Íslenski boltinn

Jeffs tekur við Breiðabliki

Valur Páll Eiríksson skrifar
Ian Jeffs
Ian Jeffs Vísir/Bára

Englendingurinn Ian Jeffs er nýr þjálfari kvennaliðs Breiðabliks í fótbolta. Frá þessu er greint á samfélagsmiðlum félagsins.

Greint er frá tíðindum á Instagram þar sem Jeffs er boðinn velkominn í Kópavoginn. Jeffs tekur við af landa sínum Nik Chamberlain sem heldur til Kristianstad í Svíþjóð á næstu vikum.

Jeffs er 43 ára gamall Englendingur sem hefur verið hér á landi frá árinu 2004 þegar hann kom sem leikmaður til ÍBV. Sem þjálfari hefur hann stýrt kvennaliði ÍBV auk karlaliða Þróttar og Hauka. Þá var hann aðstoðarlandsliðsþjálfari kvenna um tíma.

Stutt er í næsta leik hjá Blikum sem mæta Fortuna Hjörring frá Danmörku í 16-liða úrslitum Evrópubikarsins á Kópavogsvelli eftir slétta viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×