Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar 3. desember 2025 19:01 Fyrir skömmu skrifaði ég grein um kerfisbundið aðgerðarleysi Reykjavíkurborgar gagnvart hættulegum gatnamótum við Laugarnesskóla þar sem ekið hefur verið á fjölmörg börn á stuttum tíma. Þögn borgaryfirvalda var ærandi en svarið sem barst er verra en þögnin. Borgin hefur lýst því yfir að hún hyggst ekkert gera og felur sig á bak við hönnunarstaðla og meintan fjárskort. Á sama tíma berast fréttir af nýjum kostnaðarsömum ævintýrum. Léttir í ráðhúsinu Svörin frá borginni bera vott um alvarlegan skort á ábyrgðartilfinningu. Eftir að íbúar gengu á borgina með kröfur um úrbætur á umræddum gatnamótum fékkst þetta viðmót: „Okkur var mjög létt þegar við lásum í bæði skiptin að sem betur fer hafi þau sem urðu fyrir bíl á þessum stað, ekki orðið fyrir neinum umtalsverðum líkamlegum skaða. Vonandi ná báðir einstaklingar sér fljótt andlega af atburðunum.“ Það er erfitt að ímynda sér hvernig hægt er að upplifa létti þegar börn eru keyrð niður á gangbraut við grunnskóla. Sjúkrabíll var kallaður á vettvang. Að einblína á að börnin nái sér „andlega“ er kaldranaleg tilraun til að gera lítið úr þeirri bráðu hættu sem börnunum var stefnt í. Viðbrögðin bera vott um veruleikafirringu. Borgarstarfsmönnum er líklega fyrst og fremst létt yfir því að hafa ekki þurft að takast á við stærra vandamál. Er Reykjavík enn þorp? Borgin heldur því fram að gatnamótin standist „ítrustu hönnunarstaðla“. Jafnframt er sólinni kennt um slysin. Hún skín víst lágt og blindar ökumenn einmitt þegar börnin eru á leið heim úr skóla. Í svarinu segir að „mjög erfitt er að eiga við þessar aðstæður eftir á“. Þetta er auðvitað þvæla. Ef „ítrustu hönnunarstaðlar“ gera ráð fyrir því að börn fari yfir tvær götur án gönguljósa á stað þar sem veruleg og fyrirsjáanleg hætta er á slysum vegna sólar og annarra utanaðkomandi þátta þá hljóta þessir staðlar að vera frá því Reykjavík var þorp. Ný sundlaug fyrir lunda Ótrúlegasta afsökunin sem borgin hefur boðið upp á er fjárskortur. Það þurfi að forgangsraða og fjármagn sé af skornum skammti þegar kemur að því að setja upp lífsnauðsynleg umferðarljós. En svo les maður fréttirnar. Einar Þorsteinsson á hrós skilið fyrir að benda á í nýlegri færslu að nú er meirihlutinn að glíma við þann kostnaðarsama raunveruleika að jarðvegurinn undir nýju selalauginni í Húsdýragarðinum haldi ekki og þess vegna þurfi að færa hana og byggja nýja lundalaug! Þetta er með miklum ólíkindum. Það eru ekki til peningar til að vernda börn á leið heim úr skóla en það virðist vera til sjóður til að tryggja að selir hafi byggingarfræðilega trausta aðstöðu - og nú á að bæta við nýrri laug fyrir lunda. Þetta sýnir að málið snýst ekki um skort á fjármagni heldur sýnir þetta að þeir sem stjórna borginni eru ekki í tengslum við raunveruleikann. Hugmynd menningar- og íþróttaráðs að nýrri selalaug. Ráðið leggur til að byggja lundabyggð þar sem selalaugin stendur nú.Reykjavíkurborg Íbúar taka völdin Borgin hefur tekið afstöðu og hún ætlar ekki að bregðast við. Þess vegna verða íbúar að gera það. Foreldrafélagið hefur af miklum krafti þegar skipulagt gangbrautarvörslu en tilefni er til að ganga lengra. Nú er í vinnslu á öðrum vettvangi að panta færanleg, samstillt umferðarljós sem áætlað er að sett verði upp á gatnamótunum á næstunni. Þar sem borgin getur ekki tryggt öryggi barnanna okkar þá munu íbúarnir sjálfir gera það. Spurningin er, hvað verður borgin lengi að bregðast við þá? Munu borgarstarfsmenn virkja mannskap til að fjarlægja öryggisbúnað sem íbúar setja upp sjálfir? Það yrði viðeigandi lokahnykkur á þetta sorglega mál. Höfundur er faðir barna í Laugarnesskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Skóla- og menntamál Umferðaröryggi Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Fyrir skömmu skrifaði ég grein um kerfisbundið aðgerðarleysi Reykjavíkurborgar gagnvart hættulegum gatnamótum við Laugarnesskóla þar sem ekið hefur verið á fjölmörg börn á stuttum tíma. Þögn borgaryfirvalda var ærandi en svarið sem barst er verra en þögnin. Borgin hefur lýst því yfir að hún hyggst ekkert gera og felur sig á bak við hönnunarstaðla og meintan fjárskort. Á sama tíma berast fréttir af nýjum kostnaðarsömum ævintýrum. Léttir í ráðhúsinu Svörin frá borginni bera vott um alvarlegan skort á ábyrgðartilfinningu. Eftir að íbúar gengu á borgina með kröfur um úrbætur á umræddum gatnamótum fékkst þetta viðmót: „Okkur var mjög létt þegar við lásum í bæði skiptin að sem betur fer hafi þau sem urðu fyrir bíl á þessum stað, ekki orðið fyrir neinum umtalsverðum líkamlegum skaða. Vonandi ná báðir einstaklingar sér fljótt andlega af atburðunum.“ Það er erfitt að ímynda sér hvernig hægt er að upplifa létti þegar börn eru keyrð niður á gangbraut við grunnskóla. Sjúkrabíll var kallaður á vettvang. Að einblína á að börnin nái sér „andlega“ er kaldranaleg tilraun til að gera lítið úr þeirri bráðu hættu sem börnunum var stefnt í. Viðbrögðin bera vott um veruleikafirringu. Borgarstarfsmönnum er líklega fyrst og fremst létt yfir því að hafa ekki þurft að takast á við stærra vandamál. Er Reykjavík enn þorp? Borgin heldur því fram að gatnamótin standist „ítrustu hönnunarstaðla“. Jafnframt er sólinni kennt um slysin. Hún skín víst lágt og blindar ökumenn einmitt þegar börnin eru á leið heim úr skóla. Í svarinu segir að „mjög erfitt er að eiga við þessar aðstæður eftir á“. Þetta er auðvitað þvæla. Ef „ítrustu hönnunarstaðlar“ gera ráð fyrir því að börn fari yfir tvær götur án gönguljósa á stað þar sem veruleg og fyrirsjáanleg hætta er á slysum vegna sólar og annarra utanaðkomandi þátta þá hljóta þessir staðlar að vera frá því Reykjavík var þorp. Ný sundlaug fyrir lunda Ótrúlegasta afsökunin sem borgin hefur boðið upp á er fjárskortur. Það þurfi að forgangsraða og fjármagn sé af skornum skammti þegar kemur að því að setja upp lífsnauðsynleg umferðarljós. En svo les maður fréttirnar. Einar Þorsteinsson á hrós skilið fyrir að benda á í nýlegri færslu að nú er meirihlutinn að glíma við þann kostnaðarsama raunveruleika að jarðvegurinn undir nýju selalauginni í Húsdýragarðinum haldi ekki og þess vegna þurfi að færa hana og byggja nýja lundalaug! Þetta er með miklum ólíkindum. Það eru ekki til peningar til að vernda börn á leið heim úr skóla en það virðist vera til sjóður til að tryggja að selir hafi byggingarfræðilega trausta aðstöðu - og nú á að bæta við nýrri laug fyrir lunda. Þetta sýnir að málið snýst ekki um skort á fjármagni heldur sýnir þetta að þeir sem stjórna borginni eru ekki í tengslum við raunveruleikann. Hugmynd menningar- og íþróttaráðs að nýrri selalaug. Ráðið leggur til að byggja lundabyggð þar sem selalaugin stendur nú.Reykjavíkurborg Íbúar taka völdin Borgin hefur tekið afstöðu og hún ætlar ekki að bregðast við. Þess vegna verða íbúar að gera það. Foreldrafélagið hefur af miklum krafti þegar skipulagt gangbrautarvörslu en tilefni er til að ganga lengra. Nú er í vinnslu á öðrum vettvangi að panta færanleg, samstillt umferðarljós sem áætlað er að sett verði upp á gatnamótunum á næstunni. Þar sem borgin getur ekki tryggt öryggi barnanna okkar þá munu íbúarnir sjálfir gera það. Spurningin er, hvað verður borgin lengi að bregðast við þá? Munu borgarstarfsmenn virkja mannskap til að fjarlægja öryggisbúnað sem íbúar setja upp sjálfir? Það yrði viðeigandi lokahnykkur á þetta sorglega mál. Höfundur er faðir barna í Laugarnesskóla.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar