Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar 23. september 2025 09:01 Mikið hefur verið rætt um manneklu á leikskólum en minna fer fyrir umræðu um manneklu í frístundastarfi. Dóttir mín er í 2. bekk í Laugarnesskóla. Frá skólabyrjun hefur hún farið einu sinni í frístund því ekki hefur tekist að manna hana nægjanlega og 1. bekkur gengur fyrir. Eðlilega. Þær gleðifréttir bárust í síðustu viku, sem var fjórða vika skólaársins, að hún fékk einn dag í vistun í viku. Börn í 3. bekk, sem tilheyra annarri frístundamiðstöð (það er önnur umræða hvort það sé vænlegt), hafa hins vegar verið með tvo daga í vistun frá upphafi skólaárs og eru nú með fulla vistun. Ég get ekki orðað það öðruvísi en að mér finnist það ósanngjarnt. 1. og 3. bekkur í Laugarnesskóla fá þannig notið alls þess sem frístund býður upp á en 2. bekkur er útundan. Fyrir utan áhrifin sem þetta hefur á fjölskyldur og fjölskyldulífið, hvað þá þær sem standa verr en aðrar; hafa ekki sterkt bakland, komast illa frá vinnu o.s.frv. þá eru það blessuð börnin. Þau eru að missa af því að vera bara börn sem leika sér og starfa í skemmtilega umhverfi frístundarinnar. Þau finna vel fyrir streitunni sem þetta veldur öllum foreldrum. Þau sem standa verr félagslega einangrast. Með hverjum deginum sem líður mun verða erfiðara að sannfæra þau um að fara í frístund. Almennt er mikið hamrað á Reykjavíkurborg varðandi allt sem miður fer, til dæmis myglað húsnæði, og látið eins og það sé aðeins vandamál í borginni. Mér hefur oft fundist það ósanngjarnt, enda er myglað húsnæði um allt land sem hefur áhrif á hina ýmsu starfsemi. Ég hef ekki hugmynd um hvort mannekla frístundamiðstöðva er vandamál víðar en í Reykjavík, en þar bý ég og þetta hefur áhrif á líf mitt. Á hverjum einasta degi. Fimmta vikan af nánast engri frístund er hafin og ekki sér fyrir endann á því. Lítið er um svör hvernig hægt sé að bregðast við. Það væri forvitnilegt að vita hvernig staðan er í öðrum sveitarfélögum. Tilgangur þessara litlu skrifa minna eru kannski bara að vekja athygli á þessu ástandi og svo vil ég auðvitað hvetja allt fólk sem er í leit að hlutastarfi að sækja um vinnu í Laugarseli sem að ég held að sé algjörlega frábær og skemmtilegur vinnustaður. Það má sækja um á netfanginu laugarsel@reykjavik.is Höfundur er útivinnandi móðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynhildur Bolladóttir Frístund barna Grunnskólar Börn og uppeldi Reykjavík Skóla- og menntamál Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun María Rut og samkeppnishæfnin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Mikið hefur verið rætt um manneklu á leikskólum en minna fer fyrir umræðu um manneklu í frístundastarfi. Dóttir mín er í 2. bekk í Laugarnesskóla. Frá skólabyrjun hefur hún farið einu sinni í frístund því ekki hefur tekist að manna hana nægjanlega og 1. bekkur gengur fyrir. Eðlilega. Þær gleðifréttir bárust í síðustu viku, sem var fjórða vika skólaársins, að hún fékk einn dag í vistun í viku. Börn í 3. bekk, sem tilheyra annarri frístundamiðstöð (það er önnur umræða hvort það sé vænlegt), hafa hins vegar verið með tvo daga í vistun frá upphafi skólaárs og eru nú með fulla vistun. Ég get ekki orðað það öðruvísi en að mér finnist það ósanngjarnt. 1. og 3. bekkur í Laugarnesskóla fá þannig notið alls þess sem frístund býður upp á en 2. bekkur er útundan. Fyrir utan áhrifin sem þetta hefur á fjölskyldur og fjölskyldulífið, hvað þá þær sem standa verr en aðrar; hafa ekki sterkt bakland, komast illa frá vinnu o.s.frv. þá eru það blessuð börnin. Þau eru að missa af því að vera bara börn sem leika sér og starfa í skemmtilega umhverfi frístundarinnar. Þau finna vel fyrir streitunni sem þetta veldur öllum foreldrum. Þau sem standa verr félagslega einangrast. Með hverjum deginum sem líður mun verða erfiðara að sannfæra þau um að fara í frístund. Almennt er mikið hamrað á Reykjavíkurborg varðandi allt sem miður fer, til dæmis myglað húsnæði, og látið eins og það sé aðeins vandamál í borginni. Mér hefur oft fundist það ósanngjarnt, enda er myglað húsnæði um allt land sem hefur áhrif á hina ýmsu starfsemi. Ég hef ekki hugmynd um hvort mannekla frístundamiðstöðva er vandamál víðar en í Reykjavík, en þar bý ég og þetta hefur áhrif á líf mitt. Á hverjum einasta degi. Fimmta vikan af nánast engri frístund er hafin og ekki sér fyrir endann á því. Lítið er um svör hvernig hægt sé að bregðast við. Það væri forvitnilegt að vita hvernig staðan er í öðrum sveitarfélögum. Tilgangur þessara litlu skrifa minna eru kannski bara að vekja athygli á þessu ástandi og svo vil ég auðvitað hvetja allt fólk sem er í leit að hlutastarfi að sækja um vinnu í Laugarseli sem að ég held að sé algjörlega frábær og skemmtilegur vinnustaður. Það má sækja um á netfanginu laugarsel@reykjavik.is Höfundur er útivinnandi móðir.
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun