Erlent

Sænskur sjúkra­liði myrtur í út­kalli

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Konan starfaði sem sjúkraliði.
Konan starfaði sem sjúkraliði. Getty

25 ára maður er grunaður um að hafa myrt sjúkraliða í Svíþjóð í dag. Sjúkraliðinn var að sinna útkalli þegar ráðist var á hana.

Samkvæmt umfjöllun Aftonbladet er um konu að ræða en hún var auk samstarfsfélaga síns að svara útkalli sem þeim barst í bænum Harmanger, sem er um þriggja klukkustunda keyrsla í norðanátt frá Stokkhólmi. Ekki liggur fyrir af hverju sjúkrabíllinn var kallaður á vettvang.

25 ára karlmaður er grunaður um að hafa orðið konunni að bana og var hann handtekinn á heimili í nágrenni við árásarstaðinn. Talið er að einhvers konar beittur hlutur hafi verið notaður í árásinni. Konan var alvarlega særð eftir árásina og flutt á sjúkrahús þar sem hún lést af sárum sínum.

Í umfjöllun Dagens Nyheter segir að kona sem býr nálægt vettvanginum að hún hafi heyrt hávær öskur rétt fyrir hádegi í dag. Hún leit út um gluggann og hafði samstarfsfélagi hinnar látnu þegar hafið skyndihjálp.

Mikill viðbúnaður viðbragðsaðila var á vettvangi. 

„Viðbragðsaðilar aðstoða okkur öll og gera allt sem þau geta til að bjarga lífum á hverjum degi. Ég hef fengið sorglegar fregnir um að ráðist var á einn starfsmann í dag og hann lést þegar hann sinnti skyldustörfum sínum,“ skrifar Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svía, í færslu á X og vottar fjölskyldu sjúkraliðans samúð sína.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×