Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Agnar Már Másson skrifar 4. október 2025 23:40 Trump og Netanjahú fyrir utan Hvíta húsið í vikunni. Getty Forsætisráðherra Ísraels segir að Ísrael og Hamas nálgist samkomulag um vopnahlé á Gasaströndinni. Bandaríkjaforseti er bjartsýnn og segir Ísraela hafa samþykkt að draga herinn af hluta Gasa til að greiða fyrir fangaskiptum en Ísraelsmenn hafa þó ekki hlýtt ósk hans um að hætta að sprengja. Stríðandi fylkingar ganga að samningaborðinu á mánudag. Sprengjur hafa dunið á Gasaströndinni í dag þrátt fyrir ákall Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að Ísraelsmenn hættu loftárásum sínum á svæðinu. Sjötíu hafa fallið í valinn á Gasa í dag að sögn heilbrigðisyfirvalda þar. Trump lét ummælin falla í kjölfar þess að Hamassamtökin höfðu tjáð honum að þau væru tilbúin að láta gísla af hendi, samkvæmt friðarplani Trumps, gegn því að Ísraelsher hörfi af svæðinu og stríðinu ljúki. Hamassamtökin sögðust enn fremur tilbúin að láta völd af hendi á Gaza til annarra palestínskra yfirvalda. Þau svöruðu aftur á móti ekki hvort þau væru tilbúin að láta vopn af hendi, sem er ein af kröfum Tumps og Ísraelsmanna. Hét því að afvopna Hamas, sem vilja ólíklega láta vopn af hendi En í stuttri ræðu sem Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels flutti í kvöld hét hann því að afvopna Hamas, þrátt fyrir að Hamas-samtökin hafi hingað til hafnað því að leggja niður vopn. Þar svaraði hann einnig gagnrýni þeirra sem hafa krafið Netanjahú um að binda enda á stríðið gegn lausn gíslanna, sem hann hefur áður hafnað að gera. Forsætisráðherrann vill meina að Hamasliðar séu aðeins nú tilbúnir að leysa ísraelska gísla úr haldi vegna þess að þeir Trump hafi aukið hernaðarlegan og pólitískan þrýsting á samtökin. „Ég stóðst gríðarlegan þrýsting að heiman og erlendis til þess að ljúka stríðinu,“ segir Netanjahú í ræðunni sinni, þar sem hann sagði einnig að Hamas og Ísrael væru nálægt því að komast að samkomulagi. Ísraelska ríkisstjórnin tilkynnti í morgun að hún byggi sig undir að innleiða „samstundis“ fyrstu skrefin í tillögum Trumps. Fulltrúar egypskra stjórnvalda segja að viðræður milli Hamas og Ísrael verði haldnar í Kaíró á mánudag. Trump virðist sannfærður um að samkomulag sé í sjónmáli og segir að þetta sé „stór dagur.“ Samþykkja fyrsta áfangann Hann minntist á það í Truth Social að Ísraelsmenn hefðu samþykkt að víkja hernum af hluta Gasastrandarinnar sem fyrsta skrefið við fangaskipti. „Þegar Hamas staðfestir tekur vopnahléð TAFARLAUST gildi, gísla- og fangaskipti munu hefjast, og við munum skapa aðstæður til þess að færa okkur nær næsta skrefi til að ljúka þessum 3.000 ára hörmungum,“ skrifar forsetinn. Til að greiða fyrir fangaskiptum myndi Ísraelsher víkja af því svæði sem er innan við gulu línurnar.Truth Social Auk þess birtir forsetinn loftmynd af mótmælafundi í Ísrael þar sem fólk mótmælir meintu aðgerðaleysi Netanjahús við að binda enda á stríðið. Trump virðist þar reyna að auka þrýsting á Netanjahú um að hætta árásum á Gasa. Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Sjá meira
Sprengjur hafa dunið á Gasaströndinni í dag þrátt fyrir ákall Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að Ísraelsmenn hættu loftárásum sínum á svæðinu. Sjötíu hafa fallið í valinn á Gasa í dag að sögn heilbrigðisyfirvalda þar. Trump lét ummælin falla í kjölfar þess að Hamassamtökin höfðu tjáð honum að þau væru tilbúin að láta gísla af hendi, samkvæmt friðarplani Trumps, gegn því að Ísraelsher hörfi af svæðinu og stríðinu ljúki. Hamassamtökin sögðust enn fremur tilbúin að láta völd af hendi á Gaza til annarra palestínskra yfirvalda. Þau svöruðu aftur á móti ekki hvort þau væru tilbúin að láta vopn af hendi, sem er ein af kröfum Tumps og Ísraelsmanna. Hét því að afvopna Hamas, sem vilja ólíklega láta vopn af hendi En í stuttri ræðu sem Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels flutti í kvöld hét hann því að afvopna Hamas, þrátt fyrir að Hamas-samtökin hafi hingað til hafnað því að leggja niður vopn. Þar svaraði hann einnig gagnrýni þeirra sem hafa krafið Netanjahú um að binda enda á stríðið gegn lausn gíslanna, sem hann hefur áður hafnað að gera. Forsætisráðherrann vill meina að Hamasliðar séu aðeins nú tilbúnir að leysa ísraelska gísla úr haldi vegna þess að þeir Trump hafi aukið hernaðarlegan og pólitískan þrýsting á samtökin. „Ég stóðst gríðarlegan þrýsting að heiman og erlendis til þess að ljúka stríðinu,“ segir Netanjahú í ræðunni sinni, þar sem hann sagði einnig að Hamas og Ísrael væru nálægt því að komast að samkomulagi. Ísraelska ríkisstjórnin tilkynnti í morgun að hún byggi sig undir að innleiða „samstundis“ fyrstu skrefin í tillögum Trumps. Fulltrúar egypskra stjórnvalda segja að viðræður milli Hamas og Ísrael verði haldnar í Kaíró á mánudag. Trump virðist sannfærður um að samkomulag sé í sjónmáli og segir að þetta sé „stór dagur.“ Samþykkja fyrsta áfangann Hann minntist á það í Truth Social að Ísraelsmenn hefðu samþykkt að víkja hernum af hluta Gasastrandarinnar sem fyrsta skrefið við fangaskipti. „Þegar Hamas staðfestir tekur vopnahléð TAFARLAUST gildi, gísla- og fangaskipti munu hefjast, og við munum skapa aðstæður til þess að færa okkur nær næsta skrefi til að ljúka þessum 3.000 ára hörmungum,“ skrifar forsetinn. Til að greiða fyrir fangaskiptum myndi Ísraelsher víkja af því svæði sem er innan við gulu línurnar.Truth Social Auk þess birtir forsetinn loftmynd af mótmælafundi í Ísrael þar sem fólk mótmælir meintu aðgerðaleysi Netanjahús við að binda enda á stríðið. Trump virðist þar reyna að auka þrýsting á Netanjahú um að hætta árásum á Gasa.
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Sjá meira