Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar 12. nóvember 2025 08:02 Rætt var um stöðu íslenskrar tungu í útvarpsþættinum Vikulokunum síðastliðna helgi, af yfirvegun og jákvæðni. Umræðan var lausnamiðuð, bent á margt sem betur mátti fara en því líka hælt sem vel er gert. Einnig var rætt um nábýli íslenskunnar og erlendra tungumála í aldanna rás svo sem á dönsku og nú ensku. Það er ekkert nýtt í því að landsmenn þurfi að venja sig við fleira en eitt tungumál. Áskorunin sem við stöndum nú frammi fyrir gagnvart enskri tungu, með öll sín ókjör af afþreyingu, er þó að mínu viti miklu stærri og krefst öflugri viðspyrnu. Þar þurfum við að taka höndum saman. Ég tek því heilshugar undir þau sjónarmið að hlúa þurfi að tungumálinu okkar, gera það aðgengilegt og leyfa því að þróast án þess að það tapi sérstöðu sinni. Í fyrravor kom skýrt fram í viðhorfskönnun sem ráðuneytið lét gera að 97% landsmanna þykir vænt um íslenskuna. Í sömu könnun kom fram að margir hafa áhyggjur af áhrifum ensku á íslenska tungu. Íslenskan er stór hluti af sjálfsmynd okkar sem þjóðar og viljinn til að vernda móðurmálið er mikill og það er sameiginlegt verkefni okkar allra. Því erum við flest sammála og það eitt er sigur. Staða íslenskrar tungu er að mörgu leyti mjög sterk þótt hún sé ekki töluð af ýkja mörgum. Almennur vilji virðist vera í samfélaginu til að tjá sig á íslensku á öllum sviðum og við höfum á að skipa stofnunum og einstaklingum sem hlúa að henni og vilja veg hennar sem mestan. Háskólarnir sinna hefðbundnu íslenskunámi og kennslu íslensku sem annars tungumáls. Árnastofnun hefur það hlutverk að sinna bæði íslenskri tungu og íslenskum bókmenntum, stunda rannsóknir og miðla þekkingu. Miðstöð íslenskra bókmennta sér um að efla bókmenningu á Íslandi og stuðla að útbreiðslu íslenskra bókmennta. Almannarómur heldur svo vel utan um íslenska máltækni að eftir því er tekið víða um heim. Svo eru það allir skólarnir, hinar fjölmörgu stofnanir, félagasamtök, fyrirtæki og einstaklingar, að ógleymdum listamönnunum okkar. Lestrarátak fyrir fullorðna Á Íslandi eru tvö opinber tungumál, íslensk tunga og íslenskt táknmál, og um bæði málin gilda sérstök lög. Í þeim segir að íslenskan sé sameiginlegt mál allra landsmanna og að stjórnvöld skuli tryggja að unnt verði að nota hana á öllum sviðum þjóðlífsins. Allir sem hér eru búsettir skulu eiga þess kost að læra og nota íslensku. Í menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneyti er vinna hafin við undirbúning næstu aðgerðaáætlunar í málefnum íslenskrar tungu. Ráðuneytið mun í samstarfi við mennta- og barnamálaráðuneyti útfæra aðgerðir sem styðja og styrkja íslenska tungu á víðum vettvangi, jafnt í skólakerfinu sem úti í samfélaginu. Vilji minn stendur til þess að halda áfram að huga að stöðu íslenskunnar meðal barna og ungmenna en mér finnst líka áríðandi að við vekjum áhuga fólks á öllum aldri á íslenskri tungu og þá er ég líka að hugsa um lestur fullorðinna. Það er áhyggjuefni að bóklestur sé að verða jaðaríþrótt á Íslandi. Á því munum við taka í nýrri bókmenntastefnu sem von er á næsta vor. Við höfum þegar hafið undirbúning hennar með því að láta gera úttekt á íslenskum bókamarkaði sem von er á í febrúar. Undanfarin ár hafa stjórnvöld veitt yfir 400 milljónir á ári í stuðning við útgáfu bóka á íslensku sem hefur reynst mikil innspýting inn í bæði sköpun og útgáfu íslenskra bókmennta. 9,7 milljón mínútur Í ráðuneyti íslenskunnar leggjum við mikla áherslu á að hlúa að íslensku hjá börnum og ungmennum. Sem dæmi má nefna verkefni á borð við Skáld í skólum sem er starfrækt af Rithöfundasambandi Íslands með stuðningi ráðuneytisins. Svakalega lestrarkeppnin er nýtt verkefni sem lauk í síðustu viku en tæplega 17 þúsund börn í 1.–7. bekk í 90 skólum um land allt tóku þátt í að safna lestrarmínútum. Óhætt er að segja að um „svakalegan“ árangur hafi verið að ræða en samtals lásu börnin í 9,7 milljónir mínútna á einum mánuði, eða í 161.539 klukkustundir. Það eru rúmlega 18 ár af lestri! Ráðuneytið fagnar þessum áhuga og mun efna til Svakalegu lestrarkeppninnar aftur að ári. Málæði er annað verkefni á vegum Listar fyrir alla þar sem unglingum landsins í 8.–10. bekk er boðið að semja lög og texta í samstarfi við íslenskt tónlistarfólk. Afraksturinn mun birtast á RÚV að kveldi dags íslenskrar tungu. Máltækni og gervigreind Einn af mikilvægustu þáttunum í þróun tungumáls okkar er máltækni – samvinna tungumáls og tækni í hagnýtum tilgangi, svo sem hvernig tæknin getur skilið, talað, lesið, þýtt og skrifað tungumál. Stjórnvöld starfa eftir máltækniáætlun ráðuneytisins sem fjallar ítarlega um uppbyggingu máltæknilausna, gervigreindar og stafrænna innviða en sú vinna er að stóru leyti í höndum Almannaróms. Í yfirstandandi viku – viku íslenskunnar – mun Almannarómur hefja heimildasöfnun um íslenskunotkun fyrirtækja landsins með það að markmiði að bæta við Risamálheildina raunsannri mynd af þeirri íslensku sem notuð er í atvinnulífinu. Það mun styrkja stoðir tungumálsins okkar á sama tíma og það stuðlar að bættri íslenskugetu tæknilausna framtíðarinnar. Stór hluti af þessu starfi snýr að því að íslenska sé aðgengileg í nýjustu tækni. Mörg höfum við erlenda valmynd daglega fyrir augum í hinum ýmsu tækjum þar sem hin vinsælu Apple tæki bjóða ekki upp á íslenskt stýrikerfi. Þá fá erlend orð eins og tæmer, rímænder og erpleinmót byr undir báða vængi og síast inn í tungumálið okkar án þess að aðlagast því. Með því að tryggja að nýjasta tækni sé aðgengileg á íslensku hvort sem um ræðir Apple, Google eða aðra tæknirisa, tryggjum við að tungumálið okkar þroskist og þróist. Ég hef óskað eftir fundi með stjórnendum Apple til að ræða stöðu íslenskunnar í hinum stafræna heimi auk þess sem verið að vinna að fleiri leiðum til þess að koma tungumálinu okkar að hjá fleiri tæknirisum. Með sameiginlegu átaki stjórnvalda, atvinnulífsins og almennings getum við tryggt að íslenskan verði áfram lifandi tungumál í heimi þar sem tæknin þróast hraðar en nokkru sinni fyrr. Íslenska er sjálfsagt mál! Á síðustu árum er það ekki orðið sjálfgefið að íslenska sé fremst í flokki í opinberu rými og í daglegu lífi. Matseðlar á veitingastöðum, leiðbeiningar eða vörulýsingar í íslenskum vefverslunum og upplýsingar á skiltum eru allt of oft einungis á ensku. Þessi þróun grefur undan íslenskunni og hún á betra skilið. Nýlega uppsett skilti í Leifsstöð setja enskuna ofar íslenskunni þrátt fyrir loforð um annað. Í gær las ég á íslenskum umbúðum í íslenskri verslun að íslensk vara væri með „hint af jarðarberjabragði.“ Og nú í vikunni bárust af því fréttir að ákveðin samskipti íslenskra neytenda við íslenskt fyrirtæki skuli vera á ensku, annars verður ekki mark tekið á þeim. Hér þarf augljóslega að girða sig í brók, hvort sem um er að ræða íslenskt fyrirtæki á markaði, opinbert hlutafélag eða stofnanir. Það er fegurð í því að flagga tungumálinu og um leið stór hluti af því að upplifa Ísland. Sannarlega má bjóða upp á upplýsingar og texta á hinum ýmsu tungumálum en íslenskan á alltaf að vera til staðar og vera í forgrunni. Í aðgerðaáætlun um málefni íslenskrar tungu er aðgerð sem ber heitið Íslenska er sjálfsagt mál. Hún felur það í sér að stuðlað verði að auknum sýnileika og heyranleika íslenskrar tungu í almannarýminu. Þegar er í gildi samkomulag við Neytendastofu um aukið eftirlit með því að auglýsingar séu á íslensku þegar þeim er beint að íslenskum neytendum en hægt er að senda inn ábendingar þess efnis á vef Neytendastofu. Mér er þetta hjartans mál og því hefur ráðuneytið hafið vinnu við að greina hvernig sé heppilegast er að taka á þessu, til dæmis með beinni lagasetningu eða öðrum áhrifaríkum hætti. Gleðilega viku íslenskunnar Íslenskan er hvorki stirð né stöðnuð; hún krefst umhyggju, uppfærslu og notkunar – og það er verkefni okkar allra. Veitum íslenskunni athygli og því hvernig við getum, hvert og eitt, stutt við hana. Mig langar því að biðla til allra þeirra sem bera hag tungumálsins fyrir brjósti að veita henni sérstaka athygli á degi íslenskrar tungu næstkomandi sunnudag. Málfræðin þarf ekki að vera fullkomin til að fólk tjái sig. Framburðurinn má og á að vera ættaður frá fleiri stöðum en Mývatnssveit og Múlaþingi. Áhugi og umhyggja fyrir þessari fallegu sameign okkar er það sem skiptir máli og þá mun annað fylgja – á íslensku. Höfundur er menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Logi Einarsson Íslensk tunga Mest lesið Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Sjá meira
Rætt var um stöðu íslenskrar tungu í útvarpsþættinum Vikulokunum síðastliðna helgi, af yfirvegun og jákvæðni. Umræðan var lausnamiðuð, bent á margt sem betur mátti fara en því líka hælt sem vel er gert. Einnig var rætt um nábýli íslenskunnar og erlendra tungumála í aldanna rás svo sem á dönsku og nú ensku. Það er ekkert nýtt í því að landsmenn þurfi að venja sig við fleira en eitt tungumál. Áskorunin sem við stöndum nú frammi fyrir gagnvart enskri tungu, með öll sín ókjör af afþreyingu, er þó að mínu viti miklu stærri og krefst öflugri viðspyrnu. Þar þurfum við að taka höndum saman. Ég tek því heilshugar undir þau sjónarmið að hlúa þurfi að tungumálinu okkar, gera það aðgengilegt og leyfa því að þróast án þess að það tapi sérstöðu sinni. Í fyrravor kom skýrt fram í viðhorfskönnun sem ráðuneytið lét gera að 97% landsmanna þykir vænt um íslenskuna. Í sömu könnun kom fram að margir hafa áhyggjur af áhrifum ensku á íslenska tungu. Íslenskan er stór hluti af sjálfsmynd okkar sem þjóðar og viljinn til að vernda móðurmálið er mikill og það er sameiginlegt verkefni okkar allra. Því erum við flest sammála og það eitt er sigur. Staða íslenskrar tungu er að mörgu leyti mjög sterk þótt hún sé ekki töluð af ýkja mörgum. Almennur vilji virðist vera í samfélaginu til að tjá sig á íslensku á öllum sviðum og við höfum á að skipa stofnunum og einstaklingum sem hlúa að henni og vilja veg hennar sem mestan. Háskólarnir sinna hefðbundnu íslenskunámi og kennslu íslensku sem annars tungumáls. Árnastofnun hefur það hlutverk að sinna bæði íslenskri tungu og íslenskum bókmenntum, stunda rannsóknir og miðla þekkingu. Miðstöð íslenskra bókmennta sér um að efla bókmenningu á Íslandi og stuðla að útbreiðslu íslenskra bókmennta. Almannarómur heldur svo vel utan um íslenska máltækni að eftir því er tekið víða um heim. Svo eru það allir skólarnir, hinar fjölmörgu stofnanir, félagasamtök, fyrirtæki og einstaklingar, að ógleymdum listamönnunum okkar. Lestrarátak fyrir fullorðna Á Íslandi eru tvö opinber tungumál, íslensk tunga og íslenskt táknmál, og um bæði málin gilda sérstök lög. Í þeim segir að íslenskan sé sameiginlegt mál allra landsmanna og að stjórnvöld skuli tryggja að unnt verði að nota hana á öllum sviðum þjóðlífsins. Allir sem hér eru búsettir skulu eiga þess kost að læra og nota íslensku. Í menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneyti er vinna hafin við undirbúning næstu aðgerðaáætlunar í málefnum íslenskrar tungu. Ráðuneytið mun í samstarfi við mennta- og barnamálaráðuneyti útfæra aðgerðir sem styðja og styrkja íslenska tungu á víðum vettvangi, jafnt í skólakerfinu sem úti í samfélaginu. Vilji minn stendur til þess að halda áfram að huga að stöðu íslenskunnar meðal barna og ungmenna en mér finnst líka áríðandi að við vekjum áhuga fólks á öllum aldri á íslenskri tungu og þá er ég líka að hugsa um lestur fullorðinna. Það er áhyggjuefni að bóklestur sé að verða jaðaríþrótt á Íslandi. Á því munum við taka í nýrri bókmenntastefnu sem von er á næsta vor. Við höfum þegar hafið undirbúning hennar með því að láta gera úttekt á íslenskum bókamarkaði sem von er á í febrúar. Undanfarin ár hafa stjórnvöld veitt yfir 400 milljónir á ári í stuðning við útgáfu bóka á íslensku sem hefur reynst mikil innspýting inn í bæði sköpun og útgáfu íslenskra bókmennta. 9,7 milljón mínútur Í ráðuneyti íslenskunnar leggjum við mikla áherslu á að hlúa að íslensku hjá börnum og ungmennum. Sem dæmi má nefna verkefni á borð við Skáld í skólum sem er starfrækt af Rithöfundasambandi Íslands með stuðningi ráðuneytisins. Svakalega lestrarkeppnin er nýtt verkefni sem lauk í síðustu viku en tæplega 17 þúsund börn í 1.–7. bekk í 90 skólum um land allt tóku þátt í að safna lestrarmínútum. Óhætt er að segja að um „svakalegan“ árangur hafi verið að ræða en samtals lásu börnin í 9,7 milljónir mínútna á einum mánuði, eða í 161.539 klukkustundir. Það eru rúmlega 18 ár af lestri! Ráðuneytið fagnar þessum áhuga og mun efna til Svakalegu lestrarkeppninnar aftur að ári. Málæði er annað verkefni á vegum Listar fyrir alla þar sem unglingum landsins í 8.–10. bekk er boðið að semja lög og texta í samstarfi við íslenskt tónlistarfólk. Afraksturinn mun birtast á RÚV að kveldi dags íslenskrar tungu. Máltækni og gervigreind Einn af mikilvægustu þáttunum í þróun tungumáls okkar er máltækni – samvinna tungumáls og tækni í hagnýtum tilgangi, svo sem hvernig tæknin getur skilið, talað, lesið, þýtt og skrifað tungumál. Stjórnvöld starfa eftir máltækniáætlun ráðuneytisins sem fjallar ítarlega um uppbyggingu máltæknilausna, gervigreindar og stafrænna innviða en sú vinna er að stóru leyti í höndum Almannaróms. Í yfirstandandi viku – viku íslenskunnar – mun Almannarómur hefja heimildasöfnun um íslenskunotkun fyrirtækja landsins með það að markmiði að bæta við Risamálheildina raunsannri mynd af þeirri íslensku sem notuð er í atvinnulífinu. Það mun styrkja stoðir tungumálsins okkar á sama tíma og það stuðlar að bættri íslenskugetu tæknilausna framtíðarinnar. Stór hluti af þessu starfi snýr að því að íslenska sé aðgengileg í nýjustu tækni. Mörg höfum við erlenda valmynd daglega fyrir augum í hinum ýmsu tækjum þar sem hin vinsælu Apple tæki bjóða ekki upp á íslenskt stýrikerfi. Þá fá erlend orð eins og tæmer, rímænder og erpleinmót byr undir báða vængi og síast inn í tungumálið okkar án þess að aðlagast því. Með því að tryggja að nýjasta tækni sé aðgengileg á íslensku hvort sem um ræðir Apple, Google eða aðra tæknirisa, tryggjum við að tungumálið okkar þroskist og þróist. Ég hef óskað eftir fundi með stjórnendum Apple til að ræða stöðu íslenskunnar í hinum stafræna heimi auk þess sem verið að vinna að fleiri leiðum til þess að koma tungumálinu okkar að hjá fleiri tæknirisum. Með sameiginlegu átaki stjórnvalda, atvinnulífsins og almennings getum við tryggt að íslenskan verði áfram lifandi tungumál í heimi þar sem tæknin þróast hraðar en nokkru sinni fyrr. Íslenska er sjálfsagt mál! Á síðustu árum er það ekki orðið sjálfgefið að íslenska sé fremst í flokki í opinberu rými og í daglegu lífi. Matseðlar á veitingastöðum, leiðbeiningar eða vörulýsingar í íslenskum vefverslunum og upplýsingar á skiltum eru allt of oft einungis á ensku. Þessi þróun grefur undan íslenskunni og hún á betra skilið. Nýlega uppsett skilti í Leifsstöð setja enskuna ofar íslenskunni þrátt fyrir loforð um annað. Í gær las ég á íslenskum umbúðum í íslenskri verslun að íslensk vara væri með „hint af jarðarberjabragði.“ Og nú í vikunni bárust af því fréttir að ákveðin samskipti íslenskra neytenda við íslenskt fyrirtæki skuli vera á ensku, annars verður ekki mark tekið á þeim. Hér þarf augljóslega að girða sig í brók, hvort sem um er að ræða íslenskt fyrirtæki á markaði, opinbert hlutafélag eða stofnanir. Það er fegurð í því að flagga tungumálinu og um leið stór hluti af því að upplifa Ísland. Sannarlega má bjóða upp á upplýsingar og texta á hinum ýmsu tungumálum en íslenskan á alltaf að vera til staðar og vera í forgrunni. Í aðgerðaáætlun um málefni íslenskrar tungu er aðgerð sem ber heitið Íslenska er sjálfsagt mál. Hún felur það í sér að stuðlað verði að auknum sýnileika og heyranleika íslenskrar tungu í almannarýminu. Þegar er í gildi samkomulag við Neytendastofu um aukið eftirlit með því að auglýsingar séu á íslensku þegar þeim er beint að íslenskum neytendum en hægt er að senda inn ábendingar þess efnis á vef Neytendastofu. Mér er þetta hjartans mál og því hefur ráðuneytið hafið vinnu við að greina hvernig sé heppilegast er að taka á þessu, til dæmis með beinni lagasetningu eða öðrum áhrifaríkum hætti. Gleðilega viku íslenskunnar Íslenskan er hvorki stirð né stöðnuð; hún krefst umhyggju, uppfærslu og notkunar – og það er verkefni okkar allra. Veitum íslenskunni athygli og því hvernig við getum, hvert og eitt, stutt við hana. Mig langar því að biðla til allra þeirra sem bera hag tungumálsins fyrir brjósti að veita henni sérstaka athygli á degi íslenskrar tungu næstkomandi sunnudag. Málfræðin þarf ekki að vera fullkomin til að fólk tjái sig. Framburðurinn má og á að vera ættaður frá fleiri stöðum en Mývatnssveit og Múlaþingi. Áhugi og umhyggja fyrir þessari fallegu sameign okkar er það sem skiptir máli og þá mun annað fylgja – á íslensku. Höfundur er menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra.
Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar
Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun