„Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 14. október 2025 14:28 Ósk Gunnars og Aron Þór Leifsson trúlofuðu sig í annað sinn í maraþoninu í Chicago. Aðsend „Tilfinningin var ólýsanleg,“ segir markaðs- og viðburðastýran Ósk Gunnarsdóttir sem átti vægast sagt viðburðaríka helgi í Chicago þar sem hún tók þátt í maraþoni sem endaði með trúlofun. Ósk Gunnarsdóttir og hennar heittelskaði Aron Þór Leifsson eru nú þegar gift og gengu í hjónaband í samkomutakmörkunum í Covid. Aron Þór vildi biðja ástinnar sinnar aftur með stæl og trúlofunarhringurinn var sömuleiðis orðinn of stór á hana þannig þetta var tilvalin stund fyrir endur-trúlofun. „Ég er búin að vera að böggast á því að ég þyrfti nýjan hring því gamli er alltof stór,“ segir Ósk kímin. Koss í Chicago.Aðsend Hjónin elska að hlaupa og voru bæði að hlaupa sinn besta tíma í maraþoninu í Chicago. „Ég kom í mark í hamingjukasti vitandi að ég var að slá persónulegt met og ég vissi að hann væri líka að slá sitt met. Hann beið eftir mér í markinu og mætir mér um leið og ég kem, leyfir mér að taka sigurinn smá inn og sækja medalíuna en svo bara fer hann á skeljarnar og ég fékk áfall. Þegar ég hélt að hamingjan gæti ekki verið meiri þá gerir hann þetta. Ég hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu,“ segir Ósk, svífandi um á bleiku skýi. Hjónin slóu bæði sitt persónulega met.Aðsend Hún segir ferðina auðvitað algjörlega ógleymanlega. „Við erum bara bæði nýlega byrjuð að hreyfa okkur svona mikið svo að svona ferðir eru klárlega það sem koma skal. Við höfum farið erlendis áður að hlaupa maraþon og Aron keppti í hálfum járnkarli í sumar. Djammferðir eru úr sögunni, núna ferðumst við til borga með eitthvað svona markmið í huga. Þetta er klárlega eftirminnilegasta hlaupið hingað til, meiri sigur og hamingja fyrir mig heldur en að hlaupa 240 km í bakgarðinum,“ segir Ósk brosandi út að eyrum að lokum. Hún birti þessa stórkostlegu stund á TikTok aðgangi sínum og myndbandið hefur algjörlega slegið í gegn, yfir 70 þúsund manns hafa horft á það og þúsundir líkað við færsluna. @oskipants Chicago Marathon PR and proposal❤️ Travelled from Iceland with the ring, then ran with the ring😭 #chicagomaraton2025 #proposal #foryou #fyrirþig #fyrirþigsíða ♬ original sound - Ósk Gunnarsdóttir Ástin og lífið Trúlofun Tímamót Hlaup Bandaríkin Mest lesið Simmi Vill í meðferð Lífið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun Kristján Guðmundsson látinn Lífið „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Tíska og hönnun Sambærilegt því að spila með Real Madrid Lífið Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Lífið Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Lífið Fleiri fréttir Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles Sjá meira
Ósk Gunnarsdóttir og hennar heittelskaði Aron Þór Leifsson eru nú þegar gift og gengu í hjónaband í samkomutakmörkunum í Covid. Aron Þór vildi biðja ástinnar sinnar aftur með stæl og trúlofunarhringurinn var sömuleiðis orðinn of stór á hana þannig þetta var tilvalin stund fyrir endur-trúlofun. „Ég er búin að vera að böggast á því að ég þyrfti nýjan hring því gamli er alltof stór,“ segir Ósk kímin. Koss í Chicago.Aðsend Hjónin elska að hlaupa og voru bæði að hlaupa sinn besta tíma í maraþoninu í Chicago. „Ég kom í mark í hamingjukasti vitandi að ég var að slá persónulegt met og ég vissi að hann væri líka að slá sitt met. Hann beið eftir mér í markinu og mætir mér um leið og ég kem, leyfir mér að taka sigurinn smá inn og sækja medalíuna en svo bara fer hann á skeljarnar og ég fékk áfall. Þegar ég hélt að hamingjan gæti ekki verið meiri þá gerir hann þetta. Ég hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu,“ segir Ósk, svífandi um á bleiku skýi. Hjónin slóu bæði sitt persónulega met.Aðsend Hún segir ferðina auðvitað algjörlega ógleymanlega. „Við erum bara bæði nýlega byrjuð að hreyfa okkur svona mikið svo að svona ferðir eru klárlega það sem koma skal. Við höfum farið erlendis áður að hlaupa maraþon og Aron keppti í hálfum járnkarli í sumar. Djammferðir eru úr sögunni, núna ferðumst við til borga með eitthvað svona markmið í huga. Þetta er klárlega eftirminnilegasta hlaupið hingað til, meiri sigur og hamingja fyrir mig heldur en að hlaupa 240 km í bakgarðinum,“ segir Ósk brosandi út að eyrum að lokum. Hún birti þessa stórkostlegu stund á TikTok aðgangi sínum og myndbandið hefur algjörlega slegið í gegn, yfir 70 þúsund manns hafa horft á það og þúsundir líkað við færsluna. @oskipants Chicago Marathon PR and proposal❤️ Travelled from Iceland with the ring, then ran with the ring😭 #chicagomaraton2025 #proposal #foryou #fyrirþig #fyrirþigsíða ♬ original sound - Ósk Gunnarsdóttir
Ástin og lífið Trúlofun Tímamót Hlaup Bandaríkin Mest lesið Simmi Vill í meðferð Lífið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun Kristján Guðmundsson látinn Lífið „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Tíska og hönnun Sambærilegt því að spila með Real Madrid Lífið Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Lífið Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Lífið Fleiri fréttir Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles Sjá meira