Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson og Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifa 13. október 2025 11:33 Reykjavíkurborg kynnti nýlega hugmyndir um svokallað „nýtt Reykjavíkurmódel“ í leikskólamálum. Síðan þá hefur mikið verið rætt og ritað um málið – og ekki að ástæðulausu. Stéttarfélög innan Fagfélaganna lýsa yfir miklum áhyggjum af þessum hugmyndum. Félagsfólk okkar vinnur oft langa vinnudaga, og töluverður hluti þess er í vaktavinnu þar sem vinnudagurinn teygir sig langt fram á kvöld. Með fyrirhuguðum breytingum blasir við að margir munu lenda annað hvort í þjónustuskerðingu eða umtalsverðum hækkunum á leikskólagjöldum. Við erum þó sammála því að eitthvað þarf að gera í leikskólamálum – en leiðin sem borgin hefur valið er ekki sú rétta. Leikskólinn er fyrsta skólastigið og grunnstoð samfélagsins. Það þarf að meta störf leikskólafólks að verðleikum, hækka laun, bæta aðstöðu og fjölga stöðugildum. Það er löngu ljóst að miklar kröfur og álag hafa ýtt undir mönnunarvanda og veikindaforföll. Starfsfólk leikskóla kennir og sér um okkar dýrmætustu verðmæti – börnin okkar – og á skilið að fá greitt í samræmi við þá ábyrgð sem því er falin. Í síðustu kjarasamningum skrifuðu sveitarfélögin undir og lofuðu að halda aftur af gjaldskrárhækkunum. Ljóst er að með þessum breytingum er Reykjavíkurborg að gjörbrjóta það samkomulag. Við viljum einnig benda á að stór hluti félagsfólks okkar eru karlar. Við viljum styðja við og hvetja karla til að taka jafnan þátt í uppeldi og umönnun barna. Við óttumst hins vegar að með þessum breytingum verði bakslag í þeirri baráttu, þar sem vinnutilhögun margra feðra mun einfaldlega útiloka jafna þátttöku. Þá lendir sú ábyrgð aftur í enn meira mæli á konum. Við það verður ekki unað. Við hvetjum Reykjavíkurborg eindregið til að staldra við, hlusta á raddir fólksins sem þetta snertir, og hugsa málið upp á nýtt. Andri er formaður FÍR, Félags íslenskra rafvirkja, og varaformaður Rafiðnaðarsambands Íslands. Óskar er formaður MATVÍS, Matvæla- og veitingafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Reykjavík Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Sjá meira
Reykjavíkurborg kynnti nýlega hugmyndir um svokallað „nýtt Reykjavíkurmódel“ í leikskólamálum. Síðan þá hefur mikið verið rætt og ritað um málið – og ekki að ástæðulausu. Stéttarfélög innan Fagfélaganna lýsa yfir miklum áhyggjum af þessum hugmyndum. Félagsfólk okkar vinnur oft langa vinnudaga, og töluverður hluti þess er í vaktavinnu þar sem vinnudagurinn teygir sig langt fram á kvöld. Með fyrirhuguðum breytingum blasir við að margir munu lenda annað hvort í þjónustuskerðingu eða umtalsverðum hækkunum á leikskólagjöldum. Við erum þó sammála því að eitthvað þarf að gera í leikskólamálum – en leiðin sem borgin hefur valið er ekki sú rétta. Leikskólinn er fyrsta skólastigið og grunnstoð samfélagsins. Það þarf að meta störf leikskólafólks að verðleikum, hækka laun, bæta aðstöðu og fjölga stöðugildum. Það er löngu ljóst að miklar kröfur og álag hafa ýtt undir mönnunarvanda og veikindaforföll. Starfsfólk leikskóla kennir og sér um okkar dýrmætustu verðmæti – börnin okkar – og á skilið að fá greitt í samræmi við þá ábyrgð sem því er falin. Í síðustu kjarasamningum skrifuðu sveitarfélögin undir og lofuðu að halda aftur af gjaldskrárhækkunum. Ljóst er að með þessum breytingum er Reykjavíkurborg að gjörbrjóta það samkomulag. Við viljum einnig benda á að stór hluti félagsfólks okkar eru karlar. Við viljum styðja við og hvetja karla til að taka jafnan þátt í uppeldi og umönnun barna. Við óttumst hins vegar að með þessum breytingum verði bakslag í þeirri baráttu, þar sem vinnutilhögun margra feðra mun einfaldlega útiloka jafna þátttöku. Þá lendir sú ábyrgð aftur í enn meira mæli á konum. Við það verður ekki unað. Við hvetjum Reykjavíkurborg eindregið til að staldra við, hlusta á raddir fólksins sem þetta snertir, og hugsa málið upp á nýtt. Andri er formaður FÍR, Félags íslenskra rafvirkja, og varaformaður Rafiðnaðarsambands Íslands. Óskar er formaður MATVÍS, Matvæla- og veitingafélags Íslands.
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun