Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar 1. október 2025 10:00 Í dag tekur gildi ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um að stöðva niðurgreiðslu á vökvagjöfum í æð fyrir fólk með POTS-heilkennið. Á Íslandi er talið að um 700-800 manns séu með POTS þó enn fleiri hafa ekki enn fengið greiningu. Þessi ákvörðun snertir þó ekki bara einstaklinga heldur hefur hún bein áhrif á um og yfir 1000 fjölskyldur um allt land. Fyrir marga með POTS er vökvagjöf nauðsynleg meðferð sem veitir aukna orku og úthald til þess að sinna athöfnum daglegs lífs. Margir sem hafa treyst a vökvagjöf sem meðferð hafa verið rúmliggjandi og komist á fætur, börn með POTS hafa náð að sinna námi og fólk komist á vinnumarkaðinn aftur. Því er mikill ótti hjá þeim sem nýta sér vökvagjafir að missa niður framfarir og færni sem þau hafa náð. Meðferðarmöguleikar eru takmarkaðir og vökvagjöf hefur reynst mörgum ómetanleg leið til að halda heilkenninu í skefjum. Ákvörðun SÍ er tekin án þess að tryggja aðra raunhæfa meðferð í staðinn. Hún bitnar því harkalega á einstaklingum og fjölskyldum sem þegar búa við mikla lífsgæðaskerðingu. Fjölskyldulífi er raskað, atvinnuþátttaka skerðist og álag á heilbrigðiskerfið eykst. Því er ekki aðeins verið að svipta fólk nauðsynlegri meðferð heldur skapa kostnað og vanda annars staðar í kerfinu. Stjórn Samtaka um POTS á Íslandi hefur ekki setið aðgerðarlaus. Lögfræðistofan MAGNA hefur sent Sjúkratryggingum Íslands, Embætti Landlæknis og Heilbrigðisráðuneytinu bréf fyrir okkar hönd þar sem farið er yfir þau lögbrot sem framin eru með þessari ákvörðun á kostnað sjúklinga. Þrátt fyrir skýra lagalega og siðferðislega ábyrgð virðast SÍ ekki ætla að draga ákvörðun sína til baka. Við skorum á Sjúkratryggingar Íslands, Embætti landlæknis og Heilbrigðisráðuneytið að endurskoða og hætta við þessa ákvörðun strax. Það er óásættanlegt að láta hundruð einstaklinga og fjölskyldur bera afleiðingar stefnu sem hvorki stenst lög né mannréttindarsjónarmið. Það má spara í mörgu en ekki lífsgæðum fólks. Vökvagjöf er nauðsynleg fyrir mörg, hún snýst ekki um þægindi því við nennum ekki að drekka vatn. Með þessari ákvörðun er verið að kasta krónunni og hirða aurinn á kostnað þeirra sem minnst mega sín. Höfundur er formaður Samtaka um POTS á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið 3003 Elliði Vignisson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag tekur gildi ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um að stöðva niðurgreiðslu á vökvagjöfum í æð fyrir fólk með POTS-heilkennið. Á Íslandi er talið að um 700-800 manns séu með POTS þó enn fleiri hafa ekki enn fengið greiningu. Þessi ákvörðun snertir þó ekki bara einstaklinga heldur hefur hún bein áhrif á um og yfir 1000 fjölskyldur um allt land. Fyrir marga með POTS er vökvagjöf nauðsynleg meðferð sem veitir aukna orku og úthald til þess að sinna athöfnum daglegs lífs. Margir sem hafa treyst a vökvagjöf sem meðferð hafa verið rúmliggjandi og komist á fætur, börn með POTS hafa náð að sinna námi og fólk komist á vinnumarkaðinn aftur. Því er mikill ótti hjá þeim sem nýta sér vökvagjafir að missa niður framfarir og færni sem þau hafa náð. Meðferðarmöguleikar eru takmarkaðir og vökvagjöf hefur reynst mörgum ómetanleg leið til að halda heilkenninu í skefjum. Ákvörðun SÍ er tekin án þess að tryggja aðra raunhæfa meðferð í staðinn. Hún bitnar því harkalega á einstaklingum og fjölskyldum sem þegar búa við mikla lífsgæðaskerðingu. Fjölskyldulífi er raskað, atvinnuþátttaka skerðist og álag á heilbrigðiskerfið eykst. Því er ekki aðeins verið að svipta fólk nauðsynlegri meðferð heldur skapa kostnað og vanda annars staðar í kerfinu. Stjórn Samtaka um POTS á Íslandi hefur ekki setið aðgerðarlaus. Lögfræðistofan MAGNA hefur sent Sjúkratryggingum Íslands, Embætti Landlæknis og Heilbrigðisráðuneytinu bréf fyrir okkar hönd þar sem farið er yfir þau lögbrot sem framin eru með þessari ákvörðun á kostnað sjúklinga. Þrátt fyrir skýra lagalega og siðferðislega ábyrgð virðast SÍ ekki ætla að draga ákvörðun sína til baka. Við skorum á Sjúkratryggingar Íslands, Embætti landlæknis og Heilbrigðisráðuneytið að endurskoða og hætta við þessa ákvörðun strax. Það er óásættanlegt að láta hundruð einstaklinga og fjölskyldur bera afleiðingar stefnu sem hvorki stenst lög né mannréttindarsjónarmið. Það má spara í mörgu en ekki lífsgæðum fólks. Vökvagjöf er nauðsynleg fyrir mörg, hún snýst ekki um þægindi því við nennum ekki að drekka vatn. Með þessari ákvörðun er verið að kasta krónunni og hirða aurinn á kostnað þeirra sem minnst mega sín. Höfundur er formaður Samtaka um POTS á Íslandi.
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun