Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Jón Ísak Ragnarsson skrifar 19. september 2025 18:40 Hinn grunaði sást kaupa sér ís á öryggismyndavélum rétt fyrir morðið. Lögreglan í Svíþjóð Sænski vefmiðillinn Samnytt heldur því fram að rúmlega fertugur maður sem grunaður er um að hafa skotið 63 ára gamla konu til bana á heimili hennar í október í fyrra, sé Íslendingur. Maðurinn hefur verið ákærður fyrir verknaðinn ásamt tveimur öðrum, manni á sextugsaldri og konu á fertugsaldri. Samkvæmt umfjöllun sænska ríkisútvarpsins frá október þegar morðið var framið og hin grunuðu úrskurðuð í gæsluvarðhald, var konan móðir manns sem tengdist undirheimunum í Stokkhólmi og nágrenni. Víg hennar hafi verið hefndaraðgerð í garð mannsins. Sonur hennar hafi skotið 28 ára gamlan mann til bana í Husby í maí 2021, verið handtekinn og ákærður en málinu hafi lokið með sýknu. Fram kemur í umfjöllun sænskra miðla að konan hafi verið virk í stjórnmálastarfi fyrir jafnaðarmannaflokk Svíþjóðar, Socialdemokraterna, ásamt því að vera virk í kirkjustarfi í sinni sókn, í Akella í Norðvestur-Stokkhólmi. Sms-samskipti hinna ákærðu. Samið var um greiðslu fyrir verknaðinn og fleiri dráp, en aldrei varð af þeim.Lögreglan í Svíþjóð Efst í annars læstri grein Samnytt má sjá mynd af hinum meinta Íslendingi, sem er 41 árs. Samkvæmt sms-skilaboðum og upptökum af símtölum sem lögreglan hefur undir höndum, er útlit fyrir að hinn meinti Íslendingur hafi verið verið ráðinn í verkið gegn greiðslu. Í símaupptöku sem lögreglan hefur undir höndum má heyra manninn og þann sem keypti af honum þjónustuna leggja á ráðin um fleiri morð, en þar ræddu þeir vopn, aðferðir og greiðslu. Í frétt Morgunblaðsins um málið segir að í kjölfar drápsins virðist skyttan hafa þjáðst af miklum samviskukvölum og skrifað á samfélagsmiðilinn Instagram að hann gæti ekki lifað með sjálfum sér eftir verknaðinn. Hann hafi svo játað í kjölfarið að konan hafi verið ráðin af dögum að undirlagi Dalen-klíkunnar í Stokkhólmi. Í upptöku af símtölum hans hafi svo reyndar mátt heyra hann segja að meðákærða, konan á fertugsaldri, hafi birt þann texta. Maðurinn játaði í yfirheyrslu í vor að hafa myrt konuna, en hin tvö meðákærðu neita allri sök í málinu. Svíþjóð Erlend sakamál Íslendingar erlendis Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fleiri fréttir Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Sjá meira
Samkvæmt umfjöllun sænska ríkisútvarpsins frá október þegar morðið var framið og hin grunuðu úrskurðuð í gæsluvarðhald, var konan móðir manns sem tengdist undirheimunum í Stokkhólmi og nágrenni. Víg hennar hafi verið hefndaraðgerð í garð mannsins. Sonur hennar hafi skotið 28 ára gamlan mann til bana í Husby í maí 2021, verið handtekinn og ákærður en málinu hafi lokið með sýknu. Fram kemur í umfjöllun sænskra miðla að konan hafi verið virk í stjórnmálastarfi fyrir jafnaðarmannaflokk Svíþjóðar, Socialdemokraterna, ásamt því að vera virk í kirkjustarfi í sinni sókn, í Akella í Norðvestur-Stokkhólmi. Sms-samskipti hinna ákærðu. Samið var um greiðslu fyrir verknaðinn og fleiri dráp, en aldrei varð af þeim.Lögreglan í Svíþjóð Efst í annars læstri grein Samnytt má sjá mynd af hinum meinta Íslendingi, sem er 41 árs. Samkvæmt sms-skilaboðum og upptökum af símtölum sem lögreglan hefur undir höndum, er útlit fyrir að hinn meinti Íslendingur hafi verið verið ráðinn í verkið gegn greiðslu. Í símaupptöku sem lögreglan hefur undir höndum má heyra manninn og þann sem keypti af honum þjónustuna leggja á ráðin um fleiri morð, en þar ræddu þeir vopn, aðferðir og greiðslu. Í frétt Morgunblaðsins um málið segir að í kjölfar drápsins virðist skyttan hafa þjáðst af miklum samviskukvölum og skrifað á samfélagsmiðilinn Instagram að hann gæti ekki lifað með sjálfum sér eftir verknaðinn. Hann hafi svo játað í kjölfarið að konan hafi verið ráðin af dögum að undirlagi Dalen-klíkunnar í Stokkhólmi. Í upptöku af símtölum hans hafi svo reyndar mátt heyra hann segja að meðákærða, konan á fertugsaldri, hafi birt þann texta. Maðurinn játaði í yfirheyrslu í vor að hafa myrt konuna, en hin tvö meðákærðu neita allri sök í málinu.
Svíþjóð Erlend sakamál Íslendingar erlendis Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fleiri fréttir Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Sjá meira