Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar 7. október 2025 08:03 Nýleg rannsókna Vöndu Sigurgeirsdóttur lektors við menntavísindasvið Háskóla Íslands leiðir í ljós alvarlega þróun. Tvöfalt fleiri börn í sjötta bekk segjast nú upplifa einelti tvisvar til þrisvar í mánuði eða oftar en árið 2006. Einelti er samkvæmt þessu að aukast. Niðurstöður eru fengnar úr tveimur rannsóknum annars vegar Heilsu og lífkjörum skólanema á Íslandi og hins vegar úr Íslensku æskulýðsrannsókninni. Yfir 80 þúsund skólabörn í sjötta, áttunda og tíunda bekk tóku þátt í þessum tveimur rannsóknum frá árinu 2006 til 2025. Samanlagt hlutfall eineltis í öllum bekkjunum, var 5,4 prósent árið 2006 en er komið upp í 8 prósent í ár og í fyrra. Hér þarf að taka til hendinni. Fara þarf í heildræna skoðun. Sem sálfræðingur til rúmlega þrjátíu ára voru eineltismálin ein af mínum sérfræðimálum og í starfi mínu kom ég iðulega að ýmist fræðslu eða úrvinnslu mála. Sem alþingismaður vil ég reyna að fylgjast með hvernig fram vindur og hafa áhrif til að finna megi hvar pottur er brotinn í þessum viðkvæma málaflokki. Í gegnum árin hef ég lagt mikla áherslu á að skólasamfélagið kortleggi reglulega stöðu eineltismála með tilliti til forvarna, viðbragða og vinnsluferla kvörtunarmála. Markmiðið með kortlagningu er að greina hvernig skólar sinna forvörnum, hver viðbrögð þeirra eru við kvörtunum um einelti, hver málastaðan er og hvernig hlúð er að þolendum og hvernig unnið er með gerendum og foreldrum þeirra. Yfirlit af þessu tagi gæti verið grundvöllur úrbóta. Það er mikilvægt að skólarnir standi jafnfætis hvað varðar forvarnir, viðbragðsáætlun og úrvinnsluferli. Að öðrum kosti er verið að mismuna börnum eftir skólum. Í hverjum skóla ætti eftirfarandi að vera til staðar: 1. Tiltækir verkferlar, aðferðir og úrræði, sértæk og almenn til að geta tekið við og unnið úr eineltiskvörtun með faglegum hætti. 2. Tilkynningareyðublað og viðbragðsáætlun á heimasíðu skólans. 3. Lýsing á úrvinnsluferli kvörtunarmála sé aðgengileg nemendum og foreldrum. Upplýsingar um eineltisteymi skólans séu aðgengilegar innan skólans og á heimasíðu hans. Mestu máli skiptir að uppfræða börn um skaðsemi eineltis um leið og þroski þeirra leyfir á orðbundin, táknrænan og myndrænan hátt og útskýra fyrir þeim hvaða hegðun er ekki liðin. Barn sem stríðir og meiðir í leikskóla er í áhættu með að halda því áfram í grunnskóla og til fullorðinsára ef ekki er unnið með vandann strax í byrjun. Það þarf líka að útskýra fyrir börnum að það sé ekki gott að hvetja þann sem beitir einelti áfram með því að standa hlægjandi og aðgerðarlaus hjá þegar einelti og ofbeldi er beitt. Börn þurfa að vita að verði þau vör við stríðni eða annað ofbeldi eigi þau strax að láta einhvern fullorðinn vita. Umræða um góða samskiptahætti þarf að vera dagleg bæði í leik- og grunnskólum, í íþróttum- tómstundum og á frístundaheimilum. Rannsókn Vöndu Sigurgeirsdóttur sýnir að þörf er á samhentu átaki alls skólasamfélagsins til að sporna gegn einelti í skólum og tómstundum. Einelti er dauðans alvara. Okkur ber öllum skylda til að verja hvert einasta barn fyrir einelti og ofbeldi. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flokkur fólksins Börn og uppeldi Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Mest lesið Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Sjá meira
Nýleg rannsókna Vöndu Sigurgeirsdóttur lektors við menntavísindasvið Háskóla Íslands leiðir í ljós alvarlega þróun. Tvöfalt fleiri börn í sjötta bekk segjast nú upplifa einelti tvisvar til þrisvar í mánuði eða oftar en árið 2006. Einelti er samkvæmt þessu að aukast. Niðurstöður eru fengnar úr tveimur rannsóknum annars vegar Heilsu og lífkjörum skólanema á Íslandi og hins vegar úr Íslensku æskulýðsrannsókninni. Yfir 80 þúsund skólabörn í sjötta, áttunda og tíunda bekk tóku þátt í þessum tveimur rannsóknum frá árinu 2006 til 2025. Samanlagt hlutfall eineltis í öllum bekkjunum, var 5,4 prósent árið 2006 en er komið upp í 8 prósent í ár og í fyrra. Hér þarf að taka til hendinni. Fara þarf í heildræna skoðun. Sem sálfræðingur til rúmlega þrjátíu ára voru eineltismálin ein af mínum sérfræðimálum og í starfi mínu kom ég iðulega að ýmist fræðslu eða úrvinnslu mála. Sem alþingismaður vil ég reyna að fylgjast með hvernig fram vindur og hafa áhrif til að finna megi hvar pottur er brotinn í þessum viðkvæma málaflokki. Í gegnum árin hef ég lagt mikla áherslu á að skólasamfélagið kortleggi reglulega stöðu eineltismála með tilliti til forvarna, viðbragða og vinnsluferla kvörtunarmála. Markmiðið með kortlagningu er að greina hvernig skólar sinna forvörnum, hver viðbrögð þeirra eru við kvörtunum um einelti, hver málastaðan er og hvernig hlúð er að þolendum og hvernig unnið er með gerendum og foreldrum þeirra. Yfirlit af þessu tagi gæti verið grundvöllur úrbóta. Það er mikilvægt að skólarnir standi jafnfætis hvað varðar forvarnir, viðbragðsáætlun og úrvinnsluferli. Að öðrum kosti er verið að mismuna börnum eftir skólum. Í hverjum skóla ætti eftirfarandi að vera til staðar: 1. Tiltækir verkferlar, aðferðir og úrræði, sértæk og almenn til að geta tekið við og unnið úr eineltiskvörtun með faglegum hætti. 2. Tilkynningareyðublað og viðbragðsáætlun á heimasíðu skólans. 3. Lýsing á úrvinnsluferli kvörtunarmála sé aðgengileg nemendum og foreldrum. Upplýsingar um eineltisteymi skólans séu aðgengilegar innan skólans og á heimasíðu hans. Mestu máli skiptir að uppfræða börn um skaðsemi eineltis um leið og þroski þeirra leyfir á orðbundin, táknrænan og myndrænan hátt og útskýra fyrir þeim hvaða hegðun er ekki liðin. Barn sem stríðir og meiðir í leikskóla er í áhættu með að halda því áfram í grunnskóla og til fullorðinsára ef ekki er unnið með vandann strax í byrjun. Það þarf líka að útskýra fyrir börnum að það sé ekki gott að hvetja þann sem beitir einelti áfram með því að standa hlægjandi og aðgerðarlaus hjá þegar einelti og ofbeldi er beitt. Börn þurfa að vita að verði þau vör við stríðni eða annað ofbeldi eigi þau strax að láta einhvern fullorðinn vita. Umræða um góða samskiptahætti þarf að vera dagleg bæði í leik- og grunnskólum, í íþróttum- tómstundum og á frístundaheimilum. Rannsókn Vöndu Sigurgeirsdóttur sýnir að þörf er á samhentu átaki alls skólasamfélagsins til að sporna gegn einelti í skólum og tómstundum. Einelti er dauðans alvara. Okkur ber öllum skylda til að verja hvert einasta barn fyrir einelti og ofbeldi. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins.
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun