Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Lovísa Arnardóttir skrifar 4. nóvember 2025 09:54 Lif Magneudóttir segir stýrihópinn stefna á að vinna hratt úr umsögnum og ljúka vinnu sinni fyrir áramót. Vísir/Vilhelm Líf Magneudóttir, formaður stýrihóps um leikskólaleiðina og oddviti Vinstri grænna í Reykjavík, segir stýrihópinn stefna að því að vinna úr umsögnum um Reykjavíkurleiðina svokölluðu hratt og örugglega. Stýrihópurinn fundar tvisvar í þessari viku. Líf segir líklegt að tillagan muni ekki vera samþykkt í þeirri mynd sem hún var lögð fram og nefnir í því samhengi tekjubil í gjaldskrá fyrir afslætti og skráningu á skráningardögum með þeim fyrirvara að hópurinn eigi eftir að taka málið til umræðu. Tveggja vikna samráði um tillögur um breytta gjaldskrá leikskóla í Reykjavík lauk á miðvikudaginn í síðustu viku. Alls bárust tæplega tvö hundruð umsagnir frá einstaklingum, stofnunum, samtökum og félögum. Breytingarnar voru kynntar í upphafi síðasta mánaðar og miða að því að fækka fáliðunardögum í leikskólum og auka fyrirsjáanleika fyrir starfsfólk og foreldra og aðra forráðamenn. Miklar breytingar eru á gjaldskrá og kynntir nýir afslættir sem eiga að hvetja foreldra til að stytta dvalartíma barna sinna. Vinnutími starfsfólks á að vera 36 klukkustundir en meðaldvalartími barna er yfir 40 klukkustundir. Breytingunum er ætlað að tryggja að vinnutími starfsfólks verði 38 klukkustundir. í stýrihópnum situr fólk úr öllum flokkum í borgarstjórn. Fjölmörg samtök skiluðu umsögn um málið en þar má nefna ÖBÍ, W.O.M.E.N – samtök kvenna af erlendum uppruna, Stígamót, Vitund, Kvennaathvarfið, Kvenfélagasamband Íslands, Félag einstakra mæðra, Sósíalistafélag Reykjavíkur, Félag atvinnurekenda og fjölmörg stéttarfélög eins og Efling, VR, BSRB, Flugfreyjufélag Íslands, Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga og Sjúkraliðafélag Íslands. Sjá einnig: Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Í umsögnum má lesa að margir hafi skilning á því að verið sé að leggja fram slíkar tillögur á þessum tímapunkti og margir sem fagna því að leikskólakerfið sé til endurskoðunar þó því hafi einnig fylgt einhver gagnrýni. Í umsögn Félags leikskólakennara er nokkuð ítarlega farið yfir stöðuna í leikskólum og bent á að leikskólastigið hafi þróast of hratt, síðustu ár. Reykjavíkurleiðin sé svar við því og með þessum breytingum eigi að skapa hvata fyrir fólk til að stytta dvalartíma barna sinna. „Ákvarðanir samfélagsins um að taka við sífellt yngri og yngri börnum í leikskóla, án þess að hugsa málið til enda, hefur aukið á vandann og komið öllum í erfiða stöðu.“ Þar er einnig fjallað um að árið 2020 hafi stytting vinnuviku verið innleidd í kjarasamninga leikskólakennara en vegna langs meðaldvalartíma barna hafi innleiðingin ekki getað gengið eftir. Í umsögn Félags stjórnenda í leikskólum er bent á að Reykjavíkurleiðin sé í takt við það sem áður hefur verið kynnt og innleitt á til dæmis Akureyri og í Kópavogi. „Starfsmannavelta hefur verið eitt helsta viðfangsefni leikskólanna undanfarin ár. Álag, langir vinnudagar og erfið starfsskilyrði hafa leitt til þess að fagfólk hættir störfum eða flyst í aðrar greinar. Með því að bæta starfsaðstæður og stytta skóladag barna er verið að styrkja starfsumhverfi kennara og stuðla að því að fagfólk haldist lengur í starfi sem hefur bein áhrif á stöðugleika og gæði kennslu,“ segir í umsögn félagsins. Kreppa í leikskólakerfinu Það sama er að segja um umsögn Eflingar en þar segir að mönnunarvandi og aukið álag hafi leitt til alvarlegrar kreppu í starfsemi leikskóla Reykjavíkurborgar. Í könnun sem stéttarfélagið gerði meðal starfsfólks í leikskólum kom fram að þau telja nauðsynlegt að fjölga starfsfólki, bæta launakjör, endurskoða dvalartíma og fjölda barna á hvern starfsmann og að tryggja þurfi að útfærsla á vinnutímastyttingu auki ekki álag á þau sem eru í vinnu. Í umsögn Eflingar er einnig lagt til að dregið verði úr hækkunum á einstæða foreldra en talið að í heild að tillögurnar muni draga úr mönnunarvanda og álagi. Einhverjir starfsmenn og stjórnendur sendu svo sjálfir inn umsagnir. Þannig fagna þær Inga Birna Sigurðardóttir og Erla Dröfn Baldursdóttir á leikskólanum Hulduheimum tillögunum. Dæmi sem gengur ekki upp „Það gefur augaleið að maður þarf ekki að vera með mikla kunnáttu í stærðfræði til að sjá að dvalartími barna á móts við vinnuskyldu starfsfólks gengur ekki upp. Dvalartími barna er að meðaltali 42,5 stundir á viku og vinnuskylda starfsfólks er 36 stundir á viku. Við fögnum því að hægt verði með tímanum að sjá þennan fyrisjáanleika,“ segja þær Inga Birna og Erla Dröfn. „Ég, sem móðir leikskólabarns og leikskólakennari og stjórnandi í leikskóla, fagna breytingunum. Í núverandi ástandi er þjónustuskerðing í formi fáliðunar orðin norm og partur af vikulegu prógrammi margra foreldra og stjórnenda í leikskólum. Þessar breytingar stemma stigu við fáliðuninni og skapa stöðugleika fyrir börnin okkar, foreldra og kennara,“ segir Erna Agnes Sigurgeirsdóttir aðstoðarleikskólastjóri en hún var einnig til viðtals um breytingarnar þegar þær voru fyrst kynntar. Í öllum leikskólum eru starfandi foreldraráð og foreldrafélög. Reykjavíkurborg fundaði með félögunum eftir að breytingarnar voru kynntar en töluverður fjöldi foreldraráða skilaði einnig inn umsögn. Í mörgum þeirra kemur fram að þau fagni því að rekstur leikskóla sé til endurskoðunar hjá borginni en þó ekki allir sem telja Reykjavíkurleiðina réttu leiðina til að bregðast við. Ýmsar nýjar tillögur eru lagðar til í umsögnunum eins og um systkina- eða hverfaforgang til að bregðast við löngum ferðatíma og svo fólk geti nýtt sér afslætti og sótt snemma. Í umsögnum eru þó einnig gerðar athugasemdir við þær tillögur sem eru lagðar fram í Reykjavíkurleiðinni og þá sérstaklega við tekjubil, skráningardaga og áhrif breytinganna á vaktavinnufólk, einstæðar mæður og fólk með takmarkaðan sveigjanleika í starfi. Í umsögn foreldraráðs leikskólans Tjarnar segir til dæmis: „Varðandi tillöguna um 25% afslátt af dvöl til kl. 14 á föstudögum: Til að hún skili raunhæfum ávinningi þarf atvinnulífið að koma til móts við foreldra og þar með börn. Að öðrum kosti getur tillagan, til að forðast hærri gjöld eftir kl. 14, ýtt undir að foreldrar lækki vinnuhlutfallið sem margir hafa ekki kost á. Þetta á sérstaklega við um starfsmenn í framlínustörfum og vaktavinnu, sem og einstæða foreldra sem bera einir tekjugrunn heimilisins. Þá eru líkur á að áhrifin lendi fremur á konum, í ljósi skiptingar fæðingarorlofs og kynbundins launamunar. Konur eru líklegri til að vera í hlutastarfi til að sinna ólaunaðri umönnunarvinnu.“ Ófaglegt með tilliti til barna með sérþarfir Foreldrar sendu margir sjálfir inn umsagnir og má lesa svipaða gagnrýni í þeim um að tekjubil sem miðað er við í afsláttarkerfi sé of þröngt, að ný gjaldskrá gagnist illa fólki sem er í vaktavinnu, er ekki með styttingu vinnuviku eða er ekki í vinnu þar sem sveigjanleiki er til staðar. Þá er fjallað um möguleg áhrif á börn með sérþarfir í nokkrum umsögnum. „Sem fagaðili í sérkennslu í leikskóla þá tel ég þessa ákvörðun með að draga úr leikskólaþjónustu á föstudögum og gera skráningadaga gjaldskylda vera ófagleg þegar horft er til barna með sérþarfa. Fyrir mörg leikskólabörn er leikskólinn oft fyrsta inngripið til að styðja við börn með sérþarfir eða flóknar fjölskylduaðstæður. Börn með sérþarfir eiga oft erfitt með breytingar og frí eru oft ekki það sem hentar þeim. Þau þurfa oft mikið skipulag og mikla rútínu til að styðja við vellíðan þeirra og fjölskyldna,“ segir Þuríður Hearn sem er fagaðili í sérkennslu í leikskóla. Einnig er fjallað um þetta í umsögn Þroskahjálpar og Einhverfusamtakanna þar sem ítrekað er mikilvægi þess að breytingarnar leiði ekki til þjónustuskerðingar og þá sérstaklega á til dæmis skráningardögum. Samtökin kalla auk þess eftir sérstökum afslætti fyrir foreldra barna með fötlun eða langvarandi stuðningsþarfir. „Oft nýta þessir foreldrar allan vistunartíma barnsins þar sem börnin eiga erfitt með að takast á við eril og aðstæður utan leikskólans, til dæmis við verslunarferðir eða önnur útréttingarverk. Því telja samtökin eðlilegt og rétt að veittur verði sérstakur afsláttur af vistunargjaldi fyrir foreldra barna með fötlun eða langvarandi stuðningsþarfir,“ segir í sameiginlegri umsögn samtakanna. Skráning einu sinni á ári Margar umsagnir fjalla svo um skráningardaga og kvarta sérstaklega margir yfir því að skráning eigi að fara fram einu sinni á ári, í september. Bent er á að fólk viti ekki hver dagskrá sína fyrir allan veturinn og fram á vor í september. „Útfærslan á skráningardögum í fyrirliggjandi tillögum er óraunhæf. Fæstar fjölskyldur vita í september hvernig staðan verður um jól, páska eða vetrarfrí. Sérstaklega á þetta við um fjölskyldur þar sem annað foreldri vinnur vaktavinnu,“ segir í einni umsögn. Refsing ekki hvati Um þetta, og annað, er líka fjallað í umsögnum annarra stéttarfélaga. Í umsögn Flugfreyjufélags Íslands, stéttar sem vinnur vaktavinnu, kemur til dæmis fram að ný gjaldskrá virki eins og refsing, ekki hvati, fyrir foreldra. „Í kynningu Reykjavíkurborgar hefur verið talað um að breytingarnar feli í sér „fjárhagslegan hvata“ til að stytta vistunartíma barna. Að mati Flugfreyjufélagsins er hér ekki um hvatningu að ræða heldur refsingu fyrir foreldra sem ekki geta stytt vistun barna sinna án þess að setja lífsviðurværi fjölskyldunnar í hættu. Þær gjaldskrárhækkanir sem eru boðaðar eru óhóflegar og virðast eiga að þröngva fólki í ákveðna hegðun fremur en að skapa raunverulegt val,“ segir í umsögninni. Í umsögn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, sem er einnig stétt í vaktavinnu, er tekið í sama streng. Þar segir að breytingarnar gætu mögulega leitt til þess að atvinnuþátttaka hjúkrunarfræðinga yrði minni og að stéttin megi ekki við því eða samfélagið. „Lausnin á vanda leikskólanna er ekki að stytta dvalartíma barna eða hækka leikskólagjöld, heldur að tryggja nægjanlega mönnun, sanngjörn laun og góðar starfsaðstæður fyrir starfsfólk leikskóla.“ Afturför fyrir barnafjölskyldur Sjúkraliðafélag Íslands mótmælir tillögunum svo harðlega. „Félagið telur að tillögurnar feli í sér alvarlega afturför fyrir barnafjölskyldur og vegur að jafnrétti í samfélaginu. Þær bitna hvað mest á foreldrum sem vinna vaktavinnu, láglaunakonum og einstæðum foreldrum – þeim sem síst mega við auknu álagi og kostnaði. Í stað þess að leysa undirliggjandi mönnunarvanda leikskóla er ábyrgðinni varpað yfir á foreldra, sem neyðast annaðhvort til að draga úr dvalartíma barna sinna eða greiða margfalt hærri gjöld fyrir óbreytta þjónustu. Sjúkraliðafélagið skorar á borgaryfirvöld að endurskoða þessi áform tafarlaust,“ segir í umsögninni. Rekstrarleg sjónarmið eigi ekki að stýra breytingum á leikskólakerfi Í umsögnum má einnig finna athugasemdir og umsagnir frá fræðafólki. Í umsögn dósenta, lektors og aðjúnkts við deild kennslu- og menntunarfræði við Menntavísindadeild Háskóla Íslands er bent á að ný gjaldskrá geti leitt til aukins ójöfnuðar því efnameiri foreldrar muni greiða fyrir lengri vistun en þau sem tekjuminni eru muni ekki geta það sama. Þau segja slíka þróun í andstöðu við Barnasáttmálann og rétt barna til menntunar óháð efnahagi. Þá er bent á það í umsögninni að breytingar á gjaldskrá eigi að styðja við menntunarhlutverk leikskóla og rekstrarleg sjónarmið eigi ekki að stýra slíkum breytingum. Samfélag barna, kennara og foreldra ekki þjónusta keypt í tímum „Gjaldskrárbreyting Reykjavíkurborgar ber með sér hættu á að rekstrarleg sjónarmið verði ráðandi í mótun leikskólastarfs og endurveki þá tvíhyggju sem gagnrýnd hefur verið, að leikskólinn sé að hluta gæsla og að hluta skóli. Til að tryggja réttindi barna og heildstæða menntun þarf að nálgast gjaldskrárbreytingar sem hluta af menntastefnu með það í huga að leikskóli er ekki þjónusta sem keypt er í tímum heldur samfélag barna, kennara og foreldra þar sem menntun, leikur og umhyggja eru óaðskiljanleg,“ segir í umsögninni. Þá segir að með því að skipta deginum upp þannig að fimm til sex klukkustundir séu skilgreindar sem megintími leikskólastarfs ýti tillögurnar í Reykjavíkurleiðinni sömuleiðis undir þá tvíhyggju að hluti dagsins fari í nám en hinn í gæslu. „Með slíku skipulagi er hætta á að sumir tímar dagsins verði taldir minna mikilvægir sem stangast á við það sjónarhorn að leikur, umönnun og nám séu óaðskiljanlegir þættir leikskólastarfsins,“ segir í umsögninni. Hugmyndafræðileg áskorun Í umsögninni segir að þessi skipting feli í sér hugmyndafræðilegar áskoranir sem þurfi að skoða vandlega. tillögunni virðist frjáls leikur staðsettur utan meginstarfs, sem er hugmyndafræðilega varasamt. Frjáls leikur er ekki andstæða náms og faglegs starfs, hann er faglegt starf og gæði leikskólastarfs birtast meðal annars í daglegu starfi þegar börn hafa áhrif á skipulag og þátttöku. „Að aðgreina leik og skipulagt nám er að hverfa frá þeirri norrænu menntunarhefð sem leikskólar á Íslandi hafa verið hluti af. Allar stundir barna í leikskóla eiga að vera menntandi, ekki aðeins þær sem eru skipulagðar af fullorðnum. Í samræmi við norræna menntunarhefð þarf Reykjavíkurborg að leggja áherslu á leikskólann sem heildstætt faglegt rými þar sem öll reynsla barna, leikur, samvera og tengsl, er hluti af námi þeirra,“ segir í umsögninni. Ljóst að tillögunum verði breytt Líf segir líklegast að tillagan muni ekki vera samþykkt í þeirri mynd sem hún var lögð fram. Það verði gerðar einhverjar breytingar á ákveðnum atriðum þó að tillagan haldist í meginatriðum sú sama. Stýrihópurinn mun funda á bæði miðvikudag og fimmtudag til að fara yfir umsagnir úr samráðsgátt og upplýsingar sem fengust af fundum, til dæmis með foreldraráðum og foreldrafélögum í borginni. Hún segir hópinn stefna á að ljúka sinni yfirferð fyrir áramót. Líf segir stýrihópinn auk þess fara yfir aðrar tillögur sem ekki fóru í samráð um, til dæmis húsverð, kostnað við íslenskukennslu starfsfólks og aukna aðstoð við stjórnendur. Líf segist eiga von á því að þessar tillögur verði afgreiddar samhliða hinum. Skóla- og menntamál Leikskólar Börn og uppeldi Reykjavík Akureyri Kópavogur Stytting vinnuvikunnar Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Sjá meira
Tveggja vikna samráði um tillögur um breytta gjaldskrá leikskóla í Reykjavík lauk á miðvikudaginn í síðustu viku. Alls bárust tæplega tvö hundruð umsagnir frá einstaklingum, stofnunum, samtökum og félögum. Breytingarnar voru kynntar í upphafi síðasta mánaðar og miða að því að fækka fáliðunardögum í leikskólum og auka fyrirsjáanleika fyrir starfsfólk og foreldra og aðra forráðamenn. Miklar breytingar eru á gjaldskrá og kynntir nýir afslættir sem eiga að hvetja foreldra til að stytta dvalartíma barna sinna. Vinnutími starfsfólks á að vera 36 klukkustundir en meðaldvalartími barna er yfir 40 klukkustundir. Breytingunum er ætlað að tryggja að vinnutími starfsfólks verði 38 klukkustundir. í stýrihópnum situr fólk úr öllum flokkum í borgarstjórn. Fjölmörg samtök skiluðu umsögn um málið en þar má nefna ÖBÍ, W.O.M.E.N – samtök kvenna af erlendum uppruna, Stígamót, Vitund, Kvennaathvarfið, Kvenfélagasamband Íslands, Félag einstakra mæðra, Sósíalistafélag Reykjavíkur, Félag atvinnurekenda og fjölmörg stéttarfélög eins og Efling, VR, BSRB, Flugfreyjufélag Íslands, Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga og Sjúkraliðafélag Íslands. Sjá einnig: Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Í umsögnum má lesa að margir hafi skilning á því að verið sé að leggja fram slíkar tillögur á þessum tímapunkti og margir sem fagna því að leikskólakerfið sé til endurskoðunar þó því hafi einnig fylgt einhver gagnrýni. Í umsögn Félags leikskólakennara er nokkuð ítarlega farið yfir stöðuna í leikskólum og bent á að leikskólastigið hafi þróast of hratt, síðustu ár. Reykjavíkurleiðin sé svar við því og með þessum breytingum eigi að skapa hvata fyrir fólk til að stytta dvalartíma barna sinna. „Ákvarðanir samfélagsins um að taka við sífellt yngri og yngri börnum í leikskóla, án þess að hugsa málið til enda, hefur aukið á vandann og komið öllum í erfiða stöðu.“ Þar er einnig fjallað um að árið 2020 hafi stytting vinnuviku verið innleidd í kjarasamninga leikskólakennara en vegna langs meðaldvalartíma barna hafi innleiðingin ekki getað gengið eftir. Í umsögn Félags stjórnenda í leikskólum er bent á að Reykjavíkurleiðin sé í takt við það sem áður hefur verið kynnt og innleitt á til dæmis Akureyri og í Kópavogi. „Starfsmannavelta hefur verið eitt helsta viðfangsefni leikskólanna undanfarin ár. Álag, langir vinnudagar og erfið starfsskilyrði hafa leitt til þess að fagfólk hættir störfum eða flyst í aðrar greinar. Með því að bæta starfsaðstæður og stytta skóladag barna er verið að styrkja starfsumhverfi kennara og stuðla að því að fagfólk haldist lengur í starfi sem hefur bein áhrif á stöðugleika og gæði kennslu,“ segir í umsögn félagsins. Kreppa í leikskólakerfinu Það sama er að segja um umsögn Eflingar en þar segir að mönnunarvandi og aukið álag hafi leitt til alvarlegrar kreppu í starfsemi leikskóla Reykjavíkurborgar. Í könnun sem stéttarfélagið gerði meðal starfsfólks í leikskólum kom fram að þau telja nauðsynlegt að fjölga starfsfólki, bæta launakjör, endurskoða dvalartíma og fjölda barna á hvern starfsmann og að tryggja þurfi að útfærsla á vinnutímastyttingu auki ekki álag á þau sem eru í vinnu. Í umsögn Eflingar er einnig lagt til að dregið verði úr hækkunum á einstæða foreldra en talið að í heild að tillögurnar muni draga úr mönnunarvanda og álagi. Einhverjir starfsmenn og stjórnendur sendu svo sjálfir inn umsagnir. Þannig fagna þær Inga Birna Sigurðardóttir og Erla Dröfn Baldursdóttir á leikskólanum Hulduheimum tillögunum. Dæmi sem gengur ekki upp „Það gefur augaleið að maður þarf ekki að vera með mikla kunnáttu í stærðfræði til að sjá að dvalartími barna á móts við vinnuskyldu starfsfólks gengur ekki upp. Dvalartími barna er að meðaltali 42,5 stundir á viku og vinnuskylda starfsfólks er 36 stundir á viku. Við fögnum því að hægt verði með tímanum að sjá þennan fyrisjáanleika,“ segja þær Inga Birna og Erla Dröfn. „Ég, sem móðir leikskólabarns og leikskólakennari og stjórnandi í leikskóla, fagna breytingunum. Í núverandi ástandi er þjónustuskerðing í formi fáliðunar orðin norm og partur af vikulegu prógrammi margra foreldra og stjórnenda í leikskólum. Þessar breytingar stemma stigu við fáliðuninni og skapa stöðugleika fyrir börnin okkar, foreldra og kennara,“ segir Erna Agnes Sigurgeirsdóttir aðstoðarleikskólastjóri en hún var einnig til viðtals um breytingarnar þegar þær voru fyrst kynntar. Í öllum leikskólum eru starfandi foreldraráð og foreldrafélög. Reykjavíkurborg fundaði með félögunum eftir að breytingarnar voru kynntar en töluverður fjöldi foreldraráða skilaði einnig inn umsögn. Í mörgum þeirra kemur fram að þau fagni því að rekstur leikskóla sé til endurskoðunar hjá borginni en þó ekki allir sem telja Reykjavíkurleiðina réttu leiðina til að bregðast við. Ýmsar nýjar tillögur eru lagðar til í umsögnunum eins og um systkina- eða hverfaforgang til að bregðast við löngum ferðatíma og svo fólk geti nýtt sér afslætti og sótt snemma. Í umsögnum eru þó einnig gerðar athugasemdir við þær tillögur sem eru lagðar fram í Reykjavíkurleiðinni og þá sérstaklega við tekjubil, skráningardaga og áhrif breytinganna á vaktavinnufólk, einstæðar mæður og fólk með takmarkaðan sveigjanleika í starfi. Í umsögn foreldraráðs leikskólans Tjarnar segir til dæmis: „Varðandi tillöguna um 25% afslátt af dvöl til kl. 14 á föstudögum: Til að hún skili raunhæfum ávinningi þarf atvinnulífið að koma til móts við foreldra og þar með börn. Að öðrum kosti getur tillagan, til að forðast hærri gjöld eftir kl. 14, ýtt undir að foreldrar lækki vinnuhlutfallið sem margir hafa ekki kost á. Þetta á sérstaklega við um starfsmenn í framlínustörfum og vaktavinnu, sem og einstæða foreldra sem bera einir tekjugrunn heimilisins. Þá eru líkur á að áhrifin lendi fremur á konum, í ljósi skiptingar fæðingarorlofs og kynbundins launamunar. Konur eru líklegri til að vera í hlutastarfi til að sinna ólaunaðri umönnunarvinnu.“ Ófaglegt með tilliti til barna með sérþarfir Foreldrar sendu margir sjálfir inn umsagnir og má lesa svipaða gagnrýni í þeim um að tekjubil sem miðað er við í afsláttarkerfi sé of þröngt, að ný gjaldskrá gagnist illa fólki sem er í vaktavinnu, er ekki með styttingu vinnuviku eða er ekki í vinnu þar sem sveigjanleiki er til staðar. Þá er fjallað um möguleg áhrif á börn með sérþarfir í nokkrum umsögnum. „Sem fagaðili í sérkennslu í leikskóla þá tel ég þessa ákvörðun með að draga úr leikskólaþjónustu á föstudögum og gera skráningadaga gjaldskylda vera ófagleg þegar horft er til barna með sérþarfa. Fyrir mörg leikskólabörn er leikskólinn oft fyrsta inngripið til að styðja við börn með sérþarfir eða flóknar fjölskylduaðstæður. Börn með sérþarfir eiga oft erfitt með breytingar og frí eru oft ekki það sem hentar þeim. Þau þurfa oft mikið skipulag og mikla rútínu til að styðja við vellíðan þeirra og fjölskyldna,“ segir Þuríður Hearn sem er fagaðili í sérkennslu í leikskóla. Einnig er fjallað um þetta í umsögn Þroskahjálpar og Einhverfusamtakanna þar sem ítrekað er mikilvægi þess að breytingarnar leiði ekki til þjónustuskerðingar og þá sérstaklega á til dæmis skráningardögum. Samtökin kalla auk þess eftir sérstökum afslætti fyrir foreldra barna með fötlun eða langvarandi stuðningsþarfir. „Oft nýta þessir foreldrar allan vistunartíma barnsins þar sem börnin eiga erfitt með að takast á við eril og aðstæður utan leikskólans, til dæmis við verslunarferðir eða önnur útréttingarverk. Því telja samtökin eðlilegt og rétt að veittur verði sérstakur afsláttur af vistunargjaldi fyrir foreldra barna með fötlun eða langvarandi stuðningsþarfir,“ segir í sameiginlegri umsögn samtakanna. Skráning einu sinni á ári Margar umsagnir fjalla svo um skráningardaga og kvarta sérstaklega margir yfir því að skráning eigi að fara fram einu sinni á ári, í september. Bent er á að fólk viti ekki hver dagskrá sína fyrir allan veturinn og fram á vor í september. „Útfærslan á skráningardögum í fyrirliggjandi tillögum er óraunhæf. Fæstar fjölskyldur vita í september hvernig staðan verður um jól, páska eða vetrarfrí. Sérstaklega á þetta við um fjölskyldur þar sem annað foreldri vinnur vaktavinnu,“ segir í einni umsögn. Refsing ekki hvati Um þetta, og annað, er líka fjallað í umsögnum annarra stéttarfélaga. Í umsögn Flugfreyjufélags Íslands, stéttar sem vinnur vaktavinnu, kemur til dæmis fram að ný gjaldskrá virki eins og refsing, ekki hvati, fyrir foreldra. „Í kynningu Reykjavíkurborgar hefur verið talað um að breytingarnar feli í sér „fjárhagslegan hvata“ til að stytta vistunartíma barna. Að mati Flugfreyjufélagsins er hér ekki um hvatningu að ræða heldur refsingu fyrir foreldra sem ekki geta stytt vistun barna sinna án þess að setja lífsviðurværi fjölskyldunnar í hættu. Þær gjaldskrárhækkanir sem eru boðaðar eru óhóflegar og virðast eiga að þröngva fólki í ákveðna hegðun fremur en að skapa raunverulegt val,“ segir í umsögninni. Í umsögn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, sem er einnig stétt í vaktavinnu, er tekið í sama streng. Þar segir að breytingarnar gætu mögulega leitt til þess að atvinnuþátttaka hjúkrunarfræðinga yrði minni og að stéttin megi ekki við því eða samfélagið. „Lausnin á vanda leikskólanna er ekki að stytta dvalartíma barna eða hækka leikskólagjöld, heldur að tryggja nægjanlega mönnun, sanngjörn laun og góðar starfsaðstæður fyrir starfsfólk leikskóla.“ Afturför fyrir barnafjölskyldur Sjúkraliðafélag Íslands mótmælir tillögunum svo harðlega. „Félagið telur að tillögurnar feli í sér alvarlega afturför fyrir barnafjölskyldur og vegur að jafnrétti í samfélaginu. Þær bitna hvað mest á foreldrum sem vinna vaktavinnu, láglaunakonum og einstæðum foreldrum – þeim sem síst mega við auknu álagi og kostnaði. Í stað þess að leysa undirliggjandi mönnunarvanda leikskóla er ábyrgðinni varpað yfir á foreldra, sem neyðast annaðhvort til að draga úr dvalartíma barna sinna eða greiða margfalt hærri gjöld fyrir óbreytta þjónustu. Sjúkraliðafélagið skorar á borgaryfirvöld að endurskoða þessi áform tafarlaust,“ segir í umsögninni. Rekstrarleg sjónarmið eigi ekki að stýra breytingum á leikskólakerfi Í umsögnum má einnig finna athugasemdir og umsagnir frá fræðafólki. Í umsögn dósenta, lektors og aðjúnkts við deild kennslu- og menntunarfræði við Menntavísindadeild Háskóla Íslands er bent á að ný gjaldskrá geti leitt til aukins ójöfnuðar því efnameiri foreldrar muni greiða fyrir lengri vistun en þau sem tekjuminni eru muni ekki geta það sama. Þau segja slíka þróun í andstöðu við Barnasáttmálann og rétt barna til menntunar óháð efnahagi. Þá er bent á það í umsögninni að breytingar á gjaldskrá eigi að styðja við menntunarhlutverk leikskóla og rekstrarleg sjónarmið eigi ekki að stýra slíkum breytingum. Samfélag barna, kennara og foreldra ekki þjónusta keypt í tímum „Gjaldskrárbreyting Reykjavíkurborgar ber með sér hættu á að rekstrarleg sjónarmið verði ráðandi í mótun leikskólastarfs og endurveki þá tvíhyggju sem gagnrýnd hefur verið, að leikskólinn sé að hluta gæsla og að hluta skóli. Til að tryggja réttindi barna og heildstæða menntun þarf að nálgast gjaldskrárbreytingar sem hluta af menntastefnu með það í huga að leikskóli er ekki þjónusta sem keypt er í tímum heldur samfélag barna, kennara og foreldra þar sem menntun, leikur og umhyggja eru óaðskiljanleg,“ segir í umsögninni. Þá segir að með því að skipta deginum upp þannig að fimm til sex klukkustundir séu skilgreindar sem megintími leikskólastarfs ýti tillögurnar í Reykjavíkurleiðinni sömuleiðis undir þá tvíhyggju að hluti dagsins fari í nám en hinn í gæslu. „Með slíku skipulagi er hætta á að sumir tímar dagsins verði taldir minna mikilvægir sem stangast á við það sjónarhorn að leikur, umönnun og nám séu óaðskiljanlegir þættir leikskólastarfsins,“ segir í umsögninni. Hugmyndafræðileg áskorun Í umsögninni segir að þessi skipting feli í sér hugmyndafræðilegar áskoranir sem þurfi að skoða vandlega. tillögunni virðist frjáls leikur staðsettur utan meginstarfs, sem er hugmyndafræðilega varasamt. Frjáls leikur er ekki andstæða náms og faglegs starfs, hann er faglegt starf og gæði leikskólastarfs birtast meðal annars í daglegu starfi þegar börn hafa áhrif á skipulag og þátttöku. „Að aðgreina leik og skipulagt nám er að hverfa frá þeirri norrænu menntunarhefð sem leikskólar á Íslandi hafa verið hluti af. Allar stundir barna í leikskóla eiga að vera menntandi, ekki aðeins þær sem eru skipulagðar af fullorðnum. Í samræmi við norræna menntunarhefð þarf Reykjavíkurborg að leggja áherslu á leikskólann sem heildstætt faglegt rými þar sem öll reynsla barna, leikur, samvera og tengsl, er hluti af námi þeirra,“ segir í umsögninni. Ljóst að tillögunum verði breytt Líf segir líklegast að tillagan muni ekki vera samþykkt í þeirri mynd sem hún var lögð fram. Það verði gerðar einhverjar breytingar á ákveðnum atriðum þó að tillagan haldist í meginatriðum sú sama. Stýrihópurinn mun funda á bæði miðvikudag og fimmtudag til að fara yfir umsagnir úr samráðsgátt og upplýsingar sem fengust af fundum, til dæmis með foreldraráðum og foreldrafélögum í borginni. Hún segir hópinn stefna á að ljúka sinni yfirferð fyrir áramót. Líf segir stýrihópinn auk þess fara yfir aðrar tillögur sem ekki fóru í samráð um, til dæmis húsverð, kostnað við íslenskukennslu starfsfólks og aukna aðstoð við stjórnendur. Líf segist eiga von á því að þessar tillögur verði afgreiddar samhliða hinum.
Skóla- og menntamál Leikskólar Börn og uppeldi Reykjavík Akureyri Kópavogur Stytting vinnuvikunnar Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Sjá meira