Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir, Anna Sigríður Guðnadóttir og Lovísa Jónsdóttir skrifa 12. nóvember 2025 19:31 Mosfellsbær hefur um árabil getað státað sig af því að bjóða lægstu leikskólagjöld á höfuðborgarsvæðinu. Þannig verður það áfram. Starfsemi leikskóla er gríðarlega mikilvæg í samfélaginu. Samt telst hún ekki vera lögbundin starfsemi sveitarfélaga og engin sérstök framlög koma úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga til að reka leikskóla. Í Mosfellsbæ greiða foreldrar um 8% af raunkostnaði við leikskólapláss. Öll börn sem orðin eru 12 mánaða þann 1.ágúst ár hvert eiga kost á leikskóladvöl þegar starfsárið hefst þann 1. september. Þá niðurgreiðir Mosfellsbær vistun hjá dagforeldrum frá 12 mánaða aldri barns svo foreldrar greiða sama gjald og greitt er fyrir leikskólavist. Þannig sitja allir foreldrar við sama borð. Engar stórar kerfisbreytingar Starfsfólki leikskóla er treyst fyrir umönnun og menntun okkar yngstu barna og það nýtur mikils trausts í samfélaginu. Allt of lengi voru launakjör og starfsaðstæður í leikskólum óásættanlegar, sem birtist m.a. í því að erfitt var að manna skólana. Með nýjum kjarasamningum og styttingu vinnuvikunnar náðust umtalsverðar kjarabætur sem var ánægjulegt, enda vitum við að gott og framsækið skólastarf byggir á því að í skólunum starfi framúrskarandi starfsfólk sem veit að framlag þess til samfélagsins sé metið að verðleikum. En sveitarfélögum var líka vandi á höndum við að innleiða styttingu vinnuvikunnar og mæta þeim aukna kostnaði sem fólst í kjarasamningunum. Meirihluti Framsóknar, Samfylkingar og Viðreisnar í Mosfellsbæ kaus að fara ekki í miklar kerfisbreytingar líkt og sum önnur sveitarfélög gerðu. Sem hluta af bættu starfsumhverfi í leikskólum var ákveðið að taka upp skráningu barna eftir klukkan 14 á föstudögum ásamt því að skráningardagar voru teknir upp milli jóla og nýárs og í dymbilviku fyrir páska. Með þessu móti varð unnt að innleiða að fullu styttingu vinnuvikunnar hjá starfsfólki leikskólanna sem og að uppfylla 30 daga orlofsrétt. Rétt er að taka fram að foreldrar þeirra barna sem þurfa að nýta leikskólaplássið á skráningartíma eða skráningardegi greiða ekki viðbótargjald vegna þess. Þeir foreldrar sem geta nýtt styttinguna fá afslátt af leikskólagjöldum sem nemur tímafjölda. Hækkun um 2900 krónur á mánuði En ofangreindar breytingar duga ekki til. Til að mæta, að hluta til, hækkandi rekstrarkostnaði leikskóla og tryggja áframhaldandi góða þjónustu við börn og foreldra var nauðsynlegt að hækka leikskólagjöldin umfram verðlagshækkanir. Eins og kom fram í upphafi greinarinnar hafa leikskólagjöld í Mosfellsbæ verið lægst á höfuðborgarsvæðinu um nokkra hríð. Það verður áfram þannig þó leikskólagjöldin hækki. Núverandi gjald fyrir 8 klukkustunda leikskólavist með fæðiskostnaði er 30.745 krónur og þar af er fæðiskostnaður 9.838 krónur. Eftir hækkun um 9,5% sem boðuð er í fjárhagsáætlun næsta árs verður gjaldið 33.669 krónur og þar af verður fæðisgjaldið 10.772. Þannig verður hækkun á 8 stunda gjaldi rúmlega 2900 krónur. Engar breytingar verða gerðar á reglum um afslætti tekjulægri foreldra eða vegna systkina. Þrátt fyrir þessa hækkun verða leikskólagjöld í Mosfellsbæ áfram umtalsvert lægri en í flestum nágrannasveitarfélögunum. Með þessum breytingum öllum vonumst við til að halda öflugu og faglegu starfsfólki, laða að nýtt og halda áfram að byggja allt leikskólastarf á gæðum, fagmennsku og góðum starfsskilyrðum fyrir starfsfólk – sem er grunnurinn að metnaðarfullu og öflugu leikskólastarfi og kærleiksríkri umönnun barna. Halla Karen Kristjánsdóttir, oddviti Framsóknar, Anna Sigríður Guðnadóttir, oddviti Samfylkingar, og Lovísa Jónsdóttir, oddviti Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anna Sigríður Guðnadóttir Garðabær Leikskólar Framsóknarflokkurinn Viðreisn Samfylkingin Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Mosfellsbær hefur um árabil getað státað sig af því að bjóða lægstu leikskólagjöld á höfuðborgarsvæðinu. Þannig verður það áfram. Starfsemi leikskóla er gríðarlega mikilvæg í samfélaginu. Samt telst hún ekki vera lögbundin starfsemi sveitarfélaga og engin sérstök framlög koma úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga til að reka leikskóla. Í Mosfellsbæ greiða foreldrar um 8% af raunkostnaði við leikskólapláss. Öll börn sem orðin eru 12 mánaða þann 1.ágúst ár hvert eiga kost á leikskóladvöl þegar starfsárið hefst þann 1. september. Þá niðurgreiðir Mosfellsbær vistun hjá dagforeldrum frá 12 mánaða aldri barns svo foreldrar greiða sama gjald og greitt er fyrir leikskólavist. Þannig sitja allir foreldrar við sama borð. Engar stórar kerfisbreytingar Starfsfólki leikskóla er treyst fyrir umönnun og menntun okkar yngstu barna og það nýtur mikils trausts í samfélaginu. Allt of lengi voru launakjör og starfsaðstæður í leikskólum óásættanlegar, sem birtist m.a. í því að erfitt var að manna skólana. Með nýjum kjarasamningum og styttingu vinnuvikunnar náðust umtalsverðar kjarabætur sem var ánægjulegt, enda vitum við að gott og framsækið skólastarf byggir á því að í skólunum starfi framúrskarandi starfsfólk sem veit að framlag þess til samfélagsins sé metið að verðleikum. En sveitarfélögum var líka vandi á höndum við að innleiða styttingu vinnuvikunnar og mæta þeim aukna kostnaði sem fólst í kjarasamningunum. Meirihluti Framsóknar, Samfylkingar og Viðreisnar í Mosfellsbæ kaus að fara ekki í miklar kerfisbreytingar líkt og sum önnur sveitarfélög gerðu. Sem hluta af bættu starfsumhverfi í leikskólum var ákveðið að taka upp skráningu barna eftir klukkan 14 á föstudögum ásamt því að skráningardagar voru teknir upp milli jóla og nýárs og í dymbilviku fyrir páska. Með þessu móti varð unnt að innleiða að fullu styttingu vinnuvikunnar hjá starfsfólki leikskólanna sem og að uppfylla 30 daga orlofsrétt. Rétt er að taka fram að foreldrar þeirra barna sem þurfa að nýta leikskólaplássið á skráningartíma eða skráningardegi greiða ekki viðbótargjald vegna þess. Þeir foreldrar sem geta nýtt styttinguna fá afslátt af leikskólagjöldum sem nemur tímafjölda. Hækkun um 2900 krónur á mánuði En ofangreindar breytingar duga ekki til. Til að mæta, að hluta til, hækkandi rekstrarkostnaði leikskóla og tryggja áframhaldandi góða þjónustu við börn og foreldra var nauðsynlegt að hækka leikskólagjöldin umfram verðlagshækkanir. Eins og kom fram í upphafi greinarinnar hafa leikskólagjöld í Mosfellsbæ verið lægst á höfuðborgarsvæðinu um nokkra hríð. Það verður áfram þannig þó leikskólagjöldin hækki. Núverandi gjald fyrir 8 klukkustunda leikskólavist með fæðiskostnaði er 30.745 krónur og þar af er fæðiskostnaður 9.838 krónur. Eftir hækkun um 9,5% sem boðuð er í fjárhagsáætlun næsta árs verður gjaldið 33.669 krónur og þar af verður fæðisgjaldið 10.772. Þannig verður hækkun á 8 stunda gjaldi rúmlega 2900 krónur. Engar breytingar verða gerðar á reglum um afslætti tekjulægri foreldra eða vegna systkina. Þrátt fyrir þessa hækkun verða leikskólagjöld í Mosfellsbæ áfram umtalsvert lægri en í flestum nágrannasveitarfélögunum. Með þessum breytingum öllum vonumst við til að halda öflugu og faglegu starfsfólki, laða að nýtt og halda áfram að byggja allt leikskólastarf á gæðum, fagmennsku og góðum starfsskilyrðum fyrir starfsfólk – sem er grunnurinn að metnaðarfullu og öflugu leikskólastarfi og kærleiksríkri umönnun barna. Halla Karen Kristjánsdóttir, oddviti Framsóknar, Anna Sigríður Guðnadóttir, oddviti Samfylkingar, og Lovísa Jónsdóttir, oddviti Viðreisnar.
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun