Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar 16. október 2025 09:02 Í ár eru 50 ár frá því að konur gengu út og sögðu hingað og ekki lengra, við krefjumst jafnréttis og það strax. Þetta var dagurinn sem hjól íslensks atvinnulífs stöðvuðust því konur lögðu niður störf. Formæður okkar sýndu hversu mikilvægar þær væru á vinnumarkaði og í íslensku samfélagi. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá en samt er jafnrétti ekki náð og nú eru hreinlega blikur á lofti. Eitt dæmi eru leiðir sveitarfélaga til að leysa leikskólavandann með því að stytta vistunartíma barna, loka í fleiri daga á ári og gera foreldrum erfiðara fyrir að láta púslið sem barnauppeldi getur verið ganga upp. Hvernig á dæmið að ganga upp? Tökum dæmi úr Reykjavíkurleiðinni. Leikskólar loka í 20 virka daga á sumrin. Ofan á það bætast 6 starfsdagar. Hvert foreldri þarf því að eiga frí í 26 daga á ári svo það þurfi ekki að taka launalaust leyfi. Ofan á það leggjast, samkvæmt Reykjavíkurleiðinni, 10 dagar sem þú annað hvort sleppur við að barnið fari í leikskólann og færð þá afslátt af leikskólagjöldum eða borgar sérstaklega fyrir og miklu hærra gjald en venjulega. Þá er heildarfjöldi daga sem ætlast er til að foreldrar taki frí frá vinnu til að minnka vistun í leiksskóla kominn í 36 virka dagar á ári. Orlof starfsmanna á vinnumarkaði er á bilinu 24-30 dagar, mér sýnist enginn fá meira en það. Því spyr ég, hvernig á einstætt foreldri að brúa það? Svo er það hin spurningin, á hverjum mun þetta lenda? Við vitum að í gagnkynja samböndum er yfirgnæfandi meirihluti kvenna sem tekur á sig þriðju vaktina, konur taka lengra fæðingarorlof og allar líkur eru á að margar konur muni sitja uppi með að finna leiðina til að láta styttri vistunartíma og láta fleiri frídaga í leikskóla ganga upp. Ekkert má út af bregða Reykjavíkurleiðin leggur líka til styttri föstudaga og gengur út frá því að öll á vinnumarkaði séu með styttingu vinnuvikunnar. Tökum dæmi af foreldri sem er í stéttarfélaginu VR, þar er samningsbundinn vinnutími er 35,5 tímar á viku (það er ef manneskjan tekur ekki kaffitíma) sem gerir rúma 7 tíma á dag. Nú vinnur foreldrið í miðbæ Reykjavíkur en býr í Grafarholti. Það tekur um 25 mínútur að aka til vinnu og annað eins til baka. Sem sagt 8 tímar á dag. Það má ekkert út af bregða til að ná þessu frá mánudegi til fimmtudags en á föstudegi getur foreldrið lítið gert, nema annað hvort borgað meira fyrir vistun og vera stimplað af siðapostulum sem lélegt foreldri sem vill ekki vera með barninu sínu eða minnka við sig í vinnu, fá lægri tekjur og á endanum minni lífeyrisréttindi. Leið meirihlutans í Reykjavík, sem minnir sorglega mikið á leið Kópavogs, er að minnka vistunartíma barna, hækka leikskólagjöld og auka álag á foreldra. Það eina sem þessar leiðir gera er að leysa styttingu vinnuvikunnar á leikskólum án nokkurs samtals við aðila vinnumarkaðarins um fyrirkomulagið. Þessar leiðir tryggja ekki betri laun eða betri mönnun á leikskóla. Kröfur kvennaárs Það er áhugavert að skoða þessa leið Reykjavíkurborgar í samhengi við kröfur kvennaárs. Í kröfum kvennaárs segir: „Konur þurfa oftar að minnka við sig launaða vinnu til að sinna ólaunaðri vinnu innan veggja heimilisins. Yfir helmingur barna fær ekki leikskólapláss fyrr en eftir 18 mánaða aldur. Umönnunarbilið bitnar verr á tekjum, tækifærum og lífeyrisréttindum mæðra en feðra. Tekjur mæðra lækka um 30-50% við fæðingu barns og á þriðja ári barnsins eru þær enn umtalsvert lægri en áður. Tekjur feðra lækka hins vegar um 3-5% við fæðingu barns en eftir ár eru þær orðnar þær sömu og áður. Einstæðar mæður eiga mjög erfitt með að ná endum saman.“ Og jafnframt kemur fram að helsta ástæða launamunar kynjanna er kynjaskiptur vinnumarkaður og vanmat á hefðbundnum kvennastörfum. Þess er krafist að lögfesta skuli leiksskólavist frá því að fæðingarorlofi lýkur og leiðrétta kerfisbundið mat á kvennastörfum. Á meðan ríkisstjórnin vinnur tillögur um að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leiksskóla og vinnur að endurmati á virði kvennastarfa þá ákveða sveitarfélög eins og Reykjavík að fara í þveröfuga átt. Það eru kaldar kveðjur á kvennaári. Höfundur er móðir leikskólabarns, Viðreisnarkona og femínisti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefanía Sigurðardóttir Reykjavík Leikskólar Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Sjá meira
Í ár eru 50 ár frá því að konur gengu út og sögðu hingað og ekki lengra, við krefjumst jafnréttis og það strax. Þetta var dagurinn sem hjól íslensks atvinnulífs stöðvuðust því konur lögðu niður störf. Formæður okkar sýndu hversu mikilvægar þær væru á vinnumarkaði og í íslensku samfélagi. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá en samt er jafnrétti ekki náð og nú eru hreinlega blikur á lofti. Eitt dæmi eru leiðir sveitarfélaga til að leysa leikskólavandann með því að stytta vistunartíma barna, loka í fleiri daga á ári og gera foreldrum erfiðara fyrir að láta púslið sem barnauppeldi getur verið ganga upp. Hvernig á dæmið að ganga upp? Tökum dæmi úr Reykjavíkurleiðinni. Leikskólar loka í 20 virka daga á sumrin. Ofan á það bætast 6 starfsdagar. Hvert foreldri þarf því að eiga frí í 26 daga á ári svo það þurfi ekki að taka launalaust leyfi. Ofan á það leggjast, samkvæmt Reykjavíkurleiðinni, 10 dagar sem þú annað hvort sleppur við að barnið fari í leikskólann og færð þá afslátt af leikskólagjöldum eða borgar sérstaklega fyrir og miklu hærra gjald en venjulega. Þá er heildarfjöldi daga sem ætlast er til að foreldrar taki frí frá vinnu til að minnka vistun í leiksskóla kominn í 36 virka dagar á ári. Orlof starfsmanna á vinnumarkaði er á bilinu 24-30 dagar, mér sýnist enginn fá meira en það. Því spyr ég, hvernig á einstætt foreldri að brúa það? Svo er það hin spurningin, á hverjum mun þetta lenda? Við vitum að í gagnkynja samböndum er yfirgnæfandi meirihluti kvenna sem tekur á sig þriðju vaktina, konur taka lengra fæðingarorlof og allar líkur eru á að margar konur muni sitja uppi með að finna leiðina til að láta styttri vistunartíma og láta fleiri frídaga í leikskóla ganga upp. Ekkert má út af bregða Reykjavíkurleiðin leggur líka til styttri föstudaga og gengur út frá því að öll á vinnumarkaði séu með styttingu vinnuvikunnar. Tökum dæmi af foreldri sem er í stéttarfélaginu VR, þar er samningsbundinn vinnutími er 35,5 tímar á viku (það er ef manneskjan tekur ekki kaffitíma) sem gerir rúma 7 tíma á dag. Nú vinnur foreldrið í miðbæ Reykjavíkur en býr í Grafarholti. Það tekur um 25 mínútur að aka til vinnu og annað eins til baka. Sem sagt 8 tímar á dag. Það má ekkert út af bregða til að ná þessu frá mánudegi til fimmtudags en á föstudegi getur foreldrið lítið gert, nema annað hvort borgað meira fyrir vistun og vera stimplað af siðapostulum sem lélegt foreldri sem vill ekki vera með barninu sínu eða minnka við sig í vinnu, fá lægri tekjur og á endanum minni lífeyrisréttindi. Leið meirihlutans í Reykjavík, sem minnir sorglega mikið á leið Kópavogs, er að minnka vistunartíma barna, hækka leikskólagjöld og auka álag á foreldra. Það eina sem þessar leiðir gera er að leysa styttingu vinnuvikunnar á leikskólum án nokkurs samtals við aðila vinnumarkaðarins um fyrirkomulagið. Þessar leiðir tryggja ekki betri laun eða betri mönnun á leikskóla. Kröfur kvennaárs Það er áhugavert að skoða þessa leið Reykjavíkurborgar í samhengi við kröfur kvennaárs. Í kröfum kvennaárs segir: „Konur þurfa oftar að minnka við sig launaða vinnu til að sinna ólaunaðri vinnu innan veggja heimilisins. Yfir helmingur barna fær ekki leikskólapláss fyrr en eftir 18 mánaða aldur. Umönnunarbilið bitnar verr á tekjum, tækifærum og lífeyrisréttindum mæðra en feðra. Tekjur mæðra lækka um 30-50% við fæðingu barns og á þriðja ári barnsins eru þær enn umtalsvert lægri en áður. Tekjur feðra lækka hins vegar um 3-5% við fæðingu barns en eftir ár eru þær orðnar þær sömu og áður. Einstæðar mæður eiga mjög erfitt með að ná endum saman.“ Og jafnframt kemur fram að helsta ástæða launamunar kynjanna er kynjaskiptur vinnumarkaður og vanmat á hefðbundnum kvennastörfum. Þess er krafist að lögfesta skuli leiksskólavist frá því að fæðingarorlofi lýkur og leiðrétta kerfisbundið mat á kvennastörfum. Á meðan ríkisstjórnin vinnur tillögur um að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leiksskóla og vinnur að endurmati á virði kvennastarfa þá ákveða sveitarfélög eins og Reykjavík að fara í þveröfuga átt. Það eru kaldar kveðjur á kvennaári. Höfundur er móðir leikskólabarns, Viðreisnarkona og femínisti.
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun