Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar 6. desember 2025 12:32 Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur hefur nú lagt fram sín fyrstu fjárlög hvar þau hefðu getað skilað afgangi af rekstri ríkissjóðs hefði viljinn verið fyrir hendi. Fyrir rúmu ári síðan, þegar fjárlög yfirstandandi árs voru kynnt, var ljóst að mögulegt yrði að ná afgangi af fjárlögum árið 2026 en til þess þyrfti þó styrka stjórn efnahagsmál. Áhersla ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur á stöðugleika og hallalaus fjárlög er ekki meiri en svo að í fjárlögum er stefnt að 27 milljarðar króna halla af rekstri. Boðaðar hagræðingaraðgerðir, sem þó eru trommaðar upp með látum, nema aðeins 0,9% af útgjöldum ríkissjóðs árið 2026 og hluti þeirra felst í að fresta verkefnum eða tæma varasjóði ráðuneyta, ekkert alvöru hagræði þar. Hallinn væri svo líka enn meiri ef ekki væri fyrir 30 milljarða skattahækkanir sem boðaðar eru á fólkið í landinu. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur er nefnilega ekki tilbúin að leggja á sig það sem til þarf, kýs frekar að nýta tekjuauka frá öflugum efnahagsumsvifum í aukin útgjöld, og þegar hann dugir ekki til þá hækkar hún skatta á heimilin og fyrirtækin í landinu - sama ríkisstjórnin og lofaði fyrir rétt rúmu ári síðan að hækka ekki skatta á venjulegt fólk. Til þess að standa undir útgjaldaflaum þeim sem leiðir af kosningaloforðum ríkisstjórnarflokkanna, þá kannski helst Flokks fólksins, stendur til að afnema samsköttun hjóna og sambúðarfólks, hækka vörugjöld á bíla, hækka skatta á leigutekjur, innheimta kílómetragjald af bensín og dísilbílum, svo eitthvað sé nefnt, en allt á það sammerkt að bitna hvað verst á þeim sem minnst hafa milli handanna. Ráðherrum og þingmönnum Viðreisnar hlýtur hið minnsta að vera þetta margt þvert um geð standi þeir raunverulega undir meintri hægri mennsku sinni. En þetta þarf ekki að vera svona. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram tillögur að breytingum á fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sem myndu skila rekstri ríkissjóðs í plús samhliða umfangsmiklum skattalækkunum til handa heimilum og fyrirtækjum. Auk þess að leggjast gegn öllum skattahækkunartillögum ríkisstjórnarinnar leggur Sjálfstæðisflokkurinn til að útvarpsgjald verði lækkað samhliða niðurskurði í rekstri RÚV, stimpilgjöld verði afnumin á kaupum einstaklinga á íbúðarhúsnæði, endurgreiðsla VSK við vinnu á byggingarstað verði aukin á ný og kolefnisgjöld verði lækkuð. Tillögurnar fela einnig í sér sölu ríkiseigna sem engin þörf er á að séu til staðar í eignasafni hins opinbera. Tillögurnar létta raunverulega undir með heimilum í landinu, skilja meira eftir af sjálfsafla fé þeirra í eigin vasa, gefur atvinnulífinu meira svigrúm til vaxtar og verðmætasköpunar öllum til heilla og taka á þeim vanda sem byggst hefur upp á húsnæðismarkaði. Það er það sem við þurfum núna þegar hægja hefur tekið á í hagkerfinu, ekki umfangsmeira ríkisbákn sem dregur sífellt meira til sín. Fjárlög fyrir árið 2026 eru ekki fjárlög stöðugleika og framþróunar heldur fjárlög skattahækkana og aukinna útgjalda. Þau hvetja ekki til nýsköpunar, framleiðni eða fjárfestinga heldur draga úr þeim. Ef markmiðið er að stækka kökuna þarf að hætta að taka stærri sneið af henni og færa ríkinu. Við þurfum ábyrgð, raunverulegt aðhald og sanngjarnt skattkerfi sem hvetur til verðmætasköpunar. Það er leiðin til að tryggja vöxt, stöðugleika og velferð. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryndís Haraldsdóttir Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Fjárlagafrumvarp 2026 Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Sjá meira
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur hefur nú lagt fram sín fyrstu fjárlög hvar þau hefðu getað skilað afgangi af rekstri ríkissjóðs hefði viljinn verið fyrir hendi. Fyrir rúmu ári síðan, þegar fjárlög yfirstandandi árs voru kynnt, var ljóst að mögulegt yrði að ná afgangi af fjárlögum árið 2026 en til þess þyrfti þó styrka stjórn efnahagsmál. Áhersla ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur á stöðugleika og hallalaus fjárlög er ekki meiri en svo að í fjárlögum er stefnt að 27 milljarðar króna halla af rekstri. Boðaðar hagræðingaraðgerðir, sem þó eru trommaðar upp með látum, nema aðeins 0,9% af útgjöldum ríkissjóðs árið 2026 og hluti þeirra felst í að fresta verkefnum eða tæma varasjóði ráðuneyta, ekkert alvöru hagræði þar. Hallinn væri svo líka enn meiri ef ekki væri fyrir 30 milljarða skattahækkanir sem boðaðar eru á fólkið í landinu. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur er nefnilega ekki tilbúin að leggja á sig það sem til þarf, kýs frekar að nýta tekjuauka frá öflugum efnahagsumsvifum í aukin útgjöld, og þegar hann dugir ekki til þá hækkar hún skatta á heimilin og fyrirtækin í landinu - sama ríkisstjórnin og lofaði fyrir rétt rúmu ári síðan að hækka ekki skatta á venjulegt fólk. Til þess að standa undir útgjaldaflaum þeim sem leiðir af kosningaloforðum ríkisstjórnarflokkanna, þá kannski helst Flokks fólksins, stendur til að afnema samsköttun hjóna og sambúðarfólks, hækka vörugjöld á bíla, hækka skatta á leigutekjur, innheimta kílómetragjald af bensín og dísilbílum, svo eitthvað sé nefnt, en allt á það sammerkt að bitna hvað verst á þeim sem minnst hafa milli handanna. Ráðherrum og þingmönnum Viðreisnar hlýtur hið minnsta að vera þetta margt þvert um geð standi þeir raunverulega undir meintri hægri mennsku sinni. En þetta þarf ekki að vera svona. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram tillögur að breytingum á fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sem myndu skila rekstri ríkissjóðs í plús samhliða umfangsmiklum skattalækkunum til handa heimilum og fyrirtækjum. Auk þess að leggjast gegn öllum skattahækkunartillögum ríkisstjórnarinnar leggur Sjálfstæðisflokkurinn til að útvarpsgjald verði lækkað samhliða niðurskurði í rekstri RÚV, stimpilgjöld verði afnumin á kaupum einstaklinga á íbúðarhúsnæði, endurgreiðsla VSK við vinnu á byggingarstað verði aukin á ný og kolefnisgjöld verði lækkuð. Tillögurnar fela einnig í sér sölu ríkiseigna sem engin þörf er á að séu til staðar í eignasafni hins opinbera. Tillögurnar létta raunverulega undir með heimilum í landinu, skilja meira eftir af sjálfsafla fé þeirra í eigin vasa, gefur atvinnulífinu meira svigrúm til vaxtar og verðmætasköpunar öllum til heilla og taka á þeim vanda sem byggst hefur upp á húsnæðismarkaði. Það er það sem við þurfum núna þegar hægja hefur tekið á í hagkerfinu, ekki umfangsmeira ríkisbákn sem dregur sífellt meira til sín. Fjárlög fyrir árið 2026 eru ekki fjárlög stöðugleika og framþróunar heldur fjárlög skattahækkana og aukinna útgjalda. Þau hvetja ekki til nýsköpunar, framleiðni eða fjárfestinga heldur draga úr þeim. Ef markmiðið er að stækka kökuna þarf að hætta að taka stærri sneið af henni og færa ríkinu. Við þurfum ábyrgð, raunverulegt aðhald og sanngjarnt skattkerfi sem hvetur til verðmætasköpunar. Það er leiðin til að tryggja vöxt, stöðugleika og velferð. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar