Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar 16. október 2025 20:33 Það sem er að gerast núna í íslenska heilbrigðiskerfinu er ekki lengur hægt að afsaka með orðum eins og „áskoranir“ eða „tímabundinn vandi“. Þetta er kerfislægt hrun sem á sér pólitíska ábyrgð, og hún liggur hjá heilbrigðisráðherranum, Ölmu Möller. Frá því hún tók við embætti hefur óánægja starfsfólks, biðlistar og yfirkeyrsla spítalanna farið stigvaxandi. Læknar og hjúkrunarfræðingar hafa ítrekað sent neyðarkall til ráðuneytisins, án raunverulegra viðbragða. Það er eins og stjórnvöld séu orðin ónæm fyrir ástandinu, eins og þau telji sig geta stjórnað með orðum og skýrslum í stað þess að grípa til aðgerða. Íslendingar borga háa skatta, en samt er fólk sent heim úr bráðamóttöku vegna plássleysis. Sjúklingar með langvinna sjúkdóma fá ekki viðeigandi meðferð eða stuðning, og heilbrigðisstarfsfólk fer í sífellt að víkja úr starfi vegna kulnunar og vanmats. Það er ekki eðlilegt. Þetta er ekki „óhjákvæmilegt ástand“. Þetta er afleiðing vanstjórnar. Ábyrgðin á þessu á ekki bara að liggja hjá einhverju óljósu „kerfi“. Hún liggur hjá þeim sem stjórna. Og það er heilbrigðisráðherra sem ber pólitíska ábyrgð á því hvernig þetta embætti er rekið, hvaða ákvarðanir eru teknar og jafn mikilvægt, hvaða ákvarðanir eru ekki teknar. Það er dapurt að sjá hvernig ráðherrann virðist skorta bæði kjark og tengsl við raunveruleikann í heilbrigðiskerfinu. Á meðan heilbrigðisstarfsfólk krefst lausna er ráðuneytið upptekið við að tala um „áætlanir“, „vinnuhópa“ og „framtíðarsýn“. En þegar fólk er að brenna út, þegar sjúklingar eru að tapa voninni, þá duga orðin ekki lengur. Við þurfum heilbrigðisráðherra sem sýnir að hann standi með fólkinu, með sjúklingunum, starfsfólkinu og þjóðinni. Ráðherra sem skilur að það að stjórna heilbrigðiskerfi er ekki spurning um að halda í embætti, heldur að axla ábyrgð og bregðast við þegar kerfið molnar í höndum manns. Traustið til heilbrigðisráðuneytisins er löngu farið. Það verður ekki endurheimt með fallegum orðum eða myndatökum, heldur með því að ráðherrann stígi fram, viðurkenni alvarleikann og taki raunverulega ábyrgð, jafnvel þótt það þýði að víkja til hliðar. Það er ekki skömm að því að viðurkenna að hlutirnir hafi farið úrskeiðis. Skömmin felst í því að halda áfram eins og ekkert hafi gerst. Í dag er það augljóst að heilbrigðiskerfið þarf nýja stefnu, nýja sýn og nýja leiðtoga sem getur endurreist traust almennings. Þeir sem sitja við stjórn bera alla ábyrgð. Það er þeirra að ákveða hvort þeir velja að halda í völd eða opna á raunverulegar breytingar. Heilbrigðisráðherrann hefur fengið sinn tíma. Hún hefur fengið tækifæri til að sýna að hún geti snúið við þessari þróun. En nú er ljóst að sú von hefur brugðist. Þegar fólk missir trúna á kerfinu og á ráðamönnum þess, þá er kominn tími til að víkja fyrir nýrri forystu. Við, sem treystum heilbrigðiskerfinu fyrir lífi okkar og heilsu, eigum betra skilið. Við þurfum ráðherra sem stendur með fólkinu, hlustar á starfsfólkið og tekur ábyrgð þegar á reynir. Það er ekki lengur nóg að tala um lausnir, það þarf að bregðast við og ef núverandi ráðherra getur það ekki, þá þarf hún að gefa öðrum færi á því. Við biðjum ekki lengur um breytingar, við krefjumst þeirra!Þjóðin á skilið að heilbrigðiskerfið virki. Og stundum krefst það einfaldlega þess að sá sem situr í valdastóli stígi frá. Í dag er staðan sú að heilbrigðiskerfið stendur á brúninni en spurningin er: ætlar heilbrigðisráðherrann að horfa á það hrynja, eða ætlar hún loksins að gera eitthvað í málinu? Höfundur er kennaranemi við HA og sit í velferðarnefnd Sambands ungra Framsóknarmanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Framsóknarflokkurinn Mest lesið D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjölmiðlar í hættu - aðgerða er þörf Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Ég trúi á orkuskiptin! Hverju trúir þú? Tinna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar Skoðun Vissir þú þetta? Rakel Linda Kristjánsdóttir,Sigurlaug Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á lífsgæðum borgarbúa Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Á Kópavogur að vera fallegur bær? Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Aðdragandi 7. oktober 2023 í Palestínu Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Útlendingamálin á réttri leið Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Kvíðir þú jólunum? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann skrifar Skoðun NPA breytir lífum – það gleymist í umræðunni Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Sjá meira
Það sem er að gerast núna í íslenska heilbrigðiskerfinu er ekki lengur hægt að afsaka með orðum eins og „áskoranir“ eða „tímabundinn vandi“. Þetta er kerfislægt hrun sem á sér pólitíska ábyrgð, og hún liggur hjá heilbrigðisráðherranum, Ölmu Möller. Frá því hún tók við embætti hefur óánægja starfsfólks, biðlistar og yfirkeyrsla spítalanna farið stigvaxandi. Læknar og hjúkrunarfræðingar hafa ítrekað sent neyðarkall til ráðuneytisins, án raunverulegra viðbragða. Það er eins og stjórnvöld séu orðin ónæm fyrir ástandinu, eins og þau telji sig geta stjórnað með orðum og skýrslum í stað þess að grípa til aðgerða. Íslendingar borga háa skatta, en samt er fólk sent heim úr bráðamóttöku vegna plássleysis. Sjúklingar með langvinna sjúkdóma fá ekki viðeigandi meðferð eða stuðning, og heilbrigðisstarfsfólk fer í sífellt að víkja úr starfi vegna kulnunar og vanmats. Það er ekki eðlilegt. Þetta er ekki „óhjákvæmilegt ástand“. Þetta er afleiðing vanstjórnar. Ábyrgðin á þessu á ekki bara að liggja hjá einhverju óljósu „kerfi“. Hún liggur hjá þeim sem stjórna. Og það er heilbrigðisráðherra sem ber pólitíska ábyrgð á því hvernig þetta embætti er rekið, hvaða ákvarðanir eru teknar og jafn mikilvægt, hvaða ákvarðanir eru ekki teknar. Það er dapurt að sjá hvernig ráðherrann virðist skorta bæði kjark og tengsl við raunveruleikann í heilbrigðiskerfinu. Á meðan heilbrigðisstarfsfólk krefst lausna er ráðuneytið upptekið við að tala um „áætlanir“, „vinnuhópa“ og „framtíðarsýn“. En þegar fólk er að brenna út, þegar sjúklingar eru að tapa voninni, þá duga orðin ekki lengur. Við þurfum heilbrigðisráðherra sem sýnir að hann standi með fólkinu, með sjúklingunum, starfsfólkinu og þjóðinni. Ráðherra sem skilur að það að stjórna heilbrigðiskerfi er ekki spurning um að halda í embætti, heldur að axla ábyrgð og bregðast við þegar kerfið molnar í höndum manns. Traustið til heilbrigðisráðuneytisins er löngu farið. Það verður ekki endurheimt með fallegum orðum eða myndatökum, heldur með því að ráðherrann stígi fram, viðurkenni alvarleikann og taki raunverulega ábyrgð, jafnvel þótt það þýði að víkja til hliðar. Það er ekki skömm að því að viðurkenna að hlutirnir hafi farið úrskeiðis. Skömmin felst í því að halda áfram eins og ekkert hafi gerst. Í dag er það augljóst að heilbrigðiskerfið þarf nýja stefnu, nýja sýn og nýja leiðtoga sem getur endurreist traust almennings. Þeir sem sitja við stjórn bera alla ábyrgð. Það er þeirra að ákveða hvort þeir velja að halda í völd eða opna á raunverulegar breytingar. Heilbrigðisráðherrann hefur fengið sinn tíma. Hún hefur fengið tækifæri til að sýna að hún geti snúið við þessari þróun. En nú er ljóst að sú von hefur brugðist. Þegar fólk missir trúna á kerfinu og á ráðamönnum þess, þá er kominn tími til að víkja fyrir nýrri forystu. Við, sem treystum heilbrigðiskerfinu fyrir lífi okkar og heilsu, eigum betra skilið. Við þurfum ráðherra sem stendur með fólkinu, hlustar á starfsfólkið og tekur ábyrgð þegar á reynir. Það er ekki lengur nóg að tala um lausnir, það þarf að bregðast við og ef núverandi ráðherra getur það ekki, þá þarf hún að gefa öðrum færi á því. Við biðjum ekki lengur um breytingar, við krefjumst þeirra!Þjóðin á skilið að heilbrigðiskerfið virki. Og stundum krefst það einfaldlega þess að sá sem situr í valdastóli stígi frá. Í dag er staðan sú að heilbrigðiskerfið stendur á brúninni en spurningin er: ætlar heilbrigðisráðherrann að horfa á það hrynja, eða ætlar hún loksins að gera eitthvað í málinu? Höfundur er kennaranemi við HA og sit í velferðarnefnd Sambands ungra Framsóknarmanna.
Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar
Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar
Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun