Lífið

Pete orðinn pabbi

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Pete og Elsie með nýfæddri dóttur þeirra, Scottie Rose.
Pete og Elsie með nýfæddri dóttur þeirra, Scottie Rose.

Grínistinn Pete Davidson og fyrirsætan Elsie Hewitt eru orðin foreldrar eftir að dóttir þeirra, Scottie Rose Hewitt Davidson, kom í heiminn 12. desember síðastliðinn.

Hewitt greindi frá fréttunum með myndaveislu á Instagram í gær. Við færsluna skrifaði hún: „Fullkomni litli engillinn okkar kom 12/12/2025.“

Nafnið Scottie ku vera vísun í föður Davidson, slökkviliðsmanninn Scott Davidson, sem lést 33 ára gamall í hryðjuverkaárásunum á tvíburaturnana 11. september 2001.

„Mitt besta verk til þessa,“ skrifaði Elsie jafnframt í færslunni og sagðist vera uppfull af þakklæti. Neðst skilaði hún svo kveðju frá Pete: „wu tang forever“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.