Fótbolti

Lingard yfir­gefur Suður-Kóreu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
 Jesse Lingard  fagnar í leik með FC Seoul.
 Jesse Lingard fagnar í leik með FC Seoul. vísir/getty

Fyrrum leikmaður Man. Utd og enska landsliðsins, Jesse Lingard, er í leit að næsta ævintýri eftir að hafa gert starfslokasamning í Suður-Kóreu.

Lingard er að klára sitt annað tímabil með FC Seoul. Hann hefur spilað 66 leiki með félaginu og skorað 18 mörk.

„Þessi tími í Suður-Kóreu hefur verið ótrúlegur. Fótboltinn, andrúmsloftið og ástríðan er í hæsta gæðaflokki,“ sagði Lingard sem er orðinn 32 ára gamall.

„Ég verð alltaf þakklátur fyrir að hafa fengið tækifæri hjá þessu stóra félagi.“

Það gekk illa hjá Lingard framan af hjá FC Seoul en hann átti síðar eftir að vinna hug og hjörtu stuðningsmanna félagsins og getur því gengið sáttur frá borði.

Lingard, sem spilaði 232 leiki fyrir Man. Utd, er greinilega búinn að ákveða næsta skref en ætlar ekki að gefa upp strax hvað það er.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×