Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Samúel Karl Ólason skrifar 18. september 2025 11:32 Lögreglan í Pennsylvaníu var með umfangsmikið viðbragð eftir skotbardagann. AP/Matt Slocum Þrír lögregluþjónar voru skotnir til bana og tveir til viðbótar særðir í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum í gær. Einn maður var skotinn til bana af lögregluþjónum en ráðamenn hafa hingað til sagt lítið um hvað gerðist í rauninni. Gærdagurinn er talinn einn sá blóðugasti fyrir lögregluþjóna í Pennsylvaníu um árabil. Skotbardaginn varð í North Codorus Township, sem er tiltölulega strjálbýlt svæði í Pennsylvaínu en þar búa tæplega tíu þúsund manns. Washington Post hefur eftir forsvarsmönnum lögreglunnar að umræddir lögregluþjónar hafi verið að fylgja eftir rannsókn sem tengist einhverskonar heimiliserjum eða ofbeldi. Lögreglan hefur varist því að gefa upp frekari upplýsingar á þeim grunni að enn eigi eftir að fara í húsleit vegna rannsóknarinnar. Ekki hefur verið gefið upp hverjir lögregluþjónarnir eru, frá hvaða embættum þeir voru eða hver maðurinn sem skaut þá og var svo skotinn var. Þungvopnaður í felulitum CNN hefur þó eftir heimildarmönnum sínum að umræddir lögregluþjónar hafi verið að framfylgja handtökuskipun gegn manni vegna ásakana um að hann hefði áreitt fyrrverandi kærustu sína og hrellt hana. Maðurinn fannst ekki heima hjá sér og var verið að leita að honum. Þegar lögregluþjónar fóru heim til kærustunnar var maðurinn þar, samkvæmt heimildum CNN, þungvopnaður og í felulitum. Óljóst er hvort að hann hafi verið að bíða eftir lögregluþjónum eða konunni. AP fréttaveitan hefur eftir manni sem býr í nágrenni við staðinn þar sem skotbardaginn varð. Hann segist hafa heyrt þó nokkuð mörgum skotum hleypt af. Lögreglan hafi í kjölfarið verið með umfangsmikið viðbragð, þyrlu og um þrjátíu lögreglubíla. Hinir særðu lögregluþjónar eru sagðir í alvarlegu en stöðugu ásigkomulagi á sjúkrahúsi. Josh Shapiro, ríkisstjóri Pennsylvaníu, segir atvikið hafa valdið mikilli skelkun á svæðinu kringum North Codorus og að gærdagurinn hafi verið einstaklega sorglegur fyrir allt ríkið. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Erlend sakamál Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Fleiri fréttir „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Sjá meira
Gærdagurinn er talinn einn sá blóðugasti fyrir lögregluþjóna í Pennsylvaníu um árabil. Skotbardaginn varð í North Codorus Township, sem er tiltölulega strjálbýlt svæði í Pennsylvaínu en þar búa tæplega tíu þúsund manns. Washington Post hefur eftir forsvarsmönnum lögreglunnar að umræddir lögregluþjónar hafi verið að fylgja eftir rannsókn sem tengist einhverskonar heimiliserjum eða ofbeldi. Lögreglan hefur varist því að gefa upp frekari upplýsingar á þeim grunni að enn eigi eftir að fara í húsleit vegna rannsóknarinnar. Ekki hefur verið gefið upp hverjir lögregluþjónarnir eru, frá hvaða embættum þeir voru eða hver maðurinn sem skaut þá og var svo skotinn var. Þungvopnaður í felulitum CNN hefur þó eftir heimildarmönnum sínum að umræddir lögregluþjónar hafi verið að framfylgja handtökuskipun gegn manni vegna ásakana um að hann hefði áreitt fyrrverandi kærustu sína og hrellt hana. Maðurinn fannst ekki heima hjá sér og var verið að leita að honum. Þegar lögregluþjónar fóru heim til kærustunnar var maðurinn þar, samkvæmt heimildum CNN, þungvopnaður og í felulitum. Óljóst er hvort að hann hafi verið að bíða eftir lögregluþjónum eða konunni. AP fréttaveitan hefur eftir manni sem býr í nágrenni við staðinn þar sem skotbardaginn varð. Hann segist hafa heyrt þó nokkuð mörgum skotum hleypt af. Lögreglan hafi í kjölfarið verið með umfangsmikið viðbragð, þyrlu og um þrjátíu lögreglubíla. Hinir særðu lögregluþjónar eru sagðir í alvarlegu en stöðugu ásigkomulagi á sjúkrahúsi. Josh Shapiro, ríkisstjóri Pennsylvaníu, segir atvikið hafa valdið mikilli skelkun á svæðinu kringum North Codorus og að gærdagurinn hafi verið einstaklega sorglegur fyrir allt ríkið.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Erlend sakamál Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Fleiri fréttir „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Sjá meira