Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 10. nóvember 2025 07:00 Eftir eitt veðursælasta haust í manna minnum vorum við minnt allhressilega á að það getur víst enn gert almennilegan vetur á Íslandi. Út um borg og bý, við strendur og til sveita höfum við öll þurft að stökkva til, huga að eignum okkar og hjálpa fólkinu í kringum okkur að gera slíkt hið sama. Við vorum misvel undirbúin, og sumir kannski alls ekki. Það getur stundum spilast svona. Það eru sömuleiðis önnur tímamót í nánd en eftir um mánuð verður liðið eitt ár frá sögulegum Alþingiskosningum. Þar var skýrt ákall um breytingar. Ákall sem við í Viðreisn heyrðum. Fyrir sléttu ári síðan fórum við til fólks, ekki til að segja því hvernig hlutirnir væru og ættu að vera, heldur til að hlusta og læra. Skilaboðin voru skýr. Almenningur á Íslandi vildi meiri stöðugleika, alvöru aðgerðir til að lækka verðbólgu og vexti og að við myndum hlúa að börnunum okkar, ekki síst þeim sem höllustum fæti standa. Og ákallið var ekki síður um ríkisstjórn sem virkar. Viðreisn heyrði skilaboðin og okkur var treyst fyrir þessu gríðarstóra verkefni. Rétt að byrja Nú þegar höfum við áorkað miklu. Við höfum tryggt þjóðinni sanngjarnan hlut í auðlindum í hennar eigu, við höfum sett stöðugleikaregluna sem tryggir sjálfbæran rekstur ríkisins. Við seldum Íslandsbanka með hag almennings í huga. Við höfum lækkað ríkisskuldir um átta prósent. Við höfum fjölgað lögreglumönnum og aukið öryggi almennings. Við höfum tekið öryggis- og varnarmál föstum tökum. Við stöndum vörð um EES-samninginn sem er grundvöllur lífskjara út um allt land. Við höfum gert samkomulag við sveitarfélögin í landinu um uppbyggingu hjúkrunarheimila og þjónustu við börn með fjölþættan vanda. Á dögunum hitti ég konu á flugvellinum í Stokkhólmi sem sagðist vera svo þakklát fyrir að eiga í fyrsta sinn ríkisstjórn sem hún upplifði að væri að vinna fyrir sig. Og það er nákvæmlega það sem við erum að gera: Við erum búin að vera að vinna fyrir þig og við erum bara rétt að byrja. Næst Við í Viðreisn erum stolt af því að hafa verið treyst fyrir þeirri ábyrgð sem við förum með. Við erum sömuleiðis hreykin af verkum okkar hingað til. Við ætlum okkur að skila hallalausum fjárlögum fyrir árið 2027. Við ætlum að treysta þjóðinni fyrir því að taka ákvörðun um framtíð okkar í Evrópusamstarfi. Við ætlum okkur að létta fólki og fyrirtækjum að fjármagna sínar fjárfestingar. Við ætlum okkur að búa fiskeldi umgjörð sem treystir verðmætasköpun og verndar náttúruna. Við ætlum að efla innviði um allt land, hvort sem er í samgöngum, orku eða öðru sem nauðsynlegt er. Við ætlum að draga saman í útgjöldum ríkisins um 110 milljarða á næstu árum. Við ætlum að halda áfram að efla öryggi fólks. Ólíkt því sem gömlu valdhafar þessa lands halda oft fram, erum við á Íslandi ein eining og ein heild. Okkur mun ávallt vegna best ef við störfum fyrir hvert annað og með hvort öðru. Manneskja sem starfar í verslun í sjávarplássi á allt sitt undir því að Ísland eigi í tryggu viðskiptasambandi við önnur lönd og að aðgengi að mörkuðum sé gott. Þannig fær hún bæði góðar vörur á samkeppnishæfu verði og hennar viðskiptavinir geta áfram verslað fyrir þær tekjur sem koma af sölu afurða. Arkitekt á öðrum stað þarf öruggt netsamband svo mögulegt sé að koma teikningum áleiðis. Ferðaþjónustufyrirtæki þarf að geta treyst því að vegir séu góðir og öruggir allt árið um kring. Viðreisn er í vinnunni fyrir allt Ísland, og alla sem hér búa. Ísland í heild sinni allri þarf innviði sem virka, vaxtaumhverfi sem styður við verðmætasköpun, öryggi í sinni víðustu merkingu og raforku til að knýja þetta allt saman áfram. Ef fólk getur athafnað sig, býr það til verðmæti. Hvort sem það er á Álftanesi eða í Reykhólahreppi. Fyrir norðan eða sunnan, austan eða vestan. Viðreisn er í vinnunni fyrir þig og við erum rétt að byrja. Höfundur er utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Viðreisn Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Eftir eitt veðursælasta haust í manna minnum vorum við minnt allhressilega á að það getur víst enn gert almennilegan vetur á Íslandi. Út um borg og bý, við strendur og til sveita höfum við öll þurft að stökkva til, huga að eignum okkar og hjálpa fólkinu í kringum okkur að gera slíkt hið sama. Við vorum misvel undirbúin, og sumir kannski alls ekki. Það getur stundum spilast svona. Það eru sömuleiðis önnur tímamót í nánd en eftir um mánuð verður liðið eitt ár frá sögulegum Alþingiskosningum. Þar var skýrt ákall um breytingar. Ákall sem við í Viðreisn heyrðum. Fyrir sléttu ári síðan fórum við til fólks, ekki til að segja því hvernig hlutirnir væru og ættu að vera, heldur til að hlusta og læra. Skilaboðin voru skýr. Almenningur á Íslandi vildi meiri stöðugleika, alvöru aðgerðir til að lækka verðbólgu og vexti og að við myndum hlúa að börnunum okkar, ekki síst þeim sem höllustum fæti standa. Og ákallið var ekki síður um ríkisstjórn sem virkar. Viðreisn heyrði skilaboðin og okkur var treyst fyrir þessu gríðarstóra verkefni. Rétt að byrja Nú þegar höfum við áorkað miklu. Við höfum tryggt þjóðinni sanngjarnan hlut í auðlindum í hennar eigu, við höfum sett stöðugleikaregluna sem tryggir sjálfbæran rekstur ríkisins. Við seldum Íslandsbanka með hag almennings í huga. Við höfum lækkað ríkisskuldir um átta prósent. Við höfum fjölgað lögreglumönnum og aukið öryggi almennings. Við höfum tekið öryggis- og varnarmál föstum tökum. Við stöndum vörð um EES-samninginn sem er grundvöllur lífskjara út um allt land. Við höfum gert samkomulag við sveitarfélögin í landinu um uppbyggingu hjúkrunarheimila og þjónustu við börn með fjölþættan vanda. Á dögunum hitti ég konu á flugvellinum í Stokkhólmi sem sagðist vera svo þakklát fyrir að eiga í fyrsta sinn ríkisstjórn sem hún upplifði að væri að vinna fyrir sig. Og það er nákvæmlega það sem við erum að gera: Við erum búin að vera að vinna fyrir þig og við erum bara rétt að byrja. Næst Við í Viðreisn erum stolt af því að hafa verið treyst fyrir þeirri ábyrgð sem við förum með. Við erum sömuleiðis hreykin af verkum okkar hingað til. Við ætlum okkur að skila hallalausum fjárlögum fyrir árið 2027. Við ætlum að treysta þjóðinni fyrir því að taka ákvörðun um framtíð okkar í Evrópusamstarfi. Við ætlum okkur að létta fólki og fyrirtækjum að fjármagna sínar fjárfestingar. Við ætlum okkur að búa fiskeldi umgjörð sem treystir verðmætasköpun og verndar náttúruna. Við ætlum að efla innviði um allt land, hvort sem er í samgöngum, orku eða öðru sem nauðsynlegt er. Við ætlum að draga saman í útgjöldum ríkisins um 110 milljarða á næstu árum. Við ætlum að halda áfram að efla öryggi fólks. Ólíkt því sem gömlu valdhafar þessa lands halda oft fram, erum við á Íslandi ein eining og ein heild. Okkur mun ávallt vegna best ef við störfum fyrir hvert annað og með hvort öðru. Manneskja sem starfar í verslun í sjávarplássi á allt sitt undir því að Ísland eigi í tryggu viðskiptasambandi við önnur lönd og að aðgengi að mörkuðum sé gott. Þannig fær hún bæði góðar vörur á samkeppnishæfu verði og hennar viðskiptavinir geta áfram verslað fyrir þær tekjur sem koma af sölu afurða. Arkitekt á öðrum stað þarf öruggt netsamband svo mögulegt sé að koma teikningum áleiðis. Ferðaþjónustufyrirtæki þarf að geta treyst því að vegir séu góðir og öruggir allt árið um kring. Viðreisn er í vinnunni fyrir allt Ísland, og alla sem hér búa. Ísland í heild sinni allri þarf innviði sem virka, vaxtaumhverfi sem styður við verðmætasköpun, öryggi í sinni víðustu merkingu og raforku til að knýja þetta allt saman áfram. Ef fólk getur athafnað sig, býr það til verðmæti. Hvort sem það er á Álftanesi eða í Reykhólahreppi. Fyrir norðan eða sunnan, austan eða vestan. Viðreisn er í vinnunni fyrir þig og við erum rétt að byrja. Höfundur er utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar.