Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Kjartan Kjartansson skrifar 19. september 2025 12:00 Brak úr farþegaþotu Malaysia Airlines eftir að hún var skotin niður yfir Úkraínu árið 2014. Rússar vilja nú að sami dómstóll og þeir komu í veg fyrir að fjallaði um málið á sínum tíma hnekki ákvörðun Alþjóðaflugmálastofnunarinnar um að þeir beri ábyrgð á örlögum 298 farþega og áhafnar. Vísir/AFP Stjórnvöld í Kreml hafa vísað ákvörðun Alþjóðaflugmálastofnunarinnar um að þau bæru ábyrgð á því að farþegaþota Malaysia Airlines var skotin niður yfir Úkraínu árið 2014 til Alþjóðasakamáladómstólsins. Rússar hafa alla tíð neitað að axla ábyrgð á því að hátt í þrjú hundruð manns týndu lífi. Ákvörðun Alþjóðaflugmálastofnunarinnar í maí um að Rússa bæru ábyrgð á örlögum flugs MH17 var sú fyrsta þar sem stofnunin tók afstöðu til deilu á milli aðildarríkja hennar. Hollensk og áströlsk stjórnvöld kröfðust ákvörðunarinnar en flestir farþega vélarinnar voru þaðan. Rússneska utanríkisráðuneytið sagðist hafa áfrýjað ákvörðuninni á „öllum forsendum“. Á meðal þeirra var að stofnunin hefði ekki haft umboð til að taka ákvörðunina en einnig um efnisleg atriði. Stofnunin hefði ekki látið rannsaka atvikið ítarlega heldur reitt sig á niðurstöður hollenskra rannsakenda. Hollenskur dómstóll dæmdi tvo Rússa og einn úkraínskan aðskilnaðarsinna seka um að hafa skotið flugvélina niður árið 2022. Upphaflega fóru Hollendingar og Ástralar fram á að Alþjóðasakamáladómstóllinn tæki málið fyrir en Rússar beittu neitunarvaldi til að koma í veg fyrir það. Niðurstaða hollensku rannsóknarinnar var að flugvélin, með 298 manns um borð, hefði verið skotin niður með Buk-flugskeyti sem Rússar létu rússneska aðskilnaðarsinna fá. Rússar hafa alla tíð þrætt fyrir að þeir hafi átt nokkurn þátt í harmleiknum. Rannsakendurnir sögðu að rússnesk stjórnvöld hefðu ítrekað sent þeim fölsuð gögn eftir að vélin var skotin niður. MH17 Rússland Holland Ástralía Sameinuðu þjóðirnar Fréttir af flugi Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Fleiri fréttir Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Sjá meira
Ákvörðun Alþjóðaflugmálastofnunarinnar í maí um að Rússa bæru ábyrgð á örlögum flugs MH17 var sú fyrsta þar sem stofnunin tók afstöðu til deilu á milli aðildarríkja hennar. Hollensk og áströlsk stjórnvöld kröfðust ákvörðunarinnar en flestir farþega vélarinnar voru þaðan. Rússneska utanríkisráðuneytið sagðist hafa áfrýjað ákvörðuninni á „öllum forsendum“. Á meðal þeirra var að stofnunin hefði ekki haft umboð til að taka ákvörðunina en einnig um efnisleg atriði. Stofnunin hefði ekki látið rannsaka atvikið ítarlega heldur reitt sig á niðurstöður hollenskra rannsakenda. Hollenskur dómstóll dæmdi tvo Rússa og einn úkraínskan aðskilnaðarsinna seka um að hafa skotið flugvélina niður árið 2022. Upphaflega fóru Hollendingar og Ástralar fram á að Alþjóðasakamáladómstóllinn tæki málið fyrir en Rússar beittu neitunarvaldi til að koma í veg fyrir það. Niðurstaða hollensku rannsóknarinnar var að flugvélin, með 298 manns um borð, hefði verið skotin niður með Buk-flugskeyti sem Rússar létu rússneska aðskilnaðarsinna fá. Rússar hafa alla tíð þrætt fyrir að þeir hafi átt nokkurn þátt í harmleiknum. Rannsakendurnir sögðu að rússnesk stjórnvöld hefðu ítrekað sent þeim fölsuð gögn eftir að vélin var skotin niður.
MH17 Rússland Holland Ástralía Sameinuðu þjóðirnar Fréttir af flugi Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Fleiri fréttir Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Sjá meira