhorni fyrirtækja höfum við einnig verðmiða. Eitt þeirra er Meta, fyrirtækið bakvið Instagram, WhatsApp og Facebook (Fb). Árlegur hagnaður nálgast 150milljarða dollara og myndi því duga í hráefni milljón einstaklinga. Tek fram að ég hef enga vitneskju um að þau stundi slík viðskipti. Meta er samt ansi dýrmætt svikahröppum: „Þá segir einnig í skjölunum að forsvarsmenn Meta viðurkenni að samfélagsmiðlar fyrirtækisins séu orðnir að þungamiðju svikastarfsemi í heiminum. Til að mynda hafi verið áætlað að um þriðjungur allra vel heppnaðra svindla eða svika í Bandaríkjunum fari fram gegnum samfélagsmiðla Meta.“ Vísir: „Græða á tá og fingri...“, 6.nóv‘25 Rómantík gengur illa í einstefnu, en sem betur fer virðist sambandið báðum dýrmætt. Töluvert hefur nefnilega verið fjallað um að 10% af hagnaði Meta geti verið rakinn til ólögmæts athæfis annarra. Sekt er bara freyðivín á þýsku Sektir vegna þessa hafa verið nægilega lágar til að halda óbreyttri stefnu. Til samanburðar má velta fyrir sér fælingamætti hraðaksturssektar sem jafngilti skilagjaldi kókdósar. ESB er þó farið að aðlaga sig að þessum veruleika. 6 milljarðar einstaklinga eru í dag yfir 16 ára aldri í heiminum. Yfir helmingur þeirra virkir notendur Facebook (Fb). Falli einhver þeirra fyrir svikahröppum, er hann líklegri til að lenda í þeim aftur og aftur. Þannig virkar kerfið. Meta hefur því í raun hag af því að halda sérstaklega í þá notendur sem falla fyrir svikum, sem og svikahröppunum sem herja á þá. Nokkuð sem ekki allir kunna að... meta. Hliðarhopp í garðinn Mér hugnaðist um tíma betur að gera eitthvað annað en að reyta arfa, hann náði því að koma sér vel fyrir. Þegar kom að því að hreinsa hann burt, var langauðveldast að rífa bara sem mest upp í flýti. Við nánari athugun hafði auðvitað ýmislegt annað verið fjarlægt í leiðinni sem hefði alveg mátt vera áfram. Þar að auki var fullt af arfa eftir. En þetta leit a.m.k. út eins og ég hefði tekið virkilegt átak. Hvernig reytir maður arfa hjá Fb, án þess að fórna of miklu af tekjum? Tímabundinn átakshópur og viðbætur í sjálfvirkum kerfum hljómaði vel. Tekjurnar fóru þó að minnka, svo átakshópurinn var leystur upp og sjálfvirknin lofuð, hvort sem hún lokaði á rétta aðila eða ekki. Fórnarkostnaður Mjög stórir hópar geta haft áhrif á auglýsingatekjur eða hlutabréfaverð. Einstaklingar skipta hins vegar engu í svona fjölmennu umhverfi, nema þeir hafi aðgang að þeim sem stýra. Í dag er áætlað að um 150milljón notendur á Fb séu langtíma gerviaðgangar. Telst það mikið að henda óvart 50þúsund alvöru notendum út með baðvatninu? Málið er samt miklu stærra, því á hverju ári eru margir milljarðar nýrra gerviaðganga búnir til. Þökk sé þessum sjálfvirku kerfum verða langflestir þeirra mjög skammlífir. Það borgar sig því fyrir svikahrappa að stela líka aðgangi núverandi notenda. Mun meiri líkur að þeir fái að hanga á þeim nægilega lengi til að ná sínum markmiðum. Til að verjast þessu þarf að vega og Meta hvers konar hegðun er líkleg vísbending um að einhver hafi stolið aðgangi. Sjálfvirk kerfi ein og sér eru ekki alltaf góð í því að skilja innri smáatriði frávika frá meirihlutahegðun. Viðskiptaákvarðanir eru sjaldnast teknar útfrá hagsmunum jaðartilfella og minnihluta. Þegar barist er við tugi milljóna nýrra gerviaðganga daglega eru tugþúsundir ranglega lokaðra aðganga ásættanlegur fórnarkostnaður. Þegar við sjáum hve miklar fjárhæðir eru í húfi og hve lítils virði hvert og eitt okkar er, þá fer hvarfið að verða skiljanlegra. Sannleiksleitin heldur þó áfram og mæli ég með að nærast áður en lengra er haldið. Möndlugraut? Höfundur er tölvunarfræðingur, menntaður í – en ekki af – gervigreind Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfélagsmiðlar Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Skoðun Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Ég skrifaði hér um daginn frásögn af dularfullu hvarfi („Fólkið sem hverfur...“). Komu þar við sögu morðtilraunir, diplómatar, möndlugrautur og endurskoðendur. Eins og ég lofaði, held ég áfram að uppljóstra staðreyndirnar bakvið hvarfið. Við þurfum aðeins að skoða krónur og aura. Hvers virði? Áætlað virði meðal einstaklings er í kringum 150þúsund dollara, sé horft til hráefnisins eingöngu. Fyrir ástvinum erum við auðvitað ómetanleg og frá sjónarhorni fyrirtækja höfum við einnig verðmiða. Eitt þeirra er Meta, fyrirtækið bakvið Instagram, WhatsApp og Facebook (Fb). Árlegur hagnaður nálgast 150milljarða dollara og myndi því duga í hráefni milljón einstaklinga. Tek fram að ég hef enga vitneskju um að þau stundi slík viðskipti. Meta er samt ansi dýrmætt svikahröppum: „Þá segir einnig í skjölunum að forsvarsmenn Meta viðurkenni að samfélagsmiðlar fyrirtækisins séu orðnir að þungamiðju svikastarfsemi í heiminum. Til að mynda hafi verið áætlað að um þriðjungur allra vel heppnaðra svindla eða svika í Bandaríkjunum fari fram gegnum samfélagsmiðla Meta.“ Vísir: „Græða á tá og fingri...“, 6.nóv‘25 Rómantík gengur illa í einstefnu, en sem betur fer virðist sambandið báðum dýrmætt. Töluvert hefur nefnilega verið fjallað um að 10% af hagnaði Meta geti verið rakinn til ólögmæts athæfis annarra. Sekt er bara freyðivín á þýsku Sektir vegna þessa hafa verið nægilega lágar til að halda óbreyttri stefnu. Til samanburðar má velta fyrir sér fælingamætti hraðaksturssektar sem jafngilti skilagjaldi kókdósar. ESB er þó farið að aðlaga sig að þessum veruleika. 6 milljarðar einstaklinga eru í dag yfir 16 ára aldri í heiminum. Yfir helmingur þeirra virkir notendur Facebook (Fb). Falli einhver þeirra fyrir svikahröppum, er hann líklegri til að lenda í þeim aftur og aftur. Þannig virkar kerfið. Meta hefur því í raun hag af því að halda sérstaklega í þá notendur sem falla fyrir svikum, sem og svikahröppunum sem herja á þá. Nokkuð sem ekki allir kunna að... meta. Hliðarhopp í garðinn Mér hugnaðist um tíma betur að gera eitthvað annað en að reyta arfa, hann náði því að koma sér vel fyrir. Þegar kom að því að hreinsa hann burt, var langauðveldast að rífa bara sem mest upp í flýti. Við nánari athugun hafði auðvitað ýmislegt annað verið fjarlægt í leiðinni sem hefði alveg mátt vera áfram. Þar að auki var fullt af arfa eftir. En þetta leit a.m.k. út eins og ég hefði tekið virkilegt átak. Hvernig reytir maður arfa hjá Fb, án þess að fórna of miklu af tekjum? Tímabundinn átakshópur og viðbætur í sjálfvirkum kerfum hljómaði vel. Tekjurnar fóru þó að minnka, svo átakshópurinn var leystur upp og sjálfvirknin lofuð, hvort sem hún lokaði á rétta aðila eða ekki. Fórnarkostnaður Mjög stórir hópar geta haft áhrif á auglýsingatekjur eða hlutabréfaverð. Einstaklingar skipta hins vegar engu í svona fjölmennu umhverfi, nema þeir hafi aðgang að þeim sem stýra. Í dag er áætlað að um 150milljón notendur á Fb séu langtíma gerviaðgangar. Telst það mikið að henda óvart 50þúsund alvöru notendum út með baðvatninu? Málið er samt miklu stærra, því á hverju ári eru margir milljarðar nýrra gerviaðganga búnir til. Þökk sé þessum sjálfvirku kerfum verða langflestir þeirra mjög skammlífir. Það borgar sig því fyrir svikahrappa að stela líka aðgangi núverandi notenda. Mun meiri líkur að þeir fái að hanga á þeim nægilega lengi til að ná sínum markmiðum. Til að verjast þessu þarf að vega og Meta hvers konar hegðun er líkleg vísbending um að einhver hafi stolið aðgangi. Sjálfvirk kerfi ein og sér eru ekki alltaf góð í því að skilja innri smáatriði frávika frá meirihlutahegðun. Viðskiptaákvarðanir eru sjaldnast teknar útfrá hagsmunum jaðartilfella og minnihluta. Þegar barist er við tugi milljóna nýrra gerviaðganga daglega eru tugþúsundir ranglega lokaðra aðganga ásættanlegur fórnarkostnaður. Þegar við sjáum hve miklar fjárhæðir eru í húfi og hve lítils virði hvert og eitt okkar er, þá fer hvarfið að verða skiljanlegra. Sannleiksleitin heldur þó áfram og mæli ég með að nærast áður en lengra er haldið. Möndlugraut? Höfundur er tölvunarfræðingur, menntaður í – en ekki af – gervigreind
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun