Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar 15. október 2025 10:46 Ég er greind með jaðarpersónuleikaröskun, eða borderline personality disorder (BPD) eins og það er kallað á ensku. Það er röskun sem margir skilja ekki, jafnvel innan heilbrigðiskerfisins sjálfs. Hún snýst ekki um að vera „erfið“ eða „óútreiknanleg“ manneskja, heldur um það að lifa með tilfinningar sem eru svo sterkar að þær taka stundum völdin af mér. Þær valda óöryggi, kvíða, vonleysi og hræðslu við að vera yfirgefin. Þær láta mig bregðast harkalega við hlutum sem aðrir gætu tekið rólega – ekki af illvilja, heldur af sársauka. Ég hef upplifað mikla vanlíðan, djúpa örvæntingu og skort á skilningi þegar ég hef reynt að leita mér hjálpar. Ég hef mætt veggjum sem eru hærri en ég átti von á. Of oft hefur brugðist við mér með tortryggni eða ótta í stað þess að sýna mér samkennd og ró.Það er eins og þegar fólk heyrir orðið „jaðarpersónuleikaröskun“, þá hætti það að sjá manneskjuna og sjái bara stimpilinn. En ég er ekki greiningin mín. Ég er manneskja, með sögu, tilfinningar, áföll og drauma eins og allir aðrir. Ég hef lent í að missa stjórn á mér. Ég hef verið svo örvæntingarfull að aðrir hafa þurft að hringja á lögregluna. Það er sárt að viðurkenna það, en það er hluti af raunveruleikanum hjá mörgum sem lifa með þessari röskun.Það sem fólk sér sem “ógn” er í raun niðurbrot – þegar tilfinningarnar hafa orðið svo sterkar að ég get ekki lengur unnið úr þeim. Þegar það gerist þarf ég hjálp, ekki refsingu. Ég þarf aðstoð, ekki valdbeitingu. Ég þarf að vera róuð, ekki hrædd. Ég skil að það getur verið erfitt að mæta manneskju í djúpu uppnámi, en það sem margir skilja ekki er að ég er aldrei hættuleg öðrum, aðeins sjálfri mér. Ég hef aldrei viljað neinum illt. Ég hef einfaldlega verið föst í kerfi sem virðist ekki vita hvernig það á að nálgast fólk eins og mig.Þegar kerfið bregst við með lögreglu, frekar en með fagfólki sem skilur tilfinningalega erfiðleika, þá sendir það mér skilaboð um að ég sé vandamál, ekki manneskja í neyð. Það sem ég óska mér mest er skilningur og mannleg nálgun.Ég þarf að hitta heilbrigðisstarfsfólk sem hlustar, sem þorir að vera til staðar, sem spyr frekar en að dæma. Ég þarf fólk sem sér að bakvið reiðina og örvæntinguna liggur hræðsla og sársauki.Ég þarf kerfi sem veit að við sem lifum með BPD erum ekki hættuleg, við erum veik og við erum að reyna að komast af í heimi sem oft finnst okkur ótryggur og yfirþyrmandi. Það sem hjálpar mér mest er traust, stöðugleiki og samkennd. Þegar fólk nálgast mig með ró og virðingu, þá róast ég. Þegar einhver sýnir mér að ég sé örugg, þá þarf ég ekki að berjast. Þegar mér er ekki refsað fyrir vanlíðanina mína, heldur mætt með skilningi, þá get ég loksins andað. Ég skrifa þetta ekki til að biðja um vorkunn. Ég skrifa þetta vegna þess að ég vil að við tölum um þetta, að við áttum okkur á því að fólk með jaðarpersónuleikaröskun á ekki að vera hrætt við að leita sér hjálpar.Við þurfum að breyta því hvernig við tölum um geðraskanir, hvernig við nálgumst þær og hvernig við styðjum hvert annað. Því á meðan kerfið sér “hættu”, þá sé ég bara manneskju sem er að reyna að lifa einn dag í einu, og sem þráir ekkert meira en að vera skilin. Ég er ekki hættuleg. Ég er ekki vond.Ég er veik og ég er að gera mitt besta. Höfundur er kennaranemi og sjúklingur með jaðarpersónuleikaröskun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjölmiðlar í hættu - aðgerða er þörf Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Ég trúi á orkuskiptin! Hverju trúir þú? Tinna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar Skoðun Vissir þú þetta? Rakel Linda Kristjánsdóttir,Sigurlaug Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á lífsgæðum borgarbúa Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Á Kópavogur að vera fallegur bær? Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Aðdragandi 7. oktober 2023 í Palestínu Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Útlendingamálin á réttri leið Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Kvíðir þú jólunum? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann skrifar Skoðun NPA breytir lífum – það gleymist í umræðunni Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Sjá meira
Ég er greind með jaðarpersónuleikaröskun, eða borderline personality disorder (BPD) eins og það er kallað á ensku. Það er röskun sem margir skilja ekki, jafnvel innan heilbrigðiskerfisins sjálfs. Hún snýst ekki um að vera „erfið“ eða „óútreiknanleg“ manneskja, heldur um það að lifa með tilfinningar sem eru svo sterkar að þær taka stundum völdin af mér. Þær valda óöryggi, kvíða, vonleysi og hræðslu við að vera yfirgefin. Þær láta mig bregðast harkalega við hlutum sem aðrir gætu tekið rólega – ekki af illvilja, heldur af sársauka. Ég hef upplifað mikla vanlíðan, djúpa örvæntingu og skort á skilningi þegar ég hef reynt að leita mér hjálpar. Ég hef mætt veggjum sem eru hærri en ég átti von á. Of oft hefur brugðist við mér með tortryggni eða ótta í stað þess að sýna mér samkennd og ró.Það er eins og þegar fólk heyrir orðið „jaðarpersónuleikaröskun“, þá hætti það að sjá manneskjuna og sjái bara stimpilinn. En ég er ekki greiningin mín. Ég er manneskja, með sögu, tilfinningar, áföll og drauma eins og allir aðrir. Ég hef lent í að missa stjórn á mér. Ég hef verið svo örvæntingarfull að aðrir hafa þurft að hringja á lögregluna. Það er sárt að viðurkenna það, en það er hluti af raunveruleikanum hjá mörgum sem lifa með þessari röskun.Það sem fólk sér sem “ógn” er í raun niðurbrot – þegar tilfinningarnar hafa orðið svo sterkar að ég get ekki lengur unnið úr þeim. Þegar það gerist þarf ég hjálp, ekki refsingu. Ég þarf aðstoð, ekki valdbeitingu. Ég þarf að vera róuð, ekki hrædd. Ég skil að það getur verið erfitt að mæta manneskju í djúpu uppnámi, en það sem margir skilja ekki er að ég er aldrei hættuleg öðrum, aðeins sjálfri mér. Ég hef aldrei viljað neinum illt. Ég hef einfaldlega verið föst í kerfi sem virðist ekki vita hvernig það á að nálgast fólk eins og mig.Þegar kerfið bregst við með lögreglu, frekar en með fagfólki sem skilur tilfinningalega erfiðleika, þá sendir það mér skilaboð um að ég sé vandamál, ekki manneskja í neyð. Það sem ég óska mér mest er skilningur og mannleg nálgun.Ég þarf að hitta heilbrigðisstarfsfólk sem hlustar, sem þorir að vera til staðar, sem spyr frekar en að dæma. Ég þarf fólk sem sér að bakvið reiðina og örvæntinguna liggur hræðsla og sársauki.Ég þarf kerfi sem veit að við sem lifum með BPD erum ekki hættuleg, við erum veik og við erum að reyna að komast af í heimi sem oft finnst okkur ótryggur og yfirþyrmandi. Það sem hjálpar mér mest er traust, stöðugleiki og samkennd. Þegar fólk nálgast mig með ró og virðingu, þá róast ég. Þegar einhver sýnir mér að ég sé örugg, þá þarf ég ekki að berjast. Þegar mér er ekki refsað fyrir vanlíðanina mína, heldur mætt með skilningi, þá get ég loksins andað. Ég skrifa þetta ekki til að biðja um vorkunn. Ég skrifa þetta vegna þess að ég vil að við tölum um þetta, að við áttum okkur á því að fólk með jaðarpersónuleikaröskun á ekki að vera hrætt við að leita sér hjálpar.Við þurfum að breyta því hvernig við tölum um geðraskanir, hvernig við nálgumst þær og hvernig við styðjum hvert annað. Því á meðan kerfið sér “hættu”, þá sé ég bara manneskju sem er að reyna að lifa einn dag í einu, og sem þráir ekkert meira en að vera skilin. Ég er ekki hættuleg. Ég er ekki vond.Ég er veik og ég er að gera mitt besta. Höfundur er kennaranemi og sjúklingur með jaðarpersónuleikaröskun.
Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar
Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar
Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun