Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Samúel Karl Ólason skrifar 30. september 2025 16:28 Frá Khan Younis á Gasaströndinni. AP/Jehad Alshrafi) Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur gefið leiðtogum Hamas-samtakanna þrjá til fjóra daga til að samþykkja tillögur Bandaríkjamanna um að binda enda á átökin á Gasaströndinni. Samþykki þeir ekki tillögurnar muni það hafa „mjög sorglegar“ afleiðingar. Erindrekar frá Katar og Egyptalandi deildu tillögunum með leiðtogum Hamas í gær og hafa þeir þær til skoðunar. Hamas fékk enga aðkomu að því að semja áætlunina en hún felur í sér að Hamas-liðar leggi niður vopn. Það er krafa sem hefur verið bein að þeim áður og þeir hafa alfarið hafnað. Leiðtogar Hamas hafa áður sagst tilbúnir til að sleppa takinu á stjórnartaumunum á Gasa en vilja ekki leggja niður vopn sín. Heimildarmaður Reuters, sem sagður er þekkja til þankagangsins innan Hamas, segir tillögurnar halla verulega á Palestínumenn og þeim fylgi skilyrði sem ekki væri hægt að verða við. Margar af þessum tillögum hafa sést áður í fyrri vopnahléstillögum á undanförnum tveimur árum. Al Jazeera hefur eftir leiðtogum Fatah-hreyfingarinnar, sem leiðir heimastjórn Palestínumanna á Vesturbakkanum, að jákvætt sé að Bandaríkjamenn séu að reyna að koma á friði. Tillögur þeirra jafnist þó á við uppgjöf sem þvinga eigi upp á Palestínumenn án samráðs við þá. Leiðtogar Hamas segjast ætla að bregðast við tillögunum eins fljótt og þeir geta. AP fréttaveitan segir að erfitt gæti verið fyrir þá að hafna því. Hamas-samtökin eru ekki jafn öflug og þau voru og hafa verið einangruð nokkuð. Trump hafi tekist að fá nokkra af bandamönnum samtakanna til að styðja tillögurnar. Tuttugu tillögur Tillögur Bandaríkjamanna eru tuttugu talsins. Í stuttu máli sagt fela þær í sér að Ísraelar hörfi að hluta til frá Gasa og að Hamas sleppi þeim gíslum sem eru enn í haldi vígamanna samtakanna. Á móti eiga Ísraelar að sleppa fjölda fólks í haldi þeirra og líkamsleifum fólks sem þeir halda enn. Endurbyggja á Gasaströndina, með alþjóðlegu fjármagni, og auka flæði neyðaraðstoðar þangað og eiga Hamas-liðar að leggja niður vopn og heita því að hætta árásum á Ísraela eða aðra. Þeir Hamas-liðar sem vilja yfirgefa Gasa mega það, vilji ráðamenn einhvers ríkis taka við þeim. Samkvæmt tillögunum á að stofna sérstakt ráð sem stýra á Gasaströndinni um tíma og á það að vera skipað sérfræðingum frá Palestínu og öðrum ríkjum. Ráðið þessu verður stýrt af sérstakri stjórn sem Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, verður forseti yfir. Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, á einnig að sitja í stjórninni, auk annarra. Ráðið og stjórnin eiga svo að stýra endurreisn Gasa, þar til Heimastjórn Palestínu getur tekið í stjórnartaumana, eftir ýmsar umbætur á starfsemi hennar samkvæmt tillögum frá Bandaríkjunum, Sádi-Arabíu, Frökkum og öðrum. Það ferli gæti tekið mörg ár. Tillögurnar segja til um að enginn verði þvingaður á brott og þeir sem hafa áður flúið megi snúa aftur. Þá munu Bandaríkjamenn vinna með öðrum ríkjum Mið-Austurlanda að því að skapa sérstakt gæslulið sem á að þjálfa og starfa með palestínskum löggæslumönnum, með ráðgjöf frá Jórdaníu og Egyptalandi. Samhliða þessari þróun eiga ísraelskir hermenn að hörfa alfarið frá Gasa, að undanskildu öryggissvæði þar sem hermenn eiga að vera þar til það þykir öruggt að flytja þá á brott. Hver ráða á hvenær það er kemur ekki fram í tillögunum. Þá eru tillögurnar mjög óljósar þegar kemur að palestínsku ríki og nefna eingöngu mögulega lausn að tveggja ríkja lausn en á mjög óljósan hátt. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, hefur ítrekað sagt að stofnun slíks ríkis komi ekki til greina. Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Danir munu ekki greiða atkvæði með því að Ísrael verði vikið úr Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision. Aðilar Samtaka evrópskra ríkissjónvarpsstöðva (EBU) greiða atkvæði um þátttöku Ísraels á fundi í nóvember. 30. september 2025 14:53 Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Donald Trump Bandaríkjaforseti og Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, hafa sammældust um tuttugu punkta áætlun sem binda á enda á stríðið á Gasa á fundi þeirra í dag. Í áætluninni er krafist að Gasa verði svæði sem ógni ekki nágrönnunum sínum og að framkvæmd verði fanga- og gíslaskipti. Samþykki Hamas ekki áætlunina segist Netanjahú ætla að „ljúka því sem þeir hófu.“ 29. september 2025 19:41 Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Fulltrúar fjölda ríkja á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna stóðu upp og yfirgáfu sal allsherjarþingsins í New York þegar Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, hóf ræðu sína um klukkan 13 að íslenskum tíma í dag. 26. september 2025 13:48 Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Tvær tillögur liggja nú fyrir um framtíð Gasa, önnur studd af Bandaríkjastjórn og hin af Sameinuðu þjóðunum. Tillaga Bandaríkjamanna er sögð fela það í sér að Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, leiði bráðabirgðastjórn á Gasa. 26. september 2025 07:32 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku Veður Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Fleiri fréttir Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Sjá meira
Erindrekar frá Katar og Egyptalandi deildu tillögunum með leiðtogum Hamas í gær og hafa þeir þær til skoðunar. Hamas fékk enga aðkomu að því að semja áætlunina en hún felur í sér að Hamas-liðar leggi niður vopn. Það er krafa sem hefur verið bein að þeim áður og þeir hafa alfarið hafnað. Leiðtogar Hamas hafa áður sagst tilbúnir til að sleppa takinu á stjórnartaumunum á Gasa en vilja ekki leggja niður vopn sín. Heimildarmaður Reuters, sem sagður er þekkja til þankagangsins innan Hamas, segir tillögurnar halla verulega á Palestínumenn og þeim fylgi skilyrði sem ekki væri hægt að verða við. Margar af þessum tillögum hafa sést áður í fyrri vopnahléstillögum á undanförnum tveimur árum. Al Jazeera hefur eftir leiðtogum Fatah-hreyfingarinnar, sem leiðir heimastjórn Palestínumanna á Vesturbakkanum, að jákvætt sé að Bandaríkjamenn séu að reyna að koma á friði. Tillögur þeirra jafnist þó á við uppgjöf sem þvinga eigi upp á Palestínumenn án samráðs við þá. Leiðtogar Hamas segjast ætla að bregðast við tillögunum eins fljótt og þeir geta. AP fréttaveitan segir að erfitt gæti verið fyrir þá að hafna því. Hamas-samtökin eru ekki jafn öflug og þau voru og hafa verið einangruð nokkuð. Trump hafi tekist að fá nokkra af bandamönnum samtakanna til að styðja tillögurnar. Tuttugu tillögur Tillögur Bandaríkjamanna eru tuttugu talsins. Í stuttu máli sagt fela þær í sér að Ísraelar hörfi að hluta til frá Gasa og að Hamas sleppi þeim gíslum sem eru enn í haldi vígamanna samtakanna. Á móti eiga Ísraelar að sleppa fjölda fólks í haldi þeirra og líkamsleifum fólks sem þeir halda enn. Endurbyggja á Gasaströndina, með alþjóðlegu fjármagni, og auka flæði neyðaraðstoðar þangað og eiga Hamas-liðar að leggja niður vopn og heita því að hætta árásum á Ísraela eða aðra. Þeir Hamas-liðar sem vilja yfirgefa Gasa mega það, vilji ráðamenn einhvers ríkis taka við þeim. Samkvæmt tillögunum á að stofna sérstakt ráð sem stýra á Gasaströndinni um tíma og á það að vera skipað sérfræðingum frá Palestínu og öðrum ríkjum. Ráðið þessu verður stýrt af sérstakri stjórn sem Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, verður forseti yfir. Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, á einnig að sitja í stjórninni, auk annarra. Ráðið og stjórnin eiga svo að stýra endurreisn Gasa, þar til Heimastjórn Palestínu getur tekið í stjórnartaumana, eftir ýmsar umbætur á starfsemi hennar samkvæmt tillögum frá Bandaríkjunum, Sádi-Arabíu, Frökkum og öðrum. Það ferli gæti tekið mörg ár. Tillögurnar segja til um að enginn verði þvingaður á brott og þeir sem hafa áður flúið megi snúa aftur. Þá munu Bandaríkjamenn vinna með öðrum ríkjum Mið-Austurlanda að því að skapa sérstakt gæslulið sem á að þjálfa og starfa með palestínskum löggæslumönnum, með ráðgjöf frá Jórdaníu og Egyptalandi. Samhliða þessari þróun eiga ísraelskir hermenn að hörfa alfarið frá Gasa, að undanskildu öryggissvæði þar sem hermenn eiga að vera þar til það þykir öruggt að flytja þá á brott. Hver ráða á hvenær það er kemur ekki fram í tillögunum. Þá eru tillögurnar mjög óljósar þegar kemur að palestínsku ríki og nefna eingöngu mögulega lausn að tveggja ríkja lausn en á mjög óljósan hátt. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, hefur ítrekað sagt að stofnun slíks ríkis komi ekki til greina.
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Danir munu ekki greiða atkvæði með því að Ísrael verði vikið úr Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision. Aðilar Samtaka evrópskra ríkissjónvarpsstöðva (EBU) greiða atkvæði um þátttöku Ísraels á fundi í nóvember. 30. september 2025 14:53 Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Donald Trump Bandaríkjaforseti og Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, hafa sammældust um tuttugu punkta áætlun sem binda á enda á stríðið á Gasa á fundi þeirra í dag. Í áætluninni er krafist að Gasa verði svæði sem ógni ekki nágrönnunum sínum og að framkvæmd verði fanga- og gíslaskipti. Samþykki Hamas ekki áætlunina segist Netanjahú ætla að „ljúka því sem þeir hófu.“ 29. september 2025 19:41 Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Fulltrúar fjölda ríkja á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna stóðu upp og yfirgáfu sal allsherjarþingsins í New York þegar Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, hóf ræðu sína um klukkan 13 að íslenskum tíma í dag. 26. september 2025 13:48 Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Tvær tillögur liggja nú fyrir um framtíð Gasa, önnur studd af Bandaríkjastjórn og hin af Sameinuðu þjóðunum. Tillaga Bandaríkjamanna er sögð fela það í sér að Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, leiði bráðabirgðastjórn á Gasa. 26. september 2025 07:32 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku Veður Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Fleiri fréttir Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Sjá meira
Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Danir munu ekki greiða atkvæði með því að Ísrael verði vikið úr Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision. Aðilar Samtaka evrópskra ríkissjónvarpsstöðva (EBU) greiða atkvæði um þátttöku Ísraels á fundi í nóvember. 30. september 2025 14:53
Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Donald Trump Bandaríkjaforseti og Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, hafa sammældust um tuttugu punkta áætlun sem binda á enda á stríðið á Gasa á fundi þeirra í dag. Í áætluninni er krafist að Gasa verði svæði sem ógni ekki nágrönnunum sínum og að framkvæmd verði fanga- og gíslaskipti. Samþykki Hamas ekki áætlunina segist Netanjahú ætla að „ljúka því sem þeir hófu.“ 29. september 2025 19:41
Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Fulltrúar fjölda ríkja á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna stóðu upp og yfirgáfu sal allsherjarþingsins í New York þegar Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, hóf ræðu sína um klukkan 13 að íslenskum tíma í dag. 26. september 2025 13:48
Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Tvær tillögur liggja nú fyrir um framtíð Gasa, önnur studd af Bandaríkjastjórn og hin af Sameinuðu þjóðunum. Tillaga Bandaríkjamanna er sögð fela það í sér að Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, leiði bráðabirgðastjórn á Gasa. 26. september 2025 07:32