„Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Smári Jökull Jónsson skrifar 20. september 2025 12:03 Margrét Valdimarsdóttir er dósent í félags- og afbrotafræði við Háskóla Íslands. Vísir/Ívar Afbrotafræðingur segir skiljanlegt að fólki blöskri að maður gangi laus sem sé grunaður um kynferðisbrot gegn barni á grunnskólaaldri. Maðurinn var látinn laus að loknu þriggja daga gæsluvarðhaldi og fór lögregla ekki fram á lengra varðhald yfir honum. Hún segist ekki muna eftir samskonar máli og að brot gerist ekki alvarlegri. Karlmaður á fimmtugsaldri er grunaður um kynferðisbrot gegn dreng á miðstigi í grunnskóla eftir að hafa brotist inn í herbergi hans aðfaranótt sunnudags. Maðurinn var í kjölfarið úrskurðaður í þriggja daga gæsluvarðhald sem hann losnaði úr í fyrradag og fór lögregla ekki fram á lengra varðhald yfir manninum. Í viðtali við Hildi Sunnu Pálmadóttur, sviðsstjóra ákærusviðs hjá lögreglu, kemur fram að búið hafi verið að tryggja rannsóknarhagsmuni og ekki hafi legið fyrir sterkur grunur sem er grundvöllur fyrir því að sakborningur sé í varðhaldi á grundvelli almannahagsmuna. Segir skilyrði gæsluvarðhalds vel skilgreind í íslenskum lögum Margrét Valdimarsdóttir, afbrotafræðingur, segir ákveðin lagaleg skilyrði þurfa að liggja fyrir til að frelsissvipta fólk, ekki sé nóg að gögn séu til staðar sem bendi til að viðkomandi brjóti af sér. „Það er ekki nóg heldur þarf líka að vera hætta á að það trufli rannsóknina ef viðkomandi er laus, til dæmis að hann tali við vitni, feli sönnunargögn, flýi úr landi, haldi áfram að brjóta af sér eða sjónarmið að það sé verið að vernda samfélagið. Að samfélaginu stafi hætta af því að viðkomandi sé laus,“ sagði Margrét í samtali við fréttastofu Sýnar. Hún nefnir sem dæmi mál tengd skipulagðri glæpastarfsemi þar sem menn hafa setið í gæsluvarðahaldi vikum saman vegna hættu á að rannsóknarhagmunir spillist. „Í ljósi þess hversu alvarlegt brot þetta er sem þessi einstaklingur er grunaður um þá er skiljanlegt í mínum huga að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus. Þetta er skilgreint í íslenskum lögum hvað þarf að liggja fyrir og lögreglan hefur greinilega ekki talið sig uppfylla þessi skilyrði.“ „Þetta gerist eiginlega ekki mikið alvarlegra“ Margrét segir hámarksrefsingu í íslenskum lögum fyrir brot sem þetta sé 16 ár og því eðlilegt að fólki finnist skrýtið að hinn grunaði gangi laus. „Ég man ekki eftir samskonar máli. Þetta er akkúrat svona mál sem ég held að veki einna mestan ótta hjá flestum foreldrum. Þarna er barnið öruggt inn á sínu heimiili og það er brotist inn á það og þetta gerist eiginlega ekki mikið alvarlega.“ Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Hafnarfjörður Lögreglumál Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Fleiri fréttir Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Sjá meira
Karlmaður á fimmtugsaldri er grunaður um kynferðisbrot gegn dreng á miðstigi í grunnskóla eftir að hafa brotist inn í herbergi hans aðfaranótt sunnudags. Maðurinn var í kjölfarið úrskurðaður í þriggja daga gæsluvarðhald sem hann losnaði úr í fyrradag og fór lögregla ekki fram á lengra varðhald yfir manninum. Í viðtali við Hildi Sunnu Pálmadóttur, sviðsstjóra ákærusviðs hjá lögreglu, kemur fram að búið hafi verið að tryggja rannsóknarhagsmuni og ekki hafi legið fyrir sterkur grunur sem er grundvöllur fyrir því að sakborningur sé í varðhaldi á grundvelli almannahagsmuna. Segir skilyrði gæsluvarðhalds vel skilgreind í íslenskum lögum Margrét Valdimarsdóttir, afbrotafræðingur, segir ákveðin lagaleg skilyrði þurfa að liggja fyrir til að frelsissvipta fólk, ekki sé nóg að gögn séu til staðar sem bendi til að viðkomandi brjóti af sér. „Það er ekki nóg heldur þarf líka að vera hætta á að það trufli rannsóknina ef viðkomandi er laus, til dæmis að hann tali við vitni, feli sönnunargögn, flýi úr landi, haldi áfram að brjóta af sér eða sjónarmið að það sé verið að vernda samfélagið. Að samfélaginu stafi hætta af því að viðkomandi sé laus,“ sagði Margrét í samtali við fréttastofu Sýnar. Hún nefnir sem dæmi mál tengd skipulagðri glæpastarfsemi þar sem menn hafa setið í gæsluvarðahaldi vikum saman vegna hættu á að rannsóknarhagmunir spillist. „Í ljósi þess hversu alvarlegt brot þetta er sem þessi einstaklingur er grunaður um þá er skiljanlegt í mínum huga að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus. Þetta er skilgreint í íslenskum lögum hvað þarf að liggja fyrir og lögreglan hefur greinilega ekki talið sig uppfylla þessi skilyrði.“ „Þetta gerist eiginlega ekki mikið alvarlegra“ Margrét segir hámarksrefsingu í íslenskum lögum fyrir brot sem þetta sé 16 ár og því eðlilegt að fólki finnist skrýtið að hinn grunaði gangi laus. „Ég man ekki eftir samskonar máli. Þetta er akkúrat svona mál sem ég held að veki einna mestan ótta hjá flestum foreldrum. Þarna er barnið öruggt inn á sínu heimiili og það er brotist inn á það og þetta gerist eiginlega ekki mikið alvarlega.“
Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Hafnarfjörður Lögreglumál Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Fleiri fréttir Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Sjá meira
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent